Vísir - 14.03.1972, Qupperneq 2
2
Vísir. Þriöjudagur 14. marz 1972.
rimsm:
Væruð þér fylgjandi eða
andvigur aðskilnaði
rikis og kirkju?
Bjarni Lúðviksson, viöskipta-
fræöingur. Ég er fylgjandi alveg
tvimælalaust. Hvers vegna? Ja,
ég held aö þetta efli guðskristni i
landinu og svo framvegis.....
Kristbjörg Antonsdóttir, Lindar-
götuskóla. Ja, ég veit þaö varla,
þaö er dálitiö erfitt að svara
þessu svona án nokkurs fyrir-
vara. Ég held ég sé fylgjandi að
sumu leyti og andvig að sumu
leyti lika. Annars veröur fólk að
taka ákvörðun sjálft um svona
mál, ekki að láta einhvern einn
ákveða. Þ.e.a.s. það á að vera
hverjum einstaklingi i sjálfsvald
sett, hvort hann er i kirkjunni eða
ekki.
Guömundur Sæmundsson, bif-
reiðastjóri. Ég er andvigur að-
skilnaði. Mér finnst bara ofur
eðlilegt að rikið og kirkjan standi
saman.
Ari Guömundsson, verzlunar-
maður. Ja, þessu get ég alls ekki
svarað. Ég hef hreint og beint
ekkert hugsað um þetta.
Sesselja Guöjónsdóttir, kennari.
Ég sjálf fer nú mjög sjaldan i
kirkju, aðeins á jólum. En mér
finnst þetta gott eins og það er.
Ekkert að vera að breyta þessu.
Arni Gunnarsson, deildarstjóri.
Það er erfitt að gera þetta upp við
sig svona i einum hvelli, en i
framtiðinni held ég að aðskiln-
aðurinn verði skynsamlegri.
FANGELSIN NA 100%
„SÆTANÝTINGll"
— seinagangur í fangelsismálum til þess — „Þetta áfall verður til að herða á
framkvœmdum", segir dómsmálaráðuneytið
Nú er þröngt orðið um
islenzka afbrotamenn,
sem í fangelsum dúsa.
Af einhverjum undar-
legum ástæðum kviknaði
eldur í timburloftinu á
gamla vinnuhælinu að
Litla-Hrauni, og atgangur
elds og vatns vann því
húsi mikið tjón. Rafmagn
fór af húsinu, sem gefur
að skilja, og af þeim
sökum varð að flytja alla
fanga burtu af hælinu,
þar sem eldhús varð
óstarfhæft, og einnig fór
kyndíngin úr sambandi.
„Við munum nú leggja allt
kapp á að fullgera nýju
viðbótarálmuna, sem verið
— Stjórnarráöshúsiö — byggt 1771
— Hegningarhúsiö — byggt 1871
hefur i byggingu — var reyndar
búið að taka helming hennar i
notkun’’, sagði Baldur Möller i
dómsmálaráðuneytinu, er Visir
ræddi við hann i gær, „þesssi
eldur eystra i gær mun vissu-
lega verða til þess, að hert
verður á framkvæmdum sem
hægt er. Ég tel hugsanlegt, að
við getum tekið nýju álmuna i
notkun eftir tvo eða þrjá daga.
Núna eru rafmagnsmenn að
vinna á Litla-Hrauni, og einnig
eru þar menn héðan úr dóms
málaráðuneytinu ásamt
mönnum frá húsameistara rík-
isins að kanna og meta skemmd
ir á gamla húsinu.”
Siðumúli fyrir konur
Nýja álman að Litla-Hrauni
mun fullgerð rúma 22-25 fanga,
og hafði helmingur hennar
reyndar verið tekinn i notkun
fyrir brunann.
„Það er núna mikið álag á
Loðnan menguð?
Hildegard skrifar:
„Mér kom það ekki á óvart,
þegar ég las það hjá ykkur i
VISIR SPYR um daginn, að
fæstir þeirra sem spurðir voru
höfðu bragðað á loðnu. Hvernig á
annað að vera, á meðan hvergi er
hægt að kaupa sér loðnu i soðið?
Eina skiptið, sem við i minni
fjölskyldu höfum loðnu I matinn,
höfðum við orðið okkur úti um
hana niðri á höfn.
Feðgarnir i fjölskyldunni eru
satt bezt að segja ekki miklar
íiskætur, en þeim likaði loðnan
prýðisvel.
Við höfum þó ekki farið aftur
niður á höfn eftir loðnu, þar eð
bæði skipstjóri og fiskifræðingur
hafa tekið okkur vara við þvL
Þeir bentu á, að loðnunni væri
dælt upp úr skipunum með sjó og
væri þar af leiðandi menguð.”
Hildegard
Gamlar afturgöngur
Kristján Kristjánsson skrifar:
„Ég leyfi mér að vitna i orð
Hannibals Valdimarssonar ráð-
herra eftir komu hans frá Banda-
rikjunum, þar sem hann gefur
Amerikuhöturum verðugt svar:
„Heimkominn sé ég að nokkrir
strútar hafa leikið listir sinar á
siðum Þjóðviljans meðan ég var i
burtu, og koma þær kúnstir sizt á
óvart.” Þetta var tekið úr viðtali
við Hannibal i Nýju landi. Nú sé
ég við lestur dagblaðsins Visis að
minnsta kosti einn strúturinn héf-
ur villzt inn á siður þess ágæta
blaðs. Þar birtist grein eftir TV,
sem langar til að koma af stað
nýjum þvættingi um sjónvarps-
sendingar frá sjónvarpsstöðinni
þar syðra. Veit ekki þessi góði
maður að kivkmyndir frá Banda-.
rikjunum hafa verið sýndar i öll-
um kvikmyndahúsunum hér frá
þvi kvikmyndagerð hófst og hafa
án nokkurra athugasemda verið
sýndar um allt land, enda með
þeim beztu i heiminum. Allir vita
einnig, að herstöð sú, sem hér er
staðsett, er að tilhlutan NATO og
undir þess vernd Ameriskur
maður fann upp fyrstu kvik-
myndavélina, hann kveikti lika
fyrstu rafmagnsljósin. Þar að
auki eru Bandarikin fremsta
þjóðin i dag á sviði geimvisinda.
