Vísir


Vísir - 05.01.1972, Qupperneq 6

Vísir - 05.01.1972, Qupperneq 6
VÍSIR . Miðvikudagur 5. janúar 1972. 6 cjsa Á meðan núverandi ástand er í tryggingamálunum geta kaupendur nýrra bíla ekki ekið þeim um götumar. BÍLAVIÐSKIPTIN HAFA STÖÐVAZT í LANDINU Nýir bilar og nýseldir fá ekki skoðun. Bila- tryggingarnar fil meðferðar i þremur ráðu- neytum. Rætt um 5-10.000 kr. sjálfsáhættu ■ Engin bílaviðskipti geta nú átt sér stað f landinu vegna þeirrar ákvörðunar tryggingafélaganna, að gefa ekki út ný tryggingarskírteini fyrr en ríkisstjómin hefur tek ið ákvörðun um það, hvaða hækkanir hún leyfir á iðgjöld um ábyrgðartrygginga bif- reiða. Beiðni tryggingafélag- anna um hækkun frá því í marz í fyrra hefur ekki enn fengið afgreiðslu stjórnvalda. Eins og skýrt hefur verið frá ákváðu tryggingafélögin að á- byrgjast þær bifreiðir, sem þeg ar væru tryggðar hjá þeim fyrir áramótin til 20. jan. án þess að gefa út ný tryggingarskírteini. Nýinnfluttar bifreiðir til lands- ins liggja því margar nú ónot- hæfar, þar sem þær fá ekki trygg ingu og geta þar af leiðandi ekki fengið skoðun hjá Bifreiðaeftir- liti ríkisins. Að þvi er Vísir hef ur kannað, er hér um allmargar bifreiðir að ræða. Þá geta við- skipti með notaðar biifreiðir ekki átt sér stað, þar sem tryggingar skírteinin eru bundin við nafn eigenda. Eins og skýrt hefur verið frá fóru tryggingafélögin fram á 45,6% hækkum iðgjaldanna, en þessi beiðni stendur anzi mikiö í ríkisstjórninni. Ef þessi hækk un verður samþykkt þýðir hún hækkun vísitölunnar um rúml. þriðjung úr stigi eða sem jafn- gildir um 80 milljónum króna. Heyrzt hefur, að ríkisstjórnin ætli sér „að plata systemið" með því að láta taka upp 5—10.000 kr. sjálfsáhættu í ábyrgðartrygg ingunum og leyfa jafnframt ein- hverja hækkun iðgjaldanna. FuIItrúar . tfyggingafélaggnna munu vera orðfiir allþungir í framan vegna þeirrar tregöu, er verið hefur í svörum opinberra aðila við málaleitan þeirra. Og hefur aöeins tvisvar sirnnum bor izt svar við bréfum trygginga- félaganna, en bréf þeirra nema „legió". En það eru fleiri en trygginga félögin sem eru þung í fram- an. Eirnn ónafngreindur bfleig- andi, sem Vísir hafði samband vrð í morgun sagöist hafa gert sem 1 hans valdi hefði staðið að fá nýjan amerískan bíl sinn tiyggðan, jafnvel boðið að greiöa tvöfalt iðgjald gegn end- urgreiðslu síðar. — Ég er búinn að selja hinn bílinn, en nýi eig- andi hans getur ekki fengið hann tryggðan og getur þar af leiðandi ekki notað hann. Nú, ég á ekki þann bfl lengur, svo að í raun má ég ekki nota hann heldur. þó að ég geri það, auð- vitað við heldur litla hrifningu nýja eigandans. Bílatryggingamálin eru nú komin tid kasta þriggja ráðu- neyta og eru fulitrúar trygginga félaganna á flökti milli þeirra til að fá afgreiðslu mála sinna. Það er viðskiptamálaráðuneytið, sem hefur með veröiagsmál að geta og venður þyí, að sam- þyfckja hækkun. Tryggingaráðu neytið er hins vegar yfir trygg ingum í landinu, en dómsmála- ráðuneytið veitir leyfi til tiygg ingastarfsemi og því ber aö sjá til þess að kanna, hvort félögin geti rekdð starfsemi sína á hei'l brigðum grundvelild. — Eikki er Ijóst upp á hvaða ráðuneyti stendur núna. — VJ Auglý:ing Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa íslendingum til háskólanáms í Dan- mörku námsárið 1972—73. Einn styrkjanna er einkum ætlaður kandídat eða stúdent, sem leggur stund á danska tungu, danskar bók- menntir eða sögu Danmerkur, og annar er ætlaður kennara til náms við Kennaraskóla Danmerkur. Allir styrkirnir eru miðaðir við 8 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim, ef henta þykir. Styrkf járhæðin er áætluð um 1.308 danskar krónur á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavík, fyrir 15. febrúar 1972. Umsókn fylgi staðfest afrit af prófskírteinum ásamt meðmælum, svo og heilbrigðisvottorð. Sér- stök umsóknareyðublöð fást í menntamála- ráðuneytinu. Menntamálaráðimeytið, 30. desember 1971. Ódýrari en aárir! Shodh ÍFIGM ur með SYR Breiðholtsbúi, sem ekki er á- nægður með jólagjöf strætis- vagnanna skrifan „Það er ekki nóg að fá vagn- ana á morgnana, við þurfum að fá þá á kvöldin líka. Strætis- vagnaferðimar hingað eru í ó- lestri og þrátt fyrir jólagjöf SVR hefur þeim ekki verið kocnið í lag. Þó þetta sé Breiðholt þá er það samt stærsta hverfi bæjar- ins. Hvernig væri það nú, að SVR gæfi okkur íbúunum nýársgjöf og fjölgaði ferðum og láti t. d. vagnama ganga lengur en til kl. sjö á 20 minútna fresti. Það eru margir. sem ljúka ekki vinnu . sinni iyrr en þá, menn eru aö fara héim I kvöldmatinn al'lt til klukkan niu á kvöldin. — Væri ekki hægt að lengja þann tima, sem vagnamir ganga á 20 mín. fresti? Bæta tvedm klukkustund um við. Ég tel það lágmarksþjón ustu. Sigurður Hólm. Um dans- skólana Ari skrifaís „Ég er sammála mannlnurn, sem skrifaði hér í blaðið um danskennara,,mafíuna“ er ber nú orðið aWtaf fyrir sig ein- hverju danskennarasambandi eins og þar sé um einhver al- þjóðaiög að ræða. — Fyriirfram greiðsian finnst mér vægast sagt hæpin, — jafnvel þó að þetta háa samband (er ekki orðið sam band fulistórt fyrir 5 eða 6 menn?) fyrirskipi hana. Og vitaniega er spilað á tii- finningar bamanna, þegar jóia- ballið er anars vegar. Það var gott, þegar dansskólamir risu hér hver á fætur öðrum. Bkki veitir af að auka sjálfstraust Is- lendinga á dansgólifinu. — Hitt finnst mér verra, þegar svo virð ist komið að skóiamir em rekn ir af gróðaffkn eingöngu. Sjálf ur hef ég horft á æfimgu hjá bömunum mínum og verð að segja, mér fannst líti til „dans kennsiunnar" koma. Sialdanhe-f ég séð kennara jafn áhugalitla og einmitt danskennarana (sem reyndar voru ekki þeir kennar- ar, sem skráðir voru fyrir skól- ann). Og gleymist að senda bam með aurana á nákvæmlega rétt um tíma em þau rekin heim með nótu (ég held bara undirritaða af hinu háa danskennarasam- bandi) þar sem vonbrigði em lát in í ljós um að bamiö skuii ekki hafa komið meö aurana, sem vit anlega áttu að fara strax inn á banka tii að fá svoiitia vexti af þeim. Hugsið ykkur um dans- kennarar. Þið emð nauðsyniegir, en þið megið til að dansa tangó- inn af örlítið minna kappd en nú er gert“. HRINGIÐ í SlMA 1-16-60 KL13-15 ---m u rbra u ðstofan | \A B<JQRI\lir\lfM Njálsgata 49 Sími 15105 Auglýsingadeild VfSIS ER TIL HÚSA AÐ HVERFISGÖTU 32 Opið alla virka daga kl. 9-18 nema laugardaga kl. 9-12 SÍMAR 11860 og 15610

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.