Vísir - 24.02.1972, Qupperneq 7
Visir. Fimmtudagur 24. febrúar 1972.
7
Blóm eða hœrrí laun
og annað mat á störfum HimnI
— konur fá blóm á konudaginn en vinna láglaunastörf hversdags |l SIÐAIM jj
Væntanlega hafa margar
konur fengiö blóm á konu-
daginn, sem var á sunnu-
daginn var. Þessi siður
virkar afkáralega á fleiri
meö hverjuárinu sem líður
eftir því sem augun opnast
fyrir eftirtöldum staö-
reyndum:
„I Iðju i Reykjavik eru um 70%
félagsmanna konur, en þær fá
varla 50% af heildarlaunum
félagsmanna. Samt telja for-
svarsmenn Iðju^að þar sé ekki
launamisrétti, allir fái sömu laun
fyrir sömu vinnu. Störfin skiptast
i 3 aðalflokka og launin eru greidd
samkvæmt þeim. En sé aðgætt
nánari skilgreining flokkanna,
kemur fljótlega i ljós, að iðn-
verkakonur lenda allflestar i 1.
flokki, þeim lægsta, nokkrar i 2.
flokki og alger undantekning er,
að þær séu i 3. flokki. Þar eru hins
vegar dæmigerð, hefðbundin
karlastörf eins og vélgæzla,
birgðavarzla og bilkeyrsla, einnig
lenda margir karlar i 2. flokki, en
tiltölulega fáir i 1. flokki. Við
þetta bætist svo opinbert leyndar-
mál, sem sé það, að lendi iðn-
verkamaður samkvæmt starfs-
matinu i lægsta flokki, er hann
oftast yfirborgaður, annars er
hann bara takk fyrir farinn”.
Þessar upplýsingar komu m.a.
fram um daginn i útvarpsþættin-
um ,,Ég er forvitin”, sem rauð-
sokkar standa að. En það eru
mun fleiri staðreyndir, sem rauð-
sokkar þuldu yfir hlustendum
þann daginn, um kjör konunnar,
sem fær kannski blóm á konu-
daginn.
,,í stóru frystihúsi i Reykjavik
vinna t.d. að jafnaði 170—230
manns, talan fer eftir þvi, hve
vinnan er mikil. Af þessum fjölda
er yfirgnæfandi meirihluti konur,
120—160, en karlar 50—70. En á
milli þess, sem afli berst, vinna
14—40 manns i húsinu, þar af 12
og upp i 20 karlar, en aðeins 2—20
konur. Ef við tökum lágmarkið
eru þannig 12 af 50 körlum stöðugt
við vinnu, en aðeins 2 konur af
120. Þar að auki eru svo fast-
ráðnir á mánaðarkaupi verk-
stjórar og vélgæzlumenn, allt
karlar”.
Þriðja dæmi. ,,Séu bormr
saman kauptaxtar Dagsbrúnar
og Verkakvennafélagsins Fram-
sóknar i Reykjavik kemur i ljós,
að lágmarkstimakaupið er það
sama, 101,50 kr. i dagvinnu, bæði
fyrir karla og konur, og fer upp i
104,80 á timann eftir 2 ár i starfi.
Þetta er lágmarks-timakaupið i
dagvinnu fyrir algerlega ófaglært
fólk i svokallaðri almennri verka-
manna- og verkakvennavinnu.
En ef við litum á hámarkskaupið,
breytist myndin iskyggilega. Þar
komast verkakonur eftir töxtum
Framsóknar hæst i 105,80 á tim-
ann i dagvinnu, en karlar i 121,70
kr. á timann samkvæmt hæsta
taxta Dagsbrúnar”.
Fjórða dæmi: „1 Alþýðusam-
bandi Islands, þar sem meðlimir
eru um 35 þúsund og þar af um 12
þúsund konur, á aðeins 1 kona
sæti i 15 manna miðstjórn, i 18
manna samninganefndinni eru,
konur aðeins tvær, og i 40 manna
yfirnefndinni eru aðeins 3 konur”.
