Vísir - 24.03.1971, Síða 2

Vísir - 24.03.1971, Síða 2
VILL SPRENGJÁ Metnaður Gary Gabelich er að ná því að verða 31 árs, Hann er núna 30 ára og ef heppnin heldur áfram að leíka við hann eins og fram til þessa getur svo farið að honum tffikist þaö. En það er auðvitað ekkert um það hægt að segja, maður veit aldrei hvert andartakið verður það hinzta h-á náungum eins og Gary Gabelich, sem á Bandaríkja- met í hröðum akstri. Og metið hans er 6212.407 mflur á klukku- stund — og hann er samt ekki fyllilega ánsegður. „Stórkostlftg tilfinning“ „Mig fýsir að verða sá ökumað- ur, sem sprengir hljóðmúrinn (720 xníl'Ur á k1ukkustund)“, segir hann, „ég vil lfka vinna hraðakst- urskeppnina i Indianapolis og mig langar mjög mikið að bæta hraða- roetið á vatni (250 mílur á klukku- stund“. Og maður getur svo sem i- myndaö sér að maður sem hald- inn er þvílíkum ásetningi hljóti að vera eirðarlaus — og það kvað Gary reyndar vera. Hann er á stöðugum ferli og þeytingi út og suður. Getur aldrei setið kyrr stundinni lengur — já, auðvitað situr hann kyrr þvi hann hreyfir sig varla öðruvísi en í bíi. „Ég var að keyra í alla nótt í Porche-bílnum mínum. Ég elska þann bíl. Hann fer næstum þang að sem ég bendi honum. Hann svarar hverri einustu hreyfingu minni. Ég keyrði i nótt um allar Hollywood-hæðirnar, yfir strand- brautina og niður í San Diego og aftur til baka. Það var stórkost- ieg tilfinning". Kvæntur í 18 daga Hversu undarlegt sem ’ það kann að virðast hjá 30 ára manni sem fýsir mest að verða 31, þá hefur hann jafnvel enn meiri' áhuga á stúlkum en bílum. Hann var kvæntur 18 ára — í 18 daga. Síðan hefur Gary haldið sig á annarri akreininni í einu — svo maður slái nú um sig með hans eigin orðalagi. „Ég er alltaf að kikja eftir stelpum. Lfka þegar ég er á bak við stýrið. Það tekur Mka á taug- amar. Maður verður nefnilega að hafa stjóm á öllu saman hverja einustu sekúndu. Og um leið og ég sé lipurlega stúlfcu — jafnvel t>ótt hún sé 3 bílum fyrir aftan mig reikna ég út hve margar sekúndur það taki mig að snúa við og komast á hlið við hana — það er erfitt, einkum þegar umferðin stoppar aldnei. Ég herði aldrei á stúlkunum. Ég kalla til þeirra ú,r bílnum, hvort þær vilji vera svo vænar að hringja í mig seinna vegna þess að mér lítist vel á þær. Ég skal segja þér að þú yrðir undrandi ef ég segði þér hve margar hringja". Blái loginn Gary hefur tekið þátt í kappakstri síðan hann hætti 16 ára í skóla. „Ég byrjaði nú bara á smá- skrjóðum en þegar ég sá hve góð laun er hægt að hafa af kapp- akstri áikvað ég að snúa mér að því fyrir fullt og allt. Svo gat ég gert þennan samn- B HUOÐMURINN ing viö olíuifélagið. Þeir kcstuöu smíði „Bláa logans“ og ég átti að fá ósköpin öll af peningum væri hægt að aka honum aö gagni. Mistækis mér átti ég ekk- ert að fá. Núna get ég fengiö 75.000 doUara í hvert sinn sem ég nenni að fara með „Iogann“ um landið og sýna hvað hann getur. Ég mun aldrei gleyma þeirri stundu þegar ég setti hraðametið. Þegar akstursfceppninni var lokið og ég sneri aftur til hótelsins angandi af olíu og smurningu réttu þeir mér í anddyrinu lykii- inn að svítunni. Og þegar ég lauk upp dyrunum með honum sat þar þá ekki stórkostlega falleg stelpa í svörtum, síðum náttkjól og með kampavínsflösku í hendinni Mér brá soldið og stamaði út úr mér að ég hlyti að hafa lent I röngu henbergi, þá brosti hún blítt til mín og sagöi bara: „Þú ert Gary Gabel- ich, er það ekkd. Innilegar ham- ingjuóskir þér til handa!““ Gary Gabelieh. Hann heldur á grímu sinni, sem er hluti af eldföstum akst ursbúningi hans. „Blái loginn“ — hefur náð 622.407 mílna hraða á klukkustund. Eigandi hans, Gary Gabelich er þrítugur maður, hinn mesti furðufugl, sem ekkert vill nálægt sér annað en konur og hraðskreiða bíla. Tvær hundasögur Hún rakst á 2 St. Bemhardshunda á svipuðu reki og hún er sjálf, og stærðln er líka svipuð. Myndin var tekin í New York og þarf ekki fleiri orð um aö hafa. Líf bréfberanna er erfitt og hættulegt á köflum. — Þessi bréfberi býr og vinnur í bænum St. Ann’s-on- the-Sea í Englandi. Alla sína löngu bréfberaævi hefur hann reynt að fá fólk til að binda hundana sína — en það verður víst að taka þessum starfserfið- leikum eins og hverju öðm hundsbiti.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.