Vísir


Vísir - 26.05.1971, Qupperneq 13

Vísir - 26.05.1971, Qupperneq 13
13 V1 S IR . Miðvikudagur 26. maí 1971. •— teikningai' eins eftirsóttar og húsgógnin á kaupstefnunni i Kaupmannahöfn „Tjað, sem vakti athygli mina var, að það eru margir, sem vilja kaupa teikningar frá okkur, teikningar frá íslenzkum arkitektum,“ sagði Orri Vig- fússon hjá Félagi ísl. iðnrekenda f viðtali við Fjölskyldusíðuna um húsgagnakaupstefnuna í Kaupmannaiiöfn, en hann er nýkominn utan úr þeirri ferð. Eins og skýrt var frá á síðunni fyrir nokkru kom fram allhörð gagnrýni um þau húsgögn, sem þama voru sýnd, þó ekki þau ísienzku sérstaklega. Danskur gagnrýnandi talaði um húsgögn, sem ekki væru gerð fyrir fólk. Hér á íslandi hafa kaupendur ekki þurft að kvarta undan stíl- brögðum framleiðenda heldur fremur hinu, einhæfninni, og nokkur brestur virðist hafa ver- ið á samvinnu íslenzkra arki- tekta og húsgagnaframleiðenda fram á síðustu ár þótt það sé að breytast. Það hefur iöngum verið talað um, að teikningar vaeru fengnar erlendis frá og húsgögn hér framleidd eftir þeim — þess vegna er það gieðöegt, þegar íslenzk hús- gagnateiknmg hlýtur góðar und- irtektir eins og gerðist á kaup stefnunni ii Kaupmannahöfn. Og ef hugsunarhátturinn breytist ekki þvi meir hér gæti það hent sig, að einhver íslenzkur hús gagnaframleiöandi líkti eftir húsgagni, sem væri hannað af íslendingi en seit á érlendum markaði — en sennilega á það ekki eftir að koma fyrir. Auðvitað er íslenzk teikning valin á þau húsgögn, sem á að selja og sýna erlendis og eins verður það vonandi um innan- landsmarkaðinn. Til þess að kynnast húsgagnaframleiðslu er- lendis fóru húsgagnaframleiðend ur í kynnisferð til Noregs ný- lega og kynntu sér húsgagna- framleiðslu á Sunn-Mæri. Orri sagði einnig: „Ég geri ráð fyrir því, að í framtiðinni verði jafnmikil sala á húsgagna teikningum og húsgögnum“. Orri bætti þVi við, að íslenzku hús gögnin hefðu yfirleitt þótt nokk uð dýr eins og við hefði verið að búast en hins vegar hefði verið ánægja með vinnu og form. Og hann telur samvinnu framleiðenda og arkitekta húsgagnaiðnaðinum mjög heppi lega. TTaukur Björnsson hjá Félagi íslenzkra iðnrekenda sagði eftir ferðina til Noregs. ,,Það vantar þá breidd í íslenzkri húsgagnaframíeiðslú, Wm við sáum þama í Noregi. Hér er ekki um það að ræða að ung hjón geti keypt sér húsgögn í I.itla fbúð fyrir 100 þúsund krón- ur, sem þau geta síðan losað sig við eftir nokkur ár, þegar efnahagur og rýmri aðstæður leyfa það. í Noregi voru hús- gögnin allt frá mjög vönduðum og dýrum húsgögnum niður 'i ódýr húsgögn og allir fiokkar þar á milli. Hér er meðalteg- undin fremur valin. Við urðum líka varir við þaö, að stærð fyrirtækjanna birtist ekki í starfsmannafjölda heldur afkastagetu hvers starfsmanns. Þetta hefst með sérhæfingu og er norskur húsgagnaiðnaður miklu sérhæfðari en hér er. Hér vantar sérhæfinguna t. d. gæti eitt fyrirtæki sérhæft sig í stólum af vissri gerð, annað í borðum, hið þriðja í bólstruð um húsgögnum. Eins og er framleiða merin 5 stykki af þessu og 5 stykki af hinu og verður þaö svo óhagbvæmt. Hönnunin hefur verið vandamál hér, það hefur verið brotalöm milli framleiðenda og hönnuða. Með meiri sérhæfingu ætti hús- gagnaframleiðendum að vera kleift að kaupa teikningar af húsgagnaarkitektum. Það eru mögu'eikar á mikilli hagræðingu hér í húsgagnaiðnaðinum og aðstaðan verður að versnamjög mikið til þess, aö íslenzk hús- gagnaframleiðsla sé búin að vera.“ „Þaö er dálítið skrýtið ástand- ið á Norðurlöndunum núna í húsgagnaframleiðslu," sagði Orri. „Það eru svo óskaplega margir framleiðendur og Svíar virðast t. d vera að minnka við sig — hins vegar virðist vera mikil gróska hjá Finnum og mér fannst framleiðsla þeirra vera langskemmtilegust. Danimir, mér finnast þeir ekki gera meira en að standa í stað.“ Orri sagði, að það yrði frem ur þungur róður fyrir ís- lenzka húsgagnaframleiðslu næstu tvö til þrjú ár að kjmna sig erlendis, en þar á móti vega hinar góðu undirtektir, sem is- lenzk hönnun fékk á kaupstefn unni í Kaupmannahöfn. —SB Sýnishom af íslenzkri húsgagnaframleiðslu og hönnun — úr einum básanna á kaupstefnunni í Kaupmannahöfn. VÍSIR VÍSAR Á VIÐSKIPTIN tfnnbítt ••• LANDSHAPPDRÆTTI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Nýtt! Fairline eldhúsið Fairline eldhúsið er nýtt og það er staðlað. Eín- göngu notuð viðurkennd smíðaefni og álímt harð- plast í litaúrvali. Komið með málið af eldhúsinu eða hústeikninguna og við skipuleggjum eldhús- ið og teiknum yður að kostnaðarlausu. Gerum fast verðtilboð. Greiðslu- skilmálar. Fairline eld- húsið er nýtt og það er ódýrt. Óðinstorg hf. Skólavörðustíg 16 Sími 14275 * Hvítasunnuferðir. 1. Snæfelisjökull 2. Þórsmörk. Faa-rmðar á skrifstoifunni, Öldu- götu 3. Símar 19533 og’ 11798.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.