Vísir


Vísir - 24.02.1972, Qupperneq 3

Vísir - 24.02.1972, Qupperneq 3
Visir. Fimmtudagur 24. febrúar 1972. 3 Stöðugt fjölgar í Sandkassanum! Nú er ekki eftir nema ein einasta sýning til viðbótar á þjóðfélagsádeilu Kent An- derssen, „Sandkassanum”, en sú sýning er i Lindarbæ i kvöld. Uppselt hefur verið á vel- flestar sýningar hinna leik- listarglöðu unglinga i Lindar- bæ, og ennfremur hefur leik- flokkurinn sýnt „Kassann” viða um borgina, bæði á vinnustöðum og i skólum, fundum og mannfögnuðum. Telja ungmennin það ekki úti- lokað að fara með nokkrar slikar sýningar til viðbótar, þó að almennum sýningum i Lindarbæ ljúki i kvöld. Þá er það og i bigerð að fara með leikinn út á land, en engar sýningar eru þó ákveðnar enn- þá utan borgarinnar. Svo sem fram hefur komið i fréttum eiga leikararnir i Sandkassanum það sameigin- legt að biða og vona, að senn verði settur á stofn rikisleik- listarskóli, en öll vilja ung- mennin verða sér úti um hald- góða leiklistarmenntun. Var stofnað til sýninganna á Sand- kassanum með það beinlinis fyrir augum að vekja athygli á þörfinni fyrir rikisleiklistar- Hafa stöðugt bætzt fleiri og fleiri ungmenni i hópinn á undanförnum vikum, og áhugi þeirra allra er óneitanlega mikill. Að sögn krakkanna i Sand- kassanum hafa sýningarnar i Lindarbæ „borgað brúsann” að mestu, en tekjurnar af sýn- ingunum utan Lindarbæjar hafa orðið hreinn ágóði. Enginn leikendanna hefur þegið laun, en ágóðanum hefur verið ákveðið að verja til áframhaldandi leiklistar- starfsemi og þá fyrst og fremst uppfærslu á nýju leik- verki innan tiðar. — ÞJM Árni Blandon heitir hann þessi hýri piltur, en hann fer með hlutverk lærdómshestsins i Sandkassanum. Merkja merkisstaði - frá náttúrufræðilegu sjónarmiði séð Reykjavik og umhverfi luma á náttúruundrum, sem fáir þekkja til nema þá sérfræðingarnir. Nú ætiar Náttúruverndarnefnd Reykjavikur að gefa fólki nokkra innsýn i þau furðuverk, sem m.a. jarðsagan er. 1 vor verður komið upp skiltum við ýmsa staði i Reykjavik, sem þykja merkilegir frá náttúru- fræðilegu sjónarmiði. Þar má nefna Háubakkana við Súöarvog, þar sem hægt er að sjá öll jarðlög Reykjavikur, ýmsa staði i öskju- hlið, og klappirnar við Artúns- höfðann verða einnig merktar. Eitt slikt skilti er þegar komið upp. Það er i Nauthólsvikinni, sem flaggar reyndar öðru skilti, sem allir kannast við — þessu með, að sjórinn sé óhæfur til baða. — SB — Þjóðleikhúsið fer ekki á nauðungaruppboð — en er í fjárþröng samt „Það er búið að greiöa þennan fasteignaskatt núna og þvi verður ekkert nauðungaruppboð”, sagði Guðlaugur Rósinkrans þjóðleik- hússtjóri i samtali við Visi. Búið var aö auglýsa uppboð á leikhúsinu vegna skulda og sögðu sumir i gamni að Leikfélag Reykjavikur myndi bjóða i húsið. En Guðlaugur sagði, aö einhver dráttur hefði orðið á millifærslu ráðuneytanna vegna greiðslu á fasteignaskatti frá i fyrra og þess vegna hefði auglýsingin birzt. Búið Væri að draga þessa skuld frá framlagi rikisins til Þjóðleik- hússins á þessu ári og málið þar með úr sögunni. Guðlaugur Rósinkranz sagði framlag rikisins til leikhússins vera alltof knappt. Það framlag væri byggt á launum og verðlagi einu og hálfu ári áður en féð kæmi til útborgunar að fullu. Þess vegna vantaði raunverulega alltaf fé, þótt sýnt væri fyrir fullu húsi og inn kæmu góðar tekjur. t maimánuði færi rikið að gera fjárhagsáætlun fyrir næsta ár á eftir, og þá væri framlagið til Þjóðleikhússins miðað við verð- lag á þeim tima. Vegna sifelldra hækkana á rekstrarkostnaði væri upphæðin raunverulega alltaf á eftir þörfinni. - SG. Norræn vegalög samræmd Samræmdar reglur um umferð á vegum á Norðurlöndum öllum munu taka gildi 1. janúar