Vísir


Vísir - 30.08.1971, Qupperneq 3

Vísir - 30.08.1971, Qupperneq 3
V í SIR. Mánudagur 30. ágúst 1971. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND É MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND Bílferja brann til ösku — skipstjórinn reyndi að laumast hurtu 17 lík þeirra er fórust með grísku bílferjunni Hel eanna, er sökk skammt undan ítölsku ströndinni við Eyjahafið á laugardag inn hafa fundizt. Meira en 1000 farþegar voru með ferjunni, og er eldur kom upp í henni, greip um sig mikil skelfing en eftir því sem ítalska strandgæzlan segir, þá mun eidur hafa komið upp ,Okkar maður' i Bólivíu Bandaríkin á bak v/ð valda- ránið, segir Washington Post Blaðið Washington Post sagði vá sunnudaginn, að vitað væri að- bandaríski flugherinn stæði á ein- hvem hátt á bak við valdaránið í Bólivíu sem hægri sinnaðir herfor ingjar frömdu I síðustu viku. Segir Washington Post, að vitað sé með vissu, að bandarískur fiugkapteinn, sem hingað til hefur verið í Bólivíu sem „Ieiðbeinandi" hjá flughemum hafi mikið komið við sögu í valda ráninu, og hefur Washington Post upplýsingar sínar eftir fréttamanni þess f Santa Cmz í Bólivíu. Segir Washington Post aö Robert J. Lundin major hafi stöðugt haft samband við bólivfanska flugherinn í La Paz og haft til þess sérstök loftskeytatæki, en yfirleitt dvaldi Robert Lundin í Santa Cruz. Segir Post að majorinn banda- riski hafi staöið í nánu og reglu- Iegu sambandi við Hugo Banzer, nú verandi forseta Bólivíu í hálft ár. Vinstri sinnuð öfl í Bólivíu, öfl sem hingað til hafa stutt við bakið á skæruliðum f fjöllum, halda því fram að þetta valdarán herforingj- anna sé ekkert annað en afskipt'a- semi Bandaríkianna af innnríkismál um í Suður-Ameríku. Byltingaröfl in í Bólivfu geta ekki sannað aö um bandarfska afskiptasemi sé að ræða, en þau segja að bandarísk fyrirtæki í Bólivíu hafi veitt her- foringjahreyfingunni fjárhágslegan styrk til að framkvæma valdaránið — á því sé enginn vafi. vegna sprengingar er varð í eldhúsinu. Þegar skip- stjórinn sendi út neyðar- kall var skipið í 40 mílna fjarlægð frá ítölsku strönd inni að suðaustanverðu. Miklu fleiri lík munu ef- laust koma í leitirnar. ítalska lögreglan handtók svo í gær síðdegis skipstjórann á ferj-, unni, og hefur ákært hann fyrir morð. Skipstjórinn var handtekinn er hann reyndi að koma sér undan frá Ítalíu með annarri grískri bíl- ferju. ítölsk yfirvöld höfðu gefið skip- stjóranum, Anthipas, fyrirmæli um að verða kyrr í landinu eftir þenn an ferjubruna, sem hefur kostað a.m.k. 24 manns lifið, að því er NTB segir. í gær kom svo lögreglu maður auga á Anthipas, þar sem hann var kominn um borð f ferju. Sagðist þá skipstjórinn vera frjáls borinn Grikki, sem mætti fara hvert er hann vildi. Áður en hann revndi að lauma sér í burtu, hafði hann svarað ein um 185 spurningum, sem öryggis- eftirlitsmenn lögðu fyrir hann, og blaðamönnum tjáði hann, að hann heföi vissulega gert skyldu sína um borð í. Heleanna, þegar brun- inn kom upp. Ákærandinn kærir skipstjórann fyrir að hafa haft fleiri farþega um borö en leyfilegt er, hann hafi ekki haft fullnægjandi öryggisbúnað og að áhöfnin hafi ekki veitt farþeg unum nauðsynlega hjálp, þegar all- ir trylltust af hræöslu við það að eldur varð laus í skipinu. AHs komust 1101 lifandi á land úr þessu slysi.' Hanoi segist ekki taka mikið mark á þessum kosningum þar syðra — og kalla talsmenn komm únistastjórnarinnar þær, „bandarísk an skopleik — saminn f Hvíta hús inu og klaufalega stjómað úr banda rfska sendiráðinu í Saigon“. Xuan Thuy, talsmaður N-Víetnams vio friðarviðræðurnar í París sagði að forseti eins og Van Thieu væri „Bandaríkjunum til skammar.