Vísir - 30.08.1971, Page 8

Vísir - 30.08.1971, Page 8
ö V1S IR . Mánudagur 30. ágúst 1971, Otgefandí: Keykiaprenr ní. Framkvæmdastjóri: Sveinn R Eyjólfsson Ritstjóri • Jónas KristjánssoD Fréttastjóri • Jón Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. .Tóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b Símar 15610 11660 Afgreiðsla Bröttugötu 3b Simi 11660 Ritstjóra • Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) Askriftargjald kr. 195.00 á mánuði innanlands f lausasölu kr. 12.00 eintakið Prentsmiöia Vfsis — Fdda hf Áhugasöm stétt ’Veröld okkar er í sífelldri endurnýjun. Það, sem tal- ið var gott og gilt í gær, er orðið úrelt í dag. Það, sem menn námu í skóla fyrir tíu eða tuttugu árum, er ekki nægilega traustur grundvöllur að þeim störfum, sem þeir stunda nú. Afleiðingin er sú, að menn verða að setjast aftur á skólabekk á fullorðinsaldri og mennta sig á nýjan leik til að geta sinnt starfi sínu í samræmi við kröfur nú- tímans. Háskólamenntaðir menn fundu einna fyrst fyrir þessari þörf. Læknar gera t.d. mikið af því að fara utan með vissu árabili til að kynna sér nýjungar í grein sinni. En nú fer þetta að verða að almennri reglu, sem gildir um fjölmörg störf í þjóðfélaginu. Vart verður vaxandi viðleitni til að gera ráð fyrir þessari endur- menntun í skólakerfinu. Settar hafa verið upp fram- haldsdeildir fyrir gagnfræðinga og gagnfræðakvöld- skóli fyrir fulorðn og námskeið eru haldin fyrir ein- staka starfshópa. Námskeiðin eru þó yfirleitt haldin utan kerfisins, af félagssamtökum, stofnunum og fyr- irtækjum. En skólakerfið hlýtur að taka þetta hlut- verk í auknum mæli upp á sína arma. Þótt endurmenntunar sé þörf í fjölmörgum grein- um, er hún hvergi nauðsynlegri en hjá þeirri stétt, sem hefur atvinnu af því að mennta og uppfræða aðra, kennurunum. Það er raunar talað um, að kenn- arar þurfi símenntun, stöðuga endurmenntun, svo að þeir geti ætíð notað nýjustu og beztu kennsluaðferð- ir og miðlað nýjustu og beztu þekkingu í kennslu- greinum sínum. Enda þarf auðvitað fyrst að endur- mennta þá, sem eiga að mennta aðra. Það er sérstakt ánægjuefni, hve vel við stöndum að vígi á þessu sviði. Fræðsluyfirvöldin hafa hin síð- ustu árin skipulagt sífellt meiri og fleiri námskeið í helztu kennslugreinum skólanna. í sumar hefur þetta starf náð hámarki og boðið hefur verið upp á nám- skeið í öllum helztu greinunum. Þetta skipulag sýnir góðan skilning fræðsluyfirvalda á þessu lífsspurs- máli. En skipulag er til einskis, nema hugur allra fylgi máli. Það athyglisverðasta í þessu starfi er hinn mikli áhugi, sem kennarar hafa yfirleitt á þessari endur- menntun. Almenningsálitið í kennarastéttinni er með þessum námskeiðum, þótt þau kosti kennara aukna vinnu og minna frí. f sumum skólum hafa allir kenn- aramir verið á námskeiðum í sumar. Og í heild er tal- ið, að 60% allra starfandi kennara í barna- og gagn- fræðaskólum hafi verið á einhverju námskeiði í sumar. Ef sú venja myndast, sem allt útlit er fyrir, að kenn- arar endurmennti sig eitthvað á hvci-ju ári, hafa ís- lendingar tryggt sér síungt og virkt skólakerfi í fram- tíðinni og þurfa varla að kvíða því, að uppvaxandi kynslóðir verði ekki nógu nýtir borgarar, miðað við þarfir komandi tíma. Stjórnarbylting í aðsigi? — pólit'ikusar viðhafa þar stór orð hver við annan # Einhvern veginn er það svo, að stjórnmála- menn í Suður-Víetnam, hafa ekki fengið á sig orð fyrir myndugleik eða tiltakanlega stjórnvizku. — Menn á Vesturlöndum hafa yfirleitt getað fundið eitthvað furðulegt eða hlægilegt við þetta sífellda basl þeirra þar eystra, mannaskipti og valdarán. Kannski tekur þó út jrfir allan þjófabálk núna, þeg- ar stendur til að þjóðin fái að kjósa sér forseta í lýðræðislegum kosningum í haust. © Fyrsti markverði viðburðurinn í þessum kosn- ingafarsa er sá, að Minh hershöfðingi, sem áður hafði verið auglýstur frambjóðandi í þessum kosn ingum dró framboð sitt til baka. Þar með var sýnt að aðeins einn maður yrði í framboði: Thieu, nú- verandi forseti landsins. Og áreynsla Nixons, eða hans manna, um að sýna og sanna heiminum að S- Víetnamar væru ekki spilltari en svo af stríðinu, að þar væri hægt að koma í kring lýðræðislegum kosningum, orðin að engu. „Farðu til helvítis“ >á var brugöið