Vísir - 14.03.1972, Page 5

Vísir - 14.03.1972, Page 5
Visir. Þriöjudagur 14. marz 1972. 5 í MORGUN ÚTLÖNDÍ MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND í MORGUN ÚTLÖND „Þetta er skripaleikur,” segir Mansfield. Dauðinn kvaddi dyra Leiðtogar þingsins vilja Haukur Helgason afnema prófkjor í fylkjum A soma tíma ganga Flórídabúar til spennandi prófkosninga Meðan frambjóðendur biða úrslita í próf- koSningunum i Flórida fylki i dag, eru próf- kosningarnar kallaðar „skripaleikur” á banda riska þinginu og óverðugar lýðræðinu. Tveir áhrifamestu þing- menn i öldungadeild- inni, „gömlu jaxlarnir” Mike Mansfield og George Aitken lögðu fram tillögu i gær um, að hætt yrði við allar próf- kosingar i fylkjunum, en i staðinn yrðu próf kosningar um allt landið. Demókratinn Mansfield er þingflokksformaður flokks sins i öldungadeildinni, og Aitken er fremstur repúblikana i utanrikis- nefnd. Þeir gerðu gys að próf- kosningum og sögðu, að fram- bjóðendur fari af stað i kosninga- baráttu, um leið og þeir „séu búnir i skólanum”. Mansfield for- dæmdi það, sem hann kallaði sirkusandrúmsloft i prófkosn- ingunum i i fylkjunum. Með núverandi fyrirkomulagi eru prófkosningar i mörgum fylkjum, þarsem margir berjast. Mansfield-Aitken tillagan þarf að fá fylgi tveggja þriðju hluta i bæði öldungadeild og fulltrúaeild, eigi hún að ná fram að ganga. Eftir það yrðu þrir fjórðu fylkis- þinganna að staðfesta hana, áður en hún yrði að lögum. Aður hefur verið reynt að breyta reglum um prófkosningar, en mistekizt. Mansfield segist ekki vera ýkjabjartsýnn, á að eitthvað gangi i ár, en hann lagði áherzlu á þá skoðun sina, að það væri knýjandi nauðsyn að gera eitthvað til,,að bjarga kosninga- kerfinu”, áður en það yrði of seint. Akstur skólabarna aöalmál Þessi tillaga kom fram á „versta tima”. t dag ganga ibúar i Flórida til prófkosninga, og mikil spenna um úrslitin. Flestir spá þvi, að George Wallace fylkisstjóri i Alabama muni sigra i prófkosningu demókrataflokks- ins i suðurrikinu Flórida. Wallace hefur hins vegar enga möguleika á framboði fyrir demókrata- flokkinn, enda mun þetta hafa farið sérstaklega i taugarnar á Mansfield. Annars er þess beðið með eftir- væntingu,. hvernig hlutföllin verða milli aðalkeppinauta um framboð demókrata, Edmund Muskie og Hubert Humphrey. I prófkosningunum i New Hamphs- hire, þar sem Muskie fékk mest fylgið, var Humphrey ekki i framboði. I Flórida koma einnig til sög- unnar meðal demókrata þing- maðurinn Henry Jackson og John Lindsay borgarstjóri i New York. Aðalmálið er, hvort stjórnar- völd geti fyrirskipað akstur skólabarna milli staða til að blanda hvitum og svörtum i skólana. Þetta er mikið hitamál i þessu suðurriki, og mun það verða vatn á myllu George Wallace. Þvi er búizt við, að metkjörsókn verði i Flórida i dag. Sonur Brandos fannst illa haldinn með hippa Ungur maður í Belfast særðist til ólifis í gær- kvöldi, þegar þrír óþekktir menn skutu á hann á dyraþrepum heimilis hans. Sjónarvottar segja, að mennir- nir hafi ekið upp og niður götuna mörgum sinnum, áður en þeir staðnæmdust fyrir utan húsið, þar sem ungi maðurinn bjó. Þeir hringdu þá dyrabjöllu og skutu manninn, þegar hann kom til dyra. Ekið var með hann til sjúkra- húss, en þar lézt hann klukku- stund seinna. Hann mun hafa verið 19 — 20 ára gamall. Lögreglan vildi i nótt ekki gefa upp nafn mannsins eða segja neitt um tilefni morðsins. Leikarinn Marlon Brando fékk i gær leyfi til að taka 13 ára son sinn Christian með sér til Parisar, eftir að það hafði verið borið fyrir dómstól, að fráskilin kona Brandos, Anna Kashfi, hefði reynt að fela drenginn i af- skekktu fiskimanna- þorpi i Mexikó. Einkaspæjari, sem Brando hafði fengið til að hafa uppi á drengnum, fann Christian