Vísir - 02.11.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 02.11.1971, Blaðsíða 8
'.*>•■-Ktajr. S V1SIR. Þriðjudagur 2. nóvember 1971. Utgefanai Kramkvæmdastjóri Ritstjóri Fréttastjóri RitstjómarTulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afgi. .!a Ritstjóm Áskriftargjald kr. * lausasölu kr. 12 Prentsmiðja Vísis : KeyKjapreut hf. : Sveinn R. Evjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir Pétursson : Valdimar H. Jóliannrsson : Skúli G. Jóhannesson : Bröttugötu 3b. Simar 15610, 11660 : Bröttugötu 3b. Sími 11660 : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 línur) 195 á mánuði innanlarids 00 eintakið. — Edda hf. Réttmæf aðild Kína fjlutverk Sameinuðu þjóðanna er að vera vettvang- ur ríkja heims til að leysa vanda þeirra og ágreining. Sameinuðu þjóðirnar eru fyrst og fremst friðarstofn- un, sem beinir afli sínu til að leysa misklíðarmálin og bæta úr skorti. í þessum efnum hafa samtökin unnið mikið starf, og þau hafa á ýmsum sviðum megnað að stöðva blóðbað og yfirgang, þótt langt sé í(land, að friðarhorfur og sambúð þjóða sé sem skyldi. Það er frumskilyrði þess, að Sameinuðu þjóðirnar geti rækt skyldur sínar, að þær séu raunveruleg sam- tök þjóðanna. Þess vegna er nauðsynlegt, að allar þjóð ir eigi fulltrúa á þingum Sameinuðu þjóðanna, og þar fari fram skoðanaskipti um vandamál í sambúð þjóða. Séu deilumálin svo örðug, að þau verði ekki leyst með skoðanaskiptum og umræðum milli fulltrúa ríkis- stjórna og málamiðlun annarra á vettvangi Samein- uðu þjóðanna, þá yrðu þau ekki auðleystari, ef ein- hver ríki stæðu utan samtakanna. Það hefur því verið þrándur í götu friðarstarfi samtakanna, að ríkisstjórn fjölmennasta ríkis veraldar, kínverska alþýðulýðveld- isins, hefur ekki átt fulltrúa í þeim þar til nú. í samræmi við hlutverk Sameinuðu þjóðanna að vera svið málamiðlunar í heiminum hefur ekki verið um það spurt, hvort stjómir hinna einstöku ríkja hafi fengið völd sín með lýðræðislegum kosningum eða í skjóli hervalds- Æði mörg ríki mundu einnig falla út, ef aðeins lýðræðisríki ættu þar sæti, og samtökin yrðu næsta lítils megnug í friðarstarfi sinu. Mörg af fjöl- írlennustu ríkjum heims eru ekki lýðræðisríki, svo sem Kína, Sovétríkin, Brasilía, Pakistan, Spánn, Suður- Afríka, Argentína og Grikkland, og er þá fátt eitt talið af þeim sæg. Ríkisstjómin í Peking ræður milli 700 og 800 millj- ónum manna. Kínverska alþýðulýðveldið verður auk þess sífellt öflugra herveldi. Það ræður yfir kjarnorku- sprengjum og langdrægum eldflaugum. Aðild þess að Sameinuðu þjóðunum tryggir ef til vill ekki heims- frið, en án þátttöku Kína væri engin von um sættir og samkomulag, sem gæti afstýrt heimsógæfu. Með samþykkt á aðild Pekingstjórnarinnar að Sam- einuðu þjóðunum hafa þjóðir heims einungis viður- kennt staðreynd, sem ekki er unnt að afneita. Sam- einuðu þjóðirnar eflast, og þær verða nú fyrst sá raun- verulegi vettvangur þjóða, sem þær vom ekki, meðan fimmtungur mannkyns var þar utan dyra. Pekingstjórnin hefur að undanförnu vikið frá þeirri einstrengingslegu afstöðu til heimsmála, sem hún hafði löngum fylgt. Aðildin að Sameinuðu þjóðunum getur ekki orðið til annars en að vílcka sjóndeildar- hring Kínverja og draga þá lengra út úr