Vísir - 08.09.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 08.09.1971, Blaðsíða 8
V1 S IR . Miðvikudagur 8. september 1971, Otgetanai: KeyKJaprent Ut. Framkvæmdastjðri: Sveinn R. EyjðMkSOB Ritstjðri: Jðnas Kristjánsson Fréttastjðri: Jðn Birgir Pétursson Ritstjómarfulltrúl: Valdimar H. Jöhannessoo Auglýsingastjðri: Skúli G. Jðhannessoo Auglýsingar: Brðttugðtu 3b. Slmai 15610 11660 Afgreiðsla- Brðttugðtu 3b Slmi 11660 Ritstjöra: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 linur) Askriftarýjald kr. 195.00 ð mðnuðl kmanlands [ lausasölu kr. 12.00 elntakifl Prentsmiðia Vfsis — Edda hf. S/aer Gylfa út JVJonnum er óhætt að gjalda varhug við þeim aðilum, sem halda gæzku sinni og drengskap mjög á lofti. Sífelldar tilvísanir til eigin ágætis eru eitt bezta merkið um, að úlfur leynist undir sauðargærunni. Kunnustu dæmin eru úr trúmálunum, því að skáld og rithöfundar hafa gefið mörg ódauðleg sýnishorn af hræsnurum, sem fara ótæpilega með guðsorð og stunda óguðlegt athæfi þess á milli. Guðstni þessara sögupersóna er öll í orði en engin á borði. Einna hættulegust er hræsnin í stjórnmálunum, enda er þar mest tæknin í meðferð sauðargærunnar. Engir flokkar né stjómmálastefnur eru þar alveg undan skilin. En það er samt mest áberandi, hve mikil hræsni leynist undir slagorðum um „félags- hyggju“ og „útrýmingu spillingar". Flestir átta sig að vísu nú orðið á, hvaða raun- veruleiki felst á bak við þau fögru orð, að hafa beri „félagslega stjóm“ á atvinnulífinu. Undir því yfirskini em mynduð ráð og nefndir og búin til þægi- leg atvinna fyrir pólitísk kvígildi, s^.^g^erfitl; mgð , að vinna fýrír sér með heiðarlegum hætti. íslendingar eiga langa raunasogu a sviði „félagslegrar stjornar". Enn em þeir til, sem trúa því, að þeir menn séu hæfastir til að vinna gegn spillingu, sem hafa um það flest orðin. Það efast t. d. fáir um, að það hafi verið þáttur í velgengni Hannibalista í kosningunum í sumar, hve ákaft þeir fjölyrtu um spillingu. Auðvitað eiga menn einmitt að gjalda varhug við slíkum yfirlýsingum, en margir létu blekkjast. Nú er hætt við, að víma blekkingarinnar fari að renna af mönnum. Um það hefur hinn nýi menntamála- ráðherra Hannibalista séð. Gylfi Þ. Gíslason sætti á sínum tíma töluverðri gagnrýni, ekki sízt hér í Vísi, fyrir sumar manna- ráðningar sí skólamálum. Gylfi gætti þó þess, að ráða ekki ao.a h-""" on þá. «•'—> cinhvem stuðning höfðu fengið hiá einhverjum þeirra aðila, sem mæla með umsækjendum. Nú hefur það gerzt, að skólanefndin í Ólafsvík, námsstjóri og fræðslumálaskrifstofan mæltu með ákveðnum umsækjanda um skólastjórastarfið í Ólafs- vík, vegna menntunar hans umfram annan umsækj- anda. Þetta eru þeir aðilar, sem um málið eiga að fjalla. En ráðherra valdi síðamefnda umsækjandann, sem hann hafði meiri kennarareynslu, auk þess sem hann mun vera flokksbróðir ráðherrans. Báðir umsækjendumir em áreiðanlega hæfir til að gegna starfinu. Annar hafði meiri menntun og hinn hafði meiri reynslu. Það er vissuiega vandi að velja milli. En annar hafði þó komizt gegnum hreinsunar- e.ld meðmælanna og hinn ekkh Ráðherra bar því síðferðileg skylda til að fara eftir meðmælunum. Það gerði hann ekki og sló þar með Gylfa út á þessu sviðí í fiokksnólitískri spillingu. Thieu: „Jæja, þá er kosningamálið afgreitt - hvað ætti maður að víetnamis era næst?