Vísir - 19.05.1971, Blaðsíða 3
VÍSSR . Miðvikudagur 19. maí 1971.
I MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN UTLOND I MORGUN ÚTLQND í MORGUN ÚTLÖND
Egypzku bl'óðin:
Umsjón: Gunnar Gunnarsson
Sadat, frelsari'þjóðarinnar
— léttir á ritskoðun og hættir að hlera simtöl
Egyptar virðast allir
næsta ruglaðir þessa dag-
ana. Allt frá því Anwar
Sadat ráuk upp með það á
Pompidou tekur á móti Heath seinna í vikunni. Nú hefur andinn
breytzt gagnvart aðild Breta að EBE eftir fundinn í Brussel.
TOPP-FUNDUR
í PARÍS
— Heath sækir Pompidou heim vegna EBE-aðildar
Heath.'
Utanríkisráðherrar Frakklands
og Bretlands hittust í gær, þriðju-
dag, og ræddu þeir væntanlegan
fund þeirra Edwards Heath og
Pompidou seinna i vikunni.
Héldu utanríkisráöherrarnir
einkafund þegar að afloknum við-
ræðum EBE-landanna 6, og land-
anna sem sækja um aðild að EBE
(EEC), sem eru Stóra-Bretland,
Noregur, Danmörk og írland.
Viðræöur forsætisráðherra Breta
og forseta Frakka verða að sjálf-
sögðu um hvort og hvernig og
hvenær Bretar skuli í Efnahags-
bandalagið ganga og að sögn ta'ls-
manna beggja aðila er í landi mikil
bjartsýni um að þeir ráðamenn
muni fallast í faðma og komast að
einhverju viðunandi samkomulagi.
Dagreisa til Moskvu
— Honecker ræddi við Podgorny og Kosygin
Nýi austur-þýzki flokksleiðtoginn
Erich Honecker fór í eins dags
hsimsókn til Moskvu i gær til þess
að ræða við sovézka ráðamenn
um ýms pólitísk, hugmyndafræðileg
og hagfræðileg vandamái — og er
ekki annað sýnt en að dagurinn
hafi verið noklcuð áskipaður hjá
Honecker að þessu sinni.
Með Honecker fóru til Moskvu
nokkrir aðrir a-þýzkir ráðamenn,
svo sem Wiili Stoph og hittu þeir
að máli þá Kosigyn og forseta
Sovétríkjanna, Nikolaj Podgorny.
ADN, a-þýzka fréttastofan skýrði
frá viðræðum Honeckers og rúss-
neskra á þá leið að nú væri a-þýzka
sendinefndin komin heim til Berlín-
ar aftur og hefðu viðræðurnar aðal-
lega snúizt um viðskiptaleg tengsl
A-Evrópuríkjanna. Einnig sagöi
ADN, og hafði það eftir Tass, að
leiðtogarnir hefðu álitið að A-
Evrópuþjóðirnar ættil að leggja sitt
af mörkum til aö gera friðarmögu-
leika í Evrópu að veruleikea, þrátt
fyrir þö að ,,haukar“ í Bandaríkjun-
um og „vissir“'hópar í V-Þýzka-
landi ynnu stöðugt að þvi að rífa
niður það sem væri gott gert. Sam-
þykkt var að huga í framtíðinni að
ráðstefnu um öryggismál Evrópu.
föstudaginn, að brugguð
væru landráð allt í kring
um sig um að steypa
sér af stóli, hafá landar
hans, almennir borgarar
gengið hverja fjöldagöng-
una á fætur annarri til þess
að lýsa yfir stuðningi við
Sadat. Göngur þessar hafa
verið fjölmennar, hávaða-
samar — en einkar traust-
vekjandi fyrir Sadat. Nú
hefur Sadat hins vegar
komið það mörgum fjand-
mönnum sínum í fangelsi,
að hann hefur ekki lengur
brúk fyrir stuðningsyfir-
lýsingar eða kröfugöngur.
I gærkvöldi sagði innanríkisráð-
herra Sadats, Mahmoud Salem í
sjónvarpi, að greinilegt væri að öll
þjóðin stæði við bakiö á Sadat og
þess vegna. væri ekki þörf fyrir
að menn gengju fleiri skrúðgöngur
stjórninni til dýrðar — og til þess
að undirstrika þessa skoðun stjórn-
arinnar, skýrði Salem frá því,' aö
frá og með deginum í dag, miðviku
degi væru aflar fjöldasamkomur
eða göngur Sadat til dýröar bann-
aöar.