Fimmta dæmi: ,,I núverandi
stjórn Verzlunarmannafélags
Reykjavikur eru 11 karlar og 1
kona. Félagatala 1970: karlar 2071
(45%), konur 2591 (55%). Eftir
samningana 1. desember s.l. voru
starfsheiti á launaflokkum sam-
ræmd þannig, að þau gilda jafnt
fyrir alla. Hvernig verkar t.d.
auglýsingin „vélritunarstúlka
óskast” á pilt, sem hyggst taka
sér það starf fyrir hendur?
Könnun var gerð á kjörum um
það bil 700 félagsmanna VR.
Varðandi flokkaskiptingu milli
kynja kom m.a. i ljós, að i 6.
flokki — miðað við flokkana 1970
— voru rúmlega 40% kvennanna
en um 3% karlanna. I 12.flokki og
þar yfir var aftur á móti röskur
helmingur karlanna en 3%
kvennanna”.
Sjötta dæmi frá stærstu vinnu
veitanda landsins, ríkinu: ,,í
fyrravetur athugaði einn starfs-
hópur rauðsokka skiptingu skrif-
stofufólks i launaflokka hjá
tveimur opinberum fyrirtækjum.
Stuðzt var við samningana frá
1969. í öðru þessara rikisfyrir-
tækja dreifðist kvenfólkið á
5.—14. flokk, en karlarnir á
12—27. flokk.
Þegar litið var á fólk með
stúdentspróf, samvinnu- eða
verzlunarskólapróf eða sambæri-
lega menntun og langan starfs-
aldur, en þetta fólk hafði unnið 16
ár eða lengur, þá kom i ljós, að
konurnar voru i 10. flokki en
karlarnir i 14.—21. flokki.
Karlarnir voru þannig 4 —11
launaflokkum hærri en konurnar.
Fólk með sömu menntun og
stuttan starfsaldur, það er að
segja 5 ár eða styttri, skiptist
þannig, að konurnar voru i 7.—10.
flokki, en karlarnir höfðu allir
verið settir i 14. flokk, eða 4—7
launaflokkum ofar en konurnar.
Hjá hinu rikisfyrirtækinu kom
launamismunurinn einnig greini-
legast fram hjá fólki með
stúdentspróf, samvinnu- eða
verzlunarskólapróf eða sambæri-
lega menntun.
Kona með slika menntun og
stuttan starfsaldur var i 8. flokki,
en karlar með sambærilega
menntun og starfsaldur voru i
13.—16. flokki, eða 5—8 launa-
flokkum hærri en konan”.
Sjöunda dæmi: ,,A skrifstofu
BSRB er um þessar mundir verið
að vinna að athugun á vegum
Starfsmannafélags rikisstofnana
á þvi, hvernig fólk skiptist i
launaflokka eftir kynjum.
Athugun þessi nær tii þúsund
manns. Starfsmaður, sem vinnur
að þessari athugun sagði, að allt
bæri þar að sama brunni. Kven-
fólkið lenti i neðri flokkunum en
karlarnir i þeim efri”.
Attunda dæmi: Sagt hefur verið
áður i Visi frá könnun, sem fór
fram um launamun á konum og
körlum, sem starfa i bönkum. En
hér er eitt dæmi um launamisrétti
i bönkum: „Stöðuveiting, sem
átti sér stað fyrir tveim árum.
Fuiltrúastaða var auglýst laus til
umsóknar. Um stöðuna sóttu m.a.
karlmaður, sem hafði starfað i 6
ár i þessari deild, og kona, sem
hafði starfað i deildinni i sam-
fleytt 20 ár. Þar að auki hafði
konan gegnt þessari stöðu i
afleysingum. Karlmanninum var
veitt staðan”.
—SB.
Samkvæmt lögunum eiga allir að fá sömu laun fyrir sömu vinnu — en hvernig stendur þá á því, að konur
lenda alla jafna i lægstu launaflokkunum?
cTMenningarmál
Gunnar Gunnarsson skrifar um kvikmyndir:
Listrœnt þrátt fyrir boðskap
Háskólabíó
mánudagsmynd ★ ★ ★
„Made in Sweden"
Leikstjóri: Johan Bergen-
stráhle
Aðalhlutverk: Per Myr-
berg, Lena Nyman
Sænsk frá 1969.
