Vísir - 23.12.1971, Blaðsíða 8

Vísir - 23.12.1971, Blaðsíða 8
Noregur átti þrjú borð á sýnipgunni, hvert öðru glæsilegra. Á myndinni sjáum við hvemig Norðmenn útbúa borð fyrir nána vini sem koma f heimsókn og við borðið standa þær Aase Eske- land tll hægri og frú Rúna Guðmundsdóttir. ■;vv wmt0i , •■ ■■■■ ’• Eyborg Guðmundsdóttir listmálari útbjó þetta borð og nefndi það „ungt fóik kemur heim úr leik- húsi“. Þá era framreiddir ýmsir léttir réttir, t. d.pyisur. Rússar drekka mikið af te ekki síður en Bretar og hér sjáum við glæsilegt rússneskt teborð. Mest áberandi á borðinu er hin stóra temaskina sem er af þeirri gerð, er lengst hefur tíðkazt í Sovét. Þessi gerð heldur teinu heitu með viðarkolum, en nú era yfirleitt notaðar temaskínur sem ganga fyrir rafmagni. Teborð sem þetta nefna Rússar samovar. Japan er sérstakt vinaland Zontaklúbbsins þetta árið Tedrykkja er Japönum hátíðleg athöfn. Stúlkan á myndinni er japönsk og heitir Mayako Kashina. T I S I R . Flimmitudagur 23. desember 1971’ Glæsileg veizluborð frá 16 löndum á sýningu Zontasystra Zontaklúbbur Reykjavíkur átti 30 ára afmæli fyrir skömmu. 1 þvi tilefnl hélt klúbburinn skemmtun á Hótel Sögu og efndi um leið til sérstæðrar sýning- ar. Klúbburinn leitaðl til er- lendra sendiráða og ræðis- manna erlendra rfkja og þessir aðilar tóku að sér að útbúa matar- eða kaffiborð frá við- komandi löndum. Þarna vora yf- ir 20 glæsileg borð af 16 þjóð- emum og við birtum nokkur sýnishom hér á síðunum. Zonta konur hafa látið málefni hevm- ardaufra bama mjög til sín taka og allur ágóði af afmælis- skemmtuninni rann til styrktar þeim. Núverandi formaöur Zonta- klúbbslns er frú Sigurlaug Bjamadóttir. Þetta er danskt afmælisborð og var það nefnt „Oli 5 áraM. Zonta- konur standa við borðið og era þær reiðubúnar að sitja afmælis veizluna hans Óla. Þriðja frá hægri er Sigurlaug Bjamadóttir formaður Zontaklúbbsins.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.