Vísir - 05.06.1971, Side 9

Vísir - 05.06.1971, Side 9
vt*t V í SI R. Laugardagur 5. júní 1971. »»• SKÁUm 06 LEIKKONAN „Gaman að leika? Vitdnlega, og ég stefni að því að komast í leiklistarskóla. Ætli rnaður neyð ist ekki til að fara eithvað til útlanda, kannski Englands til að komast í skóla. Þeir eru að leggja niður Þjóðleikhússkólann, og guð má vita hvenær þessi Ríkisleiklistarskóli lítur fyrst dagsins ljós.“ Lilja Þórisdóttir, heitir ung stúlka, 16 ára, sem heillaði margan Frónbúann með leik sín- um á hvítasunnudag í sjónvarpsleikriti Odds Bjömsonar, „Postulíni“. Vísir hafði tal af skáldinu Oddi og leildcon- unni Lilju. | |j Jft- „Já, ég hef áhuga á LEL'JrV. því ag ieggja fyrir mig leik. Þaö er kannski fullsnemmt af mér að vera aö leggja á ráö- in í þeim efnum strax. Ég lauk gagnfræðaprófi í vor frá Gagn fræöaskóla Austurbæjar, en var jafnframt í leiklistarskóla Æv- ars Kvaran. Ætli ég fari ekki í 5. bekk í framhaldsdeild gagn fræöaskólans í vetur, og reyni síðan að komast inn li mennta skóla —i ég veit það samt ekki fyrir víst — og ég veit heldur ekki hvort ég kemst á erlendan leiklistarskóla. Þaö er aurahlið in — ætli ég reyni ekki að vinna hér heima og krafsa þánn ig upp fyrir námseyrinum.“ Hvemig líkaði þér að leika í kvikmynd? „Það var ægilega gaman. Þetta var reyndar dállitiö puð. Við þurftum að fara út á land og líka út um borgina, þar sem atriöi voru tekin upp. Atriðið sem átti að gerast á sveitaballi, var tekið upp í Hveragerði, og aukaleikaramir í gömludönsun- um vom allir úr Hveragerði. Svo var atriðið sem gerðist í „diskóteki" tekið upp li Tóna bæ, og það voru krakkar úr Hagaskólanum sem vom fengn ir til að koma fram í því, að dansa." Er ekki erfitt að leika á móti Lilja Þórisdóttir — „Ég leik í barnaleikriti meö öðrum nem- endum úr skóla Ævars Kvaran, þaö verður flutt 17. júní. Svo fæ ég kannski eitthvað að gera hjá Þjóðleikhúsinu næsta vetur... en um þáð segi ég ekki orð. fullorðnum og þrautþjálfuðum leikurum? „Nei, Ekki get ég sagt það. Mér fannst þetta allt saman bara afskaplega skemmtilegt." nnniiR' >Hún Li’ía? var UUUUSV. mjög ánægður með hana. Hún var svo „spontant", og það var það sem gat gert út um þetta leikrit, eða fram- setningu þess. Við leikstjórinn, Gísli Alfreðsson vomm alveg sammála um, að þannig yrði þessi stúlka að vera. Liíja er Iíka eins og flest þetta unga fólk er, skilnings- rík. Ég var líka sérlega ánægður með leik Þóm Friðriksdóttur. Ég hafði hugsað mér konuna sem hún lék dulítið eldr; að vísu, en svo þegar við fengum kost á að flá Þóm í þetta hlut- verk, þá varð ekki á betra kos- ið, enda sýndi það sig, að Þóra kom mjög vel út V þessu.“ Er „Postulín“ nýtt leikrit? „Það er gömul smásaga, en nýtt leikrit. Leikritið er reyndar ekki fast bundið smásögunni, og ýmsu breytt.“ Sumum finnst „Postulín“ 6- líkt því sem þú hefur áður gerL Finnst þér það sjálfum? „Vinnubrögðin em nú ekki eins óskyld og virðist vera. Mér hefur virzt, að fólk væri helzt hrifið af því, hve þetta er lítið samanþjappað. Staðreyndin er sú, aö þetta leikrit er sett sam an á líkan hátt og það sem ég hef áður skrifaö.“ — Skrifað af innblæstri? „Þetta leikrit er ekki sett saman af néinni köflílá,1 ” Héídur fremur vegna þess að ég fékk þetta verkefni upp í héndumar. GVsIi benti mér á, að þessi til- tekna smásaga, væri kannski hugsanleg sem sjónvarpsleikrit. Og ég fór af stað. — Nei, ég á ekki sjálfur í basli með neinn ungling, ungl- ingar em skilningsrfkt fólk og. þeim á ekki að stjóma neitt með harðri hendi. Þeim verður held ég bezt stjómað með leit- un og viðræðu.'