Vísir - 23.12.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 23.12.1971, Blaðsíða 8
8 V 1 S I R . Fimmtudagur 23. desember 1971 ISIR Utgefancu Framkvæmd ast jóri Ritstjóri Fréttastjóri Ritstjómarfulltrúi Auglýsingastjóri Auglýsingar Afg. -!a Ritstjóm Áskriftargjald kr. I lausasölu kr. 12 Prentsmiðja Vfsis : KeyKjaprent hf. : Sveinn R. Eyjólfsson : Jónas Kristjánsson : Jón Birgir*'Pétursson : Valdimar H. Jóhannesson : Skúli G. Jóhannesson : Bröttugötu 3b. Simar 15610, 11660 : Bröttugötu 3b. Sími 11660 : Laugavegi 178. Sími 11660 (5 linur) 195 á mánuði innanlands .00 eintakið. Edda hf. Andsnn ríki allt árið Jfyfessa heilags Þorláks er í dag. Á morgun gengur í garð hátíð Ijóssins og kærleikans, blessuð jóhn, eins og þau hafa verið nefnd um aldir. Engin hátíð skipar eins mikið rúm í hugum okkar og jólin. Við finnum nálægð þeirra betur en annarra hátíða. Við bú- um okkur meira undir komu þeirra en nokkurrar ann- arrar hátíðar. Sem böm hlökkum við til þeirra og hættum því ekki, þegar við verðum fúllorðin. Segja má, að jólin varðveiti barnssálina í okkur að vissu marki. Hin ytri og innri dýrð jólanna flytur okkur inn í heim ævintýra og helgra sagna. Undirbúningur hátíðarinnar hefur verið mikill og 'argþættur. Allir vilja prýða heimili sín og hafa sem mestan hátíðasvip þar á öllu, þegar hin helga stund rennur upp. Undirbúningurinn hvílir víðast hvar rnest á herðum húsmæðranna, enda munu þær marg- ar vera orðnar ærið þreyttar, þegar öllu umstanginu er lokið og jólin ganga í garð. En þreytan hverfur fljótt, þegar jólin eru á annað borð komin. Jólastemmningin nær tökum á hjörtum manna og gerir hugsanir þeirra fegurri. Hún getur verið okkur sönnun þess, að sambúð mannanna gæti venð góð, ef þeir sjálfir vildu alltaf láta sinn betri mann ráða. Ef svipað hugarfar réði gerðum manna alla aðra daga, mundi friður og farsæld ríkja í stað deilna og úlf- liðar, sem eyða sálarkröftum allt of margra og gera þá vansæla. Jólasagan er efni til íhugunar fyrir alla, eins þá, sem efast um sannfræði hennar í sumum eða öllum atriðum. Atburðurinn, sem sagan greinir frá, þarf í vissum skilningi að gerast í hverri mannssál. Kon- ungur friðarins þarf að fæðast þar og ríkja, ef vonir mannkynsins um frið á jörðu eiga nokkru sinni að rætast. Boðskapur jólanna er fyrst og fremst sá, að hann, sem hátíðin er helguð, hefur með fordæmi sínu vísað okkur veginn, sem liggur til sannrar lífs- hamingju. Við höfum skipt okkur í marga flokka og hags- munahópa, sem deila oft hart, bæði um völd og skipt- ingu lífsgæðanna. Við eigum sjaldan eina sál í nokkru máli. En helzt er það þó á jólunum, að við látum deilurnar niður falla og andi sátta og friðar fær um stund að ráða í þjóðfélaginu. Betur, að svo væri oft- ar. Við eigum yfirleitt ekki við neinn þann vanda að stríða, sem ekki væri unnt að leysa með gagnkvæm- um skilningi og samstarfsvilia. Andi jólaboðskapar- íns þarf að rrkja í huga okkar og starfi alla ársins daga. Þá mun okkur vel farnast. í þeirri von óskar Vísir lesendum sínum og öllum landsmönnum gleðilegra jóla í BETLEHEM STANDA JÓLIN ALLT ÁRIÐ Mikil velmegun hefur fylgt hernámi Israels- manna á hinum helga bæ „í Betlehem er barn oss fætt ...