Vísir - 05.06.1971, Page 8
B
VT SIR. Laugardagur 5. júní 1971,
Otgefandi: KeyKjaprenr nl
Framkvæmdastjóri: Svem- >? Eyjólfsson
Ritstjóri: Jðnas Kristján
Fréttastjóri: Jón Birgii Heiursson
Ritstjórnarfulltrúi • Valdimar H. Jóhannesson
Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson
Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Simai 15610 11660
Afgreiðsla- Bröttugðtu 3b Simi 11660
RitstjðiSr: L2yaavegi 178 Slmi 11660 (5 linur)
Áskriftargjaid kr. 195.00 á mánuöi innanlands
r lausasölu kr. 12.00 eintakiö
Prentsmiöia Visis — Edds hl.
Hrollvekjan mikla
{>eir sem hlustuðu með athygli á ræður stjómarand-
stæðinga í sjónvarpi og hljóðvarpi nú fyrir kosningar,
munu eflaust hafa kannazt við margt af því, sem þess-
ir stjórnmálamenn höfðu þar fram að færa. Það var
að mestu gamla móðuharðindanöldrið, sem þeir hafa
verið að klifa á síðustu tólf árin. Það hlýtur þó að
vera erfitt að fá almenning á íslandi til að trúa því,
að hann búi við sultarkjör. Hitt mun auðvelt að fá
flesta til að samþykkja — að þeir gjama myndu
þiggja meira, ef í boði væri. En þykir landsmönnum
líklegt að sú sundurleita og margklofna fylking, sem
kallar sig vinstri flokka — Framsókn þar með talin!
myndi bæta lífskjör íslendinga með ráðslagi sínu, ef
hún fengi meirihluta á Alþingi?
Svo mikið er búið að tala og rita um landhelgis-
málið undanfarið, að þjóðin ætti að hafa áttað sig á
því nú þegar, hverjir þar hafa viturlegri stefnuna,
stjórnarflokkarnir eða stjórnarandstaðan. Það er
raunar furðulegt að þingmenn skuli í þessu máli skipt-
ast í tvær andstæðar fylkingar, þ. e. a. s. að allir þing-
menn stjórnarandstöðunnar skuli þar vera eða þykjast
vera á öndverðri skoðun við ríkisstjórnina. En furðu-
legastur allra er formaður Framsóknarflokksins. Að
hahn skuli nú hafa þor og smekk til þess að tala og
skrifa þvert ofan í það, sem hann gerði árið 1960,
þegar hann sagðist telja það „eina veikleikamerkið í
okkar málstað, ef rétt er hermt, að við höfum neitað
að leggja þetta mál til úrlausnar hjá alþjóðadómstóln-
um“, og hann bætti því við, að smáþjóð yrði að „var-
ast það að ganga svo langt, að hún geti ekki alltaf
verið við því búin að leggja mál sín undir úrlausn
alþjóðadómstóls“, því að smáþjóð ætti ekki aimars
staðar frekar skjóls að vænta en hjá alþjóðasamtök-
um og alþjóðastofnunum, af því að hún hefði ekki
valdið til að fylgja eftir sínum ákvörðunum eins og
stórveldin.
Þama talaði hinn lærði og gætni lögfræðiprófessor,
Ólafur Jóhannesson. Hlýtur það ekki að vera annar
Ólafur en sá, sem nú er formaður Framsóknarflokks-
ins og segir þveröfugt við allt þetta? Nei, það er sami
maðurinn, hversu ótrúlegt sem það kann að þykja.
Er þetta ekki all gott sýnishom af já, já — nei, nei —
stefnu Framsóknar? Væri ekki hugsanlegt, að for-
maðurinn hyrfi aftur að skoðun lögfræðiprófessors-
ins, ef flokkur hans fengi inni í ríkisstjóm t. d. með
Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar! Kommúnistar
segja að hann sé ólmur í þá samvinnu.
Og svo em spádómarnir um 1. septembet— „hroll-
vekiuna" miklu. Þjóðin skyldi varast að láta þær spár
hiekkja sig. Gæti hún þess, að kjósa ekki yfir sig aðra
vinstri stjóm, þarf hún enga hrollvekju að óttast.
