Vísir - 23.12.1971, Blaðsíða 7

Vísir - 23.12.1971, Blaðsíða 7
f^Sfl^rSfiteHsgáaidagJ^a. ttesember 1«71. 23 mmmmmmmMMmmmmmmmm Dayan og Melina Mercoury í „Móðurást“, sem Hafnarbíó sýnir um jólin Kvikmyndir ura jólin Á maður að fara í bíó mm jóíin? Því ekki það — öest bíóhúsm í Rejdcjavík reyna að feesða sig upp um hátíð- áia og bjóða upp á nokk eð svo boðlegar myndir. ¥íð skulum aðeins kyrma okkur, hvað á boðstólum er — og at- huga síðan, hvort verj- andi er kvöldstund yfir einhverjum myndanna. í Laugarásbíó: Þetta kvikmyndahús skýtur núna öllum hinum ref fyrir rass að því ég álít. Áður hef ég raunar getið þessarar mynd ar Mílosar Forman, „Taking off“ en ég hika ekki við að hvetja fólk enn tij að missa ekki af þessari frábærlega vel gerðu kvikmynd. Laugarásbíó hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem segir m.a.: „Með því að fá þessa mynd — Taking off eða Kyn- slóðabilið — hingað til lands þegar á þessu ári — sama ár og hún fær sérstök viöurkenn- ingarverðlaun á kvikmyndahá- tíðinni í Cannes — ræðst Laug- arásbíó í mjög vafasamt fyrir- tæki frá fjárhagslegu sjónarmiði þar sem myndin er nú greidd miklu hærra verði en hún mun fást fyrir aö svo sem ári liðnu, þótt ekki væri beðið lengur ... En Laugarásbíó gerir þetta fús- lega.. ef þessi tilraun tekst vel og almenningur sýnir að hann vill stuðla að útvegun góðra mynda, eins fljótt og auð- ið er. má ætla að Laugarás- bíó reyni að halda áfram á þessari braut", Hér skal svo minnzt á nokkrar þeirra mynda sem bíóið ætlar að sýna á næsta ári: „Airport", Tell Them Willie Boy Is Here“, I Love My Wife“, „Winning", „Anne of Thoösand Dayes“, „Loves of Isadora“, „Secret Ceremony", „Topaz“, „Raid on RommeT* — og auk þessara fleiri myndir, sem a.m.k, undirritaður ætlar sér ekki að missa af Austurbæjarbíó: „Camelot" — og rétt er að mæla fyrirfram með þessari mynd. Hún er nýleg og leik- stjóri og aðalleikarar eru ekki af verri endanum Joshue Log- an er leikstjóri, en Vanessa Red grave leikur aðalkvenhlutverkið, Guenevere drottningu Arthurs konungs í Englandi. Lancelot du Lac, hringborðsriddara leikur Franco Nero sem er ítalskur leikari en Arthur kóng leikur Bretinn Richard Harris. „Bandarísk stórmynd í litum og Panavision, byggð á sam- nefndum söngleik eftir höfunda „My Fair Lady“,“ segir í skránni frá Austurbæjarbíói. Nýja bíó: „Tvö á ferðalagi" — „Two for the Road“ Það gildir það sama um þessa mynd og þá í Austurbæjarbíói ég ætla mér að líta inn I Nýja bíó, leikar- anna vegna og leikstjórans. — Albert Finney er enginn au- kvisi á hvíta tjaldinu, og Audrey Hepburn þolir maður oftast að hafa fyrir augum Leikstjóri er sá frægi Stanley Donen — en engu lofa ég svo sem um gæði myndarinnar — hún fjallar um tímabi) I l’ífi hjóna — og segir jafnan hvernig gengur á ferða lögum þeirra frá Englandi til Frakklands. í Frakklandsferð kynnast þau og eftir því sem efnahagurinn skánar, fara þau fleiri ferðir yfir sundið — kannski er hamingjan ekki í réttu hlutfall; við flottheitin og gæði ökutækis þeirra. Tónabíó: „Mitt er þitt og þitt er mit't“ — kalla þeir hjá Tónabiój jóla- mynd sína í ár — og hef ég grun um aö held” setji bíóið nú ofan eftir að sýnt þá frábæru mynd „J: . andanfarn ar vikur. Hér mun vera á ferð inni ein af þeim „víðfrægu, bráð skemmtilegu og mjög vel