einangruninni. Þótt æskilegra hefði verið, að Formósa hefði einnig átt sæti í Sameinuðu þjóðunum, þá ber að fagna því, að ríkisstjórn fjölmennasta ríkis heims tekur nú sæti i samtökum þjóðanna. Bandarískur almenningur vill ekki hjálpa Vestur- Evrópu í stríði Niðurstöður skoðanakannana benda til þess — einangrunarstefnunni vex fylgi unum og á „þeirra svæði“. Af láglaunáfólkj í Indianapoli nöfnuðu 63% á móti 37% „algerri" og „verulegri" aöstoð við Suður-Ameríkurfkin, ef þau yrðu fyrir árás annarra. Þessi könnun var gerð, áður en atkvæöi voru greidd um Kínamálið á þingi S.Þ. Þessi viðhorf eru, og voru einkum þá algerlega í andstöðu við rikjandi stefnu bandarískra stjómvalda og forystu stjóm- arandstöðunnar. Þessi úrslit eru í samræmi við úrsiit annarrar könnunar, sem gerð var áður í öörum hlutum Bandaríkjanna. 1 einu af Vesturríkjunum höfnuðu menn algerri og verulegri að- stoð við Suöaustur-AsVuríki einnig með hlutfallinu 61% gegn 39%. Hins vegar munaði þar mjóu í svörum við þessari spurningu um Vestur-Evrópu, ísrael og Suður-Ameríku, en einnig þar voru fleiri andvígir verulegum stuðningi við þessi riki, ef á þau yrði ráðizt af öðrum.; iomsvt.. Meirihluti bandarísku þjóðarinnar vill ekki að Bandaríkin komi öðrum þjóðum til hjálpar, ef á þær yrði ráðizt. Þetta gildir fyrst og fremst um fjarlæg ríki, til dæm is Suður-Víetnam, en jafnvel einnig um þær þjóðir, sem Bandaríkja- mönnum þykir „vænst um“, þjóðirnar í Vestur- Evrópu og ísraelsmenn. Þetta eru niðurstööur skoð- anákannana, sem gerðar hafa verið víða um landið. Einangr- unarstefnan á eins og alltaf hef ur verið mest fylgi í miðfylkj- unum. Andstaðan við hvers konar áðstoð við aðrar þjóðir vex þar svo ört, að hætt er við, að, rikisstjóm Nixons tnunl eiga érfitt með að halda áfram fyrri stefnu i^inni, segja,,.skoðanar, könnuðirnir. Spurt var um af- stöðu almennings til hemaðar- legrar aðstoðar við aðrar þjóö- ir. „Vilduð þér, að Bandaríkja- menn veittu þessum þjóðum hernaöaraðstoð, ef á þær væri ráðizt og þá fullan stuðning, töluverðan stuðning eða mjög litla aðstoð“? 53% andvígir verulegum stuðningi við V-Evrópu og ísrael íbúar í borginni Indianapolis; höfnuðu gersamlega bæði full- um stuðningi og takmörkuöum stuðningi við bandamenn Bandarikjanna í Vestur-Evrópu, ísrael, Suðaustur-Asíu og Suður- Ameríku, sem yrðu fyrir árás. Um Suðaustur-Asiu komu úrslit in ekki á óvart, en þar (l Suður Víetnam) hafa Bandarikjamenn staðið í 10 ára striði, er verður æ óvinsælla. 61 af hverjum 100 vísaði á bug bæði algerum og takmörkuðum stuðningi við þessi rfki, ef þau yrðu fyrir árás, sem sýnir Viðhorfin til Víetnamstrfðsins í ským ljósi. Hins vegar var meirihlutinn minni um aðstoð við Vestur- Evrópuríki og fsrael. Hlutföllin voru þau sömu I báðum þeim tilvikum. — Með 53%, gegn 47% vildj fólk mjög litla að- stoð eða engan stuðning, en vísaði á bug algerum stuðningi eða takmörkuðum stuðningi við ríkj Vestur-Evrópu og ísraels, ef á þessi rlki yrði ráöizt og gilti það jafnvel um jafnein- dregna bandamenn og Vestur- Þjóðverja. Hefur misst áhugann á Suður-Amerflíu Fólk hefur jafnvel misst á- hugann á að aðstoða' rikin í Suður-Ameriku, sem þó hafa verið talin tengdust Bandarikj- Suðurríkjamenn líkleg- astir til að aðstoða í einu af Suðurríkjunum, sem valið var sem dæmigert um af- stöðu Suðurrikjamanna, sem hafa verið taldir helztu stuðn- ingsmenn stefnu stjórnvalda f Víetnam, voru 54% andvig verulegum stuðningi við Suð- austur-Asíu en 46% fylgjandi. Suðurríkjamenn reyndust hins vegar Kklegastir ti] að vilja veita Vestur-Evrópuríkjum að- stoð. ef á þau yrði ráðizt. 