Vísir - 23.12.1971, Blaðsíða 9

Vísir - 23.12.1971, Blaðsíða 9
* * S I R . Fimmtndagur 23. desember t9rl, iwnwmuiiT—ir ii i 9 I m Þingmenn sveittir við afgreiðslu „jólagjafanna' Þótt þingmenn hafi skiptar skoðanir á þjóðmálum er sam- komulagið oftast gott. Hér skiptast þeir Bjarni Guðnason og Ellert B. Schram á gamanyrðum. sSgnum af hinum löngu fundum Áheyrendapallar aillþingis eru sjaldan fullskipaðir og virðist almenningur hafa tafcmarkaöan áhuga á að sitja undir löng- um ræðum Enda er langt frá því að veira góð aðstaða fyrir þá sem það vilja gera. Misjafnt er það, hvað þingmenn eru lang orðir, en um stærstu málin var ekki óalgengt að ræður tækju nokkrar k;lukkustundk,. Slíkar umræðuir veröa þreytandi til lengdar enda al'ltof fátítt aö þingmenn kryddi ræður sínar með gamansemd. Þó kemuir slíkt fyrir og t. d. nýtur Björn Páls- son jafnan þess að viðhafa nokkra gamansemi í sínum ræð um. Þegar frumvairpið um stytt ingu vinnuvikunnar var til um- ræðu kvaðst hann vera því gjöir samlega mótfaffinn. Enda hefði hann verið norður í landá að rýja fé þegar stjómarsáttmál- inn var gerður og hefði ekki haft afskipti af þessu átovæði. Sér væri alveg sama þótt hann mjmdi einn greiða atkvæði á móti. Fyrir tveimur árurn hefði hann greitt atkvæði á þingi gegn frumvarpd sem geröi ráð fyrir að setja mætti menn i tukthús til tveggja ára. ef þeir létu t. d. krakka sækja kýr á sunnudegi! Björn hefur jafnan þótt nokkuð baldinn í flokkniun og heldur því sennilega áfram. Breytingatillögur felldar En að öllu jöfnu fylgja þingmenn stefnu sa'ns flokks í umræðum á þingi. Stjómar- sinnar gegn stjómarandstæðing um og öfugt. Fátítt er að breyt ingatillögur stjómarandstöðunn ar nái fram að ganga, enda sagöi einn af hinum nýju þing mönnum Sjálfstæöisflokksins við umræður á þingi um dag- inn að umræður þessar væru leiðinlegar og virtust ekki hafa nein áhrif á afstöðu stjórnar- sinna. Þeir hefðu ákveöið að svona skyldi þetta vera og ekki bitu nein rök á þá ákvörðun. Allar breytingatiilögur stjórn arandstæðinga við fjárlagafrum varpiö voru feildar, en tillögur sem samkomulag varð um í fjárveitinganefnd hlutu sam- þykki. Einstakir þingmenn komu með breytingatillögur og þá oft ast til að koma á framfæri ósk um aðiia úr sinum kjördæmum. Fer ekki hjá því að alþingi er eins og hver önnur afgreiðslu- stofnun þegar stórmál era keyrð í gegnum þingið með maraþon- fundum enda nær útilokað að þingjnenn geti kvnnt sér sJík máj til fullrar hlítar á jafn- skömmum tírna Við og við hafa orðið umræður um nauðsyn þess að breyta starfsháttum al- þingis og gera þá léttari í vöf- um. Virðast flesfcir sammála um að breytinga sé þörf en hvernig á að framkvæma þær era ýms ar raddir uppi um. En allavega virðist það óheppilegt að af- greiða stærstu málin á sfcömm um tíma meðan mál sem litiu skipta velta í róiegheitum fram og til baka í þinginu. Hér á eiftir verður drepið á það mál sem einna mesfcar um- ræður urðu um á alþingi, fram varpið um framkvæmdastofnun rfkisins. Verður fsland „önnur Kúba“ Er ísland að verða önnur Kúba? Þannig spurðu sumir, þegar framvörp rikisstjómarinn ar ruddust fram. Margan mann inn óaði við þvf, ef stofnunin mikia framkvæmdastofnun, yrði pólitísk alræðisstofnun í höndum ráðandi flokka. Menn minntust Fjárhagsiráðsins gamla skömmtunar og pólitískra veit- inga, þar sem gæðingar stjóm arflokkanna sætu að kjötkötl- imum. Það var sagt f tíð Fjárhags- ráðs, að f sveit einni hefðu affir bændur fengið dráttarvél, nema einn en hann var þá llka sjálf- stæðismaður! Isl'endingar hafa oft haft slæma reynslu af ofstjóm, stjómarsinnar segja, að hér hafi of litlu verið stjómað af hálfu hins opinbera og atvinnulíf far ið úr skorðum af þeim sökum. Með framkvæmdastofnun hvggst stjómin bæta úr skák í þeim efnum. 