Vísir - 29.09.1971, Side 16
Þriðjudagur 28. september 1971
Engar fréttir
i útvarpi
og sjönvarpi
Frá og með aðfaranótt föstudags
hættir allur fréttaflutningur í
danska útvarpinu og sjónvarpinu,
eftir að danska útvarpsráðið hefur
hafnað miðiunartillögum sátta-
';emjara.
Fréttamenn við útvarp og sjón-
varp fara í verkfall, og það kemur
niður á öllum fréttásendingum og
öðrum þáttum, sem byggjast á
framlögum fréttamanna og ljós-
myndara.
Samúðaraðgerðir eru ráðgerðar
hjá fréttastofum til að hindra, að
fréttaefnj berist til útvarps og sjón-
varps, meðan deilan stendur.
Meðal annars er deilt um birt-
ingarrétt á efni. — HH
Lubbaskapur setur rakara í vanda
— Ungir og aldnir kærulausir með hárhirbingu
— Margir rakarar hafa hætt i faginu
„Við erum að reyna
að vekja fólk til umhugs
unar um, að það þarf að
snyrta sítt hár, ekki síð-
ur en stutt — og þess
vegna förum við þessa
auglýsingaherferð nú“,
sagði Páll Sigurðsson,
formaður Rakarameist-
arafélags Reykjavíkur er
Vísir hafði tal af honum
í gær.
Sagði Páll að nú hefði mjög
harðnað á dalnum hjá hársker-
um.
„Það eru ekk,- bara ungling-
ar sem safna hári og láta það
vaxa, án þess að snyrta það —
eldri menn eru líka orðnir kæru-
lausari með hár sitt“, sagði Páil,
„og þetta hefur orsakað sam-
drátt í stéttinni. Margir rakarar
hafa hætt í faginu og aðrir bíða
eftir að finna starf við hæfi —
það eru ekki allir sem geta
dembt sér út í erfiðisvinnu,
kannskj komnir á miðjan ald-
ur“
Sagði Páil að eitthvað yrði að
gera' til að vekja fólk til með-
vitundar um hársnyrtingu.
„Útlendingar sem hingaö
koma eru hissa á að sjá hér vel-
klædda unglinga með hippahár.
Þótt hárið sé sítt, þá þarf ekki
síður að snyrta það tii, þvo það
og greiða og ég veit að þetta
Útflutningur á kisilgúr fyrir 32 milljónir i septenmber:
Húsmæður vinna við útskipun
Útflutningur á kísilgúr er
meiri í september en nokkru
sinni fyrr á einum mánuði.
Verða samtals flutt út 2.800
tonn í rnánuðinum og er verð-
mæti þessa magns 31—32 millj-
ónir króna. Útflutningur á kísil
gúr í ágúst og september mun
’~á nema liðlega fjögur þúsund
tonnum.
Kísilgúrverksmiðjan við Mývatn
framleiðir nú um 1900 tonn á mán
uði og hefur vart undan. því mikil
eftirspurn er eftir framleiðslunni.
Er megnið af henni selt til A-
Evrópu. Johns Manville hefur opn
að skrifstofu á Húsavík og veitir
Höskuldur Sigurgeirsson henni for-
stöðu.
Útflutningurinn hefur skapað mik
ið fjör við Húsavíkurhöfn og skipa
komur þangað tíðar. Hafa komið
þangað um 20 skip á mánuði aö
meðaltali í sumar. í gær var verið
að skipa út 200 tonnum af kísilgúr
og varð að fá nemendur úr gagn-
fræðaskólanum til að vinna við út-
skipunina því aðeins tveir verka-
menn voru á lausum kili til þeirra
starfa. 1 morgun var byrjað að
skipa út 400 tonnum og aftur hlupu
gagnfræðaskólanemar undir bagga.
Einnig hafa húsmæður frá Húsavík
og af Tjörnesi tekið „tarnlr" við út-
skipun við og við. Vinna þær þá
í lestunum og þykja ekki gefa
karlmönnum neitt eftir í afköstum.
- SG
Byrja á smíði þaksins
er tímabundið ástand. sem breyt
ist hér eins og annars staöar.
