Vísir - 23.02.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 23.02.1971, Blaðsíða 3
3 VlSIR . Þriðjudagur 23. febrúar 1971. I MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND f MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND SUDUR VlETNAMAR FARA VÍDA HALLOKA Umsjón: Haukur Helgason: — foringi þeirra i Kambódiu fallinn — miklar raunir bandarisks hermanns, sem varð „óviljandi" foringi hersveitar i Laos Æðsti foringi hers Suður- Víetnam í Kambódíu, Do Cao Tri, vai drepinn í morgun. Þyrla hans hrap- aði brennandi, efíir að sprenging varð í henni í lofti. Þar fórust einnig tveir höfuðsmenn, major og aðrir foringjar. Hersveit Suður-Víetnama í Laos „Konur og börn jafn hættuleg og óvinahermenn" var nærri gjöreytt í bardögum, 10 kilómetrum innan landamæranna, við Ho Ohi Minh-leiðina. Helming- ur af 500 manna deild fél'l eða er saknað, þar á meðal allir yfirmenn. Bandarískur hermaöur hvílist í sj úkrahúsi I dag, eftir aö hann hafi verið yfirmaður umkringdrar hersveitar Suður-Víetnama í Laos £ tvo daga. Hann er sjálfur talinn hafa fellt 50 Norður-Víetnama í bardögunum. Þyrla Bandaríkjamannsins, sem 'heitir Fujii, var skotin niður yfir Laos á fimmtudag, og hann tók strax til óspil'ltra málanna við vam ir sveitar Suður-Víetnama, sem Norður-Víetnamar höfðu ráðizt á. Hann bað um aðstoð flugvéla, og sagði flugmönnum, hvar þeir skyldu skjóta. Á laugardag bárust fréttir um, að Norður-Vfetnamar ætluðu að taka herstöð S-Víetnama með áhlaupi. Fujii liðþjalfi stjórn- aði þá för um 200 Suður-Víetnama yfir óvinasvæði til annarrar sveitar. 100 Suður-Víetnamar urðu eftir til að verja undanhaldið, og er þeirra saknað. — Calley liósforingi segir frá 9 William Calley liðsforingi byrjaði í gær framburð sinn fyrir réttinum, þar sem hann er sakaður um f jöldamorð í My Lai í Suður-Vietnam. Hann hélt því fram, að áður en hann var send- ur til Víetnam, hafi honum verið kennt, að konur og börn gætu verið jafn hættuleg og óvinaher- menn. Honum hafi einnig verið kennt, að liðsforingi ætti yfir höfði sér dauðarefsingu, ef hann neitaði að hlýða skipunum í bar- dögum. Calley sagðist ekki hafa feng- ið kennslu £ reg'lum um meðferð á föngum, og enginn hefði sagt sér, að liðsforingja bæri að meta hvort skipun, sem hann fengi, væri ólögíeg eða ekki. Hann sagði, að hermennirnir í Víetnam hefðu litið svo á, að konur væru jafn hættulegar og karlar. Börn væru sérstaklega hættuleg, af því að venjulega væru þau ekki grunuð um græsku. Konur væru oftast betri skyttur en karlmenn. Börn væru lagin við að koma fyrir sprengj- um, sagði Cal'ley. Hann sagðist hafa verið „hálifruglaður“ eftir að hann kom til Víetnam. ■ Gasský á tungli finnst á tækjum Tæki, sem Apollo 14 skildi eftir á tungli, hafa mælt stórt gasský þar, að sögn vísindamanna í nótt. Dr. Gary Latham, sem fyrstur til- kynnti um svokallaða tunglskjálfta í fyrra, sagði að gasský hefðu kom- ið fram á mælitækjunum í eina klukkustund á sunnudaginn. „Við vitum enn ekki, af hverju þetta staifar. Ef til vil'l hefur þetta lekið út frá yfirborði tungls.