á þaö ráð. að ota varaforsetanum, Cao Ky í framboð. En Ieiknum var ekki lokið með því. vegna þess aö snemma í síðustu viku. lýsti Cáo Ký því yfir. að hann drægi frambqð sitf .fil baka,,,og lét sig engu skipta, þótt Bandaríkja- menn iegðu hart að honum að vera í framboði. Sl'ðan þetta var, hefur Ells- worth Bunker ambassador Bandaríkjanna í Saigon varla fest blund. Hann hefur verið á þönum milli frambjóöanda og fyrrverandi frambjóðenda, að fá þá til að bjóða sig fram — a'llt fyrir Nixons-stefnuna Svo hitti Bunker Thieu, og ræddust þeir við í klukkutíma, og var Bunker þá rétt nýkominn frá Washington, þar sem hann hafði leitaö ráða í þessu voðalega máli hjá forsetanum. Sagöi Bunker við Thieu, að ef hann væri einn í framboði, þá gæti það orðið til þess að langþreytt Bandaríkjaþing. skerti verulega fjárveitingu til Víetnam. Thieu svaraði þessu engu. „Og satt bezt að segja,“ sagðj einhver áreiðanlegur heimildarmaður, „þá sagði Thieu Bunker að fara til helvítis". Mistækur diplomat Bunker fékk jafnvel enn þá kaidari móttökur hjá Minh. Hann neyddist til að segja Minh. að stefna sú, er Nixon hefði boðað hefði fallið gersamlega í grýttan jarðveg, og þar fyrir utan hefði Thieu neitað að þoka neitt til sinni stefnu. Og sagði Bunker Minh, að hann yrði föðurlandsins vegna, að bjóða sig fram, jafnvel þótt hann vissi fyrir fram, að við örðugan yrði að etja og að Thieu myndi gera honum eins erfitt fyrir í kosningabaráttunni og hann mögulega gæti „Það sem Bunker sagði“, sagði Víetnami einn, er vel mun hafa heyrt viðræður þeirra Minh og Bunkers „var bara það, að Minh yrði að bjóða sig fram, vegna þess að Nixon for- seta langaði svo mikið til þess. Bunker geröi margt til aö fá Minh til aö bjóða sig íram en hann gerði ekkert ti] þess að reyna að fá Thieu til að gera kosningaundirbúninginn eitt- hvað hægari fyrir andstæðing- ana“. Var því ekki að undrá, að andlitið á Minh sigi þeim mun meira eftir því sem Bunker baö heitar, og loks geröi Minh sér iiiiiiainiE m wsm h'tið fyrir, og gekk út frá Bunk- er án þess að segja eitt einasta orð Handtakið stuðningsmenn Þegar Bunker var farinn frá Minh, kom hershöfðingjanum og helztu vinum hans saman um, að hann. skyldi hætta við framboðið endaniega. Þessi á- kvörðun var auglýst, og jafn- framt birti Minh opinberlega 20 blaösíðna skýrslu sem fletti of- an af fyrirhuguðu kosninga- svindli Thieu, forseta. Stendur þar meðal annars, að gefin hafi verið út leynileg tilskipun til lögreglunnar, að handtaka alia þá sem vinna fyrir andstæðinga Thieu í kosningunum, leiðbein- ingar tii stuðningsmanna Thieus um hvernig bezt sé að stela at- kvæðakössum og hvemig bezt sé að fara að því að ná undir sig ríkisbifreiðum, símum og a'- menningshúsnæði til notkunar við kosningabaráttuna. Þegar tilkvnningin um aftur- köllun framboðs Minhs birtist, varð uppi mikið fiaðrafok í Saigon. Gamall hermaður brenndi sig til bana á fiölförnu torgi, til þess að mótmæla aft- Ky, varaforseti Minh hershöfðingi urköllun framboðsins, og lið- lega 30 þingmenn hótuðu að segja af sér þingmennsku, færi Minh ekki í kjör. Minh gaf hins vegar í skyn, að sitthvað bæri til tt'ðinda á næstunni. Hann huggaði sfna menn með því að segja, að hann hætti aðeins þátttöku í skrípa- kosningum, til þess að geta með öðru móti gert landi sínu gagn, og þá meira. Þetta væri liður í áætlun um að koma Thieu frá völdum. Fór nú að fara um suma, þar sem maðurinn sem þannig talaði, er jú einna frægastur fyrir að hafa stjómað valda- ráni gegn Diem forseta árið 1963. Lýðræði sem verkar öfugt Ellsworth Bunker var sem út- spýtt hundskinn meðan á þessu stóð á milli þeirra Thieu og Ky. Báðir voru jafnóhagganlegir, og ekkert hefur enn þokazt í mál- inu Bunker greyið fær litlar þakk- ir fyrir sitt basl nema kannski Nixon hugsi hlýlega til hans. Þingmenn risu margir upp á afturfæturna er fréttist af at- hafnasemi Bunkers eystra, og kröfðust þess aö Bandaríkin létu innanríkismál í S.-Víetnam vera — frekar en orðið væri. Mike Mansfield iagði til að fjárstyrkur Bandaríkjanna ti' Saigon-stjórnarinnar væri minnkaður verulega, og ötottt við: ,.Mér virðist sem ivðræðið þarna — og ég set „lýðræðið“ í gæsalappir sé farið að verka öfugt“. — GG

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.