Vísir - 31.03.1971, Side 3

Vísir - 31.03.1971, Side 3
VÍSIR . Miðvikudagur 31. marz 1971. I MORGUN UTLÖNDÍ MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLÖND / • innrás gerð / LAOS — Thieu forseti skýrbi frá þvi i morgun © Forseti Suður-Víetnam Nguyen Van Thieu sagði í dag, að Suður-Víetnamar hefðu gert nýja innrás í Laos. Hefðu þeir ráðizt á stöð Norður-Víetnama í grennd við Ho Chi Minh- leiðina í Laos. i Forsetinn sagði á blaðamanna- fundi í Quang Tri, að hermenn Suður-Víetnam hefðu farið með bandarískum þyrlum ti'l herstöövar Norður-Víetnama snemma í morg- un. Þessi stöö væri mjög mikilvæg fyrir fiutninga að Ho Chi Minh- leiðinni, sem Norður-Víetnamar nota við liðsflutninga til S-Víetnam. Thieu kvaðst hafa boðað blaða- mannafund til aö koma í veg fvrir, að sögusagnir spynnust um málið. Suður-Víetnamar fluttu skömmu síðar lið sitt frá Laos. Thieu sagði um hina fyrri innrás, að hersveitir Suður-Víetnam hefðu þá háð hörð- ustu'orrustur í öllu stríðin-u í Víet- .................................................................................................................. • ............................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................................. SJÁLFSALI FYRIR SJÚKLINGA. — Þægindin aukast á sjúkra- húsum í Danmörku. Hiö nýjasta eru símasjálfsalar, sem unnt er aö aka milli rúma fyrir þá, sem ekki eru rólfærir, í nýbyggðu sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. nam frá upphafi. „Við unnum mik-1 um um, að innrásin hefði farið út inn sigur,“ sagði hann. um þúfur. Hann vísaði á bug staöhæfing-' — Sjá grein á bls. 8 um innrásina. Umsjön: Haukur Helgason: Thieu forseti. ,Þjóíarmorð íA-Pakistan' segja Indverjar — sjálfstæðishreyfingin heldur m'órgum mikilvægum bæjum Indverska þingiö samþykkti í dag einróma ályktun, þar sem þess er krafizt, að endir verði tafarlaust bundinn á valdbeit- ingu og „fjöldamorð á varnar- lausu fólki“ í Austur-Pakistan. Indira Gandhi bar til'löguna fram. Skorað er á al'lar þjóöir og ríkis- Indira Gandhi. Ofgasinnar ekki raunveru- leg ógnun við lýðræðið" —> segir italski innanrikisráðherrann, sem skýrbi i gær frá aðgerðum gegn fasistum og ráðabruggi þeirra Franco Restivo innanríkis- ráðherra ftalíu varði í gær aðgerðir lögreglunnar til að kæfa samsæri fasista í desember síðastliðnum. — Hann lagði áherzlu á, að öfgasamtök væru ekki nein raunveruleg ógnun við lýðræðið á Ítalíu. Ráöherrann skýrði frá þvi á fundi með þingnefnd, að aðgerðir lög- reglunnar hefðu verið árangursrík- ar. ítölsk blöð hafa undanfarna daga haldið því fram, að fasistun- um hafi tekizt aö brjóta sér leið inn í húsakynni innanríkisráðuneyt- isins aðfaranótt 8. desember og þá hafi þeir hætt viö byltingartilraun- ina. Þessu neitar innanríkisráðherr- ann og segir, að fasistar hafi ekki fariö inn í bygginguna. Ráðherrann segir, að um 100 fas istar hafi safnazt saman í Róm að kvöldi 7. desember til að sýna mátt sinn. Ráðherrann vildi ekki skil- greina nánar, hvað fasistar hefðu ætlað sér. Hins vegar kvað hann þá hafa orðið að gefast upp við framkvæmd áforma sinna, eftir að lögreglan lét til skarar skríða gegn þeim. Itölsk blöð hafa skýrt frá þvf, aö samsærismenn hafi ætlað að taka útvarps- og sjónvarpsstöðvarnar í Róm og hann taka ráðherra