Vísir - 27.03.1971, Blaðsíða 1

Vísir - 27.03.1971, Blaðsíða 1
Áttum einn af hverjum hundrað Eitt prósent af heildarinnflutn- ingj Bandar'íkjanna á hörpudiski á síðasta ári kom frá ísiandi, eða 169 þúsund lbs, og var ísland sjötta hæsta hyaö snertir innflutn ing á hörpudiski til Bandariikjanna. Kanadamenn flyLja öllum þjðð- um meira magn til Bandaríkj- anna af þessu lostæti, eða 11.700 þúsund lbs. En Stóra-Bretland, Argentína, Ástralía og írland flytja ennfremur mikið magn af hörpu disiki þangað vestur. Samkvæmt upplýsingum amer- íska sendiráðsins í Reykjavík voru alls 14.353 þús. lbs flutt inn til Bandaríkjanna af hörpudiski á liðnu ári. i Framleiðsla á hörpudiski hefur vaxið mjög hér á ' landi eins og kunnugt er og það var ekki fyrr en seinnipart síðastliðins árs aö eitthvað var farið að sinna hörpu dlsksveiðum að gagni hér á landi. Búast má við þvi að útflutning-ur oikkar aukist því talsvert á þessu ári. — JH Þýzku eiturefnin rædd árái- stefnu í Osló á fimmtudug Norræna samstarfsnefndin mun 1. apríl taka til umræðu flutninga Þjððverja á úrgangs efnum á hafið milli Noregs og Islands. Að sögn Þórðar Ás- geirssonar, sem sitja mun fund þennan, sem haldinn verður í Oslð, verður reynt að hraða þessu máli. En sam- starfsnefndin vinnur að því að ná alþjóðasamþykki um takmörkun eða bann við því að varpa eiturefnum í sjó. Vestur-þýzkt útgerðarfyrirtæki í Duisburg hefur viðurkennt að hafa flutt árlega 12 þúsund tunnur af kemískum úrgangs- efnum og sökkt þeim á hafinu milli Noregs og Islands. Hefur þess; viðurkenning vakið mikla athygli í Noregi, þar sem þvf er jafnvel haldið fram að þarna sé um að ræða mjög skaðleg efni, meðal annars sams konar efni og urðu völd að fiskadauð- anum mikla í Rín 1969. Segir forstöðumaöur norsku hafrannsóknastofnunarinnar, að vegna mikiis upp- og niður- streymis á því svæði sem tunn- unum er Sökkt á, múni þær ryðga fljótt og efnin fljóta upp um allan sjó. Geta þau þá vald- ið stórskaða á lífinu 'i sjónum og gæti slíkt að sjálfsögðu haft geigvænlegar afieiðingar fyrir íslenzk fiskimið. Að sögn Þórðar, er ógjörning- ur að banna þessa flutninga, þar sem efnunum er varpað í sjó á reginhafi, en um slíka flutn- inga gilda enn engar reglur. Seitdiherra íslands t Bonn, Árna Tryggvasyni hefur verið falið að kanna málið nánar og haft hefur verið samband við sendiherrann þýzka í Reykjavík varöandi þessa flutninga. — JH Talaði mikið um „hörmufegt slys" — daginn ábur en morðið var framið — Valgarður Frimann fluttur til geðrannsóknar i Reykjavik i dag Valgarður Frímann, sem grun- aður er um að hafa orðið konu sinni að bana á Seyðisfirði á miðvikudaginn, verður væntan- lega fluttur til Reykjavíkur í dag, þar sem fram mun fara rannsókn á geðheilsu hans. Hef- ur Bjöm Pálsson fiugmaður ver- Borgarastyr.iöld geisaði I gær- kvöldi um allt Austur- Pakistan. 10 þúsund hermenn voru komnir þangað frá Vestur-Pakistan til við- sextíu þúsund stjórnarher- mönnum, sem fyrir voru. Stjórnar- herinn átti í átökum við hersveit- lr, sem skipaðar voru Austur- Pakistönum og lögreglulið heima- manna. Mannfall var mikið. Mujibur Rahman leiðtogi heima- manna lýsti í gær yfir stofnun sér- ið beðinn að fara austur að Egils stöðum til þess að fljúga þaðan með hann í bæinn, en flytja verður manninn á snjóbíl yfir Fjarðarheiði. Fátt nýtt hefur komið í ljös, sem varpað getur nýju ljósi yfir hinn hörmulega atburð, sem varð staks ríkis í Austur-Pakistan, sem hann sagði að hefðj sagt sig úr sambandi v.ið vesturhlutann. Sjálfur för hann i felur, og stjórnarher- menn leituðu hans. Vestur-Pakistanar réðu útvarps- stöðinni í Dacca, aðalborg austur- hlutans, en sagt. var, að stuðnings- menn Rahm^ns réðu útvarpi í bæn- um Chittagcmg. Indland liggur milli hinna tveggja hluta Pakistan. Deiiur hafa magn- azt að mJanförnu en austari- á miövikudagsmorguninn. Vitni hafa borið að hegðun Valgarðs