En þótt almenningur hætti þá að
hylla Sadat, hefur pressan tekið
við. í gær hellti egypzka pressan
vfir forsætisráðherrann lofgreinum
fyrir þau skref sem hann hefði
þorað að stfga, fyrir að frelsa hið
egypzka samfélag og binda endi
á „hrolivekjandi aðferðir lögreglu-
ríkisins".
í gær var frá því skýr>t í Kafró,
að yfirvöld hefðu ákveðiö að slaka
ofurlítið til með ritskoðun -og eiga
yfirvöld þá einna helzt við, að nú
má birta fréttasendingar frá frétta-
mönríum og fréttastofum erlendis
jafnveí þótt þær fréttir fjal'li um
hernaðarbrölt, andstætt Egyptum.
Blööin [ Egyptalandi segja Sadat
nú hafa safnað öllum taumum f
sínar styrku hendur og nú eru
andstæðingar hans kallaðir „ó>freskj
ur“, „skrímsli" og „blóðsugur". I
Sadat.
frétaskeyti frá Kaíró sem barst til
Beirut, segir að þeir Fawzy, Sabry,
Gomaa og Sharaf — allir fyrrum
ráðherrar í stjórn Sadat, gisti nú
Abu Sa’Bal-fangelsið í Kafró.
Það verður varaforsætis- og upp-
lýsingamálaráðherrann í Egypta-
landi, Abdel Kaer, sem annast um
frelsun pressunnar og minnkaða
ritskoðun Sögðu egypzku blöðin
að Sadat væri með þessum aðgerð-
um að „leysa þjóðina undan oki
óttans“, og skýrðu jafnframt frá
því, að sú heifd í stjórnarráðinu í
Kaíró, sem annazt hefur hleranir
11000 síma, myndi lögð niður.
John Fairfax, 33 ára Breti reri
fyrir liðlega 2 vikum undir
Gullnahliðsbrúna í San Frans-
isco og var þá lagður upp til
Ástralíu, en þangað eru 80C0
míiur. Fairfax hefur þegar róið
yfir Atlantshafiö og áætlar hann
að hann verði alls í 10 márnuði
að koma róðrarbáti sínum „Brit-
annia II.“ á áfangastað. Fairfax
hefur með sér senditæki um
borð, mikið af matvælum og
reyndar einnig aðra muni, vel
valda, svo sem: skákborð og
menn, medaliu heilags Christ-
ophers og vinkonu sína, Sylvíu
Cook: „Syivia“, segir hann,
„er frábær ræðari“.
TYRKNESKA STJORNIN
í TÍMAÞRÖNG
- harkalegar lögregluaðgerðir gegn mennta-
mönnum i Tyrklandi — Fangelsi fyllast i
stað þess að tæmast
Tyrkneska stjórnin á nú í harðri
baráttu við tímann, ætli hún sér að
bjarga ísraelska konsúlnum, Ep-
hraim Elrom, sem rænt var í Tyrk-
landi á mánudag Stjómin hefur enn
engar upplýsingar eða svör viljað
veita við fyrirspurnum um hvað
gera skuli né heldur viljað skýra
frá að hverju lögreglan hefur kom-
izt en hún handtók í gær mann
sem sterklega er grunaður um að
vera einn mannræningjanna.
Heitir maður sá Ayan Yalin og
tiiheyrir hann tyrkneska Frelsis-
hemum og var maðurinn áöur
háskólastúdent.
Ekkert hefur veriö skýrt frá,
hvernig handtöku Yalins bar að
höndum, „en fléjri verða handteknir
innan skamms“, sagði varaforsæt-
isráðherra Tyrklands, Kocas, frétta-
mönnum.
Frelsisherinn svokallaði, en það
er hreyfing vinstrimanna, hefur gef
ið ríkisstjórninni frest til klukkan
17 á morgun (fimmtudag — fsl.
tími) til að láta lausa alla „bylt-
ingarsinnaða skæruliða", og verði
ekki af því, verður hinn 59 ára gamli
ísraelski konsúll drepinn.
Tyrkneska stjórnin er a. m. k.
ekki á þe:m buxunum að slepp.i
föngum. Þvert á móti hefur verið
harkalega brugðið við og nú enn
þrengra setinn bekkurinn í fang-
elsum landsins en áður. Talsmaður
ríkisstjórnarinnar skýrði frá því í
gær, að þá hefðu yfir 200 manns
verið teknir höndum, rithöfundar
þeirra á meöal og aðrir mennta-
menn, svo sem fimm lögfræði-
prófessorar, stúdentar og fleiri
Unnið er að undirbúningi löggjafr
sem ákvaröar dauöarefíJngu fyrir
mannrán. '