1 framkvæmdastofnun verða sameinaðir sjóðir og stofn anir, sem áður hafa starfað sér á parti. Undir hana falla Fram- kvæmdasjóður og Atvinnujöfn unarsjóður sem nú mun heita Byggðasjóður. Stjóm stofnunar- innar hefur á hendi sinni lán- veitingar úr þeim" og hún á að „samræma útlán allra stoínTána sjóða og skipuieggja fjármagns ölfiun till framkvæmda“. Starf- semi Efnahagsstofnunarinnar er lögð undir framkvæmdastofnun ina og Hagráð lagt niður. Með stofnuninni segist stjóm in ætla að láfca íslenzkan þjóðar búskap þróast eftir skipulegum hætti. Til þess er hún í þremur deildum: áætlanadeild, lánadeild og hagrannsóknadeild. Valdsvið hennar er mikið óg hún hefur heimildir til mikilia umsvifa og afskipta af atvinnumálum. Alþingi hefur verið mjög at- hafnasamt að undanförhu og hafa þingfundir verið langir og strangir. Þingmenn hafa fengiö mörg mál til meðferðar síðustu vikumar fyrir jólaleyfið sem hófst sl. þriöjudag og stendur fcil 20. janúar. Hæst hefur þar borið mál eins og fjárlögin, framvarpið um framkvæmda- stofnun ríkisins og nú síðustu dagana frumvörpdn um tekju- og eignaskatt og um tekjustofna sveitarfélaga Síðasttöldu frum vörpin hijóta afgreiðslu þegar þingið kemur sarnan eftir ára- •mótin. Einnig má minna á al- mannatryggingaframvarpð, stytt ingu vinnuvikunnar og lengingu orlofs. Dagblöðin komu ekki út hátt, á aör'a viku vegna verk- falls bókagerðarmanna og þótti stjóTnmálamönnum að vonum illt að geta ekki komið á fram- færi í blöðum fflokka sinna frá- alþingis. Þingfréttaritari út- varpsins varð því að halda vel á spöðunum þessa daga. en nokkrar umræður spunnust í þingsölum út af fréttiun sjón- varpsins af umræðum á aliþingi. Tekizt í hendur eftir rimmuna En nú hafa þingmenn sem sagt fengið frí frá þrasinu um skeið og eru vafalaust dauö- fegnir. Ef einhver hefur áhuga á að vita hvað það kostar okkur að halda alþingi þá verða það um 105,5 milljónir króna á næsta ári samkvæmt fjárlög- um. Þar af er þingfarakaup hinna 60 alþingismanna 52 milijónir króna. Næst stærsti liðurinn er skrifstofu- og alþing iskostnaður sem nemur 40 millj- ónum króna. Laun ríkisstjórnar innar era samtals sex milljón ir og 660 þúsund krónur. Á fundi sameinaðs þings á þriðjudaginn vora fjárlögin sam þykkt með 32 atkvæðum þing- nwma stjómarflokkahna, en þingmenn stjómarandstöðunnar sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Að því loknu fóra fram kosn- ingar í ýmis ráð og nefndir svo og voru kjörstjórnir kosnar. I fundarlok þakkaði forseti sam- einaðs þings, Eysteinn Jónsson, þingmönnum fyrir gott samstarf og óskaði þeim gleðilegra jóla. Fvrri hönd þingmanna þakkaði Jóhann Hafstein forseta fyrir réttláta fundarstjórn og árnaðar óskir til þingmanna. Þingmenn skiptust svo á árn- aðaróskum eftir fundinn og tók ust i hendur effcir rimmuna að undanfömu. —SG Það er ekki oft sem aragrúi fólks vill fylgjast með umræðum og lögregla þarf að halda uppi lögum og reglu. Þetta skeði þó er kvennaskólafrumvarpið var til umræðu á þinginu í fyrra, sællar minningar. — Farið þér í kirkju á aðfangadag? Stefanía Magnúsdóttir, skrif- stofustúlka: — Ned, ég verð víst að bregöa út af þeirri venju nú, þar eð ég verð þá aö elda ofan í bónda minn. Út varpsmessan verður því að Björn Halldórsson, sölumaður: — Nei, það geri ég ábyggilega ekki. Ég hef aldrei gert það og þaö hefur ekki interessað mig neitt ennþá. Ég skal þó ekki þvertaka fyrir, að ég gæti ef til viM haft einhverja þörf fyr- Ásta Gunnarsdóttir mennta- skólanemi: — Ég gerði það alltaf lítil stelpa. en ekki nú síð ustu jólin. Ég hef heldur ekki farið neitt { kirkju allt þetta ár, svo að það er víst oröiö tíma- bært. Ég hef því hugsað mér að fara á aðfangadag í kirkj- una mína. Mér finnst þaö líka svo hátíðleg stund, guðsþjónust an það kvöld. Haraldur Sigfússon, háseti á Selá: — Nei, ég geri ekki ráö fyrir að mér verði það fært. Ég held ég hafd farið í kirkju eitt- hvað þrisvar fcil fjóram sinnum siðan ég var fermdur. Fjöl- skylda mín er öllu trúræknari. Ég er giftur enskri konu, sem býr með börn okkar skammt fyr ir utan Hulil. Þau era kaþólsk og fara áreiðanlega í kirkju á aðfangadg. Sonur minn einn hef ur meira aö segja verið kór- drengur þaö kvöld. Friðjón Nilsen, kartöflubóndi: — Ætld ég geri það ekki eins og venjulega. Þá fer ég með alda fjölskylduna með mer.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.