“ í þeim forn- fræga og heilaga bæ hafa íbúarnir löngum haft mestar tekjur sínar af því, að Kristur er talinn þar fæddur. Reyndar höfðu íbúarnir litlar aðrar tekjur, þar til ísraelsmenn hertóku borgina í júní-stríðinu árið 1967. Á þessari afmælishátíð Krists er vel- megun í Betlehem. „Jólabísnessinn“ ekki lengur eina atvinnu- greinin Jólin standa allan ársins hring í Betlehem. Jafnvel á heitum sumardögum lofsyngja leiö- tíöinni engin Jesúmynd á torg- inu þar sem jatan er talin hafa veriö, heldur mynd af Hussein Jórdaníukonungi. Þannig stóöu máiin þegar hersveitir ísraels tóku bæinn árið 1967. Síöan hefur allt breytzt í Betlehem. Eins og í m- . ‘ . •• \ i/- e ^ , V*■/' • «•** ' ' .. |:fV' ' -7 1A Bömin í Betlehem eiga nú skó. — Ljósm. JBP. sögumenn, betlarar og barþjón- ar Krist. 40 þúsund ibúar borg- arinnar höfðu áður fyrr nær allar tekjur sínar af viðskiptum við ferðamenn og pílagrima, sem þangaö komu. Betlehem var í Arabarfkinu Jórdaníu. Þrátt fyrir viðskiptin, sem fæöing Krists hafði veitt fbúunum, var á sjálfri jólahá- tíð Krists er Betlehem aftur í landi Gyðinga. Nú er „jólabís- nessinn“ ekkj lengur eina at- vinnugreinin, sem einhverju skiptir. Hátíðahöld í fjórar vikur samfleytt Enn sem fyrr eru jól hátíðleg haldin í nærri fjórar vikur sam- fleytt í hinum helga bæ. — Á morgun munu kaþólskir menn byrja hátíðina með skrúðgöngu til Fæöingarkirkjunnar, og mót- mælendur koma saman til bænagjörðar í kirkju sem vor reist fyrir aldamót. Sjötta janúar byrja hátfða- höld grtsk-kaþólskra manna og kopta Grikkir, Rúmenar Rúss- ar og Eþfópfumenn munu setja svip sinn á þá daga. Loks kalla klukkumar Armenfumenn tl! bænagjörðar hinn 18. janúar, og með því iýkur loks jólum í Betlehem. Ekkert fararsnið á Gyðingum Israelsmenn halda, sem kum* «gt er, þeim stóru svæöum Sinai-skaga og hlutum Jórdanfu, er þeir lögðu undir sigrt hinu sigursæla herhlaupi þeirra gegn Arabaríkjunum fyrir fjórum og hálfu ári. Arabar krefjast þess, að þessu landi, verði skilað og binda friðarsamninga við ísra- elsmenn þVT skilyrði að þeir samþykki það. — ísraelsmenn neita, og margt bendir til þess, að þéir ætli sér ekki að skHa þessu landj um ókomin ár. Þeir hafa lika lagt sig fram um uppbyggingu atvinnulffs, byggt stórhýsi og flutt Gyðinga til herteknu svæðanna. Betle- hem er nú öll önnur en hún var. Nú blómstra f bænum 310 fyrirtæki, sem hafa 7500 starfc- menn. ísraelsmenn kaupa fram- leiðsluna. Sjónvarpsloftnetum fjölgað úr 75 í 6500 Einn embættismanna bæjar- stjórnar segin „Nú er verið að byggja fjöldann allan af „vill- um“ og 15 háhýsi. Nú eru ékki aðeins 75 sjónvarpsloftnet á þökum eins og var fyrir stríð. Þau eru orðin 6500. Og T fyrsta skipti í sögu íbúanna á hvert bam í bænum sína eigin skó.“ Bæjarstjórinn, Elias Bandak, vissi hvað hann söng, þegar hann og 645 vaidsmenn T Betle- hem báðu ísraelsmenn. strax eftir innreið þeirra, að veita bænum sama rétt og Austur- Jerúsalem fékk þá og innlima bæinn ísraelsrfki. Tuttugu þúsund ferða- menn næstu vikur Þetta hefur fært íbúunum fé, en óvíst er, hvort allir hinir arabísku Tbúar eru alveg sam- mála bæjarstjóranum. Lff þeirra undir stjóm ísraelsmanna þýðir erfið vinna, þótt það gefi tekj- ur. Arabískum þjóðernissinn- um er ekki um það gefið að verða þegnar Gyðinga um aidur og ævi. Og enn er jólahaldið drýgst. Næstu vikur er búizt við. að 20 þúsund ferðamenn leggi leið sTna til hins heiga bæjar. ■ QQEQiaEBHBai Umsjón: Haukur Helgason

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.