Til dæmis er ástandið að batna
í London, en í Danmörku hafa
hárskerar átt í erfiðleikum aö
fá menn í stéttina. Margir sem
safna síöu hári. láta duga að
það sé klippt af því heima fyrir
— mömmurnar hjálpa þá upp á
sakirnar eða kærustur“. — GG
Margir rakarar hafa hætt að vinna við sltt fag — sfða b3rf& er
nefnilega klippt f heimahúsum — „ekthvað verður að gera tiI að
vekja fólk til umhugsunar“, segja rak^cac.
wíW**ií&*
— Nýstárlegur hyggingarmáti viðhafður
i Straumsvik
• „Þeir eru að reisa um
fjörutíu þúsund tonna
súrálsgeymi í Straumsvík og
byrja á srníEi þaksins,“ var
Vísi sagt í óspurðum fréttum
í gær. Skiljanlega þótti okkur
fyrrgreint undarlegur bygg-
ingarmáti og snöruðum okkur
því suður eftir, því að sjón er
alltaf sögu ríkari.
Viti menn, á svæöinu var haf
in smíði súrálsgeymis með þeim
hætti er frá var skýrt. Búið var
að reisa grunninn, en þar ofan
á hvolfdist þakið, en útveggi
var hvergi að sjá.
Er við tókum að spyrjast fyr
ir um þá fengum við kynleg
svör sem fyrr. „Við skrúfum upp
geyminn og bætum stálplötum
neðan viö veggina jafnóðum,“
útskýrðu verkamennirnir á svæð
inu, rétt eins og ekkert væri
sjálfsagðara.
Málin tóku aö skýrast eilítið
er komið var nær geyminum.
Kom þá 1 ljós, að útskýringarn-
. j . t
ar, sem við höfðum fengiö voru
réttar í bókstaflegum skilningi.
Með sérstökum hjólaútbúnaöi er
það gert kleift, að snúa geymin
um sem tappa á flöskustút og
£ hvert sinn sem geyminum hef
ur veriö snúið er mögulegt að
bæta nýrri stálplötu £ vegginn.
Einfalt, ekki satt?
Það er sænskt fyrirtæki, sem
hefur einkarétt á þessum bygg
ingarmáta og reisir súrálsgeym-
inn £ Straumsvfk.
Að sögn forsvarsmanna álvers
ins var þessi leið farin viö
smíði geymisins þar eð hún er
tvimælaiaust fljótlegri en aðrar
sem þekkjast. —ÞJM
Stúdentar mótmaela
byggingu verkamanna-
bústaða, eHihermíía og
hjónagarða stúdenta
Unnið að frágangi hvolfþaks súrálsgeymisins. Hægt og sígandi mun þakið svo hækka upp í
55 metra hæð. Ef vel er að gáð má sjá skrúfganginn á útveggjunum.
• Stjórn Stúdentafélags Háskóla
íslands samþykkt; á fundi sin-
um þann 16. september 1971 eftir-
farandi ályktun með öllum greidd-
um atkvæðum. Ályktun þessi er
send öðrum stúdentasamtökum,
byggingasamvinnufélögum, opinber-
um ráðamönnum, stjórnmálaflokk-
um og fjölmiðlum.
„Háþróuðum iðnaðarþjóöfélögum
fýigja ýmis illleysanleg vandamál,
sem við enn erum að mestu laus
við. Miklu fé og fyrirhöfn er nú
eytt til að leysa stórborgarvanda-
mál, en orsaka þeirra er að leita
áratugi aftur i tímann er þekk-
ing manna á samfélaginu var
miklu minni en nú. Er. m. a. reynt
að sporna viö þeirri þróun, að ein-
stakir þjóðfélagshópar einangr; sig
í mannhafinu, með því að blanda
þeim saman.
Farið er að bera' á þessari öfug-
þróun hér á landi t.d. með bygg-
ingu verkamannabústaða, elliheim-
ila og hjónagarða stúdenta.
Stjórn S.F.H.Í. beinir því þeirri
áskorun til almennings og viðeig-
andi ráðamanna að leysa vandamál
augnabliksins á annan hátt en á
kostnað framtíðarinnar. Stjórnin
vill með ályktun þessaci aðeins
vekja athygli, ekki sizst stúdenta, á
þessum vandamálum."
Með beztu kveðju.
Stiúdentafélag Háskóla íslands.
Vinnuveitend-
ur á fund með
forsætisráð-
herra
• Fulltrúar vinnuveitenda munu
dag ganga á fund forsætisráð-
herra til að gera honum grein fyrir
viðhorfum þeirra ti; samningamál-
anna og stöðu atvinnuvega lands-
manna. — Að þvi er Barð! Frið-
riksson. hjá Vinnuveitendasam-
band; Islands sagði x viðtali við
Vísi er ekki við því að búast, að
atvinnurekendur komi með gagn-
tilboð við kröfum verkalýðsfélag-
anna næstu daga. Á morgun munu
atvinnurekendur halda fund með
9 manna nefnd ASl. — VJ