Vísir - 14.03.1972, Side 1

Vísir - 14.03.1972, Side 1
62. árg. —Þriöjudagur 14. marz 1972 — 62.tbl. STERKIR STRÁKAR í TJARNAR-MENNTÓ Þeir eru sterkir.-strákarnir i Menntaskólanuin viö Tjörnina, og réttast fyrir stráka úr öörum skólum að iáta stelpurnar þeirra i friði — annars verður þeim bara lyft upp og fleygt út í Tjörn. Einn þessara sterku stráka, Rúnar Gislason, geröi sér iitið fyrir og setti fjögur islandsmet I lyftingum á meistaramótinu, sem hófst i gær, náði árangri, sem er með þvi bezta sem gerist á Noröurlöndum i þessari iþrótt. Sjá nánar Iþróttir I opnu 2071, - eða fyrr? „Það þarf að endurbyggja helminginn af þaki gamla hússins að Litla—Hrauni”, sagði Jón Thors, i dóms- málaráðuneytinu, er Visir ræddi við hann i morgun, en Jón var ásamt sérfræðingum að Litla—Hrauni i gærdag að kann skemmdir. ,,Ég held menn hafi ekki gert sér alveg grein fyrir þvi enn, hve miklar þessar skemmdir eru i peningum — en þetta er talsvert. Reyndar kemst nýja álman mjög fljótlega I gagnið en eldri byggingin er illa farin”. Sjá grein bls. 2—3 um fangelsismálin Frúin með gamla hattinn karlsins Tizkunýjungar geta verið gamlar og eru það ef til vill alltaf að einhverju leyti. En það er nýtt, þegar karlmannahattar eru teknir fram úr fataskápum, settur á þá borði og siðan notaðir af kvenfólkinu við buxna- dragtir. Frá þessari tizku- nýjung og fleirum segir á bls. 7 I blaðinu i dag. Einkaspœjarinn fann son Brandos illa haldinn hjá hippum Sjá bls. 5 Lesendur hafa orðið Mörg bréf frá lesendum ábls. 2 i dag, — og fjöldi biður birtingar til morguns — Blaðamaður ræðir við lesendur i sima 11660 frá 13—15 daglega. Síðustu fréttir: Rétt fyrir hádeg- ið fundust norsku skólabörnin 12 eftir 2/o sálarhringa leit heil á húfi Sjá bls. 5 Bíða Skeiðarárhlaups Spenningur meðal vísindamanna — Undirbúa ferð austur ## Snjóboltaveður — segja krakkarnir Mönnum er hollast að gæta sin á hálkunni i dag, hér á götum borgarinnar. Reyndar verður frostlaust I dag, að þvi Veöurstof- an segir, en ekki nægilega hlýtt til aö eyða þessari föl sem féll i nótt. Þaðer austanátt núna og verður væntanlega áfram á morgun, og hitastigið er aðeins eitt. Sennilega verður litilsháttar rigning, en ekki mun hún duga til að taka upp snjó af götum, að þvi hann Jónas Jakobsson á Veður- stofunni tjáði Visi i morgun. Snjókoma er á Vesturlandi allt frá Snæfellsnesi og vestur um og einnig á norðurlandi. Frost er á þessu svæði frá tveimur og niður i fimm stig. Hitastigið er hæst I Vestmannaeyjum, fimm stig, og verður svo væntanlega lika á morgun, þ.e. óbreytt verður hér sunnan- lands — en likast til verður ekki mikill snjór fyrir krakka að byggja stórhýsi úr. Við rákumst á þessa stráka i morgun niðri i Hallargarði og þeir sögðu að nú væri snjórinn alveg hæfilega blautur til að hnoða úr honum snjókúlur. Hvað á að gera við snjókúlur? Nei nei, við segjum ekkifrá þvi! — GG Vísindamenn bíða spennt- ireftir Skeiðarárhlaupinu sem búizt er við að verði um eða eftir helgi. Það er vegurinn yfir Skeiðarár- sand, sem gerir Skeiðar- árhlaupið enn forvitni- legra en áður að þessu sinni, en í sumar á að hefja framkvæmdir við undirbúning að vegalagn- ingu á Skeiðarársandi. I dag munu visindamenn frá ýmsum stofnunum ráða ráðum sinum um verkaskiptingu og framkvæmd á athugunum á þessuSkeiðarárhlaupi. Munu þeir hafa aðalbækistöðvar i öræfun- um i Skaftafelli og á Svinafelli og hafa þyrlu tii notkunar. Ennfrem- ur er áhugi á að senda leiðangra til Grimsvatna fyrir og eftir hlaup. Ragnar Stefánsson bóndi i Skaftafelli sagði i morgun að litið hefði vaxið i Skeiðará yfir