Vísir - 29.09.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 29.09.1971, Blaðsíða 8
V 1 S 1 R . Miðvikudagur 29. september 1971, i VÍSIR CJtgetanm: KeyKlaprenT W. \ Framkvæmdastióri Sveinn R Eyjólfsson / Ritstjóri ■ lónas Kristjánsson \ Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson / Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. fóhannesson ) Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson fl Auglýsingar: Bröttugötu 3b Simar 15610 11660 ) Afgreiösla Bröttugötu 3b Simi 11660 ( Ritstlórn: Laugavegi 178. Simi 11660 f5 Unur) / Áskriftargjald kr. 195.00 ð mðnuði innanlands \ í iausasölu kr. 12.00 eintakiö / Prentsmiöia Visis — Edda hl. \ Vér brottrekstrarmenn ( Hin síðustu ár hafa íslenzk stjórnvöld fylgt þeirri ) stefnu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, að bæði Kína \\ og Formósa ættu að vera aðilar að samtökunum. Full- (( trúar íslands hafa ár eftir ár stutt ítalska tillögu um (i þetta efni. Sú tillaga miðar að því, að Formósa geti II verið áfram í Sameinuðu þjóðunum, þótt Kína verði )) hleypt inn. )1 Sumir kalla þessa stefnu óraunhæfa, þar sem Kína- \\ stjórn hafi margsagt, að hún muni ekki taka þátt í || Sameinuðu þjóðunum, ef Formósa fái að vera þar ) áfram. Þess vegna hefur þeirri skoðun aukizt fylgi J að betra sé að fá stórveldið inn, þótt einu smáríki \ sé sparkað í staðinn. V Þetta er náttúrlega ekki geðslegur hugsunarhátt- ( ur. Hann er raunar í hróplegu ósamræmi við tilgang I Sameinuðu þjóðanna. Þar hafa óvinaríki setið til / borðs, meira að segja Sovétríkin og Bandaríkin. Og jj fáum aðildarríkjum samtakanna hefur enn dottið í \\ hug að krefjast brottvikningar annarra ríkja út af v erjum. Kínverska stjómin hefur hins vegar sett þetta ( á oddinn. Og henni kann að takast að kúga samtökin / á þessum vetri. ) Þar með héldu nýjar siðareglur innreið sína. Vald- ) beitingarstefna kæmi í stað virðingarinnar fyrir rétti \ smáríkja. Hinir raunsæju og kaldlyndu stjórnmála- ( menn heimsins ypptu öxlum og segja: Það eru bara 15 ( milljón íbúar á Formósu, en 700 milljónir í Kína. En / á 200 þúsund íbúa ríki eins og ísland að standa að ) slíku vígi? Við ættum að hafa í huga, að það, sem ) snertir Formósu nú, kann að snerta fleiri smáríki síð- \ ar. \ Norðurlöndin, önnur en ísland, hafa fylgt albanskri (| tillögu, sem miðar að því, að Kína fari inn í Samein- ) uðu þjóðirnar í stað Formósu. Nú eru nokkrar horfur \ á, að þessi tíhaga verði samþykkt. Og við stjórnar- V skiptin hér á iandi hefnr afstaða ícln’’ ’s breytzt. Við styðjum nú þessa tiliCgu e;rs og hin Norðurlöndin // og höfum þannig fært atkvæði okkar milli vogar- ) skálanna. ) í einfeldni sinni telja margir íslendingar, að það sé \ trygging fyrir siðferðilegu réttmæti málstaðar, ef \ hin Norðurlöndin styðja hann. Afstaða Norðurland- ( anna í þessu máli mótast hins vegar af heimspólitísk- / um hagsmunum. Stjórnir þessara ríkja vita, að Kína ) er vaxandi afl, og vilja koma sér í vinfengi við hið nýja / stórveldi. Tilfinningarnar fyrir hagsmunum smáríkis- \ ins Formósu verða að víkja fyrir hagsmunum á skák- ( borði heimsmálanna. ( Fyrir tilverknað vinstri stjórnarinnar hafa fslend- / ingar nú skipað sér í sveit brottrekstrarmanna. Við, / 200 þúsvnd talsins, bendum á smáríkið Formósu, sem ) telur ekki nema 15 milljón íbúa, og segjum: Burt með \ þá, flísina í hörundi stórveldisins. Við stuðlum þannig ( að nýrri valdbeitingarstefnu gagnvart smáríkjum. ( Mfjriíf r''in erum við. (( £r Afffo að eyða persónu- dýrkunmni á sjáifum sér? — Dularfullir afburbir i Kina Þessi mynd mun vera tekin, þegar Mao kom siðast fram op- inberlega, og er hún því birt, þðtt hún sé nokkuð ðskýr. — Með honum er Lin Piao, sem er hinn opinberi arftaki Maos, en lítið hefur heyrzt frá að undanfömu. Dularfullar fréttir hafa borizt frá Kína að undanförnu. Ýmis- legt óvenjulegt hefur gerzt, og með þvi fylgt hinar „venju- legu“ sögusagnir. Sagt hefur verið. að Mao Tse Tung sé lát- inn eða að dauða kominn, að foringjar í kommúnistaflokknum berjist upp á líf og dauða um völdin, að Sovétríkin séu f þann veginn að ráðast inn í Kína- Þetta hafa væntanl. verið sög- ur einar, en hins vegar tala stað- reyndir sínu málj um umbrot. Fróðir athugendur Kinamála hafa í stellingar og látið frá sér fara umsagnir um á- standið. Þeir halda því fram, að eitt sé víst: Persónudýrkun- in á Mao Tse Tung sé að syngja sitt síðasta. Kínverjar hafa hætt við að hafa skrúðgöngur 1. okt. þann dag sem ár hvert hefur