Vísir


Vísir - 05.06.1971, Qupperneq 16

Vísir - 05.06.1971, Qupperneq 16
Fðstudagur' 4. júní 1971. Myndin er af malbikunar- mönnum í gaer, en naestu daga munu þeir hverfa a.m.k. af fjöl- fömustu götunum. En er haegt að framkvæma mal- bikun bessa að næíurlagi? Um það er spurt í þættinum Lesendur hafa orðið, — SJÁ BLS. 7. Sendir hlaðið skip af byggingarefni til íslands Séra Hope búinn að verz/o fyrir milljónina, sem hann safnaði i Noregi % Knarrarferðir með kirkjuviði milli ís- lands og Noregs hafa ver ið strjálar síðustu 5 eða 6 aldirnar, en í næsta mánuði er að vænta skips frá Noregi með farm af byggingarefninu til smíði Hallgríms- kirkju. „Þar er að verki Islandsvin- urinn, síra Harald Hope — sóknarprestur í Ytri-Arna í grennd við Bergen,“ sagði Her- mann Þorsteinsson, frkvstj. byggingarnefndar Hallgríms- kirkju. „Síra Hope hefur gengizt fyrir fjársöfnun í Noregi til styrktar Hallgrímskirkju og í heillaóskaskeyti, sem hann sendi okkur við vi'gslu klukkna- spilsins, tilkynnti hann okkur, að safnazt hafði ein milljón ísl. króna," sagði Hermann blaða- manni Vísis. „Af því að við þurfum granít- mulning til múrhúðunar á turn-( inn, steinhellur á gólf og annað byggingarefni frá Noregi, verð- ur þessu fé varið til kaupa á því, og þessa dagana er verið að reyna að ná hagkvasmum kaupum á efninu. Það verður síðan sent okkur í skipi í lok þessa mánaðar eða þá i júK,“ sagöi Hermann framkvæmda-; stjóri. ] Þetta er ekki í fyrsta sinn, sem síra Harald Hope hefur lát- iö gott af sér leiða við íslend- inga. Sem unnandi skógræktar hefur hann unniö mikið aö því| að hvetja Norðmenn tij þess að styöja íslenzka skógrækt, og. hefur hann verið upphafsmaður rausnarlegra gjafar Norðmanna til skógræktarinnar. Síra Hope kom hingað til landsins síöast fyrir tveim ár- um og var þá viðstaddur Skál- holtshátíð og ■ predikaði þar. Hann er mikill áhugamaður fyr- ir Skálholtsstaö, dómkirkjunni' og lýðháskólanum, og gekkst á sinum tlíma fyrir söfnun gilds sjóðs, sem býður í Noregi þess, .að hafizt veröi handa við bygg- ingu Skálholtsskóla. Undanfarna mánuði hefur hann ritað ótal greinar í norsk blöð og vakið þar athygli á kapp hlaupi íslendinga við tímann — - með því að reyna, aö .ljúka smíði Hallgrímskirkju fyrir 1100 ára afmæli íslandsbyggðar 1974. ; Þáð '>r’jvgrðj 3G()' láf .liðin- frá dánardegi Hallgiúms Péturs- sonar. ' —■ ©P Malbskun í hforki borgarmnor — o g afít i eiooi benéa á annatimtwam mmmmmmnem borgirmi eru að venjn mjBg áfbegr- andi fyrir ökumenn um þetta tejrti árs. Þaö er næstum sama hmar ek- ið er um borgina, vfðast bvar em einhiverjir malbikunarflokkar á feröami og ditta að því, sem Veíur kommgor hefur hoggið mei töm um ánum. Um miðjan dag í gær var um- ferðin við „hjarta borgarinnar" nán ast £ einum hnút, þegar mest var að gera. Engin furða, þvi upp eftir öllum Laugavegi voru framkvæmd ir, og umferðin silaðist áfram á al- gjörum lágmarkshraöa. Lögregian hafði talsverðan viðbúnaö og sendi fjölda manna út á götur miðborg- arinnar til að liðka fyrir eins og hægt varð. Gjaldþrot verktaka byggingu leikskóla í Breiðholtsbúar geta nú gert sér vonir um að Ieikskóli verði kom- inn í hverfi þeirra í haust. Sem kunnugt er, var s.l. ár boðin út bygging dagheimilis og Ieikskóla í hverfinu, og var tek- ið lægsta tilboði, sem var frá verktaka, sem síðan gat ekki staðið við skuldbindingar og hef ur bú hans enda verið gert upp og ekkert verið gert í byggingu dagheimilisins síðan í nóvember. Reykjavíkurborg hefur nú samið við undirverktaka um framkvæmd ir við leikskólann, og fyrir viku var byrjað aö vinna í lóð hans, en skólinn stendur við Maríubakka. Sveinn