Áfram undrast maður hvilikan
ægishjálm Sviar bera yfir him
Norðurlöndin, og raunar fleiri
þjóðir, þegar kvikmyndagerð er
annars vegar.
„Made in Sweden” er fyrsta
langa kvikmyndin sem hinn ungi
leikstjóri, Johan Bergenstráhle
gerði (en 36 ár þykir ekki hár
aldur þegar kvikmyndastjórar
eru annars vegar), en fram undir
MADE IN SWEDEN: Jörgen blaðamaður (Per Myrberg) faðmar vinkonu sina (Lena Nyman, eftir að hafa
við iilan leik sloppið undan morðárás sænskra gróðamangara i Bangkok.
þetta hefur hann mest starfað
fyrir leikhús og sjónvarp.
Myndin er ein af mjög fáúm
hörðum áróðursmyndum sem
gerðar hafa verið i Sviþjóð,þrátt
fyrir það að Sviar eru þekktir
fyrir sinn róttæka kratisma.
Stundum vofir hætta yfir
slíkum ho'rð'um á'déílum sem
„Made in Sweden” er. Sú hætta
að listrænt gildi myndarinnar,
leikur, klipping og annað slikt,
liði fyrir pólitiska boðskapinn.
Bergenstráhle sleppur frábær-
lega vel framhjá þeirri gryfju.
Hann afrekar bæði að halda
athygli manns vakandi yfir
spennandi þræði, frábærum
klippingum, jafnframt þvi sem
hann málar viðurstyggð spill-
ingarinnar sterkum litum — -
dundar sér við að hengja landa
sina I iðnrekendastétt fyrir að
þjóna einvörðungu duttlungum
eigin pyngju og gróðavoninni.
Myndin segir frá ungum verk-
fræðingi, sem hefur starfað fyrir
stórt rafmagnsvörufyrirtæki, en
hann fær andstyggð á gróðakapp-
hlaupinu og gerist blaðamaður
við dagblað eitt i Stokkhólmi. I
blað sitt ritar hann siðan mest um
iðnaðarmál og pólitik.
Hann kemst að raun um stór-
felld viðskipti sem ákveðið fyrir-
tæki á i Thailandi, og hefur grun
um að auður þess byggist mestan
part á mangi i sambandi við Viet-
namstriðið. Blað hans sendir
hann til Bangkok að kanna málið.
Og sannarlega fær blaða-
maðurinn að gægjast ofan i þann
spillingargraut sem i Bangkok er
mallaður.
Bergenstrahle beitir ýmsum
brögðum til að úthrópa sænsku
iðnjöfrana fyrir framferði sitt i
þjónustu alþjóðakapitalismans.
Fina fólkið lifir og hrærist ein-
angrað i fallegu húsunum sinum
og görðunum. Horfir á vighana
slást meðan innfæddir þjónar
tipla um með dýrlegar veitingar.
Utan veggjanna engjast bækl-
aðir, limlestir, helsýktir og
hungraðir Thailendingar og
flóttamenn, en ameriskir her-
menn i leyfi frá orrahriðinni,
dufla við hórur á skemmti-
stöðum.
Bergenstráhle hefur valið stór-
kostlega vel i hlutverk sin.
Max von Sydow er frábær sem
sá samvizkulausi peningamaður,
sem ekki hikar við að fórna
tveimur félögum sinum i
gróðakapphlaupinu, til þess að
komast sjálfur undan refsivendi
blaðamannsins.
Sannarlega er hér á ferðinni
ádrepa, sem vert er að sjá — og
ótrúlegt ef ekki hefur farið um
einhvern verzlunarhöld i vel-
ferðarrikinu Sviþjóð — vegna
þess að mynd Bergenstráhle er
ekki gerð út i bláinn.