51 prósent var fylgjandi verulegri eða algerri aðstoð við þau ríki, en 49 prósent voru því andvíg. Aðstoð við ísrael „féli á jöfnum atkvæðum“, helmingur með verulegrj aðstoð og helmingur á móti. 51% vildi veita Suður- Amerikuríkjum verulegan stuðn ing í landvömum, ef annað ríkj réðist á þau. Einangrunarstefna kom einn- ig fram, þegar fólk var spurt um afstöðu til ýmissa forystu- manna' flokkanna. ef velja ætti millj þeirra í kosningum. McGovem þingmaður, sem vill hætta afskiptum í Vietnam og raunar víðar fékk mun meira fylgi en menn höfðu búizt við. Jackson þingmaður demókrata, sem er eindregnastur stuðn- ingsmaður Víetnamstrfðsins og aukinnar aðstoðar við ísrael fékk miklu minna fylgi en bú- izt hafði verið við. McGoven þykir þó ekki líklegur tij áð ná kjöri sem frambjóðandi demókrata við næstu forseta- kosningar sem hann sækist mjög eindregið eftir. Kemur þar ýmislegt annað til, og maö- urinn Þykir stundum allvinstri sinnaður. Hefndir vegna Kínamálsins. Mörgum Bandaríkjamönnum hefur alla ttð fundizt, að þeir ættu ekki að gefa mikið fé Demókratinn McGovem, sem saekist eftir formannsembætti er helzti fulltrúi einangrunar stefnunnar. IIIIIIIIIIIE JM) WMÍ Umsjón: Haukur Helgason til stuðnings öðrum þjóðum, heldur nota það f eigin landi. Þeir ættu að hafa sem minnst afskipti af málum annarra. Þessi einangrunarstefna hefur miklu meira fylgi en menn mættu ætla af því að fylgjast með yfirlýsingum foringja í stjómmálum. Stjómmálaforingj ar eru miklu líklegri ti] að vilja veita öörum þjóðum að- stoð, bæði til uppbyggingar og hernaðar. Þvf veldur í fyrsta lagi að þeir þekkja' betur en almenningur ástandið V öðmm heimshlutum og gera sér grein fyrir, hvernig atburðir sam- tvinnast í rtkjum heimsins. Þeir hafa auk þess miklu meiri á- hugá á að styrkja stöðu Banda ríkjanna í heimsstjórnmálum. Almenningur spyr oft: Hvers vegna notum við þessa fjármuni ekk; hér heima til að útrýma fátækrahverfum og bæta úr skorti? Mættj ekki stemma stigu við glæpaöldinni með því að leggja til þess meira fé? Eig- um við ekki fremur að líta ’i eigin barm en styrkja einhver ríki í Afríku eða Suður-Amer íku, sem síðan sparka ’i okkur. þegaT þeim hentar? Þessj við horf koma hvarvetna f ljós við tölum viö almenna borgara. Þetta er hin gamla einangrunar stefna. Hingaö til hefur hennar þó lítið gætt í utanrikisstefnu Bandaríkjanna. Það eru, þegar öllu er á botninn hvolft, stjórn málaforingjarnir, sem taka á- kvörðun um stuðning við aðrar þjóðir eða hafna honum. En einangrunarstefnunnj mun verða meiri gaurnur gefinn á næstunni. Því valda meðál ann ars úrslitin í Kínamálinu á þingj Sameinuðu þjóðania. Stjórnmálamenn urðu reiðir og þiíigið hefur fellt tillögur rikis stjórnarinnar um áðstoð við önnur ríki. Sú skoðun hefur rt.ik ið fylgi, að Bandartkin ættu að hefna sín á þeim. sem greiddu atkvæðj gegn þeim um Formósu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.