Vísir - 24.02.1972, Síða 2
2
Fimmtudagur 24. febrúar 1972
VÍSIBSm:
Fariö þér heim í hádegis-
mat?
Pétur llafstein, blaðamaður. Já,
ég fer nú yfirleitt heim i matinn.
Ég ræð lika minum matartima
nokkurn veginn sjálfur, og svo er
ekki nema 15 minútna ganga
heim.
Armann lleiðar. Já, ég fer annað
slagið heim i mat, það er það stutt
að fara. Annars bý ég nú hjá
Hjálpræðishernum og fæ þá auð-
vitað mat þar.
Dýrmundur ólafsson, varðstjóri.
Ja, ég vinn nú vaktavinnu, eða frá
kl. 8—1.20, og fer þá heim. Ég hef
klukkutima i mat, en kemst ekki,
ef ég er að vinna aukavinnu.
Konráð Éinarsson, bankastarfs-
maður.Nei, ég fer ekki heim, þvi
ég hef aðeins hálftima i mat og
boröa þar að auki á vinnustað.
Ólafur Guðjónsson, flugumferð-
arstj.Nei, nei, nei, ég fer aldeilis
ekki heim i mat. Ég vinn nú á
vöktum, en i 26 ár, eða siðan 1946,
hef ég aldrei fengiö almennilegan
rnatartima, og ég vinn meira að
segja hjá rikinu!
Jón Hilmarsson, sendill. Já, ég
fer heim i mat. Ég er i skólanum
á morgnana og hef siðan 45
minútur til þess að fara heim,
borða og koma mér i vinnuna.
Ekki af œvintýraþrá
„ Við förum ekki út í þetta
af ævintýramennsku, held-
ur litum við á þetta eins og
hvert annað starf", sögðu
stúlkurnar, sem eru á flug-
freyjunámskeiði Flugfé-
lags íslands, þegar við
litum þar inn, fyrir forvitni
sakir.
Námskeiðið hófst 12. lebrúar og
sækja það 17 stúlkur, en 109
stúlkur sóttu um starfið. Þær
gengust fyrst undir próf, þar sem
rannsökuð var athyglisgáfa
stúlknanna, þ.e.a.s. hve vel þær
fylgdust með fréttum og ýmsu úr
daglega lifinu. En flestar hafa
þær þurft að bita i hið súra epli.
Aðeins 17 komust að. Námskeiðið
stendur yfir i 6 vikur, og eru tveir
timar á degi hverjum.
Þegar við spurðum stúlkurnar,
hvers vegna þær hefðu sótt um
starfið, sögðu þær, að þvi væri
erfitt að svara, en þær héldu þetta
vera fjölbreytilegt og lifandi
starf, en eins og áður segir, ekki
af tómri ævintýramennsku. Ekki
segjast þær finna til nokkurrar
flughræðslu, enda væri það ekki
beint heppilegt.
A námskeiðinu læra flugfreyju-
efnin margt hagnýtt. Þeim er
kennd enska, danska og þýzka,
tækni og öryggi, landafræðí,
fæðingarhjálp, hjálp i viðlögum,
framkoma svo og umgengni.
Við ræddum stuttlega við einn af
kennurum stúlknanna, Jón A.
Stefánsson, en hann hefur kennt
allt um tækni og öryggi á þessum
námskeiðum frá þvi árið 1960.
„Stúlkurnar eru allar i ein-
hverjum framhaldsskólum,
menntaskóla, verzlunarskóla,
eða jafnvel háskóla, og sækja
flestar um starfið sem sumar-
vinnu. Lágmarksaldur er 19 ár,
og vonum við að þær komist allar
að i flugið, en ef svo verður ekki,
verða þær yngstu settar í hlað-
freyjustörf. en munu samt fljótt
koma til með að fljúga lika”. Við
spurðum Jón hvort þjálfun nem-
anna hefði ekki breytzt með til-
komu þotanna, en hann sagði að
undirstaðan væri nákvæmlega sú
sama. „Þær verða að vita allt um
flugvélina, verða að vita hvar
björgunartækin eru staðsett, og
hvernig á að nota þau, vita um
neyðarútganga, og svo ekki sizt
að halda stillingu sinni, ef eitt-
hvað kemur fyrir”.
Liklegt er, að stúlkurnar fari i
sinar fyrstu „atvinnuflugferðir”
fyrst i júni, og segjast þær allar
vera mjög spenntar.
— EA.
25 krónur á
til að halda lífinu í hverjum einstaklingi
dag nœgja
Bangla-desh. Samkvæmt þeim
hefðu um 20 milljónir manna
misst heimili sin i styrjöldinni
fyrir utan 10 milljónir, sem flýðu
til Indlands og nú er verið að
flytja til baka. Vega- og brúar-
kerfi Bangla-desh er allt i rústum
og þvi allir flutningar erfiðir. Af
þessu geta menn gert sér i hugar-
lund ástandið þótt styrjöldinni sé
lokið. Skólar hafa verið lokaðir i 9
mánuði, og þriðjungur allra skóla
landsins er i rústum.
Á næstunni mun Hjálparstofn
unin senda afganginn af fé þv
sem safnaðist i skyndisöfnuninni
liðlega 1,5 milljón króna. Eflausi
finnst sumum að 3,5 milljónir seg
litið i svo gifurlega neyð. En 2!
krónur nægja til að halda lifinu
hverjum einstakling á sólarhring
og þvi eru þeir margir, sem hafa
haldið lifi fyrir söfnunarfé okkai
íslendinga.
