Vísir - 26.05.1971, Side 9

Vísir - 26.05.1971, Side 9
▼ í SIR. Miðvikudagur 26. maí 1971. Jibbbíííí og júúhhú! — Prófin eru búin og vorið er komið. Grámyglulegri kuldaúlpunni og ^ungum stígvélun- um nú fleygt út í horn, og fram er tekin skærlit stutterma skyrtan og fisléttir strigaskórnir. pað er eins og hvert borgarbarn sé samhuga í því að nú skuli skvett rækilega úr klaufunum. Hver sólardagur skal nýttur til hins ýtrasta, svo að bætt- ur verði upp hver innisetudagur í vetur. Nú er tíminn til náttúruskoðunar, hreiðurleitar og slíkra hávísindalegra rannsóknarleið- angra. Náttúran sjálf hefur lagzt á þessa sveif. Tíðin hefur verið upp á það bezta, hlýtt og bjart í veöri, og gróðurinn hefur tekið svo fljótt við sér, að grasbalar eru fyrir löngu orðnir græpir og loönir og tvær vikur síðan tré laufguðust. Sólyermdar gangstéttimar fyll ast af bömum ,sem laus em við þunga troðful'lrar skólatösku, bregða sér í parís og snú-snú. Og fram brjótast öil ærslin og leikimir, aem bæld vom niður í skólastofunum. — Reiðhjólin, sem aöeins vom til trafala í snjórium í vetur, eru nú tekin út, smurð og lagfærð, og bera nú eigendur sína um allar jarð- ir. Hjó'.akaupmenn hafa ekki undan að seðja hungur hálffer- tugra stráka og stelpna, sem ólm vilja komast á bak hjól- hestunufn. Þessi heppilega að- ferð til þess að samræma úti- vist, hreyfingu og skjóta yfir ferð, er ekki lengur einskorðuð við unglinga. Bldri hafa upp- götvað hana Wka. Menn eru loks búnir að sjá, að seta inni í steikjandi svækjunni í fjöl- skyldubflnum er ekki yndisleg asti mátinn við að njóta sólar og sumars. Bezt hafa þeir komiö ár sinni fyrir borð, sem útvegað hafa sér eða sínum dvöl í sveit í sumar. Þótt borgin lifni við hækkandi sól, spornarhún ekki við aðdráttarafli náttúmlífsins. Margra ára dvöl á mölinni nær ekki að þurrka út sælar endur- minningar úr sveitalífinu, og enn er ofarlega á blaði uppeld- isfræðinnar gamla reseptið á umgengni bama við húsdýrin. ófáir taka sér gagpgert ferð og leikirnir, sem bæld voru niður í kennslustofun- st nú fram. á hendur til að sýna börnum sínum nýfædd lömbin hoppandi f haganum. Þeir, sem ekki koma því við, bæta börnunum sínum það upp með heimsóknum í Sædýrasafnið, þar:semutveir pý fæddir hreinkálfar leika hluiv Vérk:nláinlbanna. Og tengt’ þa^f ekki að fara út fyrir bæinn til þess að komast á varpfuglasvæði í hreiðurleit og fleiri ævintýri. Á meðan sumir verja vorbiíð unni til þess að skoða umhverf ið ögn nánar, eru aðrir á kafi í önnum við hirðu sinna einka sælureita. Garðeigendur pæla upp garða sína og búa þá und- ir niðursetningu nytja- og skrúð jurta. Sumarsælunnar fá þeir fvrst notið, þegar þeir hafa lagt sig nægilega fram vy5 að erja jörðina. Hvem hlýjan vordag líta þeir búmannsaugum og meta sól og hita eða vætuna með til liti til vaxtarskiiyrða og rækt- unarmöguleika. Frá þeirra sjónarhóli hefur þetta verið gott vor. Aprfl h'lýrri en í meðallagi og bað sem af er maí líka, enda hafa sumir garð eigendur séð sig knúna til þess þegar að slá garöa sína, þó ekki tj’l heyhirðingar. í hópi þeirra, sem þeytast um þjóðvegina hverja helgi núna, eru sumarbústaðaeigendur. sem vilja lappa upp á sumarhús s’in eftir veturinn, áður en þeir taka sér hvild frá brauðstritinu og setjast þar aö með fjölskyldurnar. Eklci nota allir yortímann til undirbúnings og áætlanagerða fyrir sumarleyfin. Sumarið er hjá mörgum aðaltekjuöflunar- tfmabiiið, sem nota verður vel. Skólafólk er á sífe'.Idum þön- urp milli atvinnurekenda, leit- andi sér að sumarvinnu, sem skapar grundvöllinn undir áfram haldandi nám næsta vetur. Á þessu vori eru atvinnuhorfur þeirra góðar. Þeim, sem aflavon ir brugðust á vetrarvertíðinni, hefur glæddur afli í vor bætt vonbrigðin, og þeir hafa öðlazt nýjar vonir fyrir komandi sxnnar vertíð, og leita sér að plássi á pýjum aflaskipum. Fyrirtæki, sem hvergi gátu fengið strák í þaust tll sendils- starfa, sitja nú uppi með fjölda umsækjenda, sem fyrir löngu eru orðnir uppiskroppa meö alla vasapeninga. Blaösöludrengir eignast í einni svipan fjölda nýrra keppinauta. sem kvikir •í spori eftir hvíldina á skóla- bekkjunum þreyta, við þá kapp hlaujx. á móti hyerjuni viðskipta virif,' sérií’l!irtisí' 8 götuhornum. Allir fara á kreik. — Meðal þeirra, sem hreyfing er komin á, eru stjömmálamennirnir, því aö þetta vor er gengiö til kosn- inga. En Mkt og höfuðskepnurn ar hafa stýrt veðráttunni mildri hendi, hefur kosningaveðrið til þessa verið milt og stillt, — ólíkt því sem veriA,hefur.mörg hin fyrri kosningavorin. Og vorið boðar sumarið ■— eft ir öllu að dæma bjart og gott. — GP Þeir, sem ekki komast til þess að sýna börnunum sínum nýfædd Iömbin í högunum, bæta þeim það upp með heim- sókn f Sædýrasafnið, þar sem nýfæddir hreinkálfar eru ba alltént sárabót. orið kallar alla a kreik

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.