Þetta vita
allir, en ef menn vilja visvitandi
eða af annarlegum sjónarmiðum
taka allar staðreyndir úr sam-
bandi og gera tilraun til að
ófrægja eina af okkar beztu vina-
þjóðum, þá verða þeir hinir sömu
að gera slikt upp við sig og taka
afleiðingunum. Og að endingu
leyfi ég mér að endurtaka orð
Hannibals, um þá fugla fer ég
ekki fleiri orðum.
Útvarpið og
rafmagnið
PB hafði samband við dálkinn
ogsagðim.a.: „Mérfannstþaðlé-
leg „fyndni” i útvarpinu, þegar
það komst loks til hlustenda eftir
myrkvunina á miðvikudags-
kvöldið, að verða að viðurkenna,
að það gæti engar upplýsingar
veitt um orsakir þess, að meiri-
hluti landsmanna varð rafmagns-
laus. Margir gera sér grein fyrir
þvi, að mjög alvarlegar orsakir
geta legið til þessara bilana.
Segjum sem svo, að gos kæmi upp
i nánd við Reykjavik og hraunflóð
sækti að borginni. Þetta er mér
sagt að geti átt sér stað. Væri það
þá ekki dapurlegt að vita til þess
að útvarpið, stærsta og mesta
öryggistækið á slikri stundu,
þagnaði fyrstalgjörlega, en kæmi
svo aftur með einhverja brand
aramennsku, —■ og vissi ekkert
um aðsteðjandi hættu? Einmitt
mál eins og þessi VERÐUR út-
varpið að taka föstum tökum, og
útvarpið verður að gera sér grein
fyrir ábyrgð sinni”.
Heimta þetta,
heimta hitt
„25 ára” ræddi viö þáttinn:
„Mér finnst það rétt, sem kom
fram i Visi i dag, föstudag, og haft
er eftir Albert Guðmundssyni,
borgarfulltrúa. Unga fólkið á
sjálft að gera hlutina i stað þess
að vera sifellt heimtandi þetta,
heimtandi hitt. Ég var einmitt að
lesa i einu dreifbýlisblaðinu svo-
hljóðandi: „Hvað vill unga
fólkið? Nýtt samkomuhús, nýtt
iþróttahús, stærra diskótek og
ýmislegt fleira”. Þetta er af ung-
mennasiðu blaðsins. Þannig eru
lika timarnir. Unga fólkið
heimtar, en vill ekkert leggja
fram á móti. Það er allt of mikið
snobbað fyrir ungu fólki. Það er
eins og valdhafarnir sitji and-
spænis tigrisdýri, þar sem unga
fólkið er, — um að gera að hafa
sig hægan. En valdhafar góðir,
réttið þessu unga fólki verkfæri
og efni, útvegið góða leið
beinendur og látið fólkið reisa sin
samkomuhús, iþróttahús og hvað
svo sem það er þetta „fleira”.
Heimtufrekjan i þjóðfélaginu er
fyrir löngu komin út i öfgar”.
Ekki hafa allir FM
JAS simar: „Mér dettur i hug
vegna skrifa um rafmagnsleysið
og útvarpstækin, að engu er lik-
ara en gert sér ráð fyrir, að allir
eigi útvarpstæki, sem gerð eru
fyrir rafhlöður. Svo er nú ekki,
fjölmargir eiga tæki, sem verða
jafnþögul, þegar rafmagnsleysi
herjar á okkur, þótt FM-bylgja sé
i þeim. Þeir eru lika fjölmargir,
sem eiga rafhlöðutæki, bæði
gömul og eins nýleg, sem ekki
hafa FM-bylgjuna. E.t.v. væri
eðlilegt af öryggisastæðumað fólk
væri hvatt til að vera á verði um
að FM-ið sé á rafhlöðutækjum,
sem það er að kaupa. Vissulega
getur útvarpið verið mikið
öryggistæki, að ekki sé talað um,
hvað það styttir stundirnar, ef
rafmagnsleysi á að verða eins oft
og verið hefur i vetur.”—
140 kíló notuð til
að níða andstœðing
niður
Glimumaöur sagði m.a. i viötali
við þáttinn:
„Sifellt er islenzka gliman, sú
góða iþrótt sem var, að drabbast
niður i skitinn. Það er litið orðið
eftir af þessari glæsilegu
iþrótt, — og virðist mér að kepp-
endur eigi ekki sök á að svona er
komið. Hvernig er með dómar-
ana, — hafa þeir ekki augun hjá
sér? Það á ekki að vera nóg i
glimu að vera 140 kiló, það þarf
meira til. En þegar maður sér i
sjónvarpinu, hvernig sá þungi
notar öll 140 kilóin sin til að niða
andstæðing sinn niður, — þá
finnst mér nóg komið af svo góðu.
Þá fer maður nú að taka undir
með þorra manna, sem sifellt
klifar á þvi, að gliman sé að
deyja, gliman sé ljót og kauðaleg
iþrótt”.
HRINGIÐ í
SÍMA1-16-60
KL13-15