Vísir - 31.03.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 31.03.1971, Blaðsíða 8
VISIR . MiBvikudagur 31. marz la'/l Otgefandi: Reykjaprenr nt. Framkvæmdastióri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri: Tónas Kristjánsson Fréttastióri: Jón Birgir Pétursson 'öætiórnaífulltrúi Valdimar H. Töhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Sfmar 15610 11660 Afgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjöri: Laugavegi 178 Sími 11660 (5 Hnur) Askriftargjald kT. 195.00 á mánuöi innanlands í lausasölu kr. 12.00 eintakiö Prentsmiöja Vlsis — Edda hf. Við viljum áfram jafnvægi Á. tveimur árum hefur kaupmáttur atvinnutekna og ráðstöfunartekna helztu alþýðustéttanna aukizt um einn fimmta hluta eða rúmlega 20%. Er nú svo kom- ið, að kaupmátturinn er orðinn svipaður eða ívið hærri en hann var mestur í góðærinu 1966—1967, áður en þjóðin lenti í efnahagserfiðleikum þeim, sem nú eru afstaðnir fyrir nokkrum misserum. Hlýtur þetta að teljast ánægjulegur og ótrúlegur árangur á skömmum tíma. Markmið verðstöðvunarinnar, sem nú stendur yfir, er að varðveita þennan kaupmátt. Hann er í hámarki þess, sem staðizt getur við núverandi efnahagsgetu þjóðarinnar. Og varðveizlan miðast við, að hindrað- ur sé eltingaleikur verðlags og kaupuppbóta, svo að verðbólgan velti ekki af stað með miklum þunga á nýjan leik. Ekki verður betur séð en verðstöðvunin hafi tekizt fram til þessa. Kaupmættinum hefur verið haldið uppi og verðbólgunni niðri. Jafnframt hefur böli atvinnuleysisins verið bægt frá þjóðinni. Nú er aðeins um að ræða staðbundið atvimiuleysi á einstaka stöðum, fyrst og fremst yfir háveturinn. En á sama tíma er annars staðar á land- inu mikill skortur á vinnuafli. í heild eru lausar stöð- ur miklu fleiri en samsvarar skráðu atvinnuleysi. Það er jafnvel búizt við því, að í vor verði mun auð- veldara fyrir skólafólk að fá vinnu en verið hefur undanfarin vor. Einkum er það byggingariðnaðurinn, sem þarf mikið starfsfólk í sumar. Veruleg spenna mun ríkja í athafnalífinu á þessu ári. Afköstin í framleiðslu og framkvæmdum verða án efa mikil. Þessi staðreynd á að geta orðið þjóðinni til góðs, ef allir hópar samfélagsins gera sér grein fyrir hættunni á nýrri verðbólguþróun og þeirri ábyrgð, sem þessi hætta leggur þeim á herðar. Til frambúðar nm mest velta á því, hvort nýir kjara- samningar í hai:st vr:vn gerð’V'í sr.mræmi við getu þjóðarbúsins eða ckld. f.d cr auðvelt að skjóta yfir markið, þegar spenna ríkir í atvinnulífinu. Aðstaðan er að því leyti góð, að gjaldeyrisstaðan er sterk og að verðstöðvunin byggist ekki á halla- búskap hjá ríkissjóði. Hún mun því væntanlega ekki skilja eftir sig nein illvíg vandamál, þegar henni lýkur. Þjóðin ætti því að geta komizt klakklaust úr þeim vandamálum, sem framundan eru. Aðalatriðið er, að neyzlan og þá auðvitað kaupmátturinn sé í samræmi við getu efnahagslífsins á hverjum tíma. Verðstöðvunin hefur varðveitt hina 20% aukningu kaupmáttarins og haldið verðbólgunni að verulegu leyti í skefjum. Hún gefur okkur tíma til að átta okk- ur á, að afköst þjóðarbúsins og lífskjör þjóðarinnar eru í jafnvægi og að atvinnuvegimir eru samkeppnis- hæfir á núverandi gengi krónunnar. Þetta jafnvægi viljum við ekki missa aftur, og sú ósk á að vera okk- ur leiðarljós í efnahagsmálunum á næstu mánuðum. Newsweek segir, að mikil óreiða hafi verið á eftirliti með búnaði þyrlnanna í Víetnam og margar hafi farizt vegna trassaskapar. Urðu Suður-Yíetnamar sér til skammar í Laos? Bandansk t'imarit leiða getum að pví, aö innrásin muni reynast óhagstæð Nixon og Thieu i kosningum n Síðustu hefti banda- rísku tímaritanna Time og Newsweek hafa ver- ið bönnuð í Suður-Víet- nam. — Orsökin er, að tímaritin gagnrýna bæði frammistöðu innrásar- herja S-Víetnama í Laos og þær fullyrðingar bandarísku stjómarinn- ar, að tilgangi innrásar- innar hafi verið náð. Hermenn argir Tjme bendir á, að herstjóm- in viðurkenni, að um 1000 S.- Víetnamar hafi fallið I Laos, en telur sennilegra, aö mannfallið hafi verið um 2000, og 4000 hafi særzt af 20.000 manna inn- rásarher þeirra. Ritið segir, að Suður-Víetnamar hafi oröið fyr- ir vonbrigðum með innrásina.. Eftir hana séu hermennirnir gramir og þeir vantreysti fram- vegis fullyrðingum stjómvalda um sigra og manntjón. Reyndar hefur oft áður komið fram, að tölur herstjórnarinnar um mann tjón hafa verið stórlega ýktar. Herstjómin gerir lítið úr eigin tjóni, en fallnir andstæðingar hafa tilhneigingu til að marg- faldast í meðferð stjórnvalda. Hangandi utan á bi’ríunum Time telur, að innrásin geti komið Nixon Bandaríkjaforseta og Thieu forseta S.