Vísir - 18.05.1971, Blaðsíða 9
VÍSIR . Þriðjudagur 18. mai 197L
„Vertíðin heldur áfram,
þótt henni sé lokið —
þeir komu inn hingað til
Eyja rétt yfir lokadaginn
en fóru svo strax út aft-
ur. Þetta eru kringum
70—80 bátar sem héðan
róa, allir með troll. Þeir
fá hann helzt undan Ing-
ólfshöfða núna, það er
reytingsafli, þeir sem
skást standa sig eru með
þetta 10—20 tonn. Viðey
in landaði reyndar ein-
um 35 tonnum hér á
laugardaginn".
Veðrið?
„Fínt maður, gæti
varla verið betra. Reynd
ar ausandi rigning hér í
landi, en gott í sjóinn.
Vertíð sem aldrei hættir
Sá guli er sjaldnast öllu upplitsdjarfari en þetta, samt er hann undarlega iðinn við að snúa
íslendingum kringum sig.
Verst að það skuli vera
12 tíma sigling á miðin,
og svo eru þeir, hátt í 3
tíma að reyta eitthvað
upp. Þetta fer svo allt í
ís, eða svo til allt. Að-
komufölk er að mestu
farið frá Eyjum, eitthvað
soldið samt eftir.
Vertíðin? Hún stendur
áreiðanlega fram á mitt
sumar eða lengur. Það
voru ekki nema örfáir
bátar sem stoppuðu
kringum lokadaginn og
ætli þeir reyni ekki að
halda sig áfram við troll-
ið innan tíðar“.
Vlísir hafði samband við fróða
menn á ýmsum stöðum hér
syðra í gær og kannaði ver-
tfðarmálin. Vertíðin, sem varð
að engu, sögðu þeir sumfr, fisk-'
aðist 30% minna en í fyrra...
en það skiptir ekki höfuðmáli,
við höldum bara áfram...“
Byrjaðir á humar
Þeir lönduðu hér í Keflavík
1427 tonnum af fiski í 2082 sjó-
ferðum. Enn eru 6 bátar héðan
á netum, en þeir voru 38 yfir
hávertíðina. 5 bátar eru komnir
á troll, þ. e. a. s. fiskitroM, en
margir eru byrjaðir með humar-
troll og nokkrir með handfæri.
Humarinn? Hann fæst víða.
Má segja að hann finnist um
al'la bugtina, a. m. k. hér undan
Eldey og svo undan Jökli. Einn-
ig fyrir sunnan skagann.
Það á eitthvað eftir að fjölga
af huffiá'rþátuntím og. Isvo' jjftu
netabátar aö hyrja ^méð fiski-
Keflvíkíngar hafa enn ekki
getað tekið saman heildarút-
komu vertíðarinnar, en gizka á
að hún muni vera 30% lakari
en í fyrra, „þeir landa orðið svo
mifclu víðar en hér heima í
Keflavík okkar bátar, þeir landa
oft í Grindavík, það er soldið
vont að halda þessu alveg sam-
an.
Aðkomufólk? Já, það var
slangur af aðkomumönnum hér
hávertíðina en þeir eru að mestu
famir heim núna.
„Ekki svo voðalegt“
„Þeir eru allir hættir Skaga-
bátamir, nema einn og hann er
á netum undir Jökli. Ætli hann
f^ri ekki að hætta l'íka hvað líð-
ur. Verbiðin var léleg, samt var
heildaraflamagnið ekki, s.yo mik-
ié minna en í fyrra, þar sem
bátarnir voru þremur fleiri.
Þeir hættu í byrjun síðustu
viku hér á Akranesi og voru
fram undir helgina að búa sig
undir næstu törn: handfæri eða
humartroll, þeir hafa svo bara
haft þaö náöugt yfir helgina“.
Það var heldur dauft hljóðið
í Akurnesingum, en vonandi á
eftir að rísa á þeim brúnin, þeg-
ar þeir fara á humarinn.
„Það er ómögufegt að segja
hvert þeir fara á eftir honum
en ekki undir Jökul, það er víst“.
1 vetur munu kringum 20 bát-
ar hafa róið frá Akranesi og
sóitt aðallega undir Nesiö, en
reyndar víðar. Heildartölur um
afla liggja enn ekki fyrir, en
þeirra er að vænta alveg á
næstunni.
Reytingsafli við
bæjardymar
Vísir hafði samband við helztu
löndunarstaöi um Suður- og
Vesturland og var aMs staðar
sömu svör að hafa: Ekki hægt
að segja neitt ákveðið til um
niðurstöður þessarar vertíðar,
sem reyndar heldur áfram í það
óendanlega, eða meðan nokkurt
fæst bein úr sjó. í Grindavík
landar mikiM fjöldi báta, en
flestir eru bátar frá Grindavík
komnir með net „og þeir eru nú
bara héma rétt fyrir utan“.
sögðu þeir okkur á hafnarvog-
inni, „og troMbátar fara ekki
mikið austar. Það er sami reyt-
ingsaflinn, þetta 10 og í mesta
lagi 20 tonn. Þeir fara að koma
sér á humarinn einhverjir, hvað
úr hverju".
Jakob Jakobsson, fiskifræðing
ur sagði okkur, að enn væri ekki
hægt að segia til um heildarnið-
urstöður vertlöarinnar, en þeirra
er að vænta í dag eða á morgun,
þegar upplýsinga hefur verið afl-
að af öílum verstöðvum. — GG
vísrnsm:
— Fylgizt þér með
vertíðarfrétum?
Leifur Helgason, vinnuvéla-
stjóri: — Frekar geri ég nú l'itiö
að því. Kemst þó ekki hjá því
að heyra þær með öðru eyranu,
þannig aö ekki get ég sagt, að
vertíðin fari alveg framhjá mér.
Selma Jóhannesdóttir, húsmóðir:
— Nei. ekki ég sjálf, en eigin-
maður minn gerir það hins veg-
ar svo sannarlega. Honum er
meðfæddur áhuginn á ver-
tíðinni, enda fæddur og uppal-
inn í Vestmannaeyjum, þar sem
allir vita allt um alla báta og
aflakónga.
Gunnar Magnússon, verkamaö-
ur í lándi: — Já, ég fylgist með
vertíðarfréttunum, þegar ég er
sjálfur þátttakandi í vertiðinni
— en það hef ég veriö þrívegis.
Öðrum stundum fer nú litið fyr-
ir því að ég fylgist með afla-
fréttunum og því öllu saman.
Sigurjón Kristbjömsson, tré-
smiður: — Já, maður náttúrlega
hlustar á vertíðarfréttirnar um
leið og aðrar fréttir þó ekki sé
maður að öðru leyti viðriðinn
vertíðina, svona dundandi sér
við trésmíðina.
Einar Þór Einarsson, innflytj-
andi: — Já, þaö geri ég og frek-
ar nákvæmlega ekki sízt eftir
að ég fór að flytja inn veiöar-
færi. Nú og svo er faðir minn
útgeröarmaður, svo að það er
ekki nema eölilegt, að maður
hlusti eftir vertíðarfréttunum.