“ Manntjónið komið í 84 — margir er fórust Nixon Bandaríkjaforseti lýsti yfir neyðarástandi í Missisippifylki í gærkvöldi en þá var manntjónið kom- ið í 84 og hugsanlegt tal- h'áfðu ekki útvarp og heyrðu ekki aðvaranir ið, að fleiri lík fyndust enn eftir fellibylinn. Ákvörðun Nixons veldur því, að rík- issjóður mun styrkja þá, sem urðu fyrir tjóni. í fylk- Stúdentaóeirðir Barcelona © Lögreglan í Barcelona handtók 16 manns í gærkvöldi, eftir að stúdentar höfðu brotið gluggarúður, ♦ruflað umferð og velt bílum. Upp- þot stúdenta hófust, þegar stjórn- völd bönnuðu fund þeirra. Stúdentar hugðust á fundinum ræða afleiðingar þess, að heimspeki deild háskölans hafði verið lokað í síðustu viku. Lögreglan kom á vettvang og stöðvaði fundarhöldin. Stúdentar fóru þá í kröfugöngu til miðborgarinnar og uppþot urðu. Stjórnvöld lokuðu heimspeki- deild aftur í gærkvöldi. inu Louisiana varð tjónið einnig mikið. Mörg hundr- uð manna slösuðust, og eignatjón skiptir hundruð- um milljóna króna. Hjálparsveitir hafa fundið 78 'látna í Missisippi og sex í Louisi- ana. Sjúkrahús í óshölmunum i Missisippi eru yfirfull af slösuðu fól'ki. Fellibylur skall einnig á Tex- as og Tennessee, og nokkrir slös- uðust þar en enginn mun hafa far- izt. Flestir þeir, sem fórust, voru fá- tækt fólk. Margir þeirra höfðu ekki útvarp og heyrðu því ekki aðvar- anir, sem sendar voru. >á er óttazt, að um tuttugu hafi farizt í snjóbyl í fylkjunum Okla- homa, Kansas, Nebraska, Missouri og Iowa. Víða heíur fallið nærri 40 sendimetrar af snjór. í Omaha í Nebraska liggja samgöngur niðri j og í Lincoln getur lögreglan ekki I notaö bíla sína, segja fréttamenn. Verk Fujii liðþjálfa eru í and- stöðu við stefnu Nixons forseta, að engir Bandaríkjamenn skuli berj ast á landi í Laos. Sögðu sumir, að Fujii yrði annaðhvort stefnt fyr- ir herrétt eða veitt faeiðursmerki. Foringi Suður-Víetnama í Kam- bódíu, Do Cao Tri, féll í nótt. Óánægðir norrænir svanir Sagt er, að norrænu svánirnir fimm séu mjög gramir, vegna þess að búið er að hafna þeim sem norrænu tákni og fá í staöinn þrí- hyrninga. Hafi þeir því stungið sér á haus, svo að afturhlutarnir mynda þríhyrninga. Annars hefur komið fram mikil óánægja með nýja merkið, sem Norðurlandaráð ætlaði að taka. ÍNýtt .Satansmorðl Þrjú ungmenni, sem eru félagar í „kirkju Satans“ hafa veriö handtekin fyrir morö. Þau myrtu frú Gauell Newsom, 61 árs. Þau réðust á hana á heimili hennar og stálu um 1 þús. krón- um og nokkrum skammbyssum. Síðan bundu þau konuna og óku með hana burt í hennar eigin Cadillac. Cindy Lee Horner, 12 ára, skýröi frá því strax eftir hand- tökuna, að þau hefðu ákveöið að „losa sig viö“ konuna .og hefði J annar drengjanna drepið hana með skoti í hnakkann. Dreng- irnir voru hálfbróðir Cindy, Keitþ Hughes 13 ára, og Pat- riok Teague 19 ára, frá Houst- on í Texas. Morðið var framið í San Antonio. Lögregluþjónn handtók þau, og haföi honum þótt skrýtið, aö 'þessi hippaböm skyHu aka usn í cádíílac.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.