Vísir - 19.05.1971, Qupperneq 6
o
>
Sigrún, Hróifur, Geir og Brynjar við stúdentablokkina dýru.
Jafnvel velferðarríkið
erfitt námsfólkinu
— spjallað v/ð námsfólk / Gautaborg
Það er ekki tekið út með
sældinni að leggja út í há-
skólanám erlendis, — ekki
sízt með fjölskyldu. Jafnvel í
velferðarríki eins og Svíþjóð
reynist þéttá mörgum erfitt,
m. a. hitti blaðamaður Vísis
ung, íslenzk hjón og kunn-
ingja þeirra í Gautaborg, sem
höfðu þá sögu að segja.
Húsnæðismálin í Svíþjóð eru
ekkj í sem ailra beztu lagi, —
húsnæði er dýrt, nema það sé
mjög illa í sveit sett, og þá
kemur kostnaðurinn við að
komast til og frá heimili. „Og
borgi maður ekki skilvislega,
þá er strax komin hótun um
að bera allt út á götuna“. sagöi
þetta unga fólk, Siprún Svein-
bjömsdóttir úr Reykjavík og
maður hennar, Brynjar Skapta-
son frá Akureyri, en þau eiga
ungan son, Hrólf. Sigrún var
í fyrsta stúdentahópnum frá
Kennaraskó’a íslands, og „dúx-
aði“ þar. Hún stundar nú nám
f barnasáifræði, en eiginmaður-
inn i skipaverkfræði, enda son-
ur Skapta Áskelssonar, skipa-
smiðsins mikla í Slippstöðinni.
Lftil íbúð, sem stúdentasam-
tökin leigja út 1 blokkhúsum á
góðum stað nálægt miöborginni
f Gautaborg, kostar um 700
krónur sænskar á mánuöi, var
475 krónur til skamms tíma.
Einstaklingur á garði borgar
327 krónur sænskar á mánuði,
en að auki upp undir 300 sænsk-
ar í fæði.
Þegar hækkún var tiikynnt í
verðstöðvuninni, mótmæltu um
500 leigjendur á görðunum.
Það var æsingur í ioftinu og
öðm hverju heyrðist rödd
þmma í gjallarhorni einhvers
staðar í þessari miklu fbúða-
byggingu. Þar voru menn hvatt-
ir til að standa saman, fólk, sem
allt hafði fengið í hendumar út-
burðarbréf garðfé'ggsins og
bæjarfélagsins, sem eiga og
leigja húsnæði þetta út saman.
Unga fólkið sagði og að svo
einkennilega vildi til að Gauta-
borgarstúdentar fengju minni
yfirfærslu en kollegar í Stokk-
hólmi, hvemig sem á því stæði,
— fengju þeir 900 krónur sænsk
ar á mánuði, en þeir í Stokk-
hó'mi 1000 enda þótt húsnæði
þar væri ódýrara. „Þegar húsa-
leigan hefur verið greidd er
ekki mikið afgangs", sögðu
stúdentarnir
Kunningi þeirra hjóna, Geir
Zoega, kvaðst hafa tekið sér
á leigu slarkandi herbergi f
gömlu húsi í miðborginni og
slyppi hann þannig mun betur
en þeir stúdentar, sem verzla
við stúdentagarðana.
Þennan Valborgarmessudag
fögnuðu Svíar sumarkomunni,
— og stúdentar í Gautaborgar-
háskóla og í Chalmers Tekniske
Högskole fögnuðu sumarkom-
unnj mest a'lra og héldu sína
árlegu skrúðgöngu um miðbæ--
inn. En óneitanlega setti húsa-
leigumálið leiðindasvip á allt
saman enda álitið stórmál f
hópi stúdenta.
Gitta Henestam-Karlsson,
varaformaður Stúdentafélagsins
f Gautaborg sagði um þetta
mál að leigan, sem sett væri
upp, væri lágmarksleiga. Vegna
legu húsanna við miðborgina
væru lóðir þar dýrar og húsa-
leigan einnig. Hins vegar skildi
hún vel gremju félaga sinna, en
kvaðst fu'Iviss um að fullt sam-
komulag tækist með aðilunum.
En ekki má heldur gleyma að
velferðarríkið Svíþjóö hugsar
vandlega um menntun nemenda
sinna. Þannig sögðu þeir Geir
og Brynjar að námsmaður frá
Chalmers-tækniskólanum, sem
reyndar er talinn einn hinna
beztu 1 Evrópu a.m.k., kosti
sænska ríkið ekki minna en
10—11 þúsund sænskar krónur,
— og það gerir 200 þús. fsl. kr.
— þá er húsnæði skólans ekki
meðtalið.
Hitt gremst stúdentunum hve
harkalega er gengið að þeim
litlu peningum, sem þeir hafa
handa á milli, — og áreiðanlega
kemur þetta harðar niður á út-
lendingum í skólanum, t.d. ís-
lendingunum. — JBP
HELLU
ÁVALLT 1 SÉRFLOKKI
HF. OFNASMIÐJAN
Einholti 10 - Simi 21220.
Gardínubrautir og stangir
Fjölskrúðugt úrval gardínubrauta og gluggatjaldastanga.
Vestur-þýzk úrvalsvara. — Komiö, skoðið eða hringið.
GARDlNUBRAUTIR H/F . Brautarholti 18 . Simi 20745
V f SIR . Miðvikudagur 19. maí 1971.
