Vísir - 31.03.1971, Page 16

Vísir - 31.03.1971, Page 16
0 B Miðvikudagur 31. marz 1971. Nýtt „Laxármái" í Skagafírði? Landeigendafélag Svartár krefst jbess að fiskræktarmöguleikar verði óskertir við virkjun Nýtt „Laxármál“ kann félag Svartár hefur sent nú að vera í uppsiglingu í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði í sambandi við fyrirhugaða Reykja- fos^irkjun í Svartá í Skagafirði. Landeigenda frá sér greinargerð, þar sem krafizt er að fullt tilfit verði tekið til fisk- ræktarmöguleika í ánni. Þá mun hreppsnefnd Lýtings- staðahrepps ætla að senda frá sér álitsgerð um fullan stuðn- ing við þá, sem kynnu að verða fyrir áföllum af völdum virkjunarinnar, að því er Indr- iði G. Þorsteinsson, ritstjóri og einn leigutaki Svartár, skrifaði í Tímann í morgun. Landeigendafélagið krefst .þess, að virkju'narstjórn taki til greina allar sannanlegar skaðabótakröfur, bæði hvað varðar fiskirsektarmöguleika meöan á byggingu virkjunar s'tendur og starfrækstu í fram- tíðinni. 1 því sambandi er þess krafizt, að vatnsþrýstingur í göngum og túrbínu sé innan þeirra marka, sem sérfræðingar teija skaðlausan fiskseiðum. — Nægjanlegt vatnsmagn í fisk vegi þeim, sem verið er aö byggja-verði tryggt. Þá er þesr krafizt, að fiskvegur um Reykjafoss nái upp fyrir lón það, sem myndast ofan við stíflugarð og sett verði járn- grind í ána ofan lónsins. Auk þess krefjast landeigendur þess að vinkjunarstjórnin viðhafi sér stakt hreinlætj í nágrenni virkj unarstaðarins meðan á bygg- ingu stendur og ailan starfs- tíma orkuversins. — VJ til ff * & fð þingflokka til að afla sér upplýsinga 0 Þingmeim úr öllum fimm flokk- unum hafa borið fram frumvarp um styrlcveitingar til þingflokk- anna til að greiða kostnað vio0 sérfræðilega aðstoð. Telja þing- menn, að það hafi orðið flókn- ara með hverju ári að afla hvers kyns nauðsynlegra upp- lýsinga, tæknilegra, lagalegra en annarra, sem nauðsynlegar séu við undirbúning nýrra mála. — Fjölmörg önnur störf hafi hiað- izt á þingmenn og flokka, sem gera það brýna nauðsyn, að þeir fái aðstoð sérfræðinga, eins og tíðkist f þjóðþingum nágranna- landanna. Lagt er til, að hver þingflokk- ur fái 200 þúsund krónur og auk þess síðan 40 þúsund krón- ur fyrir hvem þingmann. Þetta mundi þýða, að Sjálfstæðisflokk ur fengi 1120 þúsund krónur, Framsóknarflokkur 920 þúsund, Alþýðuflokkur 560 þúsund, það sem eftir er »f Aiþýðubandalag- inu 480 þúsund og Hannibalist- ar 280 þúsund krónur. —HH SEALS og CROFT, — allþekktir innan Bandaríkjanna, en lítt kunnir á íslandi enn sem • komið er — skemmta æskunni hér ókeypis. • • Bahaí hýður Reykjavíkurœsk- I unni á ókeypis rokktónleika Lítið eftir af MÚSÍK hefur um langan aldur, ekki hvað sízt nú á síöari tím- um, veriö eitt aðalbaráttutæki friðarsinna, einnig Bahaí trú- fiokksins, sem nú er einnig að festa rætur hérlendis. Hafa nú hérlendir Bahai-trúbræður á- kveðið að haida hljómleika í Há- skólabiói 13. apríl n.k. og á öil- um að vera heimili ókeypis að- gangur meðan liúsrúm leyfir. Er það bandarískur dúett, sem verða mun aðalnúmer kvöld- skemmtunarinnar. Seals & Crofts nefna þeir félagarnir sig, sem skipa dúettinn og spila þeir á mandólín og gítar við söng sinn. Flokkast tónlist þeirra und ir það sem útlenzkir kalla „folk- rock music“ og er framsetning á þeirri tónlist að sögn „einkar hrífandi, áhrifarík og hnitmið- uð“. Báðir eru þeir Seals og Croft Bahaí-trúar sem og söngtextar þeirra bera berlega með sér. Var það fyrir fjórum árum, sem