Ragnarsson, féiagsmála- fulltrúi borgarinnar, tjáði Vísi í morgun aö miðað væri að því, að leikskólinn yrði kominn í gagn í haust. Hann mun geta tekiö við 110—120 börnum, og er hann tví- settur, eins og aðrir leikskólaf — Bjóst Sveinn við, að talsvert mikið álag yrði á leikskólanum, þar sem dagheimili skortir enn, og þar að auki er leikskólinn aðeins miðaður við að anna þörf Breiðholts 1. en fólk er þegar flutt í Breiðholt ill. „Samningar eru þegar hafnir við seinkaði Breiðholti undirvérktaka um áframhaldandi byggingu dagheimilis, en á því er mikil þörf, því að þegar ekkert dag heimili er fyrir hendi, verður af þeim sökum enn meiri ásókn í að koma börnum í leikskólann", sagði Sveinn, „þeir samningar eru reynd ar skammt á veg komnir, en við vonumst samt til að fnamkvæmdir í lóðinni geti hafizt fljótlega". Áhaldahús Reykjavíkur tók við hlutverki verktakans hvað leikskói ann snertir, en ekki er ákveðið, hvort svo verður um dagheimilið, eða hvort sú bygging verður boðin út aftur. — GG ■ T' ' M Þunnildin eru líkn mnnnamatur Yirkjun í Svartá aug lýst innan tíðar? — viðræður við bændur ganga vel — iðnaðarráðuneyíið vill hraða málinu Fiskmamingsvél eða þunnildavél gæt{ þessi maskína, sem maðurinn i myndhmi stendur við, sem bezt kahazt — Vél þessi er í notkun í frystihúsinu að Kothúsum í Garði, og hún er notuð til að vinna fisk úr þunnildum og beinaúrgangi. Fiskur sá sem hún skilar, færi að öðrum kosti 1 úrgang, og segir eigandi Kothúsafrystihússins, Sveinbjöm Árnason, að vélin, sem er þýzk aö gerð, skili 500 kg. af fiskmaromgi á klukkustund, og telur hann að hún spari sér verð- mæti sem svari 3000 krónum á hverja klukkustund. Þessi fiskmarnings- eða hakkavél, er af Baadergerð, og kom til lands- ins kringum síðustu áramót, Hún er hin fyrsta sinnar tegundar á ís- iandi eftir því sem bezt er vitað. Hráefni þv*f sem hún skilar, er pakkað inn og þaö selt á Banda- ríkja- og Þýzkalandsmarkað þar unnir úr því fistetaiitar m- lausir. ~ — G „Þetta verða svona 25—30 hektarar af misjafnlega góðu landi, sem myndu fara undir vatn, ef Reykjafoss í Svartá yrði virkjaður, það er svona meðalstórt tún“, sagði Adðlf Björnsson, rafveitustjóri á Sauðárkróki, en hann situr í nefnd, sem iðnaðarráðuneytið nefur falið að leita samningr. um kaup á lands- og vatns réttindiim í Svartá. Auk Ad ólfs eru í nefndinni sýslu- mennirnir Jón ísberg, sýslu- maður Húnvetninga og Jó- hann Salberg, sýslumaður Skagfirðinga. „Við höfum haldið einn fund með bændum um vatnsrétt- indin“, sagði Adólf Björnsson, ,,sá fundur var haldinn i Varmahiíð, og ræddum viö þar við þá 3 bændur sem eiga þaó vatnsfall sem virkjað yröi, þ.e. Reykjafoss. Viðræður fóru fram í fullri vinsemd. en á þessu stigi má'sins er ekki hægt aö nefna neinar ,tölur varðandi réttindakaup. Auk vatnsréttinda verður auðvitað að ræöa um landspjöll vegna virkjunarinnar, en sem gefur að skilja, þá miðast þær upp- hæðir, sem rætt er um, að miklu leyti við stærð virkjunarinnar. Þessi fyrirhugaða virkjun í Reykjafossi, er stór á okkar mælikvarða hér, þótt hún þætti það ekkj fyrir sunnan, eða 3500 kílówött. Við erum vongóðir með að þessar samningaviðræður gangi vel fyrir sig, og því fer fjarri að uppgjafatónn sé í okkur eftir fyrsta fundinn Ætlj við höld- um ekkí annan fund 1 næstu viku, en iðnaðarráöuneytið leggur áherz’u á að þessar við- ræður gangi fljött fyrir sig, þannig að hægt verði að aug- lýst virkjunina innan tíðar.“ Auk þeirra bænda sem Reykja foss eiga, eru fáeinir aðrir land- eigendur aðilar að málinu. Bændur sem ef til vifl munu missa land undir virkjunina, og svo tvö veiðifélög. — GG

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.