Vísir - 02.12.1971, Síða 8

Vísir - 02.12.1971, Síða 8
9 rt5TR. Ffntmtodagur 2. desember 1971, vísir Utgefandi: KeyKjapraat hf. Framkrœmdastjóri • Sveinn R. Eyjólfsson . Ritstjóri • Jónas Krístjánsson íréttastjóri: Jón Birgir*'Pétursson Ritstjómarfulltrúi: Valdimar H. Jóhannesson Auglýsingastjóri: Skúli G. Jóhannesson Auglýsingar: Bröttugötu 3b. Slmar 15610, 11660 Afg. :a : Bröttugötu 3b. Sími 11660 Ritstjóm : Laugavegi 178. Simi 11660 (5 línur) Áskriftargjald kr. 195 ð mánuöi innanlands I lausasölu kr. 12.00 eintakið. Prentsmiðja Vísis — Edda hf. Engin alþýðuást Kommúnistar þykjast gjarnan vera sérstakir stuðn- ingsmenn hvers konar „þjóðfrelsishreyfinga“ úti um allan heim. Þeim hefur fundizt það líklegt til vinsælda að koma fram sem málsvarar uppreisnarmanna úti í löndum, sem bera svo fallegt heiti, þótt oft sé þama um ótínda glæpaflokka að ræða, þegar betur er að gáð.1 Hins vegar eiga svokallaðar þjóðfrelsishreyfing- ar sums staðar í höggi við harðsvíruð stjómvöld. Þessi stefna kommúnista hefur verið í samræmi við „línuna“ frá Moskvu og Peking. Stórveldi komm- únista hafa stutt margs konar uppreisnarmenn, ef þeir hafa barizt gegn stjómum, sem eru andstæðar kommúnistaríkjunum. Sú afstaða á sér ofur augljós- ar orsakir. Það eru hagsmunir eins stórveldis að grafa undan stjómvöldum, vinveittum öðm stórveldi. Ef til vill hafa einhverjir ímyndað sér, að stórveldi kommúnista hafi verið vinsamleg „þjóðfrelsishreyf- ingum“ vegna þess að þau beri hagsmuni alþýðu manna fyrir brjósti, og telji uppreisnarmenn þessa fulltrúa almennings fremur en ríkisstjómir viðkom- andi landa. Þetta er fjarstæða. Áhugi Sovétríkjanna og Kína á þjóðfrelsishreyf- ingum á rætur í ofur venjulegri heimsveldispólitík. Þetta geta menn séð, ef þeir vilja, til dæmis í afstöðu þeirra til Austur-Pakistans. Kínverska alþýðulýðveldið hefur alla tíð verið enn ákafari málsvari „þjóðfrelsishreyfinga" en Sovétrfk- in. Nú vita menn, að í Austur-Pakistan hefur allur landslýður risið gegn einræðisstjóm afturhaldsmanna í Vestur-Pakistan. Þjóðfrelsishreyfing Austur-Pakist- an fékk alla þingmenn kjöma í kosningum fyrir einu ári. f Austur-Pakistan býr fleira fólk en í Vestur-Pak- istan. En afturhaldsmennimir í ríkisstjórn Vestur- Pakistans vom ekki tilbúnir að víkja úr sæti fyrir réttkjörnum fulltrúum alþýðu manna. f þess stað ætla þeir að ganga milli bols og höfuðs á þjóðfrelsishreyfingunni. í því skyni hafa stjómar- hermenn myrt, rænt og ruplað í Austur-Pakistan. Ástandið þarf ekki frekari lýsingu en að minna á, að níu milljónir hafa flúið til Indlands undan stjómarlið- um, yfirgefið aleigu sína og kosið hungurgöngu í framandi landi fremur en að una ofríki valdhafanna. Nú mætti ætla, að það væri í samræmi við alþýðu- ást kínverskra kommúnista, að þeir réttu þjóðfrelsis- hreyfingunni í Austur-Pakistan hjálparhönd. Þama er þó augljósasta dæmið, sem fyrirfinnst, um upp- reisn alþýðunnar gegn einræði afturhaldsmanna. En þessu er ekki að heilsa. Þvert á móti á ríkisstjóm Pakistan enga vini betri en kínverska kommúnista. Kínverskir forystumenn eru tilbúnir að stuðla að því með vopnum og fé, að Ja fa Kan sitji við völd í trássi við almenning. Hvers vegna? Af þeirri einföldu ástæðu, að kín- verskir kommúnistar halda, að Jaja Kan muni sigra. Rogers utanríkisráðherra er enginn vikadrengur Rogers er einna