Ný vinstri stjóm er eina hrollvekjan, sem kjósendur
þurfa að hafa í huga í kjörklefanum 13. júní.
Umsjón: Haukur Helgason
Nú þótti Bresnjev tímabæri
að láta hyíla sig í Prag
Hálf milljón sögð hafa verið hrakin ur
kommúnisfaflokknum
Hálf milljón félagar í
kommúnistaflokki
Tékkóslóvakíu eru sagð
ir hafa verið hraktir úr
flokknum síðan Dubcek
var sviptur völdum. Þeir
hafa verið flæmdir burt
1968. Forystumennimir hafa oft
áður komið þakklæti á framfæri
fyrir vikið, en góð vísa er víst
ekki of oft kveöin.
80 þúsund sovézkir her-
menn í landinu.
í tilfærslunum í kommúnista-
flokknum og þjóðlífinu er blóð
takan hvaö mest í menningarmál
Husak (til hægri) fagnar Bresnjev innilega í Prag.
af sérstökúm rannsókn-
arnefndum, sem hafa
það hlutverk að koma
Dubcek-sinnum úr
flokknum. Eftir eru nú í
kommúnistaflokknum
1200 þúsund manna.
Ekki sældarbrauð að
missa flokksskírteinið
Það er ekkert sældarbrauö aö
missa flokksskírteinið. Með þvi
fer atvinna manna oft forgörð-
um samtímis og að minnsta
kosti týna menn alla jafna for
réttindum. Nú hafa margir kenn
arar, sem berij hafa orðið að
stuðningi við Dubcek, orðið að
víkja úr stöðu og gerast til dæm
is leigubílstjórar. Menntamenn
hafa farið að afgreiða á bensín-
stöð, diplómatar verða af-
greiðslumenn á gistihúsum og
þar fram eftir götunum. Þessi
„hreinsun“, sem venjulega er
köUuð svo, hefur haldið áfram
jafnt og þétt af'lt frá því að Sov
étrfkin og bandamenn þeirra
gerðu innrás árið 1968. — Dub
oek er sjálfur minniháttar skrif
ari hjá ráðuneyti því í Slóvakíu
sem f jalMar um skóga.
Síðasta verk forystunnar er
að taka í sátt Novotny, þann
mann, sem Dubcek hafði steypt
og þjóðin mótmælti sem stalín
ista. Novotny var þá rekinn úr
flokknum. Núverandi foringi
fiokksins, Gustav Husak, er að
vísu 'hvergi nærri jafn íhaldssam
ur og Novotny, en Husak hefur
þótt öruggara aö biíðka Moskvu
menn með þv( að taka gamla
stalínistann i sátt.
Jafnframt var aðaláherzlan á
flokksþingi kommúnista nu i
vikunni iögð á að þakka Rúss-
um sem heitast fyrir innrásina
um. Tugir tímarita og blaöa
hafa verið bannaðir. Bækur eru
undir eftirliti, og þeim bægt frá
sem ekki eru taldar „styrkja"
sósíalismann“.
Þetta er mikil breyting frá því
frjálsræði, sem ríkti undir for
ystu Dubceks fvrir innrásina. —
Engin dæmi eru um það í sög
unniað almenningur hafi fagnað
breytingu á þennan veg, enda
bendir flest til þess, að drungi
hvfli yfir menningarmálum.
80 þúsund sovézkir hermenn
eru enn í landinu, nærri þremur
árum eftir innrásina. Að sjálf
sögðu er þaö hemámsliðið, sem
ræður atburðarásinni. Þó hafa
Husak og hans menn reynt að
stemma stigu við sókn gömlu
íhaldskommúnistanna í flokkn-
um, þannig að hvorki íhalds-
mennimir né Dubceksinnarnir
geti ráðið miklu um stefnuna. —
Sovétmenn hafa sætt sig viö Hus
ak, að minnsta kosti um sinn.
Hann hefur einnig stýrt þeim til
færslum, sem orðið hafa í þjóð-
lífinu og flokknum eftir for-
skriftum Sovétmanna. Hvort
sem Rússar treysta Husak fylli-
legá eða ekki, þegar til lengdar
lætur, þá hafa þeir fátt við
framkvæmdina að athuga til
þessa.
