Vísir - 30.08.1971, Page 9
V f SIR . Mánudagur 30. ágúst 1971,
9
Þessi fallegi hundur heitir Bangsi, og er ákaflega flinkur í þeirri íþrótt að hoppa gegnum
gjörð. Fyrir hvert hopp fær hann sykurmola, sem eykur mjög íþróttaáhuga hans.
neinni vissu, en ég gizka á, að
þeir séu fjögur til fimm hundr-
uö. í brezku blaði var sett fram
sú tilgáta um daginn, að þeir
væru um tvö þúsund, en ég
heid, að sú tala' sé alltof há.“
„Ein aðalröksemdin gegn
hundahaldj er sú að það sé
kvalræði fyrir hunda að búa í
borgum. Hvað segja' hundavinir
um það?“
„í bréfum, sem hafa borizt
frá erlendum dýraverndunarfé-
iögum og sérfræðingum. eru all-
ir á einu máli um, að það sé á
engan hátt skaðsam’egt fyrir
hunda að búa í borgum né
heldur valdj þeir mannfðikinu
neinni hættu eða óþægindum i
sambandi við sjúkdóma eða
slíkt Gagnstæð skoöun heil-
brigðisnefndar var ein aðalfor-
senda bess, að bannið var sam-
þykkt. Nú lítum við svo á að
þessi forsenda sé al's ekki fyrir
hendi og þess vegna siáifsagt
að taka málið upp að nýju.“
„Hvað eru margir meðlimir
1' Hundavinafélaginu?"
„Þeir eru á fimmta hundrað,
en þeir eru ekki allir hundaeig-
endur, Til dæmis á ég ekki
hund.“
„Af hverju ekki?“
„Af því að ég tel mig ekki
hafa aðstöðu til þess.Ég veit um
engan stað í sveit, þar sem ég
Reykvískum hundum boðið
spjallað v/ð Ásgeir Hannes Eiriksson um
hundamálið og undirtektirnar erlendis
„Ég sel það ekki dýr-
ara en ég keypti það,“
segir Ásgeir Hannes Ei-
ríksson, varaformaður
Dýraverndunarfélags
Reykjavíkur, „en mér er
sagt, að í Þýzkalandi sé
kvenmaður, sem er reiðu
búinn til að standa
straum af kostnaði við
að flytja alla hunda af
Reykjavíkursvæðinu til
Þýzkalands, ef til þess
kemur að útrýmingarher
ferð verði farin gegn
þeim.
^eysimargir, félög og ein-
staklingar hafa sent Dýra-
verndunarfélaginu og Hunda-
vinafélaginu bréf, þar sem lýst
er undrun yfir hundabanninu, og
boðinn fullur stuðningur, sið-
ferðislegur og fjárhagslegur."
Ásgeir bendir á bréfastafla
Við blöðum í þeim, Eitt þeirra
I1 $r frá dýraverndunarfélagi í
Vancouver. Þar stendur meðal
annars: „Ef borgarstjórnin í
Vancouver sýndi svona frekju-
leg afskipti af hundum fólks
(sem eru einkaeign ekki s’iöur
en annað, sem fólki tilheyrir)
yrði ráðhúsið í Vancouver lík-
ast tij rifið til grunna. Þegar
öllu er á botninn hvolft var
borgarstjórnin valin til að
stjóma borginnj en ekki til að
ofsækja hundavini."
í þýzku bréfi stendur: „Þýzka
dýraverndunarsambandið gefur
yður umboð til þess að koma
mótmælum okkar á framfæri
við viðkomandi aðila V' Reykja-
vík.“
Hundadagurinn nálgast. Fyrsta
september stóð til að gera gang-
skör að því að framfylgja bann-
inu við hundahaldi í Reykjavík.
Frestur hefur raunar fengizt, og
nú bíða hundavinir spenntir eft-
ir því, hvort sá frestur verður
aðeins gálgafrestur.
Ásgeir segir að hundavinir
standi saman og hafi ekki í
hyggju að Itáa sig fyrr en V fulla
hnefana.
„Við njótum stuðnings víða
að,“ segir hann. „Fólki í öðrum
löndum finnst þetta má) allt
með ólíkindum. Beinlínis ótrú-
legt, að menn skuli í fullri al-
vöru tala um að útrýma hund-
um á Reykjavíkursvæðinu.“
„Hvað gerist, ef tii þess kem-
ur, að reynt verður að fram-
fylgja banninu?"