kunnastur fyrir friðarviðleitni í Mið-Austurlöndum og friðartillögumar, sem voru við hann kenndar og leiddu til vopnahlés þar. Nú er mikil hætta á, að stríð brjótist út þar, en Afríkuleiðtogar reyna að miðla málum. Á myndinni eru Afríkumennirnir Senghor frá Senegal og Gowon frá Nígeríu (thægri) en milli þeirra eru Golda Meir og Zalman forseti Israels. Það hefur löngum ver ið haft við orð, að utan- ríkisráðherrar Bandaríkj anna hafi aðeins verið vikadrengir forsetanna. I flestum tilvikum hefur þetta verið nálægt lagi, þótt undantekningar séu til, svo sem í tíð Eisen- howers, en þá var oft sagt, að utanríkisráð- herrann, John Foster Dulles, væri „forseti“ en ekki Eisenhower. — William P. Rogers er ekki vikadrengur Nix- ons þótt forsetinn ráði mestu um stefnuna, eins og bandaríska kerfið ger ir ráð fyrir. Svipaður ferli Nixons Utanrikisráðherra Bandaríkj- anna. sem heimsækir ísland um þessar mundir. er gamall vinur Nixons. Þeir kynntust, þegar þeir voru samtímis iiðsforingjar I sjóhemum árið 1942. Ferill þeirra varð svipaður upp frá því William P. Rogers er sagður atorkusamur starfsmaður, sem heldur sínu jafna geði, hvað sem á bjátar. Hann er sagður viöfelldinn maður og greindur, sem er fljótur að nema stað- reyndir og hefur sýnt þá hæfi leika bæöi sem lögfræöingur og diplómat. Á þessa hæfileika reyn ir slfellt. Rogérs er víðförull maður í ráöherrastarfi slnu, og hann hefur unnið mikið starf við bætta sambúð Banda- ríkjanna og Kína og friðarvið- leitni 1 deilum ísraelsmanna og Araba. Rogers er 58 ára, fæddur 23. júní 1913 I Norfolk og var fað ir hans umboðsmaður trygginga félags Móðir hans lézt, þegar hann var 13 ára, og eftir það ólst hann upp hjá afa sínum og ömmu Vann fyrir sér með uppþvotti og burstasölu Hann tók lögfræðipróf og vann fyrir sér með uppþvotti, burstasölu og umboðsmennsku fyrir hljómsveitir, auk þess sem hann fékk nokkum námsstyrk. Hann varð fimmti I sínum ár- gangi á lögfræðiprófinu Thomas E. Dewey, sem síðar keppti við Truman forseta í for setakosningum, gerði Rogers að aðstoðardómsmála„ráðherra,‘ New York. Eftir aðra heimsstyrjöld varð Rogers aðalráðunautur þing- nefndar, sem gerðj „úttekt" á varnarmálum, og síðar varð hann ráðunautur fjárhagsnefnd- ar og fletti ofan af fjársvikum í því starfi. Umdeild „afhjúpun kommúnista" Um þær mundir var Nixon þingmaður 1 fulltrúadeildinnL IIIIIIIIUII Umsjón: Haukur Helgason Þeir unnu þá báðir að afhjúp un kommúnista I stjórnarkerf- inu, en þau mál urðu fræg og mjög umdeild, og eru það enn. Eisenhower skipaði Rogers dómsmálaráðherra sinn árið 1957. Rogers varð mjög náinn forsetanum og einkum Nixon, sem var varaforseti Þegar Eis- enhower fékk hjartaáfall árið 1955 og árið 1958, og líkur voru til, að Nixon tæki við for setadómi, kvadd; Nixon Rogers sér til ráðuneytis. Vinfengi við Fulbright Rogers hefur tekizt að eiga gott samstarf viö þingmenn, en demókratar hafa sem kunnugt er meirihluta á þingi, og þeir hafa gert Nixon marga skrá- veifuna. Friðu. hefur hins vegar aö mestu rfkt milli Rogers per- sónulega og þingheims. Ful- bright þingmaður sem hefur ver ið grimmasti gagnrýnandi Víet- namstriðsins er félag; Rogers í golfleik oft á tíðum. Rogers er 1,85 sm á hæð, kvæntiy skólasystur sinni, Ad- ele Langston, og eiga þau þrjá syn; og eina dóttur.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.