Hvítasunnan
framundan
Faðir skrlfar:
„Kannski að mér hafi mis-
heyrzt og þó held ég, að um
daginn hafi verið lesið upp í
útvarpi, að gengizt verði fyrir
unglingaskemmtun í Saltvík um
hvítasunnuna. — Einhverjar
unglingahljómsveitir eiga að
standa þar fyrir hátíðahöldum,
meðan Æskulýðsráð Reykjavfk-
ur ætlar að annast helztu fyrir-
greiðslu, eins og fyrstu hjálp
og þvíihnlíkt — ef mér skild-
ist rétt.
Feginn yrði ég því, ef af
þessu yrði. — Þá þarf maður
ekki aö hafa áhyggjur af strákn
um, þótt hann lyfti sér eins
og aðrir unglingar á kreik um
þessa helgi. Auðvitað stendur
það næst manni sjálfum að
hafa gát á sínum bömum, en
hvaða foreldrar hafa brjóst í
sér til þess að neita bömum
sínum um að lyfta sér ögn upp,
bregða sér út úr bæjarrykinu
o. s. frv. að prófunum loknum?
Og þau hafa ekkj hálfa ánægju
af því, ef þau eiga að dragast
með fullorðna í fylgd sinni. Þau
eru einmitt að losna imdan
ströngum aga skólanna.
En stjómleysið og eftirlits-
leysið hefur auðvitað teymt þau
út í tóma vitleysu hvítasunnu-
helgar fyrri ára. Enginn hefur
viljað neitt fyrir þau gera þessa
helgi, vegna þess að ekki hef-
ur þótt oröið nógu hlýtt i veðri
til þess að gengizt yrði fyrir
útiveru unglinga. Menn hafa
ekki viljað ýta undir ferðalög
þeirra úr bænum. Heldur hafa
þeir staðið álengdar og haldið
að sér höndum.
Þess vegna virðir maður
þetta framtak Æskulýðsráðs
Reykjavíkur þeim mun meir. —
Bæöi eru þeir að leysa úr mik-
illi nauðsyn og verða um leiö
að gefa hörðum gagnrýnendum
nokkum höggstað á sér.
En hundruðum foreldra verð
ur hughægra um hv£tasunnuna“.
0
)->
SENDUM
BfLINN
■ <
Hver þekkir
höfundinn?
Stefanía Pétursdóttir skrifar:
„Þegar ég var krakki, kom
faðir minn eitt sinn sem oftar
heim meö launaumslagið siitt og
fann þá í þvi hundraölkróna
seðil, sem á hafði verið pámð
þessi vísa:
Að lýðnum þú ósjaldan lýgur.
Sem loftvog þú fellur og stígur,
heimskingjans hefndargjöf.
Þú ert gagnkvæmur manrisins
mildi.
Vdð þig mælum við náungans
gildi.
LSikistu greftrun og grttf.
Oft og tiðum hefvtr þessi
vísa komið mér í hug,, og um
leið hefur alltaf sú ispuming
angrað mig: Hver hefur ort
þessa viisu?
Ég hef aldrei fengið svar við
því, og langar mig þxö nokkuð
til þess að vita það, því að í
hvert skipti, sem m/ir kemur
vísan í hug, nagar þalð mig, að
hafa aldrei vitað höfundarnafn-
ið.
Kannski einhver kannist við
þetta, sem les þáttinn „Lesend
ur hafa orðið“ og væri mér
þá þökk £ því, ef viðkomandi
vildi svala forvitni minni.“
vaja friðlýsa
gæsaverin
Öm Ásmundsson skrifar:
„Mig hefur langað lengí til
að koma nokkrum orðum að
um Þjórsárverin. Þar er eitt
skemmtilegasta byggðarlag Is-
lands — og þó ekki af manna-
völdum heldur fugla, sem nefnd
ir eru heiðargæsir.
Gæsaveiðar hef ég stundað I
22 ár og jafnframt Itynnt mér
nokkuð lifnaðarhætti gæsateg-
unda hér, en þær em þó nokkr-
ar, sem ekki er rúm til að
telja upp. Af þekkiaigu minni
á heiðagæsinni myndn ég mér
þá skoðun, að verði eyöilegg
ing á varpstöðvum hennar, aö
þá hverfur hún héðain — að
minnsta kosti megnið af stofni
hennar. Hún er nefnilega svo
skrítin, að það er einj: og hún
taki alveg sérstöku ástfóstri við
ýmsa bletti, sem á leilð hennar
liggja að varpstöövunum, og
má engu við þeim hrófla, til
þess að hún styggist ekki við.
Sér i lagi ekki verin sjálf.
Ég og margir fleiri eru
þeirrar skoðunar, að friðlýsa
eigi svæðin, þar sem gsesaverin
eru — ef þess er nokkur kost-
ur.
En auk þess, sem oklcur sýn-
ast mannvirkjagerðir nálgast
Sskyggilega þessa skenmtilegu
náttúru, þá hefur maður einnig
haft spurnir af öðrurn öllu
válegri skaöa, sem herjar á gæsa
verin.
Það em náimgar, sem fara í
verin og strádrepagæsinameðan
hún er í sárum og getux ekki
flogið. Það em sérlega hroll-
vekjandi aöfarir og ljótar.
Þótt bændur bölvi stundum
ágangi gæsarinnar í nýraektina,
held ég, að það yrði grátur og
gnístran tanna, ef hún hyrfi al-
veg af sjónarsviðinu. Ég vona
það fyrir hönd allra, sem unna
náttúm og sérstæðu dýrallifi. að
aldrei komi til þess að gæsa-
verunum verði sökkt í vatn,
eða þeim spillt af Ijótum að-
gangi óprúttinna dýraplagara."
HRINGIÐ í
SlMA 1-16-60
KL13-15