nótt- ina. „Þetta kemur hægt og sig- andi”. Hann sagði vatniö i ánni ekki vera orðið nema hálft sumarvatn. „Það má greina vöxt dag frá degi samt og vatnið er svo dökkt, að hlaup er i aösigi og jökulfýlan er orðin stöðug. „Hann taldi ekki ósennilegt, að hlaupið geti orðið um helgi eða i næstu viku. Sigurjón Rist vatnamælinga- maður kom i nótt austan af sönd- um þar sem hann hefur verið við mælingar, en nokkrir dagar eru liðnir frá þvi, að visindamenn gerðu sér ljóst, að hlaup gæti ver- ið i aðsigi. „Ég átti von á þessu hlaupi og var að mæla þarna árnar með si- ritandi mæli austur við Sandgigj- arkvisl en Skeiðarárhlaup getur alltaf komið þangað vestur á sand. Þetta eru formföst og vel- siðuð hlaup, Skeiðarárhlaupin, og haga sér aíltaf eins, vaxa hægt. Linuritin úr þessum hlaupum lita lika allt öðru visi út en ef stifla brestur, sem skeður mjög snöggt og dregur hala á eftir sér. Jökul- hlaupin eru lengi að vaxa og ná hámarki og detta venjulega niður á fáum klukkutimum. Skeiðarár- hlaupin eru vegna þess, að áin er að vikka farveginn út og jökullinn gefur hægt og rólega eftir. Það eru tvö mikilvpg atriði i sam- bandi við stórhlaup. Annað er, að það sé mjög mikið vatn og hitt, að flóðtoppurinn risi mjög hátt. Það þarf að gera greinarmun á þess- um tveim atriðum, heildarvatns- magninu, sem sést af Grimsvötn- unum þegar hækkar i þeim og hinsvegar flóðgusunni, en það er einna afdrifarikast i sambandi við brúargerðina hyað flóðgusan ris hátt. Vatnsmagnið er mælt i rúmkilómetrum og hefur venju- lega veriö 3-4 kúbikkilómetrar, en flóðgusan er mæld i teningsmetr- um á sekúndu, sem getur orðið breytilegt frá einu hlaupi til ann- ars eftir þvi hvað hlaupið dreifist á langan tima. Ef hlaupið kemur snöggt er flóðgusan stærri. Sið- ustu hlaup hafa verið 7-10 þúsund teningsmetrar á sekúndu. Það er sæmilega þægilegt að bera saman hlaupin vegna lækkunarinnar, sem verður á Grimsvötnum, og það þyrfti að senda leiðangur þangað núna og eins þegar hlaup- ið er afstaðið. Það er ákaflega mikils virði að fá þetta hlaup núna til þess að geta rannsakað það og i öðru lagi eiga ýmsar mælingar að gerast þarna i sumar og þá er betra að hafa ekki hlaup yfir höfðinu á sér. Einnig er óþægilegra að gera mælingar, þegar kominn er mikill sumarvöxtur i árnar. Þetta er þvi mjög þægilegur timi.” Helgi Hallgrimsson verk- fræðingur hjá Vegamálaskrif- stofunni sagði, að visindamenn væru að búa sig undir að fara austur, menn frá vegamálaskrif- stofunni, raunvisindastofnuninr.i og Orkustofnuninni, einnig mun Jöklarannsóknafélagið taka þátt i þessum athugunum. Mikilvægast sé við þetta hlaup að það geti lagt til grundvöllinn að áætlunum um vegagerð yfir Skeiðarársand og geti haft i för með sér vissar breytingar á áætlununum. „Þetta er fyrsta Skeiðarárhlaupið, sem verður at- hugað með vegalagninguna i huga. Það hefur afskaplega mikla þýðingu að fá þetta hlaup áður en lokakönnun fer fram á mann- virkjum.” —SB — Steinsteypugafl í stað Esjunnar „Hérna hefur verið fegurst útsýni i Reykjavík I góðu veðri”. segir verkfræðingur einn, ibúi við Kleppsveg. Þarna höfðu þeir f Klcppsholtinu Kollafjörðinn, Viðey, Akrafjall, Skarðsheiði og Esju fyrir augum. En svo komu skipulagsyfirvöldin til sögunnar með geysimiklar vöruskemmur með steinsteypta gafla, sem byrgja útsýniö fyrir fólkinu. Grár steinninn hlasir nú við I staö landslagsins áður. „Þaö er sorglegt að skipulagsyfirvöldin skyldu ekki finna aöra leið en þessa”, segir verkfræðingurinn I viðtali I blaðinu'I dag. SJA BAKSÍÐU mm

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.