Vísir - 14.03.1972, Qupperneq 6
6
Visir. Þriöjudagur 14. marz 1972.
VISIR
Otgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
* Fréttastjóri:
Ritstjórnarfulltrúi:
Auglýsingastjóri:
Auglýsingar:
Afgreiðsla:
Ritstjóm:
Reykjaprent hf.
Sveinn R. Eyjólfsson
Jónas Kristjánsson
Jón Birgir Pétursson
Valdimar H. Jóhannesson
Skúli G. Jóhannesson
Hverfisgötu 32. Simar 15610 11660
Hverfisgötu 32. Simi 11660
Siðumúla 14. Simi 11660 ( 5 línuri
Askriftargjald kr. 225 á mánuöi inranlands
i lausasölu kr. 15.00 eintakiö.
Blaöaprent hf.
Þegar hœkkun er lœkkun
Margir eru óneitanlega orðnir nokkuð ruglaðir i
riminu eftir skattaumræður siðustu vikna. 1 dag-
blöðum og á alþingi hefur verið slegizt hart með og
móti skattafrumvörpunum tveimur, sem rikis-
stjórnin hefur nú fengið endanlega samþykkt. Bilið
milli hinna gagnstæðu fullyrðinga um frumvörpin
virtist breikka undir lokin, og gerði það málið enn
flóknara i augum fólks. Hámarki náði slagurinn i
Timanum á miðvikudaginn, þegar aðalfyrirsögnin
hljóðaði: Skattar lækka á þorra gjaldenda.”
Eðlilegt er, að nú verði nokkurt hlé á þessum
skattadeilum. Málflutningur andstæðinga skatta-
frumvarpanna tveggja hefur undanfarna mánuði
einkum beinzt að þvi að hindra framgang þeirra eða
fá að minnsta kosti verstu agnúana sniðna af þeim.
Þetta hefur ekki tekizt. Næsta lota málsins hefst þvi
væntanlega ekki fyrr en i júni, þegar Timinn þarf að
fara útskýra fyrir fólkinu með skattseðlana sina, að
skattahækkunin sé i raun og veru skattalækkun.
Lœkkun skal það vera
Á timabili virtist svo sem árangur deilnanna
mundi verða meiri. í röðum stjórnarsinna kom
fram megn óánægja með stefnu frumvarpanna.
Ýmis gagnrýnisatriði, sem fram komu, virtust hafa
náð eyrum landsfeðranna. Frumvörpin áttu að
koma til annarrar umræðu á alþingi 20. janúar, en
komu ekki fram fyrr en 6. marz, þvi að endurskoðun
á þeim tók miklu lengri tima en áætlað hafði verið.
En þrátt fyrir þessa bið urðu breytingarnar sama
sem engar. 1
Um þessar mundir færðist aukinn kraftur i vörn
stuðningsmanna frumvarpanna. Dagblöð rikis-
stjórnarinnar tóku að stappa stálinu i sina menn,
áreiðanlega með það i huga að hindra þá i að
hlaupast undan merkjum á örlagastundu. Timinn
og Þjóðviljinn kváðu æ fastar að orði og enduðu með
þvi að fullyrða, að skattar mundu lækka á þorra
gjaldenda. Timinn reiknaði út, að menn þyrftu að
hafa yfir 750 þúsund króna brúttótekjur til að fá
hærri skatta, og Þjóðviljinn reiknaði út, að meiri
hluti fólks hefði innan við 300 þúsund króna brúttó-
tekjur.
1 þessu felst sá sannleiksvottur, að skattar til
sveitarfélagsins, útsvörin, munu yfirleitt ekki
hækka hjá fólki. En það munu hins vegar rikisskatt-
arnir gera svo um munar. Enda er ekki hægt að
auka með fjárlögum útgjöld rikisins um 50% á einu
ári, án þess að krækja sér i tekjur á móti. Og það
hefur rikisstjórnin einmitt gert með skatta-
frumvörpum sinum.
Endimörk reiknilistarinnar
Fylgjendur og andstæðingar nýju skattalaganna
geta haldið áfram að reikna út áhrif þeirra. Þó er
það i sjálfu sér marklitið, þvi að almenningur veit
af gamalli reynslu, að út úr slikum dæmum er yfir-
leitt hægt að fá hverja þá útkomu sem reiknimeist-
aranum sýnist. Og svo koma auðvitað skattseðlarn-
ir i sumar. Þá þarf fólk enga útreikninga lengur,
heldur sér staðreyndirnar, svart á hvitu. Og þá
verður útskýringaþrautin þyngri hjá Timanum og
Þjóðviljanum. \\
Hin dæmdu —Clifford Irving, Richard Suskind og Edith Irving.
Héldu Hughes of veikan
til að verja hendur sínar
.Svikarar aldarinnar
Upp koma svik um siöir, og
þau, sem stóöu aö hinum fölsuöu
„endurm inningum ” Howard
Hughes, hafa hlotiö dóm. Dóm-
stóliinn komst aö þvf, aö þau
heföu taliö, aö Hughes væri ann
aöhvort látinn eöa svo likamlega
eöa andlega vanheill, aö hann
mundi ekki geta boriö hönd fyrir
höfuö sér, þegar „endurminning-
arnar” yröu birtar. Clifford Ir-
ving, kona hans og aöstoöar-
maöurinn Suskind töldu sér visar
tugmilljónir króna fyrir
fölsunina.