-Víetnam f koll. Kosið verður í S.-Víetnam í haust og í Band'\-íkiunum næsta ár. Þrátt fyrir fullyrðing- ar stjórnvalda um góðan ár- angur innrásarinnar sé því ekki að neita, að undanhald suður-vietnömsku herjanna var síðustu dagana ömurlegt, Blaðið getur þess, að úrvalslið S.-Víet- nama háði hörðustu orrustuna í Laos við herstöðvar þeirra við þjóöveg númer níu. Suður-Víet- namar biðu algeran ósigur þarna. Þeir eyðilögðu sínar eig- in fallbyssur og flýðu inn í skóginn, þar til þyrlur gátu loks fundið þá, er liföu. Eins og áður hefur komið fram í frétt- um. vom þessir hermenn ekkí likir sigurvegurum, þegar þeir komu til heimalands síns. Þyrl- ur, sem ætlaðar voru fyrir átta menn, fluttu upp í fjórtán, og sumir þeirra héngu b<inllínis utan á þyrlunum. Dæmi vora um, að þeir misstu takið á flug- inu og féllu til jarðar. Fyrst vitað næsta haust Time spyr: Var þetta þess virði? Eins og tímaritiB News- week kemst Time að þeirri niðurstöðu, að um það verði ekki vitaö fýrr en f haust Rit- ið segir, að það hafi aöeins ver- ið eitt af þremur markmiðum innrásarinnar að eyðileggja flutningaleiðir kommúnista suð- ur á bóginn. Annaö mikilvægt verkefni hafi átt að vera að ginna Norður-Víetnama inn á þetta svæði, svo að bandartfsku flugvélamar gætu ráöizt á þá. Langtfmamarkmiðið með inn- rásinni er, samkvæmt fullyrð- ingum bandaiískra stjómvalda að tryggja brottflutning banda- rísku herjanna frá Vfetnam með því að spilla flutningaleiðum kommúnista og minnka mátt þeirra. Hins vegar telurHme, að með innrásinni hafi einnig átt að létta byrðunum af Kam- bódfuher með þvf að beina at- hygli Norður-Víetnama f aðra átt. Þá hafi staðið til að minnka árásarmátt Norður-Víetnama fram að forsetakosningunum í Suður-Vfetnam f október í haust og jafnvel fram yfir bandarísku forsetakosningarnar f nóvember 1972. ^ha^stæður saman- burður við innrásina < ’^mhódíu Ölíklo-t sé að menn verði á einu máli um, hvort þessi inn- rás hafi heppnazt eða mis- heppnazt. Herstjómarmenn voru margir hverjir ánægðir með ár- angur innrásarinnar í Kam- bódíu í fyrra, sem var svipaðs eðlis. Hins vegar er saman- buröur óhagstæður innrásinni i Laos. í samanburði við innrás- ina í Kambódíu náðu innrásar- menn f Laos aðeins um fjórð- ungi þeirra vopna, sem þeir tóku af óvinunum í Kambódfu, og helmingi skotfæra, þeir náðu að eins fimmtungi þess magns hrís grjóna, sem þeir tóku af N.- Vfetnömum i Kambódiu, og felldu álíka marga andstæöinga á vígvellinum. Hins vegar var manntjón Suður-Víetnama sjálfra um sjö sinnum meira ’i Laos en það var í innrásinni i Kambódíu. Annað Dien Bien Phu? Bandarísku tímaritin eru á einu máli um það, að hermenn Suður-Víetnama hafi staðið sig mun verr en herstjómin hafði vonað. Newsweek minnir á ó- sigur Frakka við Dien Bien Phu í styrjöld þeirra við upp- reisnanmenn Ho Chi Minh, en þar varð lokaósigur Frakka í Indó-Kfna. Segir tímaritið frá viðtali, er fréttamaður étti við Umsjón: Haukur Helgason major í her S.-Víetnama, um það bil er herinn réðst inn í Laos. Majorinn var spurður, hvort hann óttaðist ekki „annað Dien Bien Phu“? Hann svaraði með þvíað spyrja hvortFrakk- ar hefðu þar haft þyrlur búnar byssum, hvort þeir hefðu haft sprengjuþotur? „Vitleysa,“ sagði hann. Hann treysti þvf, að Norður-Víetnamar gætu ekki lagt gildru fyrir innrásarherinn eins og þeir forðum daga ginntu Frakka í gildru. Þyrlur illa búnar Newsweek gefur í skyn, að reynslan hafi ekki fyllilega sannað fullyrðingar majorsins. Undanhald Suður-Víetnama úr Laos hafi ekki líkzt öðru fremur en venjulegum flðtta hers, sem laut í lægra haldj á vígvellinum. Tímaritið skýrði einnig frá öm- urlegum útbúnaði þyrla f Víet- nam. Hafi margar þeirra farizt vegna þess að þær voru ekkert annað en „rusl“, sem ekki var hæft til flugs. Vísir hefur áður skýrt ítar- lega frá sjónarmiðum banda- rískra stjórnvalda og ummæl- um Nixons um góðan árangur af innrásinni. Það mun ekki koma fram fyrr en síðar, hvor kenningin er rétt, sú að árásin hafj heppnazt eða hin. að húr. hafa mistekizt. Enn síðar mun koma í Ijós, hvernig bandariska þjóðin met- ur þessa tímábundnu útfærslu styrjaldarinnar, hvort henni finnst Nixon hafa sýnt klókindi eða flónsku.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.