“ Sagði Thuy, að engar allsherjar- kosningar yrðu haldnar í Víetnam meðan bandarískur her væri ólög- lega staðsettur f landlnu, og forseti eins og Thieu „bandarískur lepp- ur“ væri við líði í Saigon. Myndin hér að neðan er frá á- tökum er urðu í Saigon fyrir helgi. Stjómarhermönnum var att gegn minnihlutahópum, er höfðu eitthvað við það að athuga að ganga til kosninga, þar sem aðeins einn fram bjóðandi væri í boöi — núverandi ■®forseti landsins, Thieu. THIEU TRYGGUR I SESSI — „Skripaleikur" segir Hanoi — 7 manns létust i átökum á kosningadaginn Þjóðþing Suður-Víetnam hefur fengið nýjan meirihluta að styðja við ríkisstjómina, nú að afstöðnum kosningunum í gær. Að vfsu mun ekki enn vitað með vissu um niöur stöður kosninganna og verður ekki vitað fyrr en á föstudag, en óháði flokkurinn mun hafa bætt við sig. Kosningamar í gær voru með hin um fjörmeiri sem um getur. Sjö manns misstu lífið í átökum. Búizt er við að langan tíma taki að greiða úr að þessum kosningum loknum. Sjónarvottar að ýmsum atvikum er urðu í gær fullyrða NÝKOMIÐ Nýkomið pokum. Mackintosh konfekt (Quality STREET) í Verzlunin ÞÖLL, Veltusundi 3 (Gegnt Hótel íslands bifreiöastæðinu) Sími 10775 að kosningin verði kærð — og það úr fleiri en einni átt. Því er haldið fram, að um kosningasvindl hafi verið að ræöa í stórum héruðum, þar sem stjórnarhermenn stóðu vörð um kosningastaðina — því er haldið fram að á sumum kjörstöð- um hafi legið krossaðir atkvæða- sðelar fyrirfram og voru þeir ætl- aðir hermönnum. Margir þingmenn, vinveittir stjóminni eru nú komnir á þing til viðbótar við þá sem fyrir eru. 1 Quang Ngai héraöi fékk t.d. aldrað ur hershöfðingi 55.000 atkvæði en frambjóðandi kaþólikka hefur feng ið 39.000 að því er bezt er vitaö, en það var einmitt umræddur fram bjóðandi kaþölskra sem hafði með höndum rannsókn atburðanna í My Lai. Yfirvöld sögðu í gærkvöldi að 5,5 milljónir Suður-Víetnama hafi tek ið þátt í kosningunum, eða 78%. Skæruliöar gerðu mörg smá- áhlaup á S-Víetnama á meðan á kosningunum stóð, og létust í þeim átökum átta manns og fjórir særö- ust. Þota hrapaði / Hyrarsund — aðeins þrir komust af — ókunnugt um orsakir slyssins Aðeins þrír af 34 sem um borð voru í þotu af gerð- inni Iljusín-18, komust lífs af, er þotan hrapaði niður á Salthólmann við Kaup- mannahöfn á laugardags- kvöldið. Vélin var frá Ungverja- landi, og af þeim 34 sem um borð voru, voru 7 Norð menn, aðeiús einn þeirra komst lífs af, 24 ára gömul kona, Greta Meissner að nafni, en hún er frá Bergen. Þotan var frá ungverska flugfé- laginu „Malev" og var að koma beint frá Osló, og út yfir Eyrarsund þegar óhappið var. Flugmaðurinn hafði fengið boð um að lenda á Kastrup, áður en haldið skyldi áfram til Austur- Berlínar og Búdaoest. Virtist flug- stjörnarmönnum á Kastrup, sem allt væri í bezta lagi, þegar véli» allt í einu hvarf af radarskermiiv um. Vélin var þá kölluð strax upp í talstöð, en ekkert svar fékkst. Klukkutíma eftir slysið fann dönsk þyrla brak þotunnar og var þá leiðindaveður, rok og rigning. Enn er ekkert vitað um orsakir slyssins, en dönsk rannsófonamefnd vinnur að athugun málsins ásamt sérstakri nefnd frá Búdapest, er var send til Danmerkur í gser.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.