Vísir - 29.09.1971, Side 13
' M iXfl
i.i r T ' rr ^ ’ r » i :
V í S I R . Miðvikudagur 29. september 1971.
?3
Gatið á brúnni
Freymóður sýnir
í Málaranum
Nei, þetta er ekki ljósmytid,
heldur málverk eftir Freymóð
Jóhannsson, sem varö marg-
frægur á umliðnu ári fyrir ýmis
meiri eðá minniháttar afskipti
af opinberum málum. — Frey-
móður sýnir þessa dagana 10
ný oliumálverk eftir sig í Mélara
glugganum, Bankastræti en þar
munu 5 myndir hanga uppi í
einu. Eins og sést á myndinni
hér með er Freymóður afar ná-
kværnur við að ná fyrirmynd
þeirri, sem hann ætlar að mála
og er einn frægasti slíkur af ís-
lenzkum málurum.
Aðeins 40 af 268 komust
í Samvinnuskólann
Mikrl aðsókn hefur verið að
Samvinnuskólanum Bifröst. en
vegna þrenngsia komust aðeins
40 af 268 umsækj. í 1. bekk
skóians í vetur. Við setningu
skólans á dögunum skýrði
skólastjóri, séra Guðmundur
Sveinsson frá því, að alls yrðu
79 nemendur i skólanum í vetur
og harmaði hann þrengslin, sem
skólinn býr við og taldi alls ó-
viðunandi. — í vetur verður sú
breyting á námsskrá skólans,
að kennsla 1' stjórnunárfr. og
tölvufræðum veröur aukin veru-
lega i takt við timans kröfur.
í setningarræðu sinni minnt-
ist skólastjóri séra Sveins
Vikings, fyrrum biskupsritara,
sem lézt nú í sumar, en séra
Sveinn Víkingur gegnd; tvívegis
skólastjórastörfum við skólann.
Tilkynnti skólastjóri að sérstak-
ur sjóður yrði myndaður í
minningu séra Sveins Víkings.
Stýrimannaskólar á
Akureyri og Ólafsvík
1 vetur verða starfræktir 1.
bekkir stýrimannaskóla á Akur-
eyr; og ’i Ólafsvík, en nemend-
ur sem ljúka prófum upp úr
þessum bekk næsta vor hafa þá
réttindi til að stjórna 120 tonna
fiskibáti. Gert er ráð fyrir í lög-
um, að 1. bekkur stýrimánna-
skóla sé haldinn annað hvert ár
á Akureyri, ísafirði og Nes-
kaupstað, en það var ekki fyrr
en í fyrra að næg þátttaka
fékkst til að halda slíkt nám-
skeið, sem þá var haldið á Nes-
kaupstað, þá með 10 nemend-
um.
Námskeiðið í Ólafsvík er hins
vegar haldið með sérstöku leyfi
áð undangengnum eindregnum
óskum heimamanna, enda höfðu
borizt 19 umsóknir á staðnum.
— Mikill skortur hefúr verið á
mönrmrH meö réttindi-á minni
fiskibátana og koma þv\ þessi
námskeið í góðar þarfir. Þeir
nemendur, sem ná framhalds-
einkunn geta einnig haldið á-
fram námi í Stýrimannaskólan-
um í Rvík, en fyrirhyggjusamt
þykir fyrir unga menn, sem ætla
aö leggja fyrir sig stjórnun á sjó
að afla sér állra réttinda með
framtíðina fyrir augum.
Kathrein
sjónvarps og loftnetskerfi fyrir fjölbýlishús
og einstakar íbúðir. Loftnet fyrir allar rásir.
Allar nánari upplýsingar fúslega veittar hjá
umboðinu.
GEORG ÁMUNDASON & CO.
Suðurlandsbraut 10. Sími 81180 og 35277.
Skrifstofustúlkur
óskast til starfa sem fyrst. — Verzlunar-
Kvennaskóla- Samvinnuskóla- eða hliðstæð
menntun áskilin.
Upplýsingar veitir Starfsmannadeild.
Rafmagnsveitur ríkisins
Laugavegi 116. Sími 17400.
SKOT-NAGLAR
Margir kánnast við söguna af
gatinu á brúnni, sem forystusauð-
irnir steyptust niður um og s'iðan
kom hjörðin á eftir og fór sömu
leið.
í>að er víst eðli bæði manna og
dýra að elta í blindni þá, sem á
undan fara. hvort heldur það er
fram af hengiflugi eða niður um
gat á brú
Vísir, 23. september 1971, fræðir
okkur um stærsta umferðargat,
sem um er getið til þessa. Niður
um þetta gat steypást alltof margir
daglega, og gatið heldur áfram að
stækka dag frá degi án þess að
minnsta raunhæf tilraun sé gerð til
að byggja yfir það.
