Vísir - 18.01.1972, Blaðsíða 5

Vísir - 18.01.1972, Blaðsíða 5
*TÁ» ?ÍSIR . Þriðjudagur 18. janúar 1972. Bikarmeistarar Arse nal, sem nú eru taldir sigurstranglegastir í FA- bikarkeppninni ásamt Leeds og Chelsea, hófu bikarvöm sína í leik gegn Swindon á velli, er aðeins að einum tíunda hluta var gras. En hinar slæmu aðstæður í Swin don háðu meisturunum lítt. Þegar líða tók á leik inn hafði Arsenal al- gjöra yfirburði gegn liði Dave McKay og sigur- inn 2—0 var of lítill eft ir gangi leiksins. Og Al- an Ball er byrjaður að endurgreiða Lundúnalið inu þá miklu fjárupp- hæð, sem Arsenal greiddi fyrir hann til Það er nú varla að maður sé farinn að venjast því, að sjá Alan Ball í Arsenal-búningnum. En hér er hann til vinstri og hefur spymt knettinum framhjá gömlum félaga sínum, Ho ward Kendall. Ball skoraði fyrsta mark sitt fyrir Arsenal á laugardag. Meistaramir hófu bikar- vormna marki Ball! Og Arsenal vann Swindon örugglega meö 2-0 Everton — hann skoraði annað mark Arsenal í leiknum og er það fyrsta markið, sem þessi litli en knái leikmaður skor- ar fyrir sitt nýja félag. Hann áttj einnig mikinn þátt T fyrra markinu, sem Arsenal skorað; eftir að Swindon hafði sótt íalsvert f byrjun leiks, en það mark setti leikmenn 2. deíldarliðsins aliveg i»r jafn- vægi. Það var George Graham, sem sendi knöttinn til Alan Ball og eftir að hafa leikið á mann sendi Ball áfram til George Arm strong og ekkert var auðveldara fyrir hinn fljóta útherja en renna knettinum í opið markið En öll 1. deildarliöin áttu ekki þetta létta leiki gegn mót- herjum sínum í 2. deild. Totten- ham lék á heimavelli gegn Car lisle og þar tókst Alan Gilzean að jafna rétt fyrir leikslok, svo Tottenham verður nú að ferðast norður að landamærum Skot- lands og leika þar við Carlisle. sem er mjög erfitt lið heim að sækja. En þó er rétt að minna á, að í fyrra sló Tottenham ein- mitt Carlisle út þar norður frá. En knappara var hjá Manch. City gegn Middlesbro op þar lék Nobby Stiles, sá frægi kappi úr HM-liðinu 1966 hreint frábær lega í fiði Middlesbro — fvrsti leikur hans í Manchester slðan hann var seldur frá Manch. Utö. í fyrravor. Það var aðeins vftaspyma þremur mín. fyrir leikslok, sem bjargaði andliti leikmanna City. Francis Lee tók spyrnuna að venju og skoraði 12 mark sitt úr vítum, sem er nýtt vítaspyrnumet á keppnis- tímabil í enskri knattspyrnu og ef að líkum lætur verður þetta ekki siðasta vitaspyrna Lee á keppnistímabilinu. Man. Utd. með George Best í liðinu sínu og Ian Ure á vara- mannabekkjum fór niður -á suð urströndina og lék gegn Sout- hampton. United lék' mjög vel fyrstu 60 mln. og hafði talsverða yfirburði, en tókst aðeins að skora eitt mark og var Bobby Charlton þar að verkj nokkru fyrir hlé. Upphlaupið var stór- glæsilegt — þeir Kidd Law og Best ruddu Jeiöina áður en Charlton skoraði. Yfirburðir Manch. Utd. héldu áfram fyrst í síðar; hálfleik, en á 10. mín. fékk Southampton hornspyrnu, miðvöröurinn Gabriel fór upp og tókst að jafna og eftir það jafnaðist léikurinn mjög, en lítið var um marktækifæri, Liðin leika aftur á morgun í IV^an- chester. í blaðinu í gær voru úrslit 3ju umferöarinnar birt, svo ekki er ástæða til að endurtaka þau. Þar kom mest á óvart hinn góði sigur Cardiff 1 Sheffield gegn United en Sheffield er meðal efstu liða 1. deildar en Cardiff 3ja að neðan í 2. deild. En á undanförnum árum hefur Car- diff sýnt mikla. hæfileika sem bikarlið og hefur mikla reynslu úr Evrópukeppni Cardiff hefur unnið welska bikarinn nokkur