Vísir - 13.07.1971, Blaðsíða 10
70
V í S I R . Þriðjudagur 13. júlí 1971,
Sextugur í dug: Prófessor Holldór Halldórsson
Árið 1932 voru brautskráðir 17
stúdentar frá Menntaskólanum á
Akureyri. Af þeim hafa 6 orðið pró-
fessorar, 5 hér við Háskólann, en 1'
erlendis. Ætla ég, að ekki hafi ann-
ar stúdentaárgangur lagt til fleiri
háskólakennara. Einn þeirra, dr.
Halldór Halldórsson, prófessor,
stendur á sextugu í dag, ungur á-
sýndum og enn yngri í anda.
í fáorðri vinarkveðju vil ég
minnast þess viðburðar á haust-
dögum 1934, er ungur stúdent, Hall-
dór Halldórsson, kom inn í 2. bekk
A í Menntaskólanum á Akureyri og
kvaðst eiga að kenna okkur, sem
þar sátum þá, íslenzku og stærð-
fræði. Kennarinn ungi reyndist af-
buröa kennari i hvívetna. rökfastur,
skýr og laginn á leiðsögn um
kennslusvið sitt. Minnumst við
bekkjarsystkin ofti vandaðrar og
skemmtiíegrar kennslu Halldórs
það ár og hið næsta með hlýju og
þökk. Við próf. Halldór urðum all-
mörgum árum síðar samkennarar
við Háskólann og höfum verið það
nú um tveggja áratuga skeið. Við
fáa samkennara hefi ég átt meira |
sáluneyti árum saman en hann. Til
hans er gott að leita, er vanda ber
að höndum, því að hann er vitmað-
ur, raunsær og úrræðagóður og
slvngur að hrinda málum í
framkvæmd. Á langt samstarf okk-
ar hefir alcirei borið skugga, þótt
skoðanir um einstaka málefni kunni
að hafa verið skiptar, en mikil
gleði stafar af þeirri samvinnu
allri. Próf. Halldór er sem alkunna
er einn hinn merkasti vtísindamaður
á fræðasviði sínu á landi hér, at-
orkusamur rannsóknarmaður, rök-
vís, hugkvæmur og skarpskyggn og
lærdómsrriaður mikill. Hefir hann
leyst af hendi mjkilvæg rannsókn-
arstörf, sem afrgö liafa honum rriik-
illar viðúrken'ififngár hérlendis og
erlendis. Hann er einnig mikill
kennari og skólamaður með víð-
feöman menningarskilning, svo
sem m.a. margar greinar hans um
fjölbreytileg efni í Skírni sýna. Hon
um er annt um gengi og reisn Há-
skólans. Hefir hann lagt mikið af
mörkum til að móta ýmiskonar
starfsemi þar. Sem dæmi má geta
starfa hans í stjórn Orðabók-
ar Háskólans um langt árabil
og formennsku þar hin síðustu ár
og svo setu í handritanefnd
og síöar i stjórn Handrita-
stofnunar frá upphafi. Enn má
nefna störf háns aö nýyrðum og
forystu í þeim málum, en sjálfur
er hann mikíll og hagur orðasmið-
ur, sem auðgað hefir tunguna að
mörgum ágætum nýyrðum, Próf.
Halldór sat um nokkurra ára bil
í stjórn Happdrættis Háskólans og
vann þar ágæt störf, Þá vil ég sér-
staklega minnast á mikilvæg fram-
lög hans til starfa háskólanefndar
og til álitsgerðar nefndarinnar um
FLESTIR
háskólamálefni. Enn hefir hann
sett fram ýmsar merkar tiilögur
um mótun rannsóknastofnana við
Háskólann og fylgt þeim eftir til
1
sigurs með einbeitni, lagni og
þrautseigju. Fátt mun honum meira
fagnaðarefni á afmælisdaginn en
góðar lyktir þeirra mála.