með aðstoð mexikönsku lögreglunnar I hópi hippa, sem höfðu búðir i mexikanska þorpinu. Er sagt, að drengurinn hafi verið hálfnakinn og sjúkur, þegar hann fannst i tjaldi. Leynilögreglumaðurinn, Jay Armes, sagði réttinum að hanri hefði notað þyrlu til að finna búðir hippanna. Mexikanska lögreglan væri að yfirheyra hippana, sem voru sex karlmenn og tvær konur. Einn hippanna sagði, að móðir- in hefði boðið sér mikið fé fyrir að hafa soninn hjá sér um skeið. Anna Kashfi, sem skildi við Brando árið 1959, neitar að hafa boðið nokkrum manni fé fyrir að hafa drenginn. Hún féllst hins vegar á úrskurð dómstólsins þess efnis, að Christian skuli vera hjá Brando i Paris til 21. april. Þá verði spurningin um, hvort for- eldra skuli hafa drenginn, aftur tekin fyrir við dómstólinn i Santa Monica i Kaliforniu. TÓLF BÖRN TÝND Verða að breyta varnarkerfinu Bretar verða væntan- lega að breyta heilmiklu i vörnum sinum vegna njósna liðsforingja i sjó- hernum. Liðsforinginn hafði gefið Sovétmönn- um upplýsingar um varnir Bretlands, og eru þær taldar hafa verið mjög mikilvægar. Njósnastarfsemi hins 31s árs gamla liðsforingja mun einnig hafa ógæfuleg áhrif á varnarkerfi i öðrum vestrænum löndum, að sögn brezku fréttastofunnar The Press Association. Talsmaður brezka varnar- málaráðuneytisins neitaði í gær- kvöldi að svara spurningum blaðamanna um þetta efni. David Bingham var i gær dæmdur i 21s árs fangelsi fyrir njósnir. Meðal leyndarmála sem hann sagði Rússum voru upplýsingar um, hvernig flotadeildir Atlants- hafsbandalagsins skyldu skipa sér i striði. Bretar eru sagðir byrjaðir að gera nýjar áætlanir nú þegar. „Helmingur mann- kyns vannœrður" Nóbelsverðlaunahafinn dr. Norman Borlaug segir, að helm- ingur mannkyns sé vannærður og heimsfriðurinn geti ekki byggzt á tómum mögum. Visindamaðurinn, sem fékk friðarverðlaun Nóbels árið 1970 fyrir brautryðjendastarf i þróun nýrra korntegunda, „grænu bylt- inguna”, sagði á 37. bandarisku ráðstefnunni um náttúruauðlegð og dýravernd, að meginverkefnið i þjóðfélagslegum réttlætismál- efnum sé að tryggja næga nær ingarmikla fæðu fyrir allt rnann- kynið. Borlaug fjallaði um of- fjölgunarvandamálið, sem hann kallaði ógnun við allt menningar- samfélag á jörðu. Hann benti á ástandið i borgum eins og New York, Kalkútta, Dakka, Mexikó-' borg og Tókió og sagði, að það mundi fljótt komast á það stig, að ókleift yrði að stjórna borgunum skynsamlega. Tækist ekki að hemja óskapnaðinn, sem of- fjölgunin væri, mundu vandamál á mörgum sviðum fljótt verða háskaleg. Klukkan fimm i morgun héldu 70 her- menn i 14 snjóbílum áfram leitinni að skóla- börnum, sem hafa týnzt á Altevatnssvæðinu suð- austan Bardufoss, ásamt kennara og tveimur öðrum mönnum. Börnin eru frá gagnfræðaskóla Maalselv og eru 16—17 ára. Leitin verður hert, þegar liður á daginn. Ef veður batnar á þessum slóðum, verða flugvélar og þyrlur sendar á vettvang. Alls tóku 23 börn þátt i skiða- ferðinni, sem hafði þessar hör- mulegu afleiðingar. Ellefu þeirra komu til björgunarstöðva i Innset við Altevatn seint i gærkvöldi. Barnanna var saknað á sunnu- daginn. Þá höfðu tólf nemendur og kennari skilizt við aðra i hópnum. Enginn hefur séð þau, siðan þau fóru frá skála um þrjú- leytið á sunnudag. Auk þess er tveggja manna saknað, sem siðast sáust á sunnu- dagskvöld norðan Altevatns. Mesta sprenging mannkynssögunnar Þetta mun vera öflugasta spreng- ing mannkynssögunnar, fyrir ut- an kjarnorkusprengingarnar. Fyrirtæki i Bandarlkjunum braut koparnámu með svo öflugum hætti, og þótti ekki duga minna til, svo að unnt væri að vinna koparinn i námunni. Sprengingin var gerð I Arisona- fylki og stóð að henni Ranchers- námufélagið.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.