Vísir - 13.07.1971, Blaðsíða 1
I
81. árg. — Þriðjudagur 13. júlí 1971. — 155. tbl.
Keflvíkst flugfélag í
ferðum milli Istanbúl
og Þýzkalands
Það virðist enginn hörgull á stúlk-
um, sem vilja gerast flugfreyjur
með búsetu í Þýzkalandi eða Istan-
búl í Tyrklandi, því að svo margar
umsóknir bárust vegna auglýsing-
ar Flugfélagsins Þórs hf., sem aug
lýsti eftir átta stúlkum til flug-
freyjustarfa.
„Stúlkurnar ráða sig til ársdval-
ar“, sagði Jóh’ann Líndal Jóhanns-
son, stjórnarformaður Þórs hf., í við
tali við Vísi í morgun. „Þær búa
annaðhvort í Þýzkalandi eða Istan
búl. Við greiðum 25% hærra kaup
en gildandi flugfreyjusamningar
gera ráð fyrir og auk þess fá stúlk
urnar dagpeninga, sem nema um
2200 ísl. kr. fyrir hvern dag, sem
þær dvelja utan heimahafnar“.
Samningar hafa tekizt milli Flug
félagsins Þórs og tyrkneskra aðila
um farþegaflutninga rhilli Þýzkar
lands og Istanbúl. Farnar verða
fjórar flugferðir í viku, og hefjast
ferðimar um miðjan septembermán
uð.
Flugfélagið Þór hefur tekið tvær
Vanguard skrúfuþotur á leigu frá
brezku flugfélagi til þessara nota.
FÍeira er á döfinni hjá Þór hf.,
svo sem flug milli Lundúna og
Kúala Lúmpúr, og flug með land-
búnaðarafurðir f Afriku.. Ekki hef-
ur þó ennþá verið gengið frá samn
ingum á þvt sviði. — ÞB
Ólafur Jóhannesson
bankar á dyrnar hjá
forsetanum.
Stjómarskipti ó morgun
Jöhann
Hafstein
Magnús
Jónsson
Auður
Auðuns
Ingólfur
Jónsson
I
dag
• Ný ríkisstjórn tekur við
völdum eftir hádegi á inorg-
un. Ráðuneyti Jóhanns Haf-
steín heldur sinn síðasta rík-
isráðsfund suður á Bessa-
stöðum laust fyrir hádegi á
morgun eða ki. 11.45 Dg skil-
ar þá af sér þeim ríkisráðs-
afgreiðslum, sem fyrir liggja.
Eftir hádegi, kl. 15,30 lieldur
forseti íslands, dr. Kristján
Eldjárn ríkisráðsfund aftur
suður á Bessastöðum, cn þá
með nýjum mönnum, — ráðu
neyti Ólafs Jóhannessonar,
sem tekur þá við völdum.
Eftir ríkisráðsfundinn á morg-
un mun nýja stjórnin gera þjóð-
inni kunnugt um máleínasamn-
inginn er stjórnarsamstarf flokk
anna þriggja á að hvíla á.
Búast má við því að fráfar-
andi ráöherrar muni nota daginn
í dag til að gera hreint fyrir
gínum dyrum í hinum einstöku
ráðuneyt,.:u, þannig að nýir ráð
herrar geti setzt við hreint borð
við ráðherrastólana eftir há-
degi á morgun. — VJ
Myndatexti:
Á elleftu stundu í morgun
gekk Ólaf' r Jóhannesson á fund
forseta íslands, Krístjáns Eld-
jáms.
Gylfi Þ.
Gíslason
Emil
Jónsson
Eggert G.
Þorsteinsson
Ólafur
Jóhannesson
Einar
Ágústsson
Haildór E.
Sigurðsson
Á
morgun
Lúðvfk
Jósefsson
Magnús Hannibal Magnús Torfi
Kjartansson Valdimarsson Ólafsson
Árásarmenn Sophiu
Loren handteknir
- Sjá bls. 3
„Leiðindaveður44
55
— segir Veðurstofan
F rábært
— segir Búnaðarfélagið
,,Það verður rigning og súld allt
frá Vík og vestur um land, vestur
á Firði", sagðj Knútur Knudsen,
veðurfræðingur Vísi í morgun.