og fleiri sitjórnmálamenn. Ráðherrann hét því, að þeir' skyldu handteknir, sem ábyrgð báru á samsæri fasista, en hins vegar kvað hann tilefnislaust af fólk; að skelfast við slík tíðindi, eins og margir hefðu gert. stjómir að gera þegar í stað ráö- staifanir til að fá ríkisstjóm Pak- istan til að hætta kerfisbundnu þjóðarmorði í Austur-Pakistan. Indverska þjóðin hafi innilega samúð með málstað fól'ks í Austur- Bengal og muni styöja Austur- Bengala með ráðum og dáð. í á- lyktuninni er látin í Ijós fullvissa um, að 74 milljónir manna í A- Pakistan muni sigra að lokum í frelsisbaráttu sinni. Margir þingmenn á Indlandi hafa krafizt þess, að sveitir sjálfboða- Jiöa verði sendar frá Indlandi til A-Pakistan til að berjast viö hlið fólksins þar. Indland liggur mi'Mi Vestur- og Austur-Pakistan. Yrði stjómvöld- um f vesturMutanum erfitt að halda ti'l lengdar uppi stríðrekstri í aust- urhlutanum, ef Indverjar yrðu þátt- takendur í styrjöldinni. Indverjar og Pakistanar háðu fyrir nokkrum árum styrjöld út af héraðinu Kasmír, sem liggur milli Indlands og Vestur-Pakistan. Hefur Iítil vinátta verið milli stjómar Ind- lands og ríkisstjórnarinnar í Vest- ur-Pakistan a'lla tíð. Fréttir hafa borizt um, að sjál'f- stæðishreyfingin í Austur-Pakistan 'ha'ldi enn bæjunum Comilla og Jess ore, en sprengjuflugvélar stjórnar- innar hafi gert árás á bæinn. Þá fullyrða uppreisnarmenn, að stjórn- arherinn hafi orðið að hörfa úr sveitum og búa um sig í bæjum. Sumir telja, aö 300 þúsund hafi fallið fyrir hendi stjórnarhersins, sem hafi farið um myrðandi al- menna borgara, einkum síðustu tvo sólarhringa. Uppreisnarmenn segja, að aldrei áður í sögu mannkyns hafi saklausir borgarar orðið fyrir slíkri grimmd. Uppreisnarmenn segjast halda bæjunum Chittagong, Comi'Ha, Rangpur, Sadpur og Khu shtia. Stjórnarherinn hefur öl'l völd í Dacc.a, aðalborg A-Pakistan. Sama manni rænt tvisvar Skæmliðar Tupamaroshreyfing- arinnar í Uruguay rændu f gær forstjóra orku- og símamála landsins, Pereira Reverbel, í annað sinn. Reverbel var fvrst rænt í ág- úst 1968. Þá var hann látinn laus eftir fjóra daga. Hann er náinn vinur Jorge Pacheco for- seta og taiinn mjög fhaldssam- ur í stjómmálum. Lögreglan telur, að Reverbel hafi særzt skotsári, þegar Tupa- marosmenn réðust inn á bið- stofu tannlæknis, þar sem hann var aö vitja læknis. Töfðu skæru liðar hann síðan burt með sér. Skæruliðarnir í Uruguay hafa rænt mörgum manninum undan- farna mánuði, haldiö þeim flest- um um nokkurt skeið og s'leppt síðan. Einn gísl sinn myrtu þeir þó. Kínverjar skil- uðu flugvélinni Farþegaflugvélin frá Fil- ippseyjum, sem fimm vopn uð ungmenni rændu í gær og neyddu til að halda til Canton í Suður-Kína, kom snemma í morgun til Hci kong. Allir farþegarnir 25 og 5 manna úiþ/ifn lrAtnn »v»ióA ifluonrMinní poina ránsmennirnir fimm, sem urðu eft- ir í Canton. Flugvélin hafði lent í Hongkong í gær. Ræningjarnir hótuðu að líf- láta gísla sína, ef eldsneyti yröi ekki . látið á vélina og flugvélin fengi aö halda áfram. Þeir leyrlu '•ó allmörgum farþega að fara úr, "’ð var haldið eftir og síðan flog- ið til Canton á vit kínverskra kommúnista. Kínversk yfirvö'ld leyfðu strax, úA filnoíö xrf/ti nftiix -fíll ^X-Tr'•n.o-Inrvrw*

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.