undanfarin ár og sigur þar veitir rétt til þátttöku í Evrópukeppni bikarhafa. Þá kom einnig á ó- vart stórsigur Hull, sem er i sömu stööu og Cardiff í 2. deild, gegn efsta liðinu Norwich, sem hefur fimm stiga forskot í 2. deild, ætlar að einbeita sér að deildakeppninni og gefur þvi bikarinn á bátinn. Hörkuleikur var í Lundúnum milli Crystal Palace og Everton og jafntefli 2—--2, en Palace lék með 10 mönnum nær allan sTðari hálfleikinn, þar sem Hughes var rekinn af leikvelli. Auk þess voru fimm menn bókaðir. Pal- ace hafði mark yfir í hléi. Willy Wallace, sem lék með Hughes hjá Celtic á Skotlandi. skoraði bækj 'mörk Palace, en þeir Wittle, strax á 1. mín. síðari hálfleiks og Colin Harway skor- uðu fyrir Everton. Eina liðið sem skipaö er á- hugamönnum og komst i þessa umferð Blyth, lék á heimavelli gegn Reading úr 4. deild og á- hugamennirnir naga sig nú sennilega í handarbökin að ná aðeins jafntefli 2—2, því þegar dregið var í 4. umferðinni T gær fá einmitt sigurvegaramir úr þessari viðureign Blyth og Reading meisctara Arsenal á heimavelli sínum. En fyrst við erum að tala um dráttinn í 4. umferð er bezt að birta hann strax. Niðurstaðan varö þessi og leikirnir verða 5. febrúar: Cardiff-—Sunderland Portsmouth—Swansea Newscastle/Hereford — West Ham Birmingham — Ipswich Wolves/Leicester—Orient C. Palace/Everton—Walsall Coventry—Hull City Liverpool—Leeds Preston..Southampt./Manch. U Tranmere—Stoke City Millvall— Manch. City/Midd- lesbro. Tottenham/Carlisle—Bury/ Rotherham Derby—Notts County Chelsea—Bolton Blyth/Reading—Arsenal Huddersfield—QPR/Fulham Aðalleikur umferðarinnar verö ur auðvitað í Liverpool, þar sem Leeds kemur í heimsókn, en einnig er leikur milli Newcastle, sem hlýtur að sigra Hereford úr suðurdeildinni og West Ham at- hyglisverður. En snúum okkur aftur að 3. umferð. Úlfarnir, sem nú þurftu í fyrsta skipti í 12 leikjum að breyta liði sínu vegna meiðsla Dougan, voru mjög heppnir að ná jafntefli gegn Leicester, sem átti þrjú stangarskot T leiknum. Hibbitt skoraði fyrir Úlfana á 13. mín.. en þegar hálftími var af leik meiddist fyrirliði Úlfanna, Mike Baily og varð að yfirgefa völlinn og eftir það tók Leicester leikinn i sinar hendur, en það var ekki fyrr en seint í leiknum, sem Farington jafnaði. — Derby átti í erfiðleikum með Shrews- bury úr 3. deild, en tvö mörk Kevin Hector seint í leiknum tryggöu 2—0 sigur. Rafferty og Chilton skoruðu fyrir Coventry í sigurleiknum í West Bromwich en Tony Brown sfcoraði mabk heimaliðsins. Og ef við förum fljótt yfir sögu var sett nýtt áhorfenda- met á leik Swindon og Arsenal. Þar voru 32 þúsund, sem er það mesta, sem séð hefur leik i Swindon. Geoff Hurst misnotaðd vítaspyrnu fyrir West Ham 1 leiknum gegn Luton, en það kom ekki að sök, þar sem Hurt og Clyde Best skoruðu í f. h. en Luton tókst aðeins að skora eitt mark — Don Givens. Lorimer og Giles skoruðu tvö mörk hvor fyrir Leeds gegn Bristol Rovers og Leeds vann auðveldlega 4—1. Liverpool átti í hinum mestu erfiðieikum í fyrri hálfleik með Ox-ford, sem aldrei hefur tapað bikarleik á heimaveili fyrr en á laugardag, en Liverpool-vélin fór í gang í s. h. og Kevin Keeg an skoraði tvívegis og Lindsay barkvörður 3ja markið. Merki- legt var að Steve Highweigh og Whitham voru settir úr liði Liv erpool. — hsím. Þegar leikmenn koma til leikja sitja rihandasafnarar fyrfr þeim og allir vilja fá að snerta kappana. Myndin sýnir Ray Kennedy, miðherja Arsenal, koma til Highbury.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.