gerðu, nýju, amérisku myndum í lit- um Fjallar um tvo einstakl- inga, sem misst hafa maka sína ástir þeirra og raunir viö að stofna nýtt heimili. — Hann á 10 börn en hún 8 — Mynd fyrir alla á öllum aldri“ eins og skilmerkiiega segir í sýning arskrá Tónabíós. Ég held ég nenni varla að sjá hana — og þó. Kannski maður nái þvf aö reka upp hláturgusu á stöku stað, aðalleikarar eru líkar voða lega heimsfrægir Henry Fonda, sem fer nú að komast á þann aldur, að hann er orðinn fræg- ari fyrir að eiga börn sem stunda kvikmyndaleik en fyrir eigin frammistöðu, Mótpartinn leikur sú þekkta sjónvarpsfi- gúra Lucy Ball. Hafnarbíó: „Móðurást“, Þetta er nýleg mynd, gerð fyrir franska og ameríska peninga, en framleið and; er Frakkinn Jules Dassin. Hann er jafnframt höfundur handrits og leikstjóri. Sú fræga gríska leikkona Melina Mer- coury fer með aðalhlutverk, — Myndin fjallar um rússneska leikkonu sem fórnar sér fyrir son sinn. Efnisþráður heldur raunaleg- ur en myndin er gerö eftir end urminningum rithöfundarins Romain Gary og leikritinu „First Love“ eftir Samuel Taylor Virðist nokkuð forvitni legt — Mercoury er a.m.k, vön að standa fyrir slnu. Háskólabíó: „Paint your Wagon“ — og nú er eins gott fyrir okkur er endalaust nennum að sjá kúreka myndir að bregða undir okkur betri fætinuni. Hér er á ferðinni frægur söng leikur sem gerist i Villta vestr inu — og engin hætta á að has arinn verð; ekki nægur, því Lee Marvin leikur aðalhlutverkið, C'.int Eastwood leggur sitt af mörkum, einnig leikur Jean Se- berg í myndinni og raunar fleiri frægir og' góðir Leikstjóri er Joshue Logan sá hinn sami og stýrð; „Camelot”, sem Tónabíó sýnir. „Paint your Wagon“ er ný af nálinni — var frumsýnd á jólum 1969. — GG Rafmagnið um jólin Frá Rcfmagnsveitu Reykjavíksir Rafmagnsveiturmi er það kappsmál, ad sem fæstir verði fyrir óþægindum vegna v straumleysis nú um jóiin sem endranær. Til þess að tryggja öruggt rafmagn á að- fangadag, jóla- og gamíársdag, vill Raf- magnsveitan benda notendum á eftirfar- andi: Reynið að dreifa elduninni, þ. e. jafna henni yfir dagitm eins og kostur er. Forðizt, ef unnt er, að nota mörg straum- frek tæki samtímis, t. d. rafmagnsofna, hraðsuðukatla og brauðristar — einkan- lega meðan á eidun stendor. SFarið varlega með öll raftæki tii að forð- ast bruna- og snertihættu. THa meðfamar lausataugar og jólaljósasamstæður eru hættulegar. Útiljósasamstæður þurfa að vera vatns- þéttar og af viðurkenndri gerð. Eigið ávallt til nægar birgðír af vartöpp- um („öryggjum”)- Helzrtu stærðir eru: 10 amper ljós 20—25 amper eWavél 35 amper íbúð Ef straumlaust verður, skukið þér gera eftirtaidar ráðstafanir: Takið straumfrek tæfci úr sambandí. Ef straumleysið tekur aðeins til hluta úr fbúð, (t.d. eldavéi eða l|ós) getið þér sjáíf skipt um vör í töfhi íbúðarinnar. ^ Ef öH íbúðin er stranmíaus, getið þér einnig sjálf skipt am vör fyrir íbúðina í v aðaltöfhi hússins. XXP Ef um Víðtækara straumteysi er að ræða, skuluð þér hringja í gæzhimenn Raf- magnsveitu Reykjavífcnr. Biianasími er 18230 Á skrifstofutíma er sími 18222 Vér flytjum yður beztu óskir um GLEÐI- LEG JÓL og FARSÆLD Á KOMANDI ÁRI, með þöfck fyrir samstarfið á hinu liðna. Rafmagnsveita Reykiavikur Geymið auglýsinguna .

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.