verið skrúðganga og hersýning f Pek- ing Fiug yfir meginlandj Kína hefur að mestu iegið niðri um hríð. bæð; herflug og almennt flug. Hermenn „frelsishers ai- þýðunnar“ hafa verið kallaðir úr leyfum. Mao efast um persónu- dýrkunina Mao Tse Tung hefur veriö dýrkaöur sem lifandi guð. Orð- ið „persónudýrkun" hefur i kommúnistaríkjum fengið sama hljóm og einræði Eftirmenn Staiins brutu niður dýrkunina á persónu gamla mannsins og höföu um hana ljót orð. Rússar tala um „t’ímabil persónudýrk- unarinnar‘‘ frá 1923 til 1953. Mao hefur sjálfur viðurkennt, að dýrkunin á persónu hans sjálfs hafi farið út f öfgar. Hvar vetna í Kína eru myndir og styttur af Mao. Alþýða manna hefur litla rauða kverið hans Maos með sér. Menn vitna f kenningar hans í tíma og ót’fma. Mao var jafnan á hátindinum við hátíðahöldin 1. október, þegar minnzt er valdatöku kommúnista f Kína árið 1949. Þá þrömmuðu endálausar raöir Kfnverja um Hlið hins himneska friðar og sungu Mao dýrð. Mao viðurkenndi efasemdir um per- sónudýrkunina við Edgar Snow, bandariskan rithöfund og gaml- an vin sinn, f viðtali 18. desem- ber sfðastliðinn. Þá sagði Mao, að tilgangur persónudýrkunar- innar hefði f upphafi verið að ..örva fjöldann til að brjóta nið- ur skriffinnskuna" f kommún- istaflokkum, sem var beint gegn Mao Myndir og styttur f^rlægðar Sumir hafa getið sér þess til, að tilgangur þess að hætta við hátíðahöld 1. október kunnj að vera að hindra, að persónudýrk- unin magnist á nýjan leik. Frétt- ir frá Peking hafa greint frá þv\, að myndir af Mao og styttur hafi verið fjarlægðár að miklu ieyti af torgum og færri beri nú mvnd af honum framan á sér en áður. Útvarpið í Peking hættj daglegum þáttum sfnum um kenningar Maos. Þó halda athugendur þvi fram. að þetta tákni ekki, að áhrif Maos hafi minnkað eöa breytingar hafi orðið á aðalatrið- um í stefnu flokksins. Þarna sé einungis um að ræöa breytingu á „stílnum“ f landsstjóm for- mannsins. 1. október er enn háttðisdag- ur, þótt hvorki verði nú skrúð- göngur og hersýningar né flug- eldaskothríð. Alþýðu manna er ætlað aö dveljast f skrúðgörð- um Peking þann dag og verja kvöldinu til hugleiðslu. Fyrrnefndur Snow er einn þeirra sem telur að síöustu at- burðir í Kína stefni að minnkun persónudýrkunarinnar. Snow var sannfærður um að ekkert amaði að Mao. Það kom Ifka f ljós, að bandarískj hjartalæknirinn White neitaðj að hafa nokkrar spurnir af veikindum Maos. en Kínaför White ýtti undir sög- umar um sjúkdóm Maos. Snow benti á, að bandarísku læknarn- ir ákváðu að fara til Kína fyrir löngu. Hann telur einnig, að ó- líklegt sé. aö hörð valdabarátta eigi sér nú stað í Peking, þar sem flokkurinn hafi nýlega ver- ið endurskipulagður og ætt; aö vera samheldinn um þessar mundir. Hugmyndir um „hreinsamr“ Starfsmenn Bandaríkjastjóm- ar hafa spáð því, aö fyrir dyrum séu „hreinsanir“, brottvikning einhverra af meðlimum æðstu stjómar kommúnistaflokksins. Hafa ýmsir menn verið nefndir, sem kynnu að verða að víkja úr stöðum. Athyglin hefur meöal annars beinzt að þvf, að Lin Piao mar- skálkur, sem hefur verið hinn opinberi arftaki Maos, er ekki nefndur jafnmikið og áður í kínverskum fjölmiðlum. Hins vegar er meira en áður talað um Chou En-Lai forsætisráð- herra. Ýmsir af æstustu hvata- mönnum „menningarbyltingar- innar" á sinum tíma hafa lækk- að í sessi undanfarin ár. En fæstir hafa búizt viö miklum umskiptum meðal æðstu manna. Þá segja fróðir menn um Kína aö „hreinsanir“ meðal óæðri flokks manna séu nægileg skýring á afturköllun leyfa hermanna og ööru umstangi í hemum undan- famar vikur. Óræð skapgerð Maos Skýring á því gæti að ein- hverju leyti falizt f deilunum við Sovétmenn. Samningaviðræð- ur um landamæraþrætur hafa farið út um þúfur eftir tveggja ára undirbúningsviðræður f Peking Rússum geðjast illa að heimboöi Kínverja til Nixons. Mao Tse Tung hefur oft kom- ið á óvart. Hann hefur ósjaldan fyrr á árum snúið viö blaöinu og gjörbreytt stefnu á einni nóttu. Hann hratt af stað menn- ingarbyltingu og snerist sfðar gegn mörgum hvatamönnum hennar. Hörð stjórn og skipulag tók skyndilega við af glundroða byltingarinnar. Hann kallaði, að öli blóm skyldu fá að spretta f Kína en gekk síðan mill; bols og höfuðs á þeim, sem töldu sér heimilt að láta í Ijós andstöðu við stjórnina Það væri f fullu samræmi við þessa skapgerð, að Mao væri um bessar mund- ir að brjóta niður persónudýrk- unina á sjálfum sér.__________ Umsjón: Haukur Helgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.