Vísir - 02.11.1971, Blaðsíða 3

Vísir - 02.11.1971, Blaðsíða 3
V I S I R . Þriðjudagur 2. nóvember 1971. m a í MORGUN UTLÖNDI MORGUN UTLÖND I MORGUN UTLOND I MORGUN UTLOND ,Str';Ó þá og þegar Fer U Thant tíl Pakistan að bera sáttarorð á milli? í Pakistan sögðu opinber ir aðilar á mánudag, að nauðsyn bæri til að ein- hver gripi inn í ef stríð brytist út milli Indlands og Pakistan og á Allsherjar- þingi Sameinuðu þjóðanna sagði sendimaður Pakist- ans, Muhammeð Ali, að bezt væri ef U Thant gæti farið austur þangað og at hugað hvað hægt væri að gera og leggja síðan fram friðartillögur. U Thant svaraði þvl til að hann myndi ræða þessa uppástungu við Indíru Ghandi forsætisráðherra Indlands þegar hún kemur í heim sókn til aðalstöðva Sameinuðu þjóð anna á morgun (miðvikudag). Sali sagði á blaðamannafundi í gær, að.stríð gæti þá og þegar brot izt út á indversk-pakistönsku landamærunum. Pakistanir reikna með að Indverjar haifi sti'llt upp níu herfylkjum við landamæri Aust ur-Pakistans og 27 herfylkjum við landamæri Vestur-Pakistans. Hvert herfylki smanstendur af 18.000 manns. Þá segja Pakistanir að Indverjar hafi rofið landamærín á 117 stöð um — eða séu tilbúnir meö tæki til að rjúfa þau á svo mörgum stöðum, og þar fyrr utan hafi þeir síðustu dagana flogið 27 sinnum inn yfir yfirráðasvæði Pakistana. Spillir fyrir heimkvaðningunni Johnson var of háður ráðgjöfum i utanríkismálum" — en framúrskarandi i innanrikismálum Johnson fyrrum forseti Banda rtkjanna var snjallari en Roose- velt og Kennedy í því að fá þing ið til að samþykkja stefnu sína. Þetta segir hinn kunni hagfræð ingur John Kenneth Galbraith í umsögn um endurminningar Johnsons. Hann hrósar Johnson einnig fyrri gott mat og skilning varðandi innanríksmálin svo sem kynþáttamálin, menntun, heilbrigðismál og baráttu viö fátækt. Hinn mikli veikleiki Johnsons hafi verð skortur hans á skilningi á utanríkismál unum og í þeim efnum hafi hann trevst um of á nánustu ráðu- nauta sína. I umsögn í blaðinu Saturday Reviev segir Galbraith að John son sé mjög flókinn persónuleiki og þess vegna sé flókið mál að meta stjórn hans. Bandaríski hermálaráð- herrann Melvin Laird sagði í gær, að niðurskurð ur á aðstoð Bandaríkjanna við önnur lönd kynni að gera stjórninni örðugra að kalla allt herlið heim frá Víetnam. Laird lýsti þessu yfir eftir klukkustundar iangan fund með Nixon forseta. Hann sagði að styrkja yrði Suður-Víetnam bæði efnahagslega og hemaðarlega. ef svokölluð „v(etnamisering‘‘ Nixons ætti að heppnast. Ráðherann taldi að hernaðarlegur stuðningur Bandaríkjanna við Suð ur-Víetnam yrði ekki skertur þrátt fyrir að þingið felldi á föstudaginn frumvarp stjórnarinnar um aðstoð við erlend ríki. Tillaga um að veita Suður-Víetnam 500 milljónir dollara (44 milljarða króna) efna- hagsaðstoð var hins vegar felld með frumvarpinu. Laird leggur í dag af stað í viku ferðalag til Víetnam. Er talið að John Kenneth Galbraith. Atómsprengiiig í vikunni Bandaríska utanríkisráðuneytið Iýsti yfir í gærkvöldi að tilrauna- kjamorkusprenging yrði gerð á Al- jútaeyjum einhvem tíma frá þriðjudegi til fimmtudags í þessari viku. Miklar deilur hafa verið um þessa sprengingu og hún hefur verið gagnrýnd bæði í Bandaríkjunum og í öðrum löndum. skýrsla, sem hann mun gefa Nix- on eftir