Vísir - 30.08.1971, Page 16

Vísir - 30.08.1971, Page 16
ISIR Mánudagur 30. ágúst 1971. Meiri aðsókn en að Heimilis- sýningunni Sjö þúsund manns komu á alþjóð legu vörusýninguna í gæ>r og hafa þá um 15 þúsund manns sótt sýn- inguna þá rúma þrjá daga sem hún hefur staðið. Er það 25% betri að- sókn en fékkst að Heimilissýning- unni á sama tíma hlutfallslega reiknað. Öllu auðveldara ætti þó að reynast að taka á móti auknum gestafjölda að þessari sýningu þar eða sýningarflöturinn er nær helm- ingi meiri en á Heimilissýningunni. „Einu vandræöi okk'ar til þessa eru með yngstu sýningargestina, sem hafa viljað gerast fullágengir við söfnun úpplýsingabæklinga og föndra með sýningarmuni", sagöi Eysteinn Helgason, blaðafulltrúi K’aupstefnunnar í viðtali við Vísi í morgun. Tók hann það fram af því tilefni, að börnum yngri en 12 ára væri óheimill aðgangur nema í fylgd með fullorðnum. Töluvert kvað Eysteinn hafa ver ið gert af pöntunum á Kaupstefn- unni og hafa margir sýnendanna lýst bæði undrun og ánægju sinni yfir velgengni á því sviði. — Einn þeirra hefur þurft til að mynda aö gera aukapöntun á vöru, sem hann var nýbúinn að fá af stóra send- ingu, er sýningin hófst. „Fólk viröist greinilega líta á Kaupstefnuna sem annað og meira en skrautsýningu", sagði Eysteinn. — ÞJM 30-40 þúsund króna pels 'i úr lambshnakka og rauðref — ein af nýjungunum i „islenzku tizkunni' fatakaupstefnunni á Seltjarnarnesi Þau eru þó nokkuð mörg hnakkaskinnin af nýlega fæddum lömbum, sem eru notuð í pelsinn, sem verður sýndur á kaup- stefnunni íslenzkur fatn aður. hjá Hnakkaskinnið er smábútur, sem skorinn er úr lambsskinn- inu og þykir eftirsóknarverður vegna áferðar. Hver bútur er fimm sinnum tíu sentimetrar á stærð. Pelsinn er með brydd- ingum úr rauðrefaskinni. Verö á flíkinni er milli 30 og 40 þúsund krónur, og er þetta dýrasta pelsaflíkin, sem Gráfeldur hf. .framleiðir sagði Agnar _Svan- bjöms'son forstjóri Gráfeldar í morgun. Hann sagði pelsinn vera model flfk og efeki vera tii á lager en hægt að fá álíka saumaöa eftir pöntun. Gráfeldur hf. mun ein- beita sér að íslenzkum markaði næsta árið og framleiöa úr mörg um skinnategundum, lítiö úr // Varð að vera efstur, 44 segir Friðrik Ólafsson, Norðurlandameistari i skák Norðurlandameistaramótinu ( skák er nú lokið og eins og menn bjuggust raunar við sigraöi Friðrik Ólafsson. Hann hlau.t níu vinninga af el'lefu mögulegum, en 1 öðru sætj var Holm frá Danmörku og í þriöja sæti várð Ivarsson frá Sví- þjóð „Éinhvern veginn var ég í þeirri Hjálmurinn bjargaði lífi hans Vinnuslys varð á Moldheygna- hálsi norður undir Ðjúpabalcka í Eyjafiröi í gærmorgun, þar sem unnið var að því að koma fyrir vinnuvélum fyrir Vegagerð rík- isins, sem skapar sér þar að- stöðu til þess að harpa möl. Færiband. sem búiö var aö reis'a upp, féll á mann, sem stóð við það. Haföi ein undirstaöa færibandsins hruniö undan því vegna hristings frá jarðýtu, sem var þarna að störf um. Færibandið rakst í höfuð manns- ins, en þaö vildi honum til happs, að hann hafði öryggishjálm á höfði. Eigi að síður hlaut hann nofekurt högg á höfuöið. og var hann flutt ur á sjúkrahúsið á Akureyri. En tal ið var þó, að hjálmurinn heföi dreg iö svo mikiö úr högginu, að maður inn hefði slopið við alvarleg meiösli. — GP aðstöðu, að ég varð að vera efstur.