Af störfum próf. Halldórs að
félagsmálum utan Háskólans nefni
ég það, að hann hefir veriö for-
seti Vísindafélags ís’iendinga síð-
ustu þrjú árin og unniö þar mik-
ið starf og gott. Það kom i hans
hlut að standa fyrir hátíðahöldum
o. fl. í tilefni hálfrar aldar afmæl-
is Vísindafélagsins og tókst það
allt vel og giftusamle-ga. svo að
minnisstætt er. í þessari andrá er
einnig ástæða ti! að minnast á
hin mikilvægu störf hans aö rit-
stjórn Skírnis ''rá 1954 — 1967.
Próf. Halldór Halldórsson er
hverjum manni tryggari, mikill vin-
ur vina sinna og þeim hollur. Ekki
er hann hvers manns viöhlæjandi. í
honum fléttast saman á minnis-
verðan hátt aivara og kímni og
hnyttni í orðum — og á góðra vina
fundi er hann manna skemmtileg-
astur. Hann er maður óhlutdeilinn
og vinnur störf sín í kyrrþey, en
allt aö einu er hann bardagaglaður
og jafn vel bardagafús til fram-
gangs málum, sem hann telur mik-
ilvæg, og skortir hvorki þrótt. þor
né þrautseigju til að vinna þeim
fylgi. Fá hjón þykir mér notalegra
að hitta en þau frú Sigríði og
prófessor Halldór, hvort sem er á
ágætu heimili þeirra eða á öðrum
vettvangi. Minnist ég með hlýju
ánægjulegra kynna við þessi ágætu
hjón.
Á góðu dægri árna ég vini min-
um og frænda, prófessor Halldóri
Halldórssyni. allra heilla og óska
honum og konu hans iangra lífdaga
og ijósra með alúðarþökk fyrir ára-
tuga samfylgd og vináttu.
Ármann Snævarr.
,
Minkabú
brúðarvendir
koma frá
Rósinni
Viljum bæta við ræktara nú þegar. Þeir sem áhuga
hafa á starfinu sendi augl. Vísis tilboð, er greini fyrri
störf, merkt „Ræktari 2933“.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 50., 52. og 54. tbl. Lögbirtingablaðs
1969 á hluta í Hólmgarði 36, talinni eign Kristjáns
Magnússonar fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar
ríkisins og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni
sjálfri, föstudag 16. júlí 1971, kj. 14.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 41., 43. og 44. tbl. Lögbirtingablaös
1970 á iiluta í Bergstaðastræti 64, þingl. eign Guð-
bjarts Oddssonar, fer fram eftir kröfu Hákonar Krist-
jónssonar hdl., Sigurðar Hafstein hdl., Jóhannesar
Jóhannessen hdl. og Verzlunarbanka íslands hf. á
eigninni sjálfri, föstudag 16. júlí 1971, kl. 15.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 31., 34. og 35. tbl. Lögbirtingablaðs
1971 til slita á sameign á íbúð að Langholtsvegi 7,
eign Þorleifs Óskarssonar og Ninnu Dórotheu Leifs-
dóttur, fer fram eftir kröfu hinnar síðamefndu á
eigninni sjálfri, föstudag 16, júlí 1971, kl. 14.00.
Borgarfógetaembættið i Reykjavík
RÓSIN
Silla & Valdahúsinu Álfheimum.
Sími 23.5.23.
Ai^lýsið í Yísi
1 í DAG B Í KVÖLD
SKFMMTISTAÐIR •
Þórscafé. B. J. og Mjöll Hölm
Röðull. Haukar leika og “yngjp
Lindarbær. Félagsvist i kvöld
kl. 9.
Tónabær. Opið hús frá kl. 8—
11. Unglingar fæddir ’57 og eldri.
Aðgangseyrir 10 krónur. Diskó-
tek og leiktækjasalur.
Sigtún. Bingó kl. 9.
BIFREIBASKOÐUN m
Bifreiðaskoöun: R-12601 til R-
12750.
I/EBRIB V
. DAG rc? \ ',.'s
Suðvestan kaldi 1 M MKsSs
með rigningu og ;
síðar súld. vcy - '
VIStR
50
fyrir
érum
a«a^am
ANDLÁT
útvarpSi
*
BELLA
Bara að ég vissi af hverju
Júmmi er svona svekktur.. .þá
gæti ég notað það á hann aftur.
