Vísir - 18.01.1972, Blaðsíða 3

Vísir - 18.01.1972, Blaðsíða 3
3 V1SIR . Þrlðjudagur 18. janúar 1972. í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖNO í MORtíÚ| ÍDÍMORG U N ÚTLÖND Umsjón Haukur Helgason: MUSKIE HEFUR SAMA KJÖRFYLGI OG NIXON Rússar mótmæla notkun skúnka í V íetnamstríði SAKLAUS AF BARNAMORÐUM Fyrrverandi nunna Maria Diletta Pagliuca, 61 árs, fagnar þvi, þegar dómstóll 1 Róm úrskurðar, að hún sé saklaus af morðum 13 bama á munaðarleysingjahæli, sem hún stóð fyrir. — Hún var hins vegar dæmd fyrir misþyrmingar á andiega vanheiium bömum og dæmd til tveggja ára og átta mánaða fangelsisvistar. Venjulega deila Rússar á Bandaríkjamenn fyrir smíði háþróaðra vígvéla, en blaðið Rauða stjarnan sakar þá nú ' um aö hafa á prjónunum að j beita skúnkum í Víetnam. | Rússar segja, að Bandaríkja ] menn séu að undirbúa notk j un sela, höfrunga og annarra Idýra í hernaði. Rauða stjarnan vitnar í grein í bandarísku blaði, þar sem segir, aö skúnkar séu notaðir í Víetnam til að finna skæruliða, sem felist í neðan jarðarbyrgjum og neyða þá til að koma upp úr byrgjun um. Þá hafa komið fram áhyggj ur í Sovétríkjunum um hugs anlega áætlun Bandaríkja manna að ,'áta höfrunga granda skipum með því að hlaða þá sprengjuefni og láta dýrin synda til sovézkra skipa. Samkvæmt s'ibustu Öldungadeildarþingmað urinn Edmund Muskie, sem stefnir að því að verða frambjóðandi demókrata gegn Nixon, hefur nú álíka mörg atkvæði og Nixon samkvæmt skoðanakönn- un, sem hefur verið gerð hjá bandarísku Harrisstofn uninni. Úrslitin voru birt f gær í blað inu Washington Post, og sam kvæmt þeim hefur Muskie 42 prósent atkvæða og Nixon einn ig. Könnunin var gerð í janú ar. George Wallace fylkisstjóri frá Alabama, sem býður sig fram sem demókrati í prófkosn ingum í Flórída, hefur ellefu prósent atkvæða samkvæmt könnuninni. Wallace mun vænt anlega bjóða sig fram fyrir eig in flokk í forsetakosningunum í haust, þótt hann vijji auka fylgi sitt með því aö bjóða sig fram í prófkosningum demó krataflokksins. Wallace er fremstur í flokki „Suðurríkjademókrata“ yzt til hægri í bandarískum stjórnmál um. Með „Suðurríkjademókrati“ er í þessum skilningi átt við þá, er harðast berjast gegn jafn rétti kynþátta og hafa verið félagar í demókrataflokknum, eins og allur þorri manna í Suð skobanakönnunum urríkjum Bandaríkjanna hefur verið. Wallace á ekki samleiö með forystumönnum demókrata flokksins, og þess vegna bauð hann sig fram fyrir óháða í seinustu kosningum. Fimm prósent þeirra, sem voru spurðir, höfðu ekki myndað sér skoðun í skoðanakönnun inni. I skoðanakönnun, sem Harris stofnunin gerði í nóvember hafði Nixon 43 prósent atkvæða en Muskie 39 prósent. 1 skoðanakönnuninni nú voru menn einnig beðnir að veJja milli Nixons og Hubert Hump hreys, sem er annar demókrata foringi. Nixon fékk níu prósent Bandarísk og frönsk lögregla hafa afhjúpað þá, sem bera á- byrgð á eiturlyfjasmygli til Bandaríkjanna, sem mun hafa átt sér stað um margra ára skeið. Lögreglan handtók 23 menn og náði eiturlyfjum, sem eru um 20 milljónir ísl. króna að verðmæti. Hinir handteknu eru 21 Frakki og tveir Bandaríkjamenn. Nokkrir menn í frönsku leyni þjónustunni voru viðriðnir smygliö, og var talið, að málið gæti oröið örðugt fyrir sam- vinnu ríkjanna. Hins vegar virð ast lögregluyfirvöld í þeim báð um meira en Humphrey í könn uninni. Muskie hefur 42% og Nixon líka um hafa unnið saman að af- hjúpun smyglsins samkvæmt fréttum í morgun. Yfirmaður þeirrar deildar bandarísku Jögreglunnar, sem fjallar um eiturlyfjamál, John Ingersoll, sagði í gær, að ekki hefði enn tekizt að minnka að neinu marki heróinsmygl :il Bandaríkjanna. Að vísu hefði tekizt að afhjúpa bófaflokk, en það nægði engan veginn. Hinir handteknu voru gripnir í mörgúm löndum. Margir voru teknir 4. janúar, en handtökun um var haldið leyndum svo að unnt yrði að ná fleiri. Eiturlyfjasmygl afhjúpað ' Eituriyf tekin við Stokkhólm Sænska lögreglan komst í feitt, þegar hún klófesti þessa bifreið rétt utan við Stokkhólm. 1 bíln um fundust eiturlyf að verðmæti tæplega 40 miiljónir íslenzkra króna.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.