Félagsleg vandamál
vaxa
Margs konar félagsieg vanda-
mál fara vaxandi vegna þess að
almenningur finnur þungt til
minnkandi frelsis. Eitt af þeim
vandamálum er áfengisneyzlan,
seni fer miög vaxandi. Bresnjev
formaður kommúnistaflokks Sov
étríkjanna var mættur í Prag
til að taka á móti þakkiætinu. —
Það var Bresnjev, sem fyrirskip
aði innrásina árið 1968. Nú hef
ur farið eins og oftast áður i
þeim tilvikupi, þegar stórveldin
hafa látið kné fylgja kviöi í viö
skiptum við lönd, sem þau telja
vera á valdasvæði sínu, að
„menn eru að gleyma Tékkó-
slóvakíu". Eftir sitja víða om
heim menn með brostnar vonií.
Sundrungin í hreyfingu kommún
ista óx við innrásina og þau sár
hafa ekki gróið. Innrásin í Tékkó
slóvakíu var mun þyngra áfaffl
fyrir kommúnista en Ungverja-
landsmáliö var nokkni sinni. —
Hins vegar er almenningui
smám saman að „gleyma" Tékkó
slóvakíu og Dubcek. Athyglin
beinist að dægurmálunum. Á er
lendum vettvangi eru aðrir Mut
ir að gerast.
Bresnjev notaði því tækifærið
f þetta sinn. Honum þykir nógu
langt um liðið fiá innrásinni.
Forystumenn í Prag eru honum
þægir. Því var formaðurinn
mættur í Prag, er kommúnist-
ar héldu þar þing sitt.
Verður Husak annar
Kadar?
Sífelldar yfirlýsingar Husaks
Og hans manna um þakfclæti
vegna innrásarinnar kunna að
virðast broslegar.þær hafa þann
tilgang að lát svo líta út, að al-
menningur sé hinn ánægðasti yf
ir þvf, að erlendur her hratt for
ystumönnum frá með vopna-
valdi. Fyrst og fremst gera þakk
lætisyfirlýsingamar í Prag þeim
kommúnistum í öðrum löndum
sem gagnrýna hemám Sovétríkj
anna á landi með sósíalískri
stjóm, erfiðara að halda gagn- ,
rýninni til streitu innan sinna
flofcka.
Margir binda þó vonir við
Gustav Husak Þeir segja að
hann dansi á línu Moskvumanna
um sinn en bíði í rauninni aðeins
eftir tækifæri til aö gera um-
bætur og auka frjálsræðið að
nýju. Það er eölilegt að lfkja
Husak við Janos Kadar, sem
varð valdamaöur í Ungverja-
landi, eftir að Rússar höfðu bar
iö niður ungversku byltinguna
1956. Kadar stóð því þá í þeim
sporum, sem Husak stendur nú-
og hann komst til va'lda meö
sams konar hætti.
Nú eru liöin nær 15 ár frá
ungversku byltingunni. Kadar er
f dag sá kommúnistaforingi, sem
einna lengst hefur gengið í um-
bótum. Ungverjar hafa nú meiri
lýöréttindi en þegnar nokkurs
annars kommúnistaríkis að und
anskiiinni Júgóslavíu. Þessi lýð-
réttindi eru ekki mikil á mæli-
kvarða lýðræðisríkja, en sýna
að Ungverjar hafa nokkuð unn
ið.
Það er hins vegar slæmur fyr-
irboöi fyrir Tékkóslóvaka, að
gamli stalínistinn Novotny hef-
ur fengið uppreisn æru.
„Hvítir að innan eins
oþ hreðkur“.
Husak sagði nýlega á fundi
kommún'sta í Slóvakíu: „Margii
„umbótsmenn" gera sér vonir
um, að friáisræðið vaxi eftir
flokksb'ngið. Eif þeir eiga vift
frelsi fyrir borgaralegar tilhneie
ingar eða til aö bifcf. I hawnn
fvrir nýia sundrungu, þá ættu
þe!r ekki að aera sér gyll:vonir.“
Husak réðist líka á þá komm
únista sem hann kallaði „hreðk-
ur“, sem væru hvítir að innan,
þótt þeir vaeru rauðir að utan
eins og hreðkan.
> V '