næst- komandi. Norski samgönguráð- herrann Steen skýrði frá þessu á fundi Norðurlandaráðs á þriðju- dag. Hann sagði, að hugsanlegt væri, að reglurnar tækju gildi smám saman um þetta leyti og færi það eftir þvi, hve miklu þyrfti aö breyta i löndunum. — HH í s^ijili Kviðlingar á kaupféiagsfundi. Þar sem tveir Þingeyingar eða fleiri eru samankomnir, fljúga kviðlingarnir brátt. Þannig var það lika á dögunum á aðalfundi Kaupfélags Þingeyinga, elzta kaupfélags landsins, sem þá hélt upp á 90 ára afmælið. Afmælis- gleðin stóð i tvo daga, á laugar- daginn var og sunnudag. Margt var til skemmtunar, margar ræður og margir heiöraðir. Þetta afmælisár var ákaflega hagstætt hjá K.Þ., vörusalan óx um fjórð- ung, og var rekstrarhagnaðurinn rúmlega 2.4 milljónir króna. For- maður félagsstjórnar K.Þ. er Úlf- ur Indriðason bóndi á Héðins- höfða, en kaupfélagsstjóri er Finnur Kristjánsson. Kona i ábyrgöarstöðu hjá þvi opinbera. Kona hefur tekið við miklu ábyrgðarstarfi hjá þvi opinbera. Forseti Islands hefur skipað Ingi- björgu R. Magnúsdóttur deildar- stjóra hjá heilbrigðis og trygg- ingamálaráðuneytinu frá 1. nóv. 1971 að telja. Er Ingibjörg eina konan, sem gegnir sliku embætti hér á landi. Þór Vilhjálmsson kjörinn for- maður Lögfræðingafélagsins. Hressilegu félagsstarfi var haldið uppi innan Lögfræðingafélags .íslands á liðnu starfsári, fjöldi fræðslufunda haldinn og stéttinni gefinn kostur á endurmenntun á námskeiði, sem haldið var, en 75 lögfræðingar notuðu sér þetta tækifæri. Þór Vilhjálmsson var kjörinn formaður félagsins á aðalfundinum nú nýlega. Þor- valdur Garðar Kristjánsson baðst undan endurkjöri, en undanfarin 6 ár hefur hann verið formaður. Varaformaður var kjörinn Jóna- tan ' Þórmuridsson, en aðrir i stjórn eru þeir Sigurður Hafstein, Hrafn Bragason, Stefán Már Stefánsson, Friðrik Ólafsson og Knútur Bruun. Engar rauðsokkur. Þrátt fyrir að fámennur en hávær minnihlutahópur rauðsokka vilji rifa niður sem flest „grindverk” á milli kynjanna.halda kvenstúd- entar sinu striki. Konurnar halda uppi öflugu félagi, Kven- stúdentafélagi tslands. Nýlega var Ingibjörg Guðmundsdóttir kjörin formaður félagsins á aðal- fundi þess. Aðrar i stjórn eru Brynhildur Kjartansdóttir, Elin Guðm annsdóttir, Guðrún Erlendsdóttir, Helga Einarsdótt- ir, Helga M. Björnsdóttir, Kristin Kaaber, Nína Gisladóttir, Signý Sen og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir. Sem sagt, hið vasklegasta liö, sem "lætur margt jákvætt af sér leiða. Ný log um byggingasamvinnufé- lögin. Með samvinnu um byggingar ibúða hefur mörgum manninum tekizt, með erfiðismunum þó, að reisa sér og fjölskyldunni þak yfir höfuðið. Einhverjir agnúar munu þó vera á löggjöfinni um bygg- ingasam vinnufélög að áliti félagsmálaráðherra, þvi nú ný- lega skipaöi hann 5 manna nefnd undir stjórn Guðjóns Hansen, tryggingafræðings og á hún að endurskoða lögin og semja frum- varp til laga um byggingasam- vinnufélög. Auk Guðjóns eru i nefndinni þeir Björn Hermanns- son, skrifstofustjóri, Björn Jóns- son, skrifstofumaður, Hallgrimur Dalberg, skrifstofustjóri og Þor- valdur Jóhannesson skrifstofu- maður. Iiöftin hefta húsbyggingar lág- launamannsins. Höft hafa verið sett á innflutning á erlendu byggingarefni, og hefur áður verið sagt frá þeim aðgerð- um hér i blaðinu. Að áliti bygg- ingafróðra manna mun niðurfell- ingin á gjaldfresti virka á þá hús- byggjendur, sem til þessa hafa getað fengið lánað i bygginga- vöruverzlunum vegna þessara erlendu lána. Meistarasamband byggingamanna tók málið fyrir á fundi sinum 5. febrúar og mót- mælti harðlega ákvörðun þessari. TEKK-KRISTALL Skólavörðustíg 16 - Sími 13.111

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.