„Söfnunin til hjálpar flóttafólki
frá A-Pakistan gekk mjög vel, og
eru undirtektir þjóðarinnar þakk-
arverðar”, sagði Páll Bragi
Kristjónsson hjá Hjálparstofnun
kirkjunnar i samtali við Visi.
Söfnuðust samtals 3,5 milljónir
króna.
Þegar söfnunin byrjaði hér-
lendis var ákveðið að islenzka
söfnunarfénu yrði varið til að-
stoðar 800 þúsundum flóttafólks,
Svar frá ritstj.
símaskrár
Hafsteinn Þorsteinsson, ritstjóri
simaskrárinnar, skrifar eftir-
farandi:
„Að gefnu tilefni vegna skrifa
„lesanda”. i Visi þann 19. þ.m. i
pistlinum „lesendur hafa orðið”,
skal eftirfarandi upplýst:
A 12 sjálfvirkum simstöðvum,
utan Reykjavikursvæðisins,
hefur verið beðið um skráningu á
simum slökkviliðs i simaskrána,
þar af hefur verið óskað eftir
skráningu með feitu letri á 7 sim-
stöðvum. Á það skal bent, að
ábyrgð hvilir á þeim aðilum, sem
sérstaklega óska eftir að auglýsa
öryggissima, svosem simanúmer
fyrir slökkvistöðvar og aðra
öryggisþjónustu á áberandi stað i
sem dvaldi i búðunum i Cooch
Behar. Voru sendar tvær milljón-
ir króna þangað i nóvember. Eftir
að styrjöldinni lauk og rikið
Bangla:desh var stofnað var
hjálparstarfið endurskipulagt, og
beinist það nú einkum að þvi að
búa flóttafólkið undir heimferð og
aðstoða það við að stofna heimili
þar á ný.
Páll sagðist hafa verið að fá i
hendur nýjar tölur um ástandið i
simaskránni. Það krefst þess, að
sólarhringsþjónusta sé fyrir
hendi til að svara, þegar hringt er
i viðkomandi simanúmer, ef
bruna eða slys ber að höndum.
Enda hefur Póstur og simi látið
gera millitengingar fyrir nætur-
og helgidagaþjónustu til sjúkra-
hússima, þar sem þess hefur
verið óskað og þvi hefur verið
viðkomið.
Það er þvi ekki á valdi Pósts og
sima eða einstakra starfsmanna
stofnunarinnar að ákvarða um
auglýsingu á slikum simum, sem
gæti leitt til aukinna útgjalda hjá
viðkomandi bæjar- eða sveitar-
félagi, ef taka þyrfti upp sérstaka
vaktaþjónustu til að þjóna- aug-
lýstum öryggissima. Þess skal
getið, að dæmi eru til um að
heimilissimar eru auglýstir sem
simar slökkviliðs i nafnaskrá frá
einni simstöð, sem aukanafn i
simaskrá.
Onnur siðan i simaskránni
hefur verið prentuð með þeim
upplýsingum sem þar er að finna
samkvæmt skriflegri ósk þeirra
aðila, sem þar eiga hlut að máli. I
næstu simaskrá, sem væntanlega
verður byrjað að afgreiða til sim-
notenda seinnihluta marz
mánaðar n.k. verða birt til við-
bótar simanúmer frá Almanna-
vörnum rikisins og Tann-
læknafélagi Islands.
Það skal tekið skýrt fram, að
samkvæmt gildandi gjaldskrá og
reglum fyrir Landssimann hafa
engir, hvorki starfsmenn simans
né aðrir aðilar, heimild til að aug-
lýsa aukanafn við simanúmer i
simaskrá, nema samkvæmt
skriflegri ósk viðkomandi rétt-
hafa simanúmersins. Enda væri
réttur hins almenna simnotanda
skertur, ef út af þessu yrði
brugðið. Að lokum skal lögð
áherzla á það, að Póstur og simi
er fyrst og fremst þjónustu-
stofnun, sem reynir eftir fremsta
megni aö verða við óskum við-
skiptamanna sinnal’
Unnið eftir taxta?
B. hringdi:
„Ég hefði áhuga á að fá svar
við þeirri spurningu hvort Vinnu-
veitendasambandið og/eða
Dagsbrún fylgist með þvi, að
menn, sem taka að sér ýmis verk,
geri það samkvæmt lögboðnum
taxta. Einnig hvort fylgzt sé með
þvi, að verkin séu vel af hendi
leyst. Hér á ég við verk úti og
inni. Öska ég eindregið eftir þvi
að fá svar við þessum spurn
ingum, og er ég ábyggilega ekki
einn um það”.
Stígvél í Skóseli
Skósel á Laugavegi vildi fá eftir-
farandi með i dálkinn:
„Það er ekki allskostar rétt
með farið i annars ágætri grein
um vattfóðruðu gúmmistigvélin i
blaðinu hjá ykkur, að þau fáist
ekki hér á landi. Við höfum i allan
vetur boðið upp á þessi stigvél og
frá sama fyrirtæki og um var
getið. Hafa stigvél af þessari gerð
reynzt mjög vinsæl”.
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15