Vísir - 02.11.1971, Blaðsíða 6

Vísir - 02.11.1971, Blaðsíða 6
V í SIR. Þríðjudagur 2. nóvember 1971, Gatan heitir Þjórsárgata og jbað var engu likara en ÞJÓRSÁ BELJAÐI NIÐUR LITLU Ein minnsta gata borgarinn- ar ber nafn stærsta fljóts lands- ins — Þjórsárgata heitir hún. Og um helgina, þegar engu var iíkara en syndaflóö væri aö hefjast breyttist gatan skyndi lega í beljandi á. Loksins stóð gatan fyllilega undir nafni, sögöu íbúarnir við þessa götu, sem er milli flugvallarins og vörugeymsluhúsa Hafskips, þar sem áöur var Tfvolí Reykvík inga. Borgarstarfsmenn hafa verið fullsparstunir á niðurföllin, — aöeins eitt f götunni og allt rennur niður að þessu eina nið urfalli. „Við vorum búnir að benda á hvernig færi," segja íbúar við götuna, og vísa á heljarstóra tjörn, sem hafði myndazt eftir vatnsflauminn, enda þótt niöurfallinu væri haldið fríu viö rusl. „Hvað ger ist í vetur, ef mikiö snjóar og asahláka veröur?“ spurðu þeir og engin furða' þótt spurt sé. Strákurinn á myndinni var hins vegar ánægður með gang mála. íklæddur idíánabúningi öslaöi hann í vatninu og kunni mætavel við sig. \ Vanræksla á réttar- — segir aðalfundur Verzlunarráðs Islands Afnám aðstöðugjalda og landsútsvara — rýtt verðmyndunarkerfi meðal kröfugerða þingsins Verðmyndunarkerfi í líkingu ð það sem tíðkast hjá ná- •annalöndunum er ein af kröf n þeim sem birtast í ályktun n aðalfundar Verzlunarráðs ís nds, en fundurinn stóð um ;Igina. Skorar fundurinn á rík- stjómina ab hverfa frá álagn- itrarkerfi því, sem ríkt hefur og fýnzt hefur þióðinni skrðlegt l jafnframt sljóvgað verðskyn Imennings, eins og segir i álykt 'in'nni Jafnframt er bent á nauð syn þess að setja lög um varn- ir gegn einokun og hringamynd- un, sem og öðrum samkeppnis- hömlum. Fundurinn bendir á, að reynslan 'iafi afsannað þá kenningu að frjáls ir viöskiptahættir hentuðu ekki hér I ve^na einhæfs atvinnnlffo og tak- ^ markaöra gjaldeyristekna. i Meðal þeirra mála, sem aðaífund ur V.í. tekur fyrir eru gjaldþrota- mál og átelur fundurinn, að gild- andi lögum um meðferð gjaldþrota mála. sérstaklega að því er varðar rannsókn þeirra hefur ekki verið framfylgt sem skyldi. Fundurinn telur að hér sé um alvarlega van- rækslu á réttargæzlu að ræða. Þá leggur fundurinn til aö að- stöðugjöld og.landsútsvöir verði af- numin, enda tíðkist slíkir skattar hvergi nema hér og raunar viður- kennt að þar sé um m.iög gallað skat'tform að ræöa. Aðalfundurinn lýsi.r ennfremur því áliti sínu að '■taðgre!ð-’”,"irfi skrttn heri ekki að tai’ unp hér með hliðsjón af reynslu annarra þjóða. — JH WMWHaMgBBEBM5«aHaaB——t mmmm Húsnæðis- vandræðin A. Þ., kona skrifan í austurbænum „Vegna fréttar á forsíðu Vísis 27. þ. m. um ung hjón, sem fengu húsaskjól f geymslu á Kleppsvegi, langar mig að senda ykkur nokkrar línur. Það gerist ugglaust margt í Reykjavík, sem maöur veit ekki um. En nú vitum viö, ReykvYkingar, um svona tilfelli við bæjardymar hjá okkur. (Og vej nú þeim, sem segja, að þau heföu bara getað veriö kyrr í Hveragerði). Hér er til mýgrútur af alls konar mannúðarfélögum, en þau eru flest, ef ekki öll uppi- standandi fyrir almenn sam- skot í mynd merkjasölu, happ- drættis eða einhverju öðru. En það virðist vanta eitt góðgerð- arfélag, sem kalla mætti hús- næðisvernd. Hvað um það. Fýrst við skatt píndu þegnarnir eigum að standa undir þessu — og gerúm það yfirleitt meö glöðu geöi, — þá munar oljkur víst ekki um að safna handa þessu fólki, svo að það fái fyrir fyrstu út- borgun í íbúð. Með öll þessi blessuð litlu börn fær þaö aldrei leigt. — Ég skora á Reykvík- inga að hlaupa undir bagga meö þeim.