Vísir - 13.09.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 13.09.1971, Blaðsíða 8
VÍSIR. MánMagur . sept Utgetanai: KeyKlaprenr Dt. ramkvæmdastjðri: Sveinn R. Eyjðlfsson íitstjóri • Jðnas Kristjánsson í'réttastjóri: Jón Birgir Pétursson titstjórnarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson .ugivsingar: Bröttugötu 3b. Sfmar 15610 11000 \fgreiösla- Bröttugötu 3b Simi 11660 ’.itstjórn: Laugavegi 178. Sfmi 11660 (5 Unur) .skriftargjald kr. 195.00 á mánuði tnnanlands lausasölu kr. 12.00 eintakið rentsmiðja Vfsis — Edda hí. Irmbrotahringrásin „Á stundum finnst þeim sjálfum, að starf þeirra inni á söguna um sjúklinga geðspítalans, sem voru tnir eyða tímanum í að moka sand í poka niðri í allara, bera upp stiga upp á loft og hella þar niður n trekt niður í kjallara aftur — og byrja svo á nýj- i leik á öllu saman.“ Þannig var lýst í Vísi á föstudaginn tilfinningu lög- azlumanna þeirra, sem fjalla um innbrot. Þeim anst mörgum starf sitt vera tilgangslítið. Þeir eru istir í hringrás innbrota, sem þeir ráða ekki við. 3Ír frétta af innbroti, rannsaka málið, finna þjóf- ía, sem játa og em dæmdir. Eftir játninguna er ófunum sleppt og síðan eru þeir aftur teknir fyrir 'imu iðju næstu nótt. Innbrot eru orðin svo tíð á Reykjavíkursvæðinu, að u eru um það bil að hætta að vera fréttamatur. í iverri viku eru framin fleiri eða færri innbrot. Að ati lögreglufréttaritara Vísis eru þau 3—4 á viku, :n ekki eru til neinar opinberar tölur um það. Það er .unar athyglisvert, að löggæzlan skuli ekki hafa á- iga á að safna aðgengilegum upplýsingum um þessa ilgengu tegund afbrota. Vandamálið er ekki fólgið í því, að erfitt sé að hafa hendur í hári þeirra, sem innbrotin fremja. Mikill hluti nbrotanna er framinn í ölæði og oftast eru að verki nenn, sem hafa hvað eftir annað gerzt brotlegir á bessu sviði. Tjón þjóðfélagsins felst ekki fyrst og í remst í þeim smámunum, sem þeir stela, heldur þeim emmdum, sem þeir valda, og því öryggisleysi, sem íylgir þessari innbrotaöld. Glæpir þessir þykja svo smávægilegir, að ekki er !áss í fangelsum þjóðarinnar fyrir þjófana. Og þeir hafa gengið á lagið. Þegar þeir brjótast inn, vita þeir að allt muni komast upp og að þeir muni játa. En þeir vita líka, að ekkert muni gerast, þótt þeir verði dæmdir. Þeir muni ekkf sitja refsinguna og engum detti í hug, að þeir séu borgunarmenn fyrir skemmd- n sínum og stuldum. Sorglegast er að sjá unglinga ’eiðast út á þessa braut síglæpa. Þjóðfélagið þarf að koma sér upp góðri aðstöðu til 5 ná ungum afbrotamönnum af þessari braut, og fnngelsum til að halda inni þeim, sem óforbetranlegir eru. Eins og er megnar löggæzlan ekki að vemda fcorgarana á þessu sviði. Hún er óvirk hvað snertir mbrot, af því að ekki er hægt að fylgja málunum eftir. Stjórnarráðið og Steinninn eru merki þess, að cianska landsstjómin hér var á sínum tíma of áhuga- söm um smíði fangelsa. En við megum ekki fara út í hinár öfgarnar. Það er orðið tímabært fyrir fjárveit- gavaldið að snúa sér af alefli að byggingu endur- 1 æfingastöðva og fangelsa fyrir afbrotamenn, þótt :kur þyki öllum súrt að þurfa að verja til slíkra hluta . sem við vildum gjaman nota á öðmm sviðum. Muskie kominn á ferð að forseta stólnum Edmund Sixtus Muskie, helzta von demókrata í forsetakosning. unum í Bandaríkjunum á næsta árf, er nú kominn á fulla ferö í kosningaundirbúningi sínum. Framundan er hörð keppni inn- an demókrataflokksins, ekki aöeins vfð hinn gamla baráttu- mann Hubert Humphrey og Edward, litla bróður Kennedys forseta, heldur einnig við ýmsa nýja menn, sem skotlð hefur upp á yfirboröið síðustu vikur og m&nuði. Fyrstu forkosningamar innan flokksins verðff í marz á næsta ári. Þangað til eru sjö mánuöir, sem Muskie hyggst nota vel eri heilir ellefu mánuðir eru til flokksþings demókrata, þar sem frambjóðandi flokksins veröur endanlega valinn. Muskie hefur enn eins og undanfarið forskot í þessari keppn; og hann ætlar sér ekkj að missa það forskot. I þessari viku hefst hineiginlega kosningabarátta hans með ferða- Iagi um Kaliforníu. S'iÖan mun leið hans liggja tugþúsundir k'ilðmetra um þver og endilöng Bandaríkin Muskie hefur ekkert aðdrátt- arafl á borð við Kennedy- bræðurna þótt flestir kunni vel við heiðarlegt og dálítið virðulegt yfirbragö hans. En það er enginn hópur manna innan flokksins eindregið á móti hon- um. Þvf er helzta vön