* Hefurðu eitthvað orðið var við undirtektir fólks? „Það kom mér á óvart, hve margir hringdu í mig, og létu í Jjósi ánægju sína með þetta. Fóílk hringdi alls staðar að af landinu. Ein kona hringdi frá Húsavík. Hún vildi að ég settist niður og skrifaði framhald af þessu leikriti, og mér skildist á henni, að það framhald ætti að verða næsta viðamikið. Ætti það að fjalla um afleiðingar af ástalífi unglinga ... hinar rauna legustu afleiöingar - . . ... Satt að segja skil ég ekki, hvaða undirtektir þetta leikrit fær. Mér finnst það ekki gefa tilefni til þeirra. Kannski er þaö þráðurinn í leikritinu, sem eða samsetningin." Þú hefur svo tll einvörðungu skrifað fyrir leikhús fram til þessa. Er mikill munur þar á, og að skrifa sjónvarpsleikrit? „Þaö er algjörlega tvennt ó- Kkt. Sjónvarpsvinnan verkar á mig sem fersk nýbreytni. Kannski ekki hvíld, en hún er svo allt öðmvísi, að þaö er upplyfting í henni." — Áætlanir uppi um áfram- haldandi ritstörf fyrir sjónvarp? „Ég skrifa áfram fyrir sjón varp, ef hann Jón Þórarinsson biður mig rnn það. Annars er ég að skrifa fyrir leikhús núna." ggptgqW• '• •'55v"v:•".vw'"v:\vv, *<•"'“■’#? Oddur Bjömsson — „Eg er á starfsstyrk og nota hann sem vera ber: til þess að skrifa leikrit... kjör höfunda hafa skánað hvað snertir útvarpið en eftir er að semja við leik- húsin.“ Er hægt að lifa af Ieikritun á íslandi? „Það hefur mér nú ekki tekizt hingað til. Ég er reyndar á 3ja mánaða starsstyrk núna og hann nota ég eins og til er ætl- azt. Nei, hingað til hef ég lifað af hvorugu, sjónvarpi eða leik- húsi, en nú hafa verið gerðir nokkuð viðunandi samningar við Ríkisútvarpið, þannig að það get ur verið vinnandi vegur að reyna að lifa af ritstörfum fyr- ir þá stofnun. Samningar Rithöfúndasamb. við Útvarpið voru áður svo smánarlegir, að ég þori ekki einu sinni að segja frá þeim. Þá gerði maður það af hégóma einskærum eða kannski hugsjón að skrifa. Mér sýnist reyndar að menn almennt hafi betri kjör núna, og þá kann svp aö fara, að menn gefi sér tóm til að setj- ast við ritstörf. Mér sýnist, að nú með batnandi hag, sé eitt hvað eftirtektarvert að gerast með rithöfundum. Það fer eitt- hvað að koma upp, og nýir samningar við leikhúsin eru i bígerð þannig að starfsskilvrði ættu að batna." —GG — Hvernig fannst yc u sjónvarpsleikritið „Postulín“? Pétur Veturliðason, kranabíl- stjóri: — Mér fannst það alveg skínandi gott, og var fyllilega sammála inntakj leiksins. Sævar Björnsson, vélaumsjóna- maður: — Ég man ég var hrif inn af því, bæði hvað snerti leik og efnisþráö. Get vel sætt mig viö þaö, að einstaka sinnum sé ekki verið aö deila á unga fólkið. Indíana Gunnarsdóttir, skrif- stofustúlka: — Mér fannst leik ritið ágætt. Þau hafa Kka verið það flest íslenzku sjónvarps- leikritin. Kristrúnu í Hamravík hef ég haft mest gaman af. Sigurður Hannesson, bilamálari með meiru: — Leikritið var ó- mögulegt aö mínum dómi. Það var hreint ekkert varið í þaö. Leikurinn var svo sem þolan-, legur, en efnisþráðurinn og upp- færsla óttalega lítils virði. Þetta átti að heita nútímaleikrit, en var bara gömul klisja, sem all- ir þekkja. Guðmundur Sigurðsson, bifvéla- .virki: — Bara bærilegt. Þa5 var bæði skemmtilega leíkið og uppsetningin með í.aætum. fannst lika efniö sett fram a réttmætan hátt.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.