Ba- haí-trúin náði tökum á þeim fé- lögum. Höfðu þeir þá starfað í danshljómsveit um alllangt skeið, Seals spilandi á píanó og Crofts á trommur. Eftir að þeir höfðu tekið trúna sneru þeir baki við þeim Mjóðfærum og töku, „þjóðÍagarokkið“ í staðinn. Hafa Seals & Crofts komið víöa fram í Bandaríkjunum og hvarvetna vakið mikla thygli. Um þessar mundir eru þeir á þönum á milli útvarps- og sjón- varpsstöðva til að taka þátt í skemmtiþáttum, m. a. hjá þeim Glen Campell og David Frost. Miðar á hljómleika Seals & Crofts í Háskólabíói verða af- hentir í miðasölu bíósins ein- hvern næstu daga. — ÞJM Von í páskahrotu — algjór órdeyba / gær I gær var einhver daufasti afla- dagur sem gefið hefur hingað til á vertíðinni. Suðurnesjabátar voru með 10 tonn mest í netin og allt niður i 600 kg. Einn Knubátur Iandaðj í Keflavik 3 V2 tonni og þótti gott miðað við aflabrögðin yfirleitt. Reykjavíkurbátar lönduðu ýmist í Grindavik, Þorlákshöfn eða hér heima, en hvarvetna var sömu sögu af þeim að segja, aflinn „óttalegur ræfill". — En menn eru bjartsýnir á að hrotan byrji eftir mánaðarhót in, eins og í fyrra, eða um pásk- ana. — JH Fannst rekinn á land j 0 Leitarmenn fundu Hauk Hansen, flugvélstjóra látinn í fjörunni í Litlu-Sandvik í gærkvöldi um kl. 20. Bar lík hans merki þess að hafa verið i sjó og vera rekið á land. Fannst það á þeim sömu slóð- um og ieitað hafði verið á sem mest í upphafi. — GP ísl. kartöflum Stækkun sjúkrasamlaga frestað — og pólskar væntanlegar / þeirra stab „Við höfum fest okkur 2500 :onn af pólskum kartöflum. Þegar höfum við fengið til dreifingar hér G00 tonn. Það er orðið lítið til af ís- enzkum kartöflum, það siðasta er > reytast af okkur þessa dagana", sagði forstjóri Grænmetisverzlunar landbúnaðarins Vísi í morgun, „út- söluverð þessara pólsku kartaflna /erður alveg það sama og íslenzkra — niöurgreiðslur hækka bara að- eins. Sagði forstjórinn að hugsan- lega þyrfti að kaupa enn meira af Pólverjum þegar kæmi fram í júní- mánuð, en þá væri hægt að fá nýja uppskeru. Verð á íslenzkum kartöflum í 1. flokki, og þá 1 50 kg. pakkningum er 4.30 kr. hvert kg. Verðið á öðr- um gæðaflokkum er svo nokkuð lægra, en miðast eirinig við rnagnið sem keypt er í einu, — GG • Efri deild samþykkti í gær breytingartillögu frá Stein- þóri Gestssyni (S) og fleirum, þar sem gert er ráð fyrir, að frestað verði fækkun og stækk- un sjúkrasamlaga, sem frum- varpið gerði ráð fyrir. Var til- Iagan samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 12 atkvæðum gegn 4. Þingmenn Sjálfstæðis- og Fram- sóknartlokks greiddu atkvæði meö tillögunni auk Björns Jónss. (SF). Á móti voru þingmenn Alþýðu- flokksins og þingmaður Alþýðu- bandalagsins. Fjórir þingmenn voru fjarstaddir. I tillögunni, sem samþykkt var, er svo kveðiö á, að Tryggingastofn- un ríkisins eða sérstök nefnd geri fyrir árslok 1971 áætlun um það, hvernig störfum hinna nýju sjúkra- samlaga skuli fyrir komið, hvar þau skuli hafa starfsstöðvar og hvernig innheimtu og útborgunum skuli háttað. Áætlunin verði síðan lögð fyrir sveitarstjórnir í hinum nýju umdæmum, og getur ráðherra ákveðið, að hin nýja skipan komi til framkvæmda, ef þrír fimmtu þeirra sveitarfélaga, sem hlut eiga að máli eru henni samþykkir. Breytingartillögur stjórnarand- stæðinga við frumvarpið um al- mannatryggingar, voru felldar, og frumvarpið samþykkt út úr deild- innj og til Neðri deildar með 17 samhljóða atkvæðum. — HH

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.