„Og ég býst við að þetta veður
haldist á þessu svæði nokkuð næstu
2 sólarhringa, því miður. Annars
er hlýtt, hiti hvergi undir 10 gráð
um.“
Hvert eiga sólþyrstir að fara í
sumarleyfi?
„Það lftur út fyrir að veðrið sé
og verði á næstunni skást á SA-
landinu og á Austfjörðum. Fyrir
norðan verður breytilegt veður,
sums staðar rigning, en sem sé
leiðindaveður hér fyrir sunnan og
( „Leiðindaveður? Þetta var stór-
Pfnt og gat ekki betra verið,“ —
sagði Gísli Kristjánsson hjá Bún-
aðarfélagi fslands í morgun, „bænd
ur eru víöa um land farnir að
brýna ljái, því að grassprettan hef
ur tekið stórkostlega við sér f súld
irini, maður blátt áfram getur séð
grasið spretta. Ég hélt reyndar, að
það hefð] blómstrað einhvers stað-
ar og væri kominn punktur, en
það hefur ekki orðið. Grasið var
orðið þurfandi fyrir vætuna, kbm
inn kyrkingur i sprettuna vegna
langvarandi þurrka, þessi væta
mátti ekk; seinna koma, en hún
kemur líka f góðar þarfir. Nú fara
hpir afl cilbS ** — GO
„Hún verður
dýr, þuð kemur
frum í
$köftunum##
svaraði Visisstrákur
Hannibal
• „Vísis, Vísir, ný ríkis-
stjórn“, hrópaði einn af fjöl-
mörgum Vísis-strákum á
Snorrabrautinni í gær. Hanni
bal Valdimarsson, sem þar
var á ferð, snaraði sér að
stráksa og spurði: „Hvað kost
ar það“. — „Ja, Vísir kostar
12 krónur”. — „En ríkisstjóm
in“, spurði Hannibal. „Hún
verður dýr, það kemur fram
í sköttunum“, svaraði sá
stutti að bragði.
„Þarna er á ferðinni efni í
góðan stjómmálamann",
sagði Hannibal Valdimarsson,
sem sagði Vfsi þessa sögu f
morgun. —VJ
Hvað fékkstu
út úr
sumarfríinu?
Það er er misjafnt hvað fólk
fær út úr sumarfríinu sínu. Ætl
unin með sumarfríi er að menn
hvfli lúin bein, „slappi af“ eins
og það er vtfst aJmennt kallað.
Tókst það í sumarfríinu? Hvem
ig var heilsan eftir sumarfríið?
Um þetta efni er fjallað á síðu
13 1' dag — Fjölskyldan og heim
ilið.
Akureyringar
fá anga af
skatta-
lögreglu
Skattalögreglan svokal'laða
hefur teygt anga sína til Alkúr-
eyrar. Upp frá þessu mega Ak
ureyringar fara að vara sig og
hafa al'lt samkvæmt beztu vit-
und á framtalinu sínu. Stutt
frétt um þetta og ýmislegt ann
að á bls. 4 — í skyndi.
Sambýlið
erfitt?
Það færist æ meir í vöxt hér
á landi, ekki sízt f Reykjavtfk
og á hinum þéttbýllj stöðum,
að menn lifi saman i blokkhús
um eða öðrum formum sambýl
is. En það getur haft f för með
sér vissar hættur, sumir menn
eru jafnvel óhæfir til að búa
í sambýli við aðra menn. Les-
andi einn skrifar á bls. 7 um
erfitt sambýli og biður um ráð
leggingar. — Sjá Lesendur
hafa orðið.
Hvar er
flotinn?
Margir velta því eflaust fyrir sér
hvar í ósköpunum allur hinn
myndarlegi fiskiskipafloti okkar
heldur sig. Einu sinni var stærst
ur hluti hans að eltast við síld
uppi við íslandsstrendur, — en
f dag sinnir flotinn mikíu fjöl-
breyttari veiðiskap. Við hringd-
um í verstöðvamar f gær, —
hljóðið var víðast gott, nema
vestur á Patreksfirði.
Sjá bls. 9