Vísir - 18.05.1971, Side 4
4
t
V I SI R . Þriðjudagur 18. maí 1971.
Auglýsing
um styrki úr Menningarsjóbi Narðurlanda
Árið 1972 muil sjóðurinn hafa til ráðstöfunar
fjárhæð sém svarar til urrt 59 millj. íslenzkra
króna. Sjóðnum er ætlað áð styrkja norrænt
menningarsamstarf á sviði vísinda, skóla-
mála, alþýðufræðslu, bókmennta, myndlistar,
tónlistar, léiklistar, kvikmynda og annarra
listgreina. Meðal þéss, sém til greina kemur
að sjóðurinn styrki, má nefna:
1. Norræn samstarfsverkefni, sem stofnað
er til í éitt skipti, 8vo sem sýningar, út-
gáfa, ráðstefnur og námskeið,
2. samstarf, sem efnt er til í réyrtsluskyni,
enda sé þá reynslutíminn ákveðinn af
sjóðstjóminni,
3. samnorræn nefndastörf,
4. upplýsingastarfsémi varðandi norræna
menningu og menningarsamvinnu.
Styrkir úr sjóðnum eru yfirleitt ekki veittir
til verkefna, er varða færri en þrjár Norður-
landaþjóðir sameiginlega.
Umsóknum um styrki til einstaklinga er yfir-
leitt ekki unnt að sinna.
Þeir, sem sækja um styrki úr sjóðnum til
vísindalegra rannsókna, þurfa að hafa í huga,
að styrkir eru yfirleitt því aðeins veittir til
slíkra verkefna, að gert sé ráð fyrir samstarfi
vísindamanna frá Norðurlöndum að lausn
þeirra
Að jafnaði em ekki veittir styrkir úr sjóðnum
til að halda áfram starfi, sem þegar er hafið,
sbr. þó 2. lið hér að framan. Sjóðurinn mun
ekki, nema alveg sérstaklega standi á, veita
fé til greiðslu kostnaðar við verkefni, sem
þegar er lokið.
Umsóknir skulu ritaðar á dönsku, norsku eða
sænsku á sérstök eyðublöð, sem fást í mennta
málaráðuneytum Norðurlanda og hjá Nordisk
kulturfonds sekratariat, Kirke- og undervis-
ningsdepartementet, Oslo-Dep.
Umsóknir skulu stílaðar til sjóðstjórnarinnar
og þurfa að hafa borizt skrifstofu sjóðsins eigi
síðar en 15. ágúst 1971. Tilkynningar um af-
greiðslu umsókna er ekki að vænta fyrr en
í desember 1971.
Stjóm Menningarsjóðs Norðurlanda.
skömmu var gerð könnun á at-
vinnuhorfum menntaskólanem-
enda í sumar og þá voru í kring
um 50% ekki búnir að fá vinnu.
Þessu fólki er vinnumiðluninni
ætiað að hjáipa.
Öllum má ljóst vera, hversu
mikið alvörumál er hér á ferð-
inni, og vonast aðstandendur
atvinnumiðlunarinnar til þess,
að atvinnurekendur og aðrir, er
kunna að þarfnast vinnukrafts
í sumar Iáti atvinnumiðlunina
vita hið skjótasta, en hún hefur
aðsetur í Menntaskólanum við
Tjömina, og er síminn 16491.
Tvær aukasýningar
á Jörundi
Þið munið hann Jörund eftir
Jónas Ámason var sýnt í 100.
sinn í gærkvöldi, fyrir fullu húsi
áhorfenda. Ráögert hafði verið
að*^^|a yiÉj ^nin^á^
leikritinu, én vegna hinnar
miklu 'éftii^jurhit iðj^%kveði6
að hafa tvær aukasýningar, á
þriðjudagskvöld og miðviku-
dagskvöld. Á þessari mynd sést
Pétur Einarsson í hlutverki
Charlie Brown, eins og þeir fé-
lagar koma Halldóri Péturssyni
listmálara fyrir sjónir.
Engir ba’^pikningar
Tryggingamálaráðuneytið hef-
ur sent frá sér fréttatilkynningu
um bílati-yggingamálið. Segir
þar að aldrej hafi til greina kom
ið að fallast á neins konar bak
reikninga eftir að verðstöðvun
lýkur I haust. Segir að ríkis-
stjórnin hafj ákveðið að skipa
nefnd til að endurskoða og
skipuleggja framkvæmd ábyrgð
artryggingakerfis bifreiða. — Þá
verður sú breyting á aö trygg
ingatímabilið verður frá 1. jan-
úar ár hvert í stað 1. maí.
Hagstætt ár hjá KRON
Síöasta ár skilaði dágóðum
rekstrarhagnaði til KRON, —
rekstrarafgangurinn var 1,5
millj. króna þegar afskriftir
höfðu farið fram. Félagamir,
sem alis era 7307, fengu alls
rúmlega 2 milljónir króna í af-
slátt út á afsláttarkort sín. —
Vörusala félagsins var 226 millj.
króna. Formaður KRON er
Ragnar Ólafsson, hrl.
Vinnumiðlun
menntaskólanna
Nú f sumar munu allir
menntaskólarnir starfrækja sam
ljlfe^fifýinitfumiðlun á veg-
um Landss’amíiarids íslerizkra
menntaskoianema. — Fyrir
Œi
Á að fella ríkisstjórnina
„Var þetta fjöragur fundur",
segnr fréttamaður Dags á Ak-
ureyri um framboðsfund fram-
sóknarmanna á Þörshöfn. „Og
þá rann það ljóst upp fyrir mér,
að Jónas Jónsson er maðurinn,
sem á að fella ríkisstjórnina.
Spánskt leikverk
hjá Laxdælum
Sennilega er leiklist óvfða
eins geysivinsæl og á Islandi.
Til dæmis um áhugann má
nefna að Leikkiúbbur Laxdæla
hefur framsýnt spánskt leikrit
eftir Federico Garcia Lorca —
Skóarakonuna dæmalausu — en
þetta er framflutt af þeim í Búð
ardal. Leikstjóri er María Kristj
ánsdóttir, sem hefur getið sér
gott orð fyrir ieikstjóm í
Reykjavík. — Leikendur eru 1S
talsins og sjáum við skóarann
og konu hans sér á myndinni,
þau eru leikin af Skildi Stef-
ánssyni og Önnu Flosadóttur.
Er þetta fyrsta verkefni klúbbs
ins, sem var stofnaður í marz
sl.