Vísir - 31.03.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 31.03.1971, Blaðsíða 9
VÍSIR . Miðvikudagur 31. marz 1971. Reynum m © * * — segir Roger Sullivan, sem stjórnar æfingum á Zorba / Þjóðleikhúsinu pf Ég leitast við að gera' hverja sýningu, sem ég vinn að, betri en þær fyrri, svo að þess vegna ætti sýningin hér að verða öðruvísi en sú, sem ég stjórnaði í Danmörku, sagði ameríski leikstjórinn Roger Sullivan, þegar Vísismenn hittu hann á leik- sviði Þjóðleikhússins í gær. Þaö var matarhlé á æfingu á söngleiknum Zorba. Leikstjórinn gaf sér ekki tíma til þess að fara niður í matstofuna og fá sér bita, heldur snæddi við lítið tréborð uppi á svið- inu meðan hann ræddi við Vísismenn. Gunnar Eyjólfsson í læri hjá Daníu Krupska, bak við þau má sjá Gísla Aifreðsson, en þau eru að æfa gríska dansa. — T eikstjórj aö söngleik verður að halda öllum þráðunum í hendi sér_ sagði þessi reyndi Broadwayleikstjóri, meðan hann hámaði í sig gúll- asið neöan úr Leikhúskjallara. — Hann verður að kunna skil á músíkinni, og kóreografíunni. Illa færi, ef kóreograferinn ynni sín dansatriði í einu horninu, söngstjórinn æfði tónlistina eft ir sínu höfði og leikstjórinn sæi svo aftur um leikinn og ekkert annað. Þannig yrðu til þrjár sýn ingar, sem rækju hornin hver í aðra. Þetta verður allt að hald ast í hendur ef vel á að fara. Þessi leikur á ekkert skvlt við kvikmyndina Zorba nema hann er að sjálfsögðu saminn eftir sömu sögunni. Við reynum að ná fram hinu gríska andrúms- lofti sögunnar á sviðinu með hjálp tónlistarinnar. Sjálfurhef ég verið á Krít, þar sem megin hluti sögunnar gerist, til þess að kynnast meö eigin augum umhverfi ieiksins og lífsháttum fbúanna. Ég fór þangað áður en ég settj leikinn upp í Dan- mörku. Ég hef þá skoðun að leikhús sé dálítið ýktur raunveruleiki. Þegar við færum hversdagslífiö upp á leiksvið, þá stækkum við — Eru bandarískir söngleikir færðir upp eftir ákveönu það og ýkjum svolítið. — En leikhús krefst heiðarleika og ein lægni. „resepti", þannig að sýnlngam ar verða alls staöar eins, eða svipaðar? — Ekk,' sýningamar á þess- um söngleikjum, Zorba og Fið) aranum á þakinu, til dæmis. Ég hef séð af þeim alls konar út- gáfur. hreinar músíkútfærsl- ur. eða gjörsamlega án tónlistar og þar fram eftir götunum. — Eru *1*íur *■*' ^ess söng leikir, eins og þeir, sem sprottið hafa upp i Bandaríkj- unum, eigi framtíð fyrir sér? — Hvort þeir veröa klassískir, skal ég ekki segja um, en vin- sældir söngleikjanna virðast ekkert réna. Það eru til dæm is tvær nýjar óperur í uppsigl ingu í Bandarikjunum mjög skemmtileg verk. Önnur ergerð eftir „Sommer and smoke“ eft ir Tennessee Williams og hin er samin upp ú leikriti Steinbecks „ýs og menn“ (sem leikið hef- ur verið hér), Ég vildi ég gæti sett þessi verk á svið hér einhvern tíma. Mér hefur lík- að mjög vel að vinna hér þess ar tvær vikur, sem við höfum æft. Þetta held ég eitt af beztu leikhúsum sem ég hef starfað við. mjög „prófessjónelt" skipað góðum og fjölhæfum kröftum. svo að ég vona að ég eigi eft- ir að koma hingað aftur. Héðan fer ég til Gautaborg- ar til þess að setja upr> sænska óperu í Gautaborg. Ég vildi gjarna hafa meiri