“ Fá Fischer og Spassky hingað? G. skrifar „Ég hef verið að velta þvi fyr ir mér hvort ekki sé möguleiki fyrir íslenzka skákmenn (með aðstoð ríkisins) að bjóða þeim Fischer og Spassky að heyja ein vígi sitt hér á landi. Fjöldi á- hugamanna og fréttamanna fylgir þeim, svo að töiuverður gjaldevrir ætti að koma inn í landið. I framhaldi af þessu má spyrja, hvers vegna Island hef- ur ekki verið boðið sem fimdar- staður fyrir hinar ýmsu sam- kundur svo sem Víetnam og Salt-fundina og mai-gar fleiri ráöstefnur og þar með stuðla að nálgun heimsfriðar. ísland yrði í sviðsljósinu og skýrt yrði frá fréttum frá fslandi í fjölmiðium víða um heim. Líkur eru á, að greinar um landið yrðu birtar og almenningur úti f heimi fengi betri og meiri vitneskju úm landið en þá, sem það fær af nafn; þess, ísland. Eða er Island ekki nógu hlut- laust, til að hægt sé að haida hér pólitískar ráðstefnur??*‘ Formósa og S.Þ. S. N. skrifan „Nú er atkvæðagreiðslu um aðild Kína að Sameinuðu þjóö- unum lokið og Formósa úr leik, að sinni. I sjónvarpinu létu svo leiðtogar stjórnmálaflokkanna álit sitt í Ijós um úrslit málsins. Þess var naumast annars að vænta en aðstandendur stjómar- innar væru ánægðir, þótt mis- jafna áherzlu legðu á þetta. Einna tilkomumestur þeirra þótti mér vera herra Arnalds. Ef látið er óátalið orðbragð hans um fyrrverandi ríkisstjóm, sem væntanlega er uppeldinu að kenna, fannst mér hann samt furðu skeleggur I mörgu, sem hann sagöi. Já, aöild Formósu er sjálfsagt ærið umdeilanleg og ég er herra Arnalds samdóma í þvV, að eigi nokkur að répresentera Kína þá sé þaö það sjálft en ekki hluti þess sem Formósa óumdeil anlega er ennþá, hvað sem síð- ar kann að verða. En svo kemur til álita, hvort víkja beri For- mósu úr samtökunum í stað þess að gefa Kína tvö atkveeði, þótt illa kynnu að nýtast sem stend- ur. Ef litið er á málið þannig, að ’i samtökum Sameinuðu þjóö anna skuli eingöngu sitja full- valda riki með eigin stjóm, sendiráð o.s.frv. og þannig held ég aö herra Amalds líti á málið, þá er alveg Ijóst, að Formósa á þar ekki heima. En þá kemur í ljós, að svo mun ástatt um fleiri. Tveir aðilar hafa dinglað í samtökunum frá stofnun þeirra og báðir með sömu ef þá ekki öllu lakari aðstöðu í ríkismálefn um sínum en t.d. Texas í USA eða Manitoba' í Kanada. Þessir aöilar em Hvíta-Rússland og Úkranía, sem aðeins em fylki í Sovétríkjunum og representera ekki einu sinni sig sjálf, ekkert, aðeins gjafaatkvæði til Sovét. — Formósa hefur þó státað af því, að hafa representerað Kínaveldi og haft víða sendiráð, en þess- ara tveggja sovézku fylkja er yfirhöfuð hvergi getið í heims- pólitíkinni. Ég vænti því þess, að herra Amalds takj nú rögg á sig og vinni ötullega að því, að þessum sovézku fylkjum verði vikið úr samtökunum og sýni með því, að undirlægjur einskis stórveldis viljum vér ís- lendingar vera“. HRINGIÐ í SÍMA1-16-60 Kl. 13-15

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.