ý sagði Friðrik í viðta'li við Vísi í morgun. „Þaö er fremur erfið að- staða, þótt mótið hafi ef til vill ekki verið sérlega erfitt.“ „Þykir það ekkert sérlega fínt meðal skákmanna að vera Norður- landameistari?" „Það má segja aö ekki þyki eftir mifelu aö slægjast, aö minnsta kosti fyrir atvinnumenn. En fyrir áhugamenn er Norðurlandameist- aramótið stökkpallur." „Fyrstu verðlaunin voru 25 þús- und krónur — er það nægilega há upphæð tii aö fá sterka þátttak- endur.“ „Þegar verðlaunin eru hærri, laða þau sterkari þátttakendur og frægari og um leið vekur mótið meiri áhuga, svo að þaö getur betur staðið undir sér fjárha'gslega." „Þú segir að erfiðasta skákin þín í mótinu hafi verið við Jón Krist- insson. Hver var sú skemmtileg- asta?“ . „Ætli það hafi ekki verið síð- asta skákin. Þegar ég tefldi hana, va'r ég öruggur um efsta sætið svo að úrslitin skiptu ekki máli. Ég var í léttu skapi, og þá gengur manni oft bezt.“ — ÞB ’ Kynlífsbækur hverfa af albjóðlegu- sýningunni • Vonandi verða bækurnar um æsku og kynlíf þeim að gagni sem nældu sér í þær á alþjóðlegu vörusýningunni í gær. „Þetta er talsverð fyrir- höfn að ná bókunum af keöj- unni“, sagði Örlygur Hálfdánar- son. bókaútgefandi í morgun, þegar hann var aö búa sig undir aö koma nýjum bófeum fyrir í pop-tjaldinu. • Greinilegt er að bækur um kynlíf vekja athygli, enda þótt bókaforlagið hafi e.t.v. gert ráð fyrir aö dreifingin færi fram á annan hátt en þennan. Á myndinni eru tvær ungar dömur að glugga í kynlífsbæk- ur sýningarinnar, og önnur geispar reyndar ógurlega yfir innihaldinu. —JBP faverri tegund. Fyrir utan mobka skinnin eru gerðar flíkur úr lambas'kinni, svínaskinni og kálfaskinni. Úr síðast töldu tveim tegundunum verða fram leiddir jakkar buxur og frakkar bæði fyrir karla og konur. - SB Sýningarstúlka sýnir pelsinn nýstárlega á tízkusýningu fyrir blaðamenn á laugardaginn var. (Ljósm. Vísis BG) SÁ STÓRSLASAÐI HAFÐI MEIÐZT Á PUTTANUM Nokkur viðbúnaður var á Akur- eyri í gær vegna slasaðs manns, sem bandarískt radarskip kom með til hafnar þangað,- Fjögurra hrr-'-fla skrúfuþota var send af varnar’iðinu á Keflavíkurflugvelli til að sækja manninn, en sjúkra- bifreið var höfð til taks niðri á bryggju til þess aö flytja mann- inn upp á flugvöll Lóðsbáturinn sótti manninn út í skip, en þegar báturinn kom að bryggju, bólaði ekkert á hinum stórslasaða manni. Hins vegar stökk einn maður upp úr bátnum með ferðatösku i hendi og skálmaði rösklega að sjúkrabílnum, þar sem hann settist viö hliðina á öku- manninum frammi í. Af sáraumbúnaðinum, sem glöggir menn sáu á einum fingri annarrar handar á manninum, gizk uðu þeir á að þetta væri sá slas- aði, enda var honum ekið í flugvél ina, sem tók sig strax á loft suöur á bóginn. „Dýr mundi Hafliði allur", sagði einhver í áhorfendahópnúm, sem beðið hafði á bryggjunni þungbú- inn og við hinum verstu tíðindum búinn. — GP

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.