Vísir - 14.03.1972, Side 7

Vísir - 14.03.1972, Side 7
Visir. Þriðjudagur 14. marz 1972. Sitt af hvoru tagi Umsjón: Svanlaug Baldursdóttir tízku Það lifnar yfir flestu, þegar daginn lengir. Og það er ekki til- viljun, að fataframleiðendur hafa sýningar á framleiðslu sinni einmitt, þegar liður að vori. Flesta langar þá til að endurnýja sig dálitið, kannski með þvi að fá sér eitthvað nýtt i klæðaskápinn. Myndirnar á siðunni koma úr ýmsum áttum, en eiga það sameiginlegt að vera það, sem verður i tizku i sumar. Sumt er ekki alveg nýtt af nálinni, ef miðað er við það, sem sézt hefur hér heima i verzlunum. Þar kemur þó annað til. Nýjungar i klæðnaði koma hingað mun fyrr en áður var og jafnvel fyrr en til nágrannalandanna. Skórnir með þykku sólunum sáust hér t.d. i fyrra. en þeir munu senni- lega slá alveg i gegn i sumar jafnvel hjá þeim, sem hafa haft. einhverjar efasemdir um þá áður. Skórnir eru undantekningar- laust með þykkum sólum og hælum og yfirleitt úr leðri. * **. - : ■ ■ og skór úr leðri Skreytingin er auga eða munnur, sem þóttu einna sniðugustu tréskórnir á dönsku skó- sýningunni. Fyrir skömmu héldu danskir skóframleiðendur sýningu á bæði innfluttri og innlendri vöru, skófatnaði. Tréskórnir eru þar enn sem fyrr vinsælir. Sumir þeirra eru með hærri hæl en áður. I Paris hefur hinn þekkti hár- greiðslum. Alexandre sýnt vorhárgreiðsluna, sem sést á einni myndinni. Hárið er stutt- klippt og slétt, en toppurinn er látinn sveigjast upp og hliðar- Herrahatturinn í nýrri útgáfu hárið beygist fram. Það mun vera auðvelt að gera þessa greiðslu heima fyrir með þvi að nota handhárþurrku eða lokka- töng, ef einhverjar eiga slika. Hatturinn virðist vera að koma aftur i tizku, eftir að Vorgreiðsla frá Paris. a.m.k. yngra kvenfólk hefur gengið i nokkur ár höfuðfata- laust yfir sumartímann. Ýmsar útgáfur eru til af vorhattinum bæði með og án slörs. En sá skemmtilegasti er kannski gamli herrahatturinn, sem er nú i hátizku — jafnvel á konum.í biaðinu, sem þessi mynd birtist i, var mælt með þvi að setja breitt band i kringum kollinn og hafa hattinn við jakka og sið- buxur. —SB- Frá vöggu til grafar Fallegar skreytingar Blómvendir i mik úrvali. Daglega ný blóm Mikið úrval af ■nýjum vörum. — Gjörið svo vel að lita inn. Sendum um allan bæ Silla og Valdahúsinu Álfheimum 74. Simi 23523. Herbergi Reglusöm stúlka óskar eftir herbergi, húshjálp getur komið til greina. Upp- lýsingar i sima 24680 eftir kl. 6. HJÁLP Kona með 3 börn óskar eftir ibúð um mánaðamótin. örugg greiðsla. Reglu- semi. Upplýsingar i sima 20854 milli 5 og 7. Pressa til sölu Viljum selja glussapressu, sem getur pressað allt að 150 kg á fercm. Gæti hentað vélaverkstæðum til ýmissa nota, t.d. rétt- ingar á stáli. Upplýsingar gefur Jóhannes Borgfjörð, simi 11660 kl. 8—17 alla daga. BARNASTOLAR með öryggisbeltum LEIKFANGAVER Klapparstíg 40 - Simi 12631

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.