,,Það veit enginn ennþá, en
það verður gripið til einhverra
ráðstafana. Það er um ýmsar
leiðir að velja, og eðlilegast er
að leita réttar síns hjá dóm-
stóium.
Sumir eru ákaflega heitir, og
Ásgeir Hannes Eiríksson seg-
ir, að hundavinir ætli ekki að
láta sig fyrr en í fulla hnef-
ana.
fuliyrða, að ■ þeir muni láta
hart mæta hörðu, ef reynt verð-
ur að taka hunda þeirra með
ofbeldi."
„Hvao eru margir hundar i
Reykjavík?"
„Um það veit vfst enginn með
gæti komið honum fyrir með
litlum fyrirvara, ef á þyrfti að
halda, og þar að auki er ég bíl-
laus, svo að flóttinn gæti orð-
ið erfiður. Mig langar ekki að
eignast hund, fyrr en ég verð
öruggur um að geta fengið að
vera í friði með hann.“
„Er hundahald bannað ails
staðar hér í námunda Reykja-
víkur?“
„Reglumar um hundahald eru
að verða dálítið flóknar. Þar
sem hundahald er bannað, hafa
verið settar einhverjar reglur til
að komast hjá þvi' að framfylgja
banninu. 1 Reykjavík var því
frestað, og í Hafnarfirði mega
menn eiga þá hunda, sem voru
í bænum einhvem ákveðinn
dag, þangað til þessir hundar
deyja „eðlilegum dauða“. En
hins vegar er bannað að eignast
nýja hunda.“
Og það kemur upp úr dúrn-
um, að Bessastaðahreppur er
eini staðurinn í námunda
Reykjavíkur. þar sem hunda-
hald er leyfilegt. Við hringjum
í hreppstjórann.
„Já, við sjáum ekki ástæðu
til að banna hundahald En hér
eru allir hundar hreinsaðir einu
sinni á ári, og við ömumst ekki
við þv'i að menn eigi hunda.
ef þeir fy’gja settum reglum.“
Hundarnir í Bessastaðahreppi
þurfa sem sagt ekki aö bera
kvíðboga fyrir framtíðinni, eins
og hundarnir í Garðahreppi eða
Reykjavík.
„Annars trúi ég því ekki, að
þessi útrýmingarherferð gegn
hundunum verði nokkurn tíma
farin,“ segir Ásgeir. „Hvaða
menn ætla þeir að fá tií þess
að ganga 1 hús og drepa
hunda?“ — ÞB
yisœsm:
—Eruð þér fylgjandi
eða andvígur útrymmgu
hunda í Reykjavík?
Magnús Sigurðsson, sendibíla-
stjóri: — Tvímælalaust andvig-
ur. Mér finnst meira en sjálf-
sagt að Reykvíkingar fái að
hafa hunda sína áfram. Er það
ekki mannréttindaskerðing að
útrýma svona hundum og banna
hundahald?
Björgvin Jóhannesson, sjúkra-
liði: — Ég er samþykkur því,
að hundar verði látnir hverfa á
braut. Hins vegar er ég ekki
svo viss um réttmæti útrým-
ingarinnar eins og hún er hugs-
uð. Mér fyndist að það ætti að
minnsta kosti að framlengja
frest hundaeigenda til aö losa
sig við dýrin. Fram i apríl ætti
aö vera nóg.
Júlíus Ólafsson, viðskiptafræö-
ingur: — Samþykkur. Ég sé
enga ástæðu til að vera að
halda í hundaskítinn. Hundar
eiga líka miklu frekar heima í
sveit en á malbikinu.
Guðjón Guðmundsson, vegagerö-
armaður: — Ja ... Ég hef nú
aldrei velt þessu máli neitt fyr-
ir mér í alvöru. En svona i
fljótu bragði fæ ég ekki séö
neina ástæðu til að vera að út-
rýma hundum ...
Bragi Guðjónsson, slökkviliös-
maöur: — Hundar eru og hafa
ailtaf verið fyrir uian niíti a-
hugasvið, hvar sem þeir hafa
verið. Og ég hef hreint engan
áhuga á að mynda mér skoöun
í þessu hundamáli