“ Yfirvofandi Stungið upp á „kosnmgastjórn" 23. ágúst s. 1. dró Ky fram- boö sitt til baka. og fðr þí. að dæmi hins aCdankaða h-rshöfð- ingja, „Stóra“ Minh. BæOi iw varaforseti og Minh sögðu að ómögulegt væri aö standa > kosningabaráttu þar sem Thieu hefði þvílík vö!d í landinu að þeir og stuðningsmenn þeirra gætu ekkert gert til undirbún- ings — þeir sættu ofsóknum og athafnafrelsi þeirra væri skert. Þeir lögðu til að Thieu berð ist á sama grundvell; og þeir — og segði því af sér og sér- stök stjórn yrði iátin annast landsmál fram til kosninga. Thieu anzaði þessu engu. Bunker bauð fé á báða bóga Bunker, ambassador Banda- ríkjanna f Saigon gekk ötullega fram li að ganga erinda Nixons þar eystra. Það var Nixon mikið hitamál að frambjóðendurnir í forsetakosningunum yrðu fleiri en einn — svo hann gæti sýnt bylting í Saigon? — Ky sagður standa í sambandi við yfir- menn hersins — hann er sagður ætla sér að ganga milli bols og höfuðs á Thieu forseta, hætti hann ekki við framboðið Líkur eru á, að brátt sjóði upp úr í Saigon. Ky, varaforseti landsins er sagður vera tilbúinn að láta vopnin tala, siga her landsins gegn Thieu forseta og stuðningsmönnum hans, ef Thieu heldur áfram á sömu braut og stefnir að því að láta kjósa sig for- seta landsins fyrir næsta kjörtímabil. „Núna er ekki tími fyrir Iýðræði“, á stuðnings- maður Thieus að hafa sagt nýlega í Saigon, „núna er tími til að huga að pólitík“, og maðurinn virðist hafa lög að mæla, því að í hugum flestra Víetnama er það tvennt ólíkt, pólitík og lýðræði. Það skipti engu, þótt ameríski sendiherrann, Ells worth Bunker reyndi hvað hann gat að koma ein- hverjum lýðræðissvip á þessar kosningar, sem yfir- vofandi eru, það kunni enginn að meta áreynslu hans við að koma Ky varaforseta í framboð, og þeim ágæta hershöfðingja, „Stóra“ Minh. Fremur Ky valdarán? Svo ætlar Thieu einn f fram boð. Og fyrir helgi bárust fregn ir austan úr Saigon, að Ky væri farinn að makka við hershöfð ingja sem einhver mannaforráð hafa að marki, um að þeir skjótj niður Thieu og alla hans fylgi- fiska. ef hann heidur áfram fast við að láta kjósa sig forseta aftur. Sagði bandaríska blaðið Inter national Herald Tribune, sem kemur út í París, að fregnir heíðu borizt úr Saigon á laugar daginn þess eðlis, aö Ky væri tilbúinn til að ganga milli bols og höfuðs á Thieu einhvern tíma á næstu tveimur vikum ef öðr um hugsanlegum kandídötum 'i kosningunum í október verði ekki gert kleift að heyja kosn- ingabaráttu á sama grundvelli og Thieu — en hann hefur kom ið fantalega fram við þá tvo, fyrrverandj meðframbjóöendur sína, Ky og Minh — t. d með þvf að meina þeim aðgang aö fjölmiðlum og hleypa upp kosn ingafundum þeirra. Nú eru marg ir þeirrar skoðunar, að Ky hafi ekk; þau völd eða ítök í hem um að honum myndi takast aö 'magna upp samsæri gegn Thieu, en vissulega myndi tilraun til valdaráns — þótt ekki væri það meira — hafa miklar af- leiðingar í för með sér og vekja athyglj út um veröld víða. Lengsti mánuðurinn Tímabilið frá næstliðinni helgi til 3. október næstkomandi hef ur í munni manna í Saigon hlot ið nafnið „lengsti mánuðurinn“, og er þá átt við, að þessi mán- uður verði tími taugaspennu — meiri taugaspennu en áður hefur verið lögð á menn þar eystra í öllu valdabröltinu. Menn eru uppi með getgátur, spár um að Thieu sé svo mikil skepna að hann muni daginn fyrir kosningarnar hætta við allt saman og fresta kosningunum fram yfir áramöt eða til næsta vors. umheiminum fram á að Banda- ríkin heföu þó komið á fót lýö ræðislegu kosningafyrirkomu- lagi í S-Víetnam — þótt ekki væri það meira. Bunker réð ekkert við innan landsmálin — og er samt sagt að hann hafi boðið þeim báð- um fé, „Stóra“ Minh og Ky. Segja heimildir að Bunker hafi boöið Ky og Minh peninga vegna þess að með því móti gætu þeir kannskj barizt gegn Thieu á jafnarj grundvelli. „Reyndar erum við ekki eins rikir og Thieu,“ á stuöningsmað ur Minhs þá að hafa sagt, „en við þurfum ekkj peningastuðn- ing frá Bandarikjunum. Það kær um við okkur ekkj um.“ ,Stóri“ Minh

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.