Vísir - 24.02.1972, Qupperneq 4
4
Visir. Fimmtudagur 24. febrúar 1972.
HUNDRAÐ OG EINS ARS AÐ
ALDRI hefur Kaliforniubúinn
Roy Rawlins óskað eftir að fá
skilnað frá fimmtu eiginkonu
sinni, Margie Celestine, 44 ára
gamalli, sem hann gekk aö eiga
fyrir hálfu ári. Að sögn gamla
mannsins hafði frúin sýnt honum
fullmikinn kulda hvað kynlifið
snerti alla tið. Og hún haföi haft
burtu með sér isskápinn af
heimilinu, eftirlætis húsgögnin og
svo heimilisköttinn, en það var
einmitt kattarránið, sem Roy
þótti hastarlegast.....
ÞEKKT FÓLK 1 RÓM var
siðastliðinn fimmtudag hand-
tekið, er það sat eiturlyfjasyall
eitt meirih&ttar. Að handtökunni
stóðu nokkrir vaskir lögreglu-
menn^ sem höföu brugðið sér i
gervi hippa og blandað sér i hóp
„veizlugesta”. Meðal hinna
handteknu var margt heldra fók
Rómaborgar og eins þekkt kvik-
myndafólk og leikstjórar. Meðal
þeirra, er færðir voru til yfir-
heyrslu, var t.d. hin þekkta
leikkona Elsa Martinelli. Henni
var þó sleppt úr haldi klukkutima
slðar.
TVEIR KARLMENN
sem hafa hug á að láta pússa sig
saman i hjónaband hafa óskað
dómsúrskurðar hæstaréttar i
Washington til að svo geti orðið,
en vart þarf að taka það fram, að
hjónaband kynbræðra er engu
frekar leyft i Bandarikjunum en
annarsstaðar. Annar karlanna
heitir Richard J. Baker, er 29 ára
gamall og er kunnur fyrir for-
mannsstörf sin I þágu stúdenta-
bandalags i Washington.Elskhugi
hans heitir svo James M. Mc-
Connel, er einnig 29 ára gamall og
er bókasafnsvörður að atvinnu.
MARGRÉT drottning Dan-
merkur mun fá sama lifeyri og
Friðrik konungur hafði fengið.
Nefnilega svo mikið sem 99
milljónir og 204 þús. íslenzkra
króna á ári. Ingrid, ekkja
Friðriks, fær hins vegar eftir-
leiðis sem nemur 18 milljónum
isl. króna, eða sömu upphæð og
Margrét drottning hafði þegið
sem rikiserfingi þar til konungur
lézt.
PAUL ANKA, ameriski söngvar-
inn, sem sló i gegn árið 1956 með
laginu „Diana”, hefur flúið með
fjöldskyldu sina til Lundúna.
Hann kveðst ekki kæra sig um, að
börn hans alist upp i New York.
PIPPA STEEL
heitir hin 24 ára gamla stúlka,
sem gegnir hlutverki eiginkonu
Winstons Churchills — i kvik-
myndinni, sem enskir nefna
„Young Winston”. Er Pippa haföi
gegnt hlutverki frúarinnar, giftist
hún ungum og efnuðum verzl-
unarmanni i London.
PIPPA STEEL
FRJÓSEMISSTÓLINN eru
stúlkurnar á simstöðinni i
Southend i Englandi farnar að
nefna einn skrifborðsstólinn á
stöðinni, og þær harðneita
(flestar) að sitja i honum við
vinnu sina. Nafngiftina hlaut
stóllinn eftir að þrjár ókvæntar
starfsstúlkur simstöðvarinnar,
sem setið höfðu i honum, urðu
ófriskar hver af annarri. Fröken
Hazel Devon varð fyrst fyrir
barðinu á frjósemi stólsins, (sem
er einfaldlega úr plasti og stáli).
Hún varð fljótlega ófrisk eftir að
hafa setið i stólnum við skriftir.
Þvi næst settist i stólinn fröken
Sandra King, 28 ára gömul. Hún á
nú 11 mánaða gamalt barn, sem
hún kennir stólnum. Er Sandra
þurfti frá að hverfa vegna barns-
burðarins, settist i stólfjandann
fröken June Longbottom, sem er
31 árs að aldri. Hún væntir sin I
næsta mánuði.
„Ég hafði leitað allra ráða við að
reyna að taka léttasóttina árin
þrjú fram að þvi, að ég tók mér
sæti i stólnum á stöðinni, en án
árangurs,” segir June. „Auðvitað
eru þetta eintómar tilviljanir,”
segir simstöðvarstjórinn, hann
Bill Hoyland. Hann hefur þó
ákveðið að fleygja stólnum innan
tiðar.
Ballettinn „Hopp-pop"
HÉR SJAUM VID MYND ÚR EINU ATRIÐI BALLETTS, sem svo sannarlega má nefna pop-ballett
Búningar allir, dans, sem og dansmúsik, er með þeim hætti, að annað er ekki hægt. Og vitanlega er nokkuð
svo pop-legt sem þetta til sýnis á sviði eins leikhússins I pop-borginni Lundúnum. Ballettinn er þó saminn af
frönskum snillingum og sýndur af frönskum ballettflokki, skipu&um ungum ballettdönsurum. Þeir nefna
• „HOPP-POP” eöa eitthvaö í þá áttina, og eru sýningarnar vel sóttar.
KULTURA SÓFASETTIÐ
LANDSINS
MESTA URVAL
AF EKTA LEÐRI
LANCINA
SKINNEFNIN
FÁST AÐEINS
HJÁ OKKUR
mm ■ ■i 15! 555 555
II III ■ll ■■■
m
Slml-22900 Laugaveg 26