Dómstóll I New York fann rit-
höfundinn Irving og „rannsak-
andann” Suskind, seka um
samsæri. Kona Irvings, Edith,
var einnig sek fundin, Hún haföi
stoliö nafnskirteini frá konu fyrr-
verandi eiginmanns sins, dulbúiö
sig og tekiö viö fé, 650 þúsund
dölum eöa um 57 milljónum
króna, frá útgáfufyrirtækinu
McGraw-HiIl, sem ætlaöi aö gefa
„endurminningarnar” út i góöri
trú, aö þær væru verk Howard
Hughes sjálfs, sem heföi lesiö
Irving fyrir, Edith hremmdi
peningana i svissneskum banka
undir nafninu Helga Hughes, og
hún og samsærismennirnir
bjuggust til aö eyöa þeim og voru
komin nokkuö áleiöis meö þaö
þegar svikin komust upp.
Fékk hugmyndina
af timariti.
Dómarnir fjalla aöeins um
sekt, en eftir er aö kveða á um
refsingu. Samtals fela þessir
dómar I sér refsingu fyrir sak-
borninga, sem er allt aö 100 ára
fangelsi: ef lögð verður á
hámarksrefsing fyrir hvert brot.
Niöurstöður dómsins segja, aö
einhvern tima eftir jól árið 1970
hafi Irving komiö fölsunin i hug,
eftir að hann haföi lesiö timarits-
grein, þar sem greint var frá sér-
vizku Hughes og sýndar ellefu
handskrifaöar llnur með hendi
milljarðamæringsins.
Siöan hitti Irving Suskind, sem
fékkst við ýmiss konar athuganir
gegn þóknun, ellegar kannski
frekar „njósnir”, og ræddi við
hann um möguleika á að „búa til”
sjálfsævisögu Hughes. Nokkrum
dögum siðar hittust þeir Irving og
Suskind enn á eyjunni Ibiza og
urðu sammála um að leggja I
þetta fyrirtæki.
Léku Hughes til skiptis
Þeir kumpánar gerðu „á
kveðnar rannsóknir” og sömdu
segulbandsupptökur, þar sem
þeir skiptust á að leika hlutverk
Hughes og viötalanda hans
(Irving).
Þetta tókst svo vel að lengi
vafðist fyrir mönnum, hvort
Hughes hefði sjálfur talað á þessi
bönd.
dœmdir sekir — hómarksrefsing fyrir brotin 100 ór
Irving falsaði siðan bréf með Irving hafði fengið
rithönd Hughes og önnur skjöl, R7 ~
sem hann hélt svo fram, að hann D< »** niiiijoiin .
heföi fengið frá Hughes, Einnig
falsaði hann áritun á vegabréf
konu sinnar, svo að hún gæti
komið fram sem „Helga
Hughes”.
Stal 1500 siðna
afriti i þingbókasafni.
Irving og Suskind notuðu margs
konar heimildir fyrir verkiö.
Töluvert af því var unniö upp úr
gögnum í almenningsbókasafni I
New York. Þeir notuðu einnig
óbirt handrit, sem rithöfundurinn
James Phelan hafði tekið saman
og voru endurminningar fyrrver-
andi aðstoðarmanns Hughes,
UMSJON:
HAUKUR
HELGASON
Noah Dietrich að nafni. Þetta
verk hafði ekki fengizt útgefið og
þótti heldurléleg smiði. Það hafði
hins vegar farið um hendur
margra I tilraunum höfundar til
að koma því á prént, og á þeirri
leið komust þeir Irving og
Suskind yfir það og gerðu ljósrit.
Irving stal I bókasafni banda-
riska þingsins I Washington 1500
blaðsfðna afriti af vitnisburði
Howard Hughes fyrir þingnefnd,
frá árinu 1947. Auðmaðurinn
haföi verið kallaður fyrir nefnd-
ina í rannsókn hennar á stríðs-
gróöa.
Clifford Irving, 41 árs, og Edith
kona hans, 36 ára, voru dæmd
fyrir margs konar lagabrot,
samsæri um fjársvik og þrettán
lagabrot varðandi glæpsamlegar
falsanir og stórþjófnað.
Irving og Suskind, 46 ára, voru
dæmdir sekir um meinsæri, sem
þeir höfðu svarið I janúar, er þeir
sögðust fyrir rétti hafa hitt
Hughes vegn endurminninganna.
Dómstóllinn I New York hafði
fjallaö um málið I sex vikur.
Útgáfufyrirtækið hafði látið
Irving hafa 765 þúsund dali (67,3
milljónir króna) og hlutur
Suskinds af fengnum var 65
Þúsunddalir (5,7 milljónir króna).
Slíkur falsari var Irving, aö
sérfræðingar um skrift og tal
höfðu undirritað plögg þess efnis,
að þeir væru vissir um, að þar
væri Howard Hughes kominn,
þegar aðeins var um eftirlikingar
Irvings að ræða.
IÞRVINGS AÐ RÆÐAÚ
Howard Hughes fór, sem
kunnugt er, huldu höfði, meðan
mál þetta stóð. í fyrstu kom hann
fram á blaðamannafundi i sima,
og röddin sagði að „endurminn-
ingarnar” væru fölsun.Þá hófust
miklar getgátur um það, hvort
„röddin i slmanum væri fölsun
eða ekki”, Niðurstöður rann-
sóknar, sem þá hófst, eru þær
sem hér er sagt frá.
Búizt er við að Edith og Suskind
muni fá skilorðsbundna dóma, en
Irving sjálfur verði sendur I
fangelsi, enda hafi hann verið
potturinn og pannan i þessum
„svikum aldarinnar”.
Skyldi Howard
saman?
Hughes hafa glott yfir öllu