tima héma Til dæmis til þess að vinna sjón varpsprógram, eða því um Mkt, ef þess værj kostur. . TJálftíma matarþléi ..ieikar- A'i' anna var að ljúka og þeir fóm að tínast inn á sviði^, Carl Billich settist á sinn stað við píanóið og Garðar Cortes, sem stjómar tónlistarflutningn- um, fór að glugga í nóturnar sínar. Herdís Þorvaldsdóttir lagðist upp i rúmið hennar Búbbúlfnu — hver á sinn stað og æfing hélt áfram. Glænska söngkonan Susanna Brenning, sem leikur og syngur hlutverk forsöngvarans í sýningunni, átti frt andartak og Vísismenn tóku hana tali rétt sem snöggvast. — Hlutverkið er mjög skemmti legt, segir hún, og hefur á sér margar hliöar. Það er talsvert leiðandi í sýningunni. Forsöngv arinn er oft á tíöum látinn koma hlutunum á stað: Fá Zorba til þess- að dansa til dæmis og þar fram eftir götunum. Ég hef sungið þetta hlutverk 115 sinn um í Danmörku í sýningunni, sem Sullivan setti upp þar. — Hvort ertu söngkona eða leikkona? — Ég er óperusöngkona. — En „Stóra leikhúsið“ sem ég hef unnið við í Gautaborg, setur upp iafnhliða óperur, óperettur og söngleiki, þannig aö manni gefst kostur á mjög fjölbreytt um verkefnum. Það er líka mjög skemmtilegt' að leika í óperu annað kvöldið og í söng leik hitt kvöldið. — Það skyldi hins vegar enginn halda að þaö sé eitthvað minna atriði að kunna að syngja. þegar söng leikur er annars vegar. Þvert á móti geta söngvarar, jafnvel þótt vanir séu, eyðilagt í sér rödd ina. ef beir fara að syngja i söngleik. — Ópera og söngleik ur eru eins og dagur og nótt hvað snertir alla.tækni. T-jað er svo spennandi að hafa ” mörg hlutverk !' takinu. Ég er vön því heima að leika á hverju kvöldi og ‘auk þess hef ég svo stundum skemmt á veit ingahúsum að loknum sýning um — Ég er ráðin hérna til 13. júnf, en þá hefiast æfingar á skemmtiprógrammi, sem Sulli van mun stjórna. f Kaupmanna höfn. Frumsýningin verður 1. júlí — ! næstu 'viku verð ég að skreppa til Gautaborgar til þess aö syngja á kirkjutónleik um þar. En þar á að flytja Jó hannesarpassfuna eftir Bach. Og hvað gerir eiginmaðurinn, meMii 'jaíi' á^.þéssum eilffu ferðalöigum? . —- Hann syngúr Iíka. Hann er nýfarinn vestur áim haf. Viö erum á flakki til’ skiptis. Það blýtur ætíð að verða þannig i svona starfi. Þess má geta að Susanna Brenning hefur sungið mörg ó- peruhlutverk, meðal annars söng hún hlutverk Cherubinos í „Brúðkaupi Figarös“ úti í Gauta borg. ZC'fingar á Zorba eru auð /‘ELj vitað margþættar, leikur, söngur og dans. Og þaö hefur verið unnið fram, á kvöld, iafn- vel á sunnudögum, sagði leik- stjórinn. Og meðan verið var aö æfa eitt atriði niðri á sviöinu fór ballettmeistarinn, eöa „kóreo- graferinn" með leikendum upp á sal aö æfa með þeim grfska dansa. Þau Danía Lrupska og Roger Sullivan hafa unnið mik ið saman og eru kunn fyrir sýn ingar sínar í Bandaríkjunuír*. — JH Það er svo spennandi að hafa mörg hlutverk í takinu, segir sænska söngkonan Susanna Roger Sullivan „instrúerar“ leikarana Herdisi Þorvaldsd., sem leikur þá frægu Búbbúlínu, Jón Gunnarsson, sem leikur Eng- lendinginn unga og Róbert Arnfinnsson, sem leikur sjálfan Zorba. 0 6 0 0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.