Vísir - 28.09.1971, Blaðsíða 2

Vísir - 28.09.1971, Blaðsíða 2
Gracia Patricia furstaynja af Mónakkó. Grace rauðsokka „Ég er fylgjandi rauðsokkum og finnst margar kröfur þeirra skynsamlegar, þótt ekki sé ég tilbúin að skrifa undir allt sem þær segja,“ sagði Grace Kelly furstaynja f Mónakkó nýlega í viðtali viö blaðið Nice Matin, sem út kemur í heimaborg hennar. Sagðist furstaynjan vera ámóti fóstureyðingum, rétt eins ogpjjáf- inn, „en mér íellur ekki vijiueö ræða um svo flókin mál, eri ég er á móti fóstureyðingu — þótt það lig'gi vitanlega í augum uppi, aö fóstureyðing hlýtur að vera mjög svo persónulegur hlutur. Og ef viö eigum að ræða meira um rauðsokkur, þá er ég gersam lega á sama máli og þær, þegar þær ræða um að jafnrétti verði að komast á milli karla og kvenna, i.afnt á atvinnusviði og í pólitík.“ Ög af því tilefni birtum viö aér nýlega mynd af Grace fursta- ynju. Hún er sundkona ágæt, að sögn, og ljósmyndarar virðast jafnæstir aö festa hana á filmu nú og fyrir 10—15 árum, þrátt fyrir þá staðreynd að frúin er komin á fimmtugsaldur. 200 rauðsokkur steyptu karlaveldi — Konur komnar í melri- hluta i borgarstjórn Osló Mai Bonnevie Hjort var ein rauðsokkanna, sem stóðu að út- strikanaherferðinni gegn karlmönnum I framboði. Þarna stendur hún við merki „nýfemínista“. í borgarstjóm Osló-borgar eru karlmenn f minnihluta. Að afstöðn um baeja- og sveltastjórnarkosn- ingum í Noregi, kom i ljós, að 40 konur munu eiga sæti í borgar- ráði Oslóar. Kari Lohne: — kom 40 konum í borgarstjóm. Kari Lohne heitir 28 ára gömul stúika, sem er í forsvari fyrir rauð sokkur I Osló. Blaðamaður einn spurði Kari fáeinna spuminga er úrslit voru kunn: „Við tökum ekki sæti í borgar- ráðinu með það mark fyrir aug um að útrýma karlmönnum — hrekja þá úr pólitfk, en við vilj um að konur taki einhvem þátt f framkvæmdum — taki ákvarð- anir.“ — Fá nú sósíalistar meirihluta f stjórn borgarinnar? „Nei — við erum ekki endi- lega sósíalistar — ég veit ekki hvað viö erum, þaö er hann Per Hovengen, sem skrifaði nöfn fram bjóðenda upp fyrir okkur og við sendum svo inn lista með nöfn- um frá honum — viö erum rauð- sokkur, nýfemínistar. Flokkur nýfemínista hefur ver ið til í fimm ár, og styður ekki kvenréttindahreyfinguna gömlu. Félagar í flokknum em ekki nema 200 á Osióarsvæðinu, en flokkur þessi eða hreyfing er stofnuð og starfrækt eftir fyrirmynd banda rísku kvenréttindahreyfingarinnar „Womens Liberation.“ — Nú er engin kvennanna, sem f borgarstjóm sitja eftir kosning- amar úr flokki nýfemfnista, held ur beittu þær sér fyrir því, að konur voru kosnar t. d. með því að strika út karlmann af kjör- seðlunum. „Viö kusum bara þær konur, sem þegar voru komnar f fram- boð, og ég held að það hefði ekk ert þýtt fyrir okkur að bjóða fram,“ segir Kari Lohne, „eink- um þegar maður er ekki þekkt nafn í pólitík. Nú snúum við okkur næst að því að komast í samband og samvinnu við þær konur sem við höfum komið inn í borgarstjómina. Við viljum að konur fari að opna augun, þær verða að fara að hugsa um sig sjálfar." — Og hvað finnst svo eigin- manni þínum um nýfemfnistana? „Svo undarlegt sem það er — þá er þessi hugmynd frá honum Sjur Lohne komin — og það er stórkostlegt að 200 konur f sam særi skuli geta haft þvílfk áhrif á 380.000 kjósendur og velt borg arstjórn úr sessi.“ Hovengen Hovengen heitir maðurinn sem stendur að baki samsæri kvenn anna 200 í Osló. Hann er 62 ára að aldri og ritstjóri að starfi. Hann hefur lengst af starfað fyr ir Verkamannaflokkinn norska, en jafnframt verið harðfylginn templ ari. Hann leiddi nýfemfnistaflokkn um fyrir sjónir, hversu auðvelt það væri að fá konur f Osló til að strika úr hvert einasta karl- mannsnafn sem prentað var á atkvæðaseðilinn, og koma þannig yfir fjörutíu konum f borgar- stjórn. Borgarfulltrúar eru 85 talsins, þannig að næsta kjörtfmabil munu karlkynsfulltrúar verða 35 á móti 40 konum. Mastroianni og Deneuve Marcello Mastroianni, ítalski leikarinn, situr þama við hlið ástkonu sinnar, frönsku leikkonunnar Catherine Deneuve, sem oft hefur verið kölluð „fegursta kona heims“. Þau eru í hraðbát á leið frá Sardiníu, þar sem þau hafa að undanförnu verið að vinna í kvik mynd. Ferðinni er heitið út á litla eyðieyju, þar sem þau vonast til að finna frið og ró í bili. Myndin, sem þau leika saman í, heitir „Melampo“.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.