förina muni hafa mikil á- hrif á yfirlýsingu, sem forsetinn mun gefa síðar í nóvember um brottflutning bandarískra hermanna frá Víetnam. Búizt hefur verið við því að Nixon tilkynni, að flýtt verði heimköllun hersins. Sem stendur koma um 14 þúsund banda rískir hermenn heim frá Víetnam í mánuði hverjum. Umsjón Haukur Helgason Samdróttur í efnahagsmólum Vestur-Evrópu Atvinnuleysiö í Frakklandi hef- ur vaxið um 20 prósent. Því veldur samdráttur í efnahagsmálum í V- Evrópu. Raðir atvinnuleysingja hafa myndazt við skrifstofur ráð'.i ingarstofa og styrkgreiðslustofnana Atvinnuleysingjarnir voru 340 þúsund í byrjun nóv. í fyrra, en munu nú 450 þúsund. Þó eru þetta aðeins 1,5 prósent vinnufærra rnanna, en menn óttast að nú stefni mjög til hins verra í at- vinnumálum. Dóml mótmælt Dómprófastur ensku biskupa- kirkjunnar í Jóhannesarborg, Gori ville French-Beytagh var í gær dæmdur í fimm ára fangesi fyrir brot á Iögum um starfsemi gegn ríkisstjóm Suður-Afríku. Dómprófasturinn er 59 ára og kunnur fyrri opinskáa andstöðu sína við aðskilnaðarstefnu stjóm- valda í kynþáttamálum. Hann var sekur fundinn um þrjú af tíu á- kæruatriðum, þar sem sagt var, að hann heföi átt þátt í hermdarverk- um. Verjandi hans sagði, að gerð ir dómprófastsins hefðu stjórnazt af skyldurækni hans við guð og menn. Dóminum var mótmælt í gær- kvöldi og í morgun víða um heim meðal annars í aðalstöðvum Sam- einuöu þjóðanna, víða í Afriku og í brezku morgunblöðunum. Tító kostar Nixon hálfa milljón atkvæða „Heimsókn Títós Júgóslavíufor- seta til Bandarikjanna og vinsemd Nixons viö hann mun kosta Nixon hálfa milljón atkvæða f næstu for- setakosningum“. Þetta segja full- trúar júgóslavneskra manna, sem flýöu Júgóslavíu undan veldi Títós. Mótmælendur voru í Washington í gær vegna heimsóknarinnar. — Júgóslavarnir sögðu aö í þeim hópi væru margir, sem hefðu misst // ættingja sína sem hefðu fallið fyrir „böðlum Títós“. Júgóslavneskir flóttamenn hafa látið m'kið til sín taka að undan- förnu og meðal annars framiö hermdarverk í Svíþjóð. Annars er litið á heimsökn Títós sem enn eitt merki um viðleitni Nix ons til að bæta sambúðina við kommúnistaríkin. 5000 FÓRUST í FLÓÐUM A.m.k. 5000 manns létu lífið þegar kröftugur hvirf ilvindur og 4.5 m há flóð- bylgja skall á strandríkinu Orissa á austurströnd Ind lands rétt fyrir síðustu helgi. Fylkisyfirvöád þar eystra til- kynntu um atburð þennan á mánu dag en óábyrgar fregnir frá höfuð borg fylkisins, Bhubaneshwar, herma að allt að tvöfalt fleiri hafi látizt en gefið hefur verið upp, Hvirfilvindurinn kom verst nið ur í Cuttack héraöi sem er um 350 km sunnar en Kalkútta, en ein- mitt á þeim stað geysa oft heims- ins verstu stormar. Óhætt mun að fulvrða að a.m.k. 4 milljónir manna eigi nú um sárt að binda vegna náttúruhamfaranna. Það var um svipað leyti í fyrra að flóöin miklu urðu í Austur-Pak istan og hundruð þúsunda ef ekki miHjónir manna biðu bana. Fréttir af flóðunum í Indlandi eru enn mjög óljósar. Frá þeim var fyrst skýrt síðdegis í gær, þótt nokkrir dagar muni hafa verið liðnir. Tölur um manntjón eru einn ig mest ágizkun og indverskir að- iiar óttast að manntjón kunni að vera miklu meira, þótt það sé ekki vitað. Tító og Nixon í Hvíta húsinu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.