Heimilisfaðir með veika konu
og 3 ungbörn óskar eftir atvinnu.
Tapaði öllu vetrarkaupi sínu í vet-
ur. A.v.á. (Auglýsing).
Visir 13. júlí 1921.
Ólafur Helgi Ágústsson, Lang-
holtsvegi 37, andaðist 6. júli, 44
ára að aldri. Hann verður jarðsung-
nn frá Langholtskirkju kl. 1.30 á
morgun.
Sumarleyfisferðir i þcssari viku:
13.—21. júlí Hornstrandaferö í
Veiðileysufjörð og Homvík.
15. —18. júlí Öræfajökull.
15, —22. júlí. Skaftafell — Öræfi.
15. —25. júlí. Hringferð til Öræfa
og Austurlands.
16. —25, júlí. Kerlingarfjalladvöl.
17. —22. júlí. Landmannaleið —
Fjallabaksvegur.
19.—28. júlí Hornstrandaferð í
Furufjörð og nágrenni.
Ferðafélag íslands
Öldugötu 3,
simar: 19533—11798.
TILKYNNINCAR
Þriðjudagur 13. júlí
15.00 Fréttir. Tilkynningar.
15.15 Klassísk tónlist.
16.15 Veðurfregnir. — 8 mínútur
að austan. Davíð Oddsson talar
frá Egilsstööum. — Létt lög
17.00 Fréttir. Tónleikar.
17.30 Sagan: „Sléttuúlfurinn, sem
gat lært“ eftir Ernest Thompson
Seton. Guðrún Ámundadóttir
les sögulok (4) Séra Kári Vals
son íslenzkaði.
18.00 Fréttir á ensku.
18.10 Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
>9.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.30 Frá útlöndum.
Umsjónarmenn: Magnús Þórð-
arson, Tómas Karlssbn o. fl.
2°.15 Lög unga fólksins.
Steindór Guðmundsson kynnir.
21.05 íþróttir.
Jón Ásgeirsson sér um þáttinn.
21.25 Tilbrigði 0p. 132 eftir Max
Reger um stef eftir Mozart.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan:
„Barna-Salka“, þjóðlífsþættir
eftir Þórunni Elfu Magnúsdött-
ur Höfundur les (22).
22.35 Samieikur í útvarpssal:
Harmonikukvintett Daniels
Darrows leikur lög eftir Kunz,
Seiber 0. fl.
22.50 Á hljóðbergi. „Blíður er
árblær". Úr ljóðmælum Miltons.
23.15 Fréttir i stuttu máli. —
Dagskrárlok.
Fíladelfia. Almennur bibliulest-
ur kl. 8.30. Einar Gíslason talar.
Óháði söfnuðurinn. Fai-miðar í
skemmtiferðina að Skógum undir
Eyjafjöllum sunnudaginn 18. júlí
verða seldir f Kirkjubæ þriðjudag
inn og miðvikudaginn 13. og 14.
júli frá kl. 6 — 9 e.h. Sími 10999.
, Fastir starfsþættir í Tónabæ í
sumar verða:
Þriðjud.: Opið hús kl, 20—23.
Unglingar fæddir ’57
og eldri. Aðgangseyr
ir kr. 10. Diskótek,
leiktækjasalur.
Miðvikud.: Opið hús, Popp ’77
kþ 20 - 01.00. Ungl-
ingar fæddir ’55 og
eldri. Aðgangseyrir ó
■ ákveöinn. Hljómsveit
diskótek, leiktækja-
salur.
Fimmtud.: Opið hús kl. 20—
23. Unglingar fæddir
’57 og eldri. Aðgangs
eyrir 10 kr. Diskó-
tek, leiktækjasalur.
Föstud.: Dansleikur kl. 20—
01.00. — Unglingar
fæddir ’55 og eldri.
Laugard.: Dansleikur kl. 20—
24. Unglingar fæddir
’57 og eldri. Þjóðlaga
kvöld einu sinni í
mánuði.
Sunnudagar og mánu
dagar til útleigu.
Leiktækjasalurinn verðuf opinn
alla daga vikunnar frá kl. 16 tU
kl. 23. nema önnur starfsemi se
lengur frameftir.