hafi verið næsta undarleg kvöld- ið áður en rnorðið var framið. Meöal annars kom hann í hús seinnipart þriðjudags og hafði orð á því að voöalegt slys yrði um borð í brezkum togara, sem lá þar á Seyðisfirði. Einnig kom hann á framboðsfund, sem hald- inn var í bænum um kvöldiö og kallaði fram einn fundargesta og bað hann að koma með sér út í mönnum finnast vestanmenn sýna sér ofríki. Indverski herinn hefur fylkt sér við landamærí Austur-Pakistan, en Indverjar munu væntanlega styðja 'ijálfstæðishreyfinguna þar. Einkum varð mikið mannfail við fiugvöllinn í Jessore skammt frá indversku landamærunum, þegar þúsund vopniausir borgarar reyndu að taka völlinn og hermenn skutu af vélbyssum á fóíkið. - HH bíl. Sagöi hann manninum að hafa samband við Slysavarnafélagið, vegna þessa slyss, sem hann sagði að yrði um borð i togaranum. Ók hann manninum síðan til konsúls ins og sagði honum að hafa sam- band við hann. Um kvöldiö þurfti hann að rann saka innbrot, sem framið var i Kaupfélaginu og þurfti af þeim söfcum að fara um borð í þenn an sama togara. Þar bar einnig mikið á þessu fjarstæöukennda tali hans. Hann gat ekki haldið sér við efnið. Rannsókninni var þess vegna hætt eftir um það bil tivo tíma. Rannsóknarlögreglumennimir Njörður Snæhólm og Ragnar Vign ir komu til Reykjavíkur í gær og höfðu með sér að austan lík kon unnar, sem rannsakað verður nán ar hér. Tóku þeir myndir á vett- vangi og önnuðust annars konar tæknilega rannsókn máisins. Sögðu þeir við komuna til Reykja víkur að sú rannsókn leiddi ekki neitt nýtt í ljós um máiið. Erlendur Björnsson, bæjarfögeti, sagði aðspurður í gær, að ekkert hefði komið í ljós við rannsókn málsins, sem bent gæti á ástæðu til að gruna annan en Valgarð um verknaðinn. fngir brezikir sjó menn voru í landi um þetta leyti. Og engrar umferðar var vart við húsið á því tímabili, sem morðið hefur verið framið, að því er nágrannar bera vitni um. —JH Aðsúgur gerður uð Dönunt effir sigur Áhorfendur í Laugardal í gær- kvöldi gerðu aðsúg að danska unglingaiandsliðinu þegar liðið vann ísland 16:14 í geysispenn- andi leik í Norðurlandamótinu, sem þar faófst. Var flösku m. a. kastað og munaði minnstu að hún lenti á einum Dananna. Flöskuvarparinn náðist af pilt- um úr finnska landsliðinu, sem voru á áihorfendapöllum, og var hann rekinn úr húsinu eftir að framkvæmdastjóri hússins hafði veitt honum tiltal. Félagi piltsins var hins vegar fjarlægður af lögreglu vegna ölvunarástands og leiðinlegrar framkomu og var sendur heim til sín í Kópa- vog. Annar danskur leikmaður varð fyrir 10-króna peningi, sem datt á höfuð hans, en sá brást aðeins við af alkunnri danskri kfmni og þakkaðj mátt- arvöldunum svo óvænta gjald- eyrisrigningu og stakk tíkallin- um á sig. Leikur íslands og Danmerkur var skemmtilegur undir lokin, en ísland var óheppið með skot sín, — 10 sinnum skall boltinn í stöng, þar af 7 sinnum ’i fyrri hálfleik og tvívegis á sömu m’in- útu þegar ísland reyndi að jafna í 16:15, — en þá skoruöu Danir 16:14 í Staðinn og unnu. í hálf- leiik var staðan 10:6 fyrir Dani. Svíar unnu Norðmenn meö 13:12 í spennandi leik. Mótið heldur áfram í dag, en lýkur á morgun. — JBP lítvarpsumræður Þjóðinni gefst kostur á að hlýða á alþingismenn tvö kvöld á næst- unni. Fimmtudaginn 1. apríl verða umræður í hljóðvarpi um landhelg- ismálið, og síðan verður hið árlega „eldhús“ þingmanna þriðjudaginn 6. apríl. Þingmenn eru staðráðnir í að Ijúka þingsetum fyrir páskahát’ið- ina, og hafa þeir lagt nótt við dag að undanförnu til þess að svo megi verða. Væntanlega munu margir fylgj- as,t með umræðunum um landhelg- ismálið, sem verða á ,,sjónvarps- lausum degi“, en sjónvarpið hefur oft skert áiheyrendahóp stjórn- málamanna. Á bls. 13 í dag eru tillögur beggja aðila í landhelgismálum. — HH FÓLKIÐ ÓÐ FRAM MÓTI YÉLBYSSUNUM

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.