hans, að á harin verðj litið séiri' éiriingar- kaflega kröfuharður við aðstoð- armenn sína og lætur vinna mjög vandlega öll mál, sem hann tekur til meðferðar. Þrátt fyrir þetta er hann kunnur fyrir reiðiköst s'in, sem stundum bitna á símtólum og öörum dauðum hlutum. „Þess vegna fær hann ekki magasár", Muskie er hér að rökstyðja þörfina á umhverfisvemd. Illlllllllll m. ®sm BllBDiliHBBI Muskie á gæsaveiðum í sumarfrí sínu tákn flokksins, tákn sem bæöi ungir og gamlir rtkir og fátæk- ir, konur og karlar, sveitafólk og borgarbúar hvítir og svartir geti stutt af heilum hug. Hann tók forustuna innan flokksins með einni ræðu, sem hann hélt f lok sfðustu þing- kosningabaráttu. Hann og Nixon komu þá fram f sjónvarpi um öll Bandaríkin, og það virðist vera einróma' álit manna þar vestra, að Muskie hafi algerlega malað Nixon f þeirri ræðu. Hann kom þar fram sem hinn sanni landsfaðir meðan Nixon freistaðist til að fara út f skft- kast Muskie er enginn áhlaupa- maður. Hann vinnur skipulega og af mikillj þolinmæði. Margir segja, að hann sé flókinn per- sónuleiki, sem erfitt sé að kynn- ast. Einn mesti styrkur hans er, að fæstir trúa því, að honum muni verða á stórvægileg mis- tök Hann er talinn farsæll stjórnmálamaöur. Hann er á- segir kona hans um þetta. Hann er sagður eins og eldfjall, þegar honum mislíkar, en samt er ekkj talið. að þetta skaplyndi geti háft áhrif á hæfileika hans til að taka skynsamlegar ákvarð- anir á örlagastundu. Muskie er sonur pólsks klæð- skera, sem hét Marciszewski, en breytti nafni sínu, er hann fluttist til Bandaríkjanna. Þetta var tiltölulega fátækt og ósköp venjulegt fólk. sem bjó í smábæ í Maine. Muskier var duglegur námsmaður og var framarlega í félagslífi Hann lauk lögfræði- prófi með láði árið 1939, 25 ára að aldri. Fljótlega fór hann að hafa afskiptí af stjórnmálum, varð þingmaöur demókrata í Maine árið 1946 og var loks kjörinn rikisstjóri Maine árið 1954. aðeins fertugur að aidri. Hann flutti sig síðan yfir í öldungadeild bandaríska þings- ins árið 1958. Hann sigraði f þeim kosningum eins og venju- lega Brátt gat hann sér gott orð sem þingmaður og þótti bæði nákvæmur og miklum hæfileikum búinn. Hann hefur stundum verið kallaður hæfasti þingmaður Bandaríkjanna Mest áhrif hefur Muskie haft í málefnum mengunar og um- hverfisverndunar. Löngu áður en þessi mál komust f tízku var Muskie að berjast fyrir þeim. Hann samdi árið 1963 lög- in um hreint loft fyrstu varn- araögeröina gegn menguðu lofti. Síðan hefur hann haldið áfram á sömu braut. Og árið 1965 samdi hann lögin um hreint vatn. Bæöi þessi lög hafa haft feikileg áhrif f baráttunni gegn mengun I Bandarfkjunum Að öðru leyti þykir Muskie til- tölulega frjálslyndur þingmaður og hafa jafnve] betra orð á sér á því sviði en Kennedy og marg- ir aðrir keppinautar hans, sem höfða aðallega til unga fólks- ins. En Muskie hefur haft lag á þvf að móöga ekki um leið þá. sem vilja fara varlega í breyt- ingamar. og þess vegna hefur hann orð fyrir að vera maður hins gullna meðalhófs. Annars yrði allt of langt mál að telja upp þátt Muskiés í mffrgvfslegri lagasetningu til um. bóta. Ekki hefur hann sfður haft lag á að vinna þingmenn ti] fylgis við mál sín. Það var frægt árið 1966, þegar hann bjargaði einu frumvarp Johrn sons forseta. Það virtist dæmt til;að falla, unz Muskie kom til skjalanna og aflaði því yfirgnæfi andi meirihluta atkvæða f ökÞ ungadeildinni Muskie er enginn veizlumffð^ ' ur og á erfitt með að spjalla um ekki neitt. Hann býr í úthverfi borgarinnar Bethesda 1 Maine og kann bezt við að umgangast nágrarina sína. Hann er ekki mikið fyrir áfengi en fær sér glas og glas. Hann les yfirleitt um tvær klukkustundir á degi hverjum, aðallega nefndaálit. Hann er sanntrúaður kaþólikki og fer alltaf í kirkju á sunnu- dögum. Dál'ítið þykir hann gam- aldags heimilisfaðir og 22 ára sonur hans segist tvisvar hafa verið flengdur á ævinni. Nýlega var Muskie í sumar- fríj á Atlantshafsströndinni. Þar fór hann & fætur klukkan sex á morgana til að fá sér sundspretta í ísköldu Atlants- hafinu og skokk f fjörunni Nú þykist hann hafa safnað næg- um kröftum og fjöri til að leggja í þá löngu baráttu, sem fram- undan er. Og það er full ástæða • fyrir Nixon að vera alvarlega hræddur við þennan þögla og alvörugefna keppinaut. Muskie í ræðustól

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.