Vísir segir að fjöldi tjóna hafi
aukizt um 22,7% fyrri hluta þessa
árs, og tjónáverðmæti um 74,3%
og fjöldi slasaðra í Reykjavík um
30% á sama ti'ma,
Hvað skal lengi svo fram halda,
án þess að eitthváð raunhæft verði
reynt að gera?
Ég held þó, að flestum sé það
ljóst, aö margir af þeim, sem slas-
ast í umferðinni, ná sér áldrei til
fulls, og alltof margir týna' lifinu
auk margs annars, sem öhjákvæmi-
lega fylgir. svo sem blóð, tár og
óbætanlegt tjón
Það vekur bæði undrun og ótta,
að framkvæmdastjóri Umferðar-
ráðs, skuli lýsa þvi yfir að ,,góð
ráð séu það dýr“, að raunverulega
sé ekkert hægt að gera fyrr en
ljóst er hvað alþingi veitir mikið
fé til þessára mála.
Ég skal samþykkja það. að þau
ráð sem hann nefnir eru bæði dýr
og seinvirk, en ég efa að þau
séu að sama skap; góð. Ekki ætla
ég mér að fara að standa í deilum
viö eða um Umferðarráð, og nota-
gildi þess fyrir umferðina. Hitt
finrísÉmðr þó hæpið, ef á að kenna
fyrrverándi dómsmálaráðherra ein-
um um, hvað gatið stækkar ört
dag fá degi.
Að lokum langar mig tfl að
benda á þann bölvald sem eg tel
mestan V umferðinni. En hann er
tillitsleysið og frekjan.
íslenzka þjóðin er orðin allvel
menntuð, og ekki tel ég okkur vera
verr innrætta en aðra, það sésf bezt
á því, þegar þarf að rétta bág-
stöddum hjálparhönd.
En við erum haldnir dál'ítilli
minnimáttarkennd. en hún brýztút
f tillitsleysi og frekju, af óttá við,
að aðrir séu .að gera á hlut okkar,
en það þolum við verr en flest
annað.
Ég trúi þvf að hægt sé að kenna
okkur bæði tillitssemi og umburðar-
Iyndi í umferðinni. án þess að
kostá miklu til.
Ég trúi þvf ennfremur, að kennsla
í þessu sé happádrýgsta leiðin til
að sigrast á slysum og tjóni.
Ég veit, að hver sem temur sér
tillitssem; í umferðinni leggur sitt
af mörkum til að byggja rrpp !i
gatið á brúnni.
Ég trúj því, að ökukennarar muni
fúsir að auka þennan þátt kennslu
unnar án aukagjalds. (Enda mætti
kannski að skaðlausu draga dálítið
úr kennslu um afsalútt rétt í um-
ferðinni, því það er svo margf ó-
vænt og óviðráðanlegt sem getur
gerzt f henni.
Ég þykist vita. að til sé fólk,
sem erfitt yrð; að kenna þennan
þátt umferðarinnar. En það ætti þá
að vera hægt að hvila það á
akstri einn og einn dag i einu, án
þess að kosta miklu til í skriffirmsku
eða dómsskjölum.
Það geta alHr séð sem vilja, og
eitthvert vit hafa á umferð, að hér
er ekki lengur um umferðarmerm-
ingu að ræða. heldur hrollvekju.
Þess vegná er ekki hægt að bíða
og aðhafast ekkert jákvætt.
Ingi Guðmundsson,
Álftamýri 40.
V1S8R
Ódýrari
en aárir!
SHODtt
LEÍGAN
AUÐBREKKU 44-46.
SIMI 42600.
Consul 315
árg. ’62 til sölu til niðurrifs. Uppl. í
85193 eftir |d. 6.
Verkamenn
óskast strax. — Upplýsingar í sðna 8§S9Q.
BREH>HOLT HF.
Lágmúla 9.
Sinfómuhliómsveit Islands
Orðsending til
áskrifenda
Þeir, sem tilkynnt hafa endumýjun og/eða pantað
áskriftarskírtéini, em góðfúslega beðnir að vitja
þeirra nú þegar eða í allra síðasta lagi 1. október.
Ársefnisskrár má vitja í bókabúð Lárusar Blöndal,
bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og í Ríkisút-
varpið Skúlagötu 4.
Athygli er vakin á því, að sætin eni tölusett.
Fyrstu tónleikamir verða f Háskólabíói fimmtudaginn
7. okt. Stjórnandi George Cleve og einleikari Jörg
Demus.