Vísir


Vísir - 24.03.1971, Qupperneq 4

Vísir - 24.03.1971, Qupperneq 4
4 V I S I R . Miðvikudagur 24. marz 1971. Þakjárn með afslætti Til sölu 4—5 þúsund fét af þakjárni í 7—12 feta lengdum. Mikill afsláttur Nokkrar vatnsskemmdir urðu á járni þessu í flutningi. Járnið kæmi að fullum notum, ef málað væri fyrir notkun. Upplýsingar í síma 38568. Bílasalinn v/ð Vitatorg Til sölu Taunus 20 M árg. ’66 4ra dyra station Opel Rekord árg. ’64 Chevrolet árg. ’61 Verð og útborgun samkomulag. Bílasalinn við Vitatorg selur bílana. Skráið bílana hjá okkur. Bílasalinn við Vitatorg. — Sími 12500. Dagskrá miðvikudaginn 24. marz kl. 21.00 Pólska litmyndin ALLT ER FALT frumsýnd hér á landi Leikstjóri Andrzej Wajda. Kvikmynd sem hlotiö hefur frábæra dóma erlendis. Sýnd aðeins einu sinni. Gœði i gólfteppi GÓLFTEPPAGERÐIN H/F Suðurlandsbraut 32 Simi 84570 Spennustillat 6, 12 og 24 volt Vér bjóðum: 6 mánada ábyrgð og auk þess lægra verð HÁBERG H.F. Skeifunni 3E Simi 82415 ROCKWOOL Steinullar einangrun 60x90 cm. 2", 3## og 4" Rockwool er rétta einangrunin HANNES ÞORSTEL JSON & Ct.. h/f Sími 85055 ( © Þræddi höfuðborg- irnar Fulltrúi frá Æskulýðssam- bandi íslands Benedikt Guð- bjartsson var í hópi sjö full- trúa Æskulýðssambands Norð- urlandanna i vikuferð til fjög- urra landa Evrópu, — höfuð- borgirnar París, Bonn, Amster- dam og Briissel voru þræddar í þessari ferð og rætt við stjórn málamenn um ýmis málefni æskulýðsins. Ræddi nefndin m a. í klukkustund við Brandt kanslara V-Þýzka!ands. Segir 1 frétt frá ÆSl áð árangur far arinnar hafi verið góður, ,,á- ’ greiningsatriðj voru rædd af hreinskilni og einkenndust um ræðurnar af samstarfsvilja". • Plaggat gegn áfengisböli Um mánaðamótin geta ungling ar, sem safna veggspjöldum eða plaggötum svokölluðum, fengið plaggat, sem binriindisfélög ungs fól-ks gefur út Plaggatinu verður dreift t skóla, á samkomustaði og ýmsar stofnanir. Mun þetta í fyrsta sinn, sem plaggat er gert til að vinna gegn neyzlu áfengis hér á landi. Eins og fram hefur komið fjölgar stöð ugt þeim sem láta sígarettuna lönd og leið. — og e. t. v. er nú rétti jarðvegurinn fyrir mikla herferð gegn áfenginu líka. ® Hvaða möguleika hefur nýja fyrirtækið Övenjulegri þjónustu hefur ver ið komið á fót í Rvík. Fyrir- tækið nefnist Hagverk sf. og annast fyrirtækið alhliöa áætl- anagerð, forritun, skýrslugerð og stjórnunarstörf auk almennra hagfræði- og verkfræöistarfa. Með auknum kröfum lánastofn ana hefur einsaklingum og fyr irtækjum ýmsum orðið æ nauð- synlegra að leggja fram á raun hæfan hátt útreikninga um arð semi framkvæmda, sem lánsfé er óskað fyrir. Þá hafa atvinnu rekendur nú aukinn skilning á áætlunum sem stjórntæki í rekstrj fyrirtækja sinna Hag- verk sf. stofnuöu þeir Bjarni Kristmundsson, verkfræðingur, Gunnar Torfasón, verkfræðing- ur og Þorvarður Elíasson, við skiptafræðingur, en allir hafa þeir náin kynni og reynslu af ýmiss konar áætlanagerð fvrir einstaklinga og opinbera aðila. © Allt svo gott i henni Ástralíu Ástralíubúar hafa sjálfir gert svolítið grín að því hversu mjög fólk heldur að hlutirnir séu stórkostlegir í landinu, þegar það kemur sem ínnflytjendur. Textinn á þessu póstkorti frá Ástralíu var: Þeir viröast halda að við ræktum stór epli hérna. — Svo rekur fólk sig auðvitað á það að lífsbar- áttan verður hörð þar sem ann ars staðar, — og eplin af á- kaflega svipaðri stærð og geng ur og gerist í þeim löndum sem hafa loftslag til eplaræktunar. © Gunnar Thoroddsen skipaöur prófessor Dr. Gunnar Thoroddsen var skipaður prófessor við Háskóla íslands við lagadeild nú fyrir helgina, Er hann skipaður í starfið frá 15. marz aö telja. 'm.,. ' V . ■■■■ “■ ..." . ■ , . Vv . V , r : . . Hann var hálfumkomulaus þessi seppi, sem ljósmyndarinn „skaut“ á út um glugga á bíl í snjómuggunni á sunnudaginn var. Einn og yfirgefinn skokkaði hann suður Kringlumýrar- brautina frá gatnamótunum við Suðurlandsbraut. — 1 haust verða dagar hunda taidir hér í Reykjavík, — sem þaðan í frá verður hundlaus höfuðborg. © Sjómannsefni vilja færa út í 50 mílur Undirskriftir hafa farið fram að undanförnu í Vélskólanum og Stýrimannaskólanum um út- færslu landhelginnar. Er þar gerð sú krafa að alþingi sem nú situr, samþykki að færa fisk veiðilandhelgi íslands út f a. m. k. 50 sjómílur á grundvelli laganna frá 1948 um vísinda- lega verndun fiskimiðanna. Á fjórða hundraö nemendur skól- anna undirrituðu þessa kröfutil þingsins, en ekki náðist f nem- ehdur 1. stigs í Stýrimannaskðí anum þeir voru í upplestrar- fríum. Af öðrum nemendum undirrituðu skjalið 90% nemend

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.