Vísir - 23.12.1971, Blaðsíða 11

Vísir - 23.12.1971, Blaðsíða 11
V1 S I R . Flmmtudagur 23. desember 1971, i Sr. Brynjólfur Gíslason I valdi Það tókst ekki og að lok- um sigraði hann. Konungar og einræðisherrar fyrr og síðar hafa reynt hið sama með of- sóknum. Einstaklingar hafa reynt það með þvi að Þykjast vera trúlausir En það hefur sjaldnast tekizt. Fyrr eða síðar á ævinni rekur að þvi að við komumst f þá aðstöðu, að ekkert sé eftir nema Guð. Og eitt getucn við verið vissir um Þó að viö höfum gleymt Guði þá hefur hann ekki gleymt okkur sá lifgefaridi ■■ Guð er birtist i barninu f Betlehem og gefur okkur frið á jólum. J Megi a'máttugur Guö sá er öllu ræður gefa O'kkur gleðilega jólahátíð. I Jólahugleiðing eftir sr. Brynjólf Gislason Stafholti "f upphafí jólaguðspjallsins hjá Lúkasi segir frá því, að skilaboð komu frá keisaranum, að hann vildi láta skrásetja þegna sina. Þess vegna fara þau Jósef og Maria til Betlehem til að láta skrásetja sig. Á því ferðaiagi kom að því, að hún yrði léttari. Fæddi hún svein- bam, vafði það reifum og lagði það í jötu, vegna þess að ekki var rúm fyrir þau á gistihúsinu. Þessi atburðir eru f sjálfu sér ekkert merkilegir né sér- stæðir Þó urðu þeir fyrirboði mikilla ttðinda, sem höfðu mikil og margvísleg áhrif á gang heimsmálanna. Til þessara at- burða rekur kristin kirkja upp- haf sitt. Stafholtskirkja Á þessum jólum — eins og á öllum jólum — vill kirkjan flytja þér þessi skilaboð: Hér er barnið f jötunni. Hér er Guð. Hér er fre'sarj mannanna. Kom þú og sjá. Og sjáir þú og heyri, þá muntu öðlast nokkuð, sem ekki verður frá þér tekið: full- vissu um þá hluti sem Guð hefur gert. Hann kom til okkar mannanna. Hann kom þeim skilaboðum til okkar, að hann byggj í þessu bami, sem lá 1 fjárhúsjötu Kringumstæðurnar voru ekki sér'ega glæsilegar. Þeir. er fyrstir fengu fréttimar, vom hvorki viðurkenndir valdamenn né vitringar. Það vom fjárhirð- ar, er gættu um nóttina fjár fyrir utan þorpið, sem fyrstir fengu að vita hvað var að ger- ast. Og engill Drottins stóð hjá þeim og dýrð Drottins ljómaðl T kringum þá og urðu þeir mjög hræddir Og engillinn sagði við þá: „Verið óhræddir, þvi sjá. ég boða yður mikinn föenuð, sem veitast mun öllum lýðnum; þvf að yður er í dag fre’sari fæddur, sem er hinn smurði drottinn í borg 03^153.“ Lágt settir í mannfélaginu vom þgir fyrstu vottamir. Þó vom þeim boðuð mikil riðindi. Sfðan hafa ríkir og fátækir, voldugir og vanmegná, korhið og jlotið hö$j ,við jöfuna, ÞaT .firinþt. ekkert maringreinarálit. Þar em ailir jafnir. Ætli flestum okkar sé ekki lfkt farið og skáldinu Jakobi J. Smára, er hann segin „Þín heilög návist helgar mannlegt allt f hverju bami sé ég þfna mynd“ Það er barnið, sem kom og kemur á jólum, sem ávaxtar góðleikann. helgar hið mann- lega f okkur sjálfum, hittir fyr- ir bamið f okkur, tákn hins saklausa og hreina og óspillta. Þess vegna em al'ir góðir á jól- um, og þá á ég við að þeir séu góðir við aðra en ekki góðir af sjálfum sér Fyrir skömmu las ég viðtöl við nokkra menn um það hvem- ig þéir héldu jól. Þeir höföu mjög ólfk viðhorf til jóla og jó'ahalds, og hjá sumum kom fram, að kirkjan var ekki til í þeirra jólum. En allir töluðu þeir þó um eitt er gagntæki þá á jólum þeir fundu frið, frið T sál og sinni. Hvaðan skyldi nú þessi frið- arkennd vera komin? Er svo friðvænlegt manna á meða’. að hún geti verið þaðan ættuð? Ég held varla. Á jólum er það bamið f sjálfum okkur. er gleðst. Þess vegna finnum við frið Og það er vegna þess, aö „guðdómsljóminn skín um Mannsins son“. Guð sendi geisla inn I dimman heim mannsins, þar sem stundum getur orðið svo óendanlega dimmt og ka't og gleðivana. Það er jafnvel svo komið að friðurinn helgast af vopnum, en ekki því, að menn séu sáttir. En það er frá jötunni 1 Betle- hem, sem friðurinn stafar, hvort sem menn vilja viðurkenna það eða ekki. Menn hafa ætíð reynt að útiloka Guð. Valdsmenn hins foma Rómarfkis revndu að berja niður kristinn átrúnað með MIKIB ÚRVAL AF REGN9LÍFUM, SEÐLA- VESKJUM, KVENTÖSKUM OG MARGS KONAR ÖÐRUM LERURVÖRUM HOFNAR-AMBASSADOk* KXDZömengað töbai l irZgrrr P 'é •- vs -VÁ > þftV'þ ■ hafiö •. HOFNAR'•?. a háfiðum. V Bókaútgáfan Rökkur leyflr sér að vekja athygli á eftirtöldum bókum til jólagjafa: Óx viður af vísi, dagblað I 60 ár, með fjö.'da mynda, — „skemmtileg aflestrar og kynnir þátt úr menning- arsögu samtíöar vorrar" (Steindór Steindórsson). — „fróöleg baráttusaga, ljósi varpaö á liðna tíð og liðna rnenn" (Kristján frá Djúpalæk). Verð kr. 450.00 í fallegu bandi. Lear konungur i þýöingu Steingrfns T’m ’n'-sonar. Sérstæö bók Viröuleg jólagjöt bó!: rt. ua Fyrir þýöinguna var þýðandinn kjörinn he.ðursfélagi brezka Shakespearefélagsins. Verð kr. 350.00 í sérlega fajlegu bandi Offsetprent Ijósprentaði. Hafsteinn batt. Smalastúlkan, sígilt ævintýri. rri' ■ n myndum, 3. útgáfa. „Góð jóíagjöf barn i á Djúpa- læk). Frá ævintýrunum „angar virðingin fyrir tífinu, viröingin fyrir hinu góöa og fagra“ (Sigurður Haukur Guöjónsson). Verð í fallegu bandi kr 135.00 Ofanskráð verð án söluslmtt'- mum og foriag-nu, Flókagötu